Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. 15 Lýðræði? Leiðin til lýðræðis er löng og hlykkjótt. Þótt meiriMuti ríkja heims og stjórnmálaflokka kenni sig við lýðræði viðgengst kúgun víða og raunveruleg völd eru á fárra höndum. Margrómað lýðræði Forn-Grikkja náði aðeins til yfir- stéttakarla og það var ekki fyrr en á þessari öld að konur og fátækt fólk á Vesturlöndum fékk kosn- ingarétt. Enn eru harðstjórar á kreiki, líka hér á landi. Áður þáðu þeir vald sitt frá guði en nú ríkja þeir í skjóh misvel fenginna auðæfa, styðjast við fámennar valdakhkur, herstyrk, pukur og baktjaldamakk. Þeir eru ekki þjón- ar fólksins heldur yfir það hafnir sem drottnarar. Enn eimir eftir af hugsunarhætti einvaldskónga og ánauðugra þegna. Það var t.d. eðhlegt áður fyrr að bukta sig fyrir einvalds- kóngi og þakka honum ef hann bauð í veislu, enda átti hann skatt- féð sem innheimt var. Slíkir hirðs- iðir tíðkast enn í íslenska stjórnar- áðinu því þegar ráðherra býður í veislu á kostnað ríkisins er honum sjálfum þakkað fyrir, ekki skatt- borgurunum sem greiða reikning- inn. Þannig baðar ráðherrann sig í þakklæti auðmjúkra þegna rétt eins og hann eigi það fé sem honum er trúað fyrir. Hvað er lýðræði? Samkvæmt Orðabók Menningar- sjóðs er lýðræði „stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leyni- legum) kosningum haft úrshtavald í stjórnarfarsefnum, réttur og að- staða einstaklinga og hópa til að láta í ljós vhja sinn og hafa áhrif á öh samfélagsleg málefni". Hug- myndin með lýðræði er sú að lýð- urinn, almenningur, fari með æðstu völd í sameiginlegum mál- um. Síðan velur almenningur sér leiðtoga th að fylgja vilja sínum eftir, sætta ólík öfl og höggva á hnúta ef annað dugir ekki. Leiðtog- KjaUariim Þorvaldur Örn Árnason námsstjóri í umhverfismálum arnir þurfa að virða ólíkar skoðan- ir og vinna með fólki sem er þeim ósammála, ekki bara safna um sig hirð jábræðra og undirgefinna þjóna. í lýðræði felast miklar menning- ar- og siðferðhegar kröfur th þegn- anna. Almenningur þarf að fylgjast náið með gerðum leiðtoga sinna th að meta hvemig þeir standa sig og hvort þeir skuh endurkjömir eða aðrir valdir í þeirra stað. Th þess þarf fólk að vera vel upplýst, um- ræður málefnalegar og flæði upp- lýsinga óhindrað. Þá reynir á gagn- rýna hugsun og mannskhning svo fólk vari sig á loddurum og virði þá sem vinna vel. Það er mikih kostur við lýðræði að fólk getur skipt um valdhafa á friðsamlegan hátt. Eru allir jafnir? Atkvæðisréttur er okkur hehag- ur. í opinberum kosningum fara allir sem náð hafa 18 ára aldri með eitt atkvæði hver, óháð efnahag, virðingu og kynferði. Margir fárast yfir því að atkvæði á landsbyggð- inni vega þyngra en í þéttbýhnu þegar kosið er th þings, og það varð uppi fótur og fit. þegar Matthías Bjamason fór með tvö atkvæði á Álþingi. Þetta em þó smámunir á við það sem tíðkast í fyrirtækjum. í hlutafélögum miðast atkvæðis- réttur við fjármagn, ekki fólk. Menn fara með mismörg atkvæði eftir hlutafjáreign. Þeir sem vhja minnka afskipti hins opinbera og auka frelsi fyrirtækja stuðla að ójöfnum atkvæðisrétti í fleiri mál- efnum. Völd stórfyrirtækja eru nóg fyrir og þar ráða sumir yfir aragrúa atkvæða en flestir ahs ekki neinu. Menntun og upplýsing era for- sendur skynsamlegs vals, hvort heldur á markaði eða í kjörklefa. Svo þarf stálminni th að muna hveiju frambjóðendur lofa og eins hvernig vara af thtekinni gerð reynist. í okkar heimshluta hafa fjölmiölar farið fram úr kirkjunni við að móta hugmyndir okkar og siðferði. Bandaríkin era komin lengst á þeirri braut, víti th varnað- ar með sljóvgandi fjölmiðlaflóð sem „í lýðræði eru forystumenn þjónar umbjóðenda sinna en ekki drottnarar yfir þeim. Kjör forystufólks og umbjóð- enda ættu að vera lík, og væri þá fram- boð og eftispurn eftir forystustörfum í jafnvægi.“ „Menntun og upplýsing eru forsendur skynsamlegs vals, hvort heldur á markaði eða í kjörklefa." fáeinir auðmenn stýra. Lýðræði krefst siðgæðis, svo sem orðheldni, ábyrgðar, samhjálpar og samstöðu um meginlífsstefnu og leikreglur lýðræðis. Hér hefur kirkjan enn hlutverki að gegna en líklega era skólar orðnir mikhvæg- ari. í lögum og aðalnámskrá grann- skóla er lögð áhersla á að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi sem er í sífehdri mótun og skulu starfshættir skóla mótast af lýðræðislegu samstarfi. Það reynist kennurum erfitt að upp- fyha þær kröfur enda hafa þeir al- ist upp við álíka framstætt lýðræði og aðrir íslendingar, sama ghdir um foreldra. Þjónusta eða drottnun? Drottnun í krafti auðæfa af- skræmir lýðræði og sér ekki fyrir endann á þeim vanda. í því felst htlu minna óréttlæti en í þræla- haldi áður fyrr. Lýðræði stefnir að jöfnuði en þó geta ekki allir orðið hnííjafnir. Þeir eldri ráða meira en þeir yngri í krafti reynslu og þekk- ingar, og þeir sem veljast th forystu ráða meiru en óbreyttir. í lýðræði era forystumenn þjónar umbjóðenda sinna en ekki drottn- arar yfir þeim. Kjör forystufólks og umbjóðenda ættu að vera lík, og væri þá framboð og eftirspurn eftir forystustörfum í jafnvægi. í fjárvana félögum er oft erfitt að fá fólk í stjóm enda um ólaunaða, tímafreka þjónustu að ræða. í fjár- sterkum félögum er hins vegar bar- ist um vel launuð og virt forystu- sæti. Það á ekki síst við um ríkið og stóra sveitarfélögin. Ágjamir framapotarar verða þá oft ofan á en hógvært hæfileikafólk treðst undir. Vopnin geta verið sérþekk- ing, málskrúð eða loforð um fyrir- greiðslu fyrir annarra fé. Einnig hér skipta fjármunir sköpum þegar menn heyja dýr prófkjör og kosn- ingabaráttu með tilheyrandi aug- lýsingaskrumi. Af þessum dæmum sést hvernig auður skekkir lýðræði. Ríkur og snauður frambjóðandi standa hvergi nærri jafnir. Fyrir kosning- ar era dregnar upp dýrar glans- myndir th að tæla kjósendur sem margir era sljóvgaðir af langvar- andi innatómri sefjun fjölmiðla. Þannig er í raun verslað með at- kvæðin, fjöregg frjálsra þegna lýð- ræðissamfélags. Við þurfum að hrista af okkur doðann, skrúfa fyrir síbyljuna, reyna að hugsa skýrt og gera kröf- ur jafnt til valdhafa sem okkar sjálfra. Við skulum hlúa að lýðræð- inu svo það standi undir nafni - áður en það verður um seinan. Þorvaldur Örn Árnason Um aöskilnaö rikis og kirkju: Trúmálalýðræði i „Þjóðkirkjan, sem telur sér yfir 90% þjóðarinnar, ætti að geta séð um sig sjálf ekki síður en hinir trúflokkarnir ... “, segir m.a. í greininni. Sú stefna að ríkið hafi sem minnst umsvif og afskipti af því sem aðrir geta sinnt hefur verið aö vinna sér fylgi með þjóðinni. Hve langt er gengið á þeirri braut er og verður alltaf umdeht. Samdráttur ríkisafskipta hefur nú þegar orðið nokkur og mun aukast að mun á næstu tímum ef að líkum lætur. í þeirri umræðu sem fram hefur farið eru margar stofnanir nefndar sem ríkið ætti að hætta að reka og hagsmuna- eða áhugaaðhar að taka þar við rekstri. Ég minnist þess þó ekki að fram hafi komið að breyta skuh rekstri þjóðkirkjunnar og láta ríkið hætta þar afskiptum sínum. Ríkisrekin trúarbrögð Þó ríkið hafi víða komið við í af- skiptum sínum af þjóðinni er ríkis- forsjá þjóðkirkjunnar það ahra frá- leitasta af miklum ríkisafskiptum hðinna ára. Slík afskipti eru ekki lýðræðisþjóð samboðin því trú- málalýðræði er ekki síður mikh- vægt en stjómmálalýðræði ef við viljum teljast lýðræðisþjóð. Það vefst samt fyrir mörgum utan þings og innan því viðjar vanans era sterkar. Það virðist ekki vera öhum ljóst að lýðræði á að ná til allra þátta í starfsemi þjóðfélagsins, ekki aðeins löggjafarvaldsins. Alvarlegasta einræðishneigðin við kristnihaldið er þó kennsla kristinna fræða í grunnskólmn landsins. Þar era kenningar þjóð- KjaHarinn Björgvin Brynjólfsson fyrrv. sparisjóðsstjóri, Skagaströnd kirkjunnar einráðar þótt trúfrelsi sé talið í stjómarskránni. Trúfrelsi nýtur sín ekki nema þar sem engin ríkisafskipti era af trúmálum. Annað er sýndarmennska og brögð í tafh um mannréttindi. Spörum fé, aukum valfrelsið Hvemig væri nú á niðurskurðar- tímum í þjóðfélaginu að fá óhlut- dræga stofnun, t.d. Ríkisendur- skoðun, th að reikna út spamað ríkisins við að rofið sé sambandið við þjóðkirkjuna. Það væri í sam- ræmi við þá kenningu að hver greiði fyrir sig þá þjónustu sem hann óskar eftir. Söfnuðimir sæju þá hver um sig án opinberra af- skipta. Talsmenn þjóðkirkjunnar hafa htið lofað sambúðina við ríkið - tahð kirkjuna eiga um 500 bújarð- ir hjá ríkinu og fleira væri umdeht í sambúðinni. Þjóðkirkjan, sem telur sér yfir 90% þjóðarinnar, ætti að geta séð um sig sjálf ekki síður en hinir trú- flokkarnir sem hér starfa. Það virð- ast ekki vera forsvarsmenn kirkj- unnar sem halda dauðahaldi í ríkið heldur sé hé'r sljóleika og sinnu- leysi stjórnmálamanna um að kenna eða ótta við að lenda í dehu- málum. Engir talsmenn á Alþingi? Stjómmálamenn ættu þó öðrum fremur að hafa skilning á eðli lýð- ræðis þótt þeir kjósi stundum hver fyrir annan. Fymiefndur sljóleiki fyrir eðhskostum lýðræðis er afar hættulegur - því lýðræði er eitt af því sem aldrei er að fullu náð - er sífellt að færa út áhrifasvið sitt ef þróunin gengur í þá átt sem flestir segjast vhja hér en gera ekkert th að þróist og fylgi kröfum sam- tímans. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Við vorum neyddir vegna þátt- töku í fjölþjóðasamtökum til að framkvæma svo sjálfsagðan hlut sem aðskhja framkvæmdavald og dómsvald. Nú vh ég spyija þá sem eru ósátt- ir við ríkjandi einokun á trúarlegu námsefni í grunnskólum landsins hvort þeim finnist ekki tímabært að láta reyna á lögmæti þess fyrir Mannréttindadómstólnum í Hol- landi? Jafnréttismál og mannréttindi Það er augljóst jafnréttismál að allir trúflokkar, sem hér starfa, hafi sömu aðstöðu til að kynna sín trúarbrögð í grunnskólum eða að öðrum kosti verði öh trúfræðsla skólanna fehd niður. Fyrir hina óþjóðnýttu trúflokka væri verðugt verkefni að bindast samtökum um að vinna eftir mætti að aðskhnaði ríkis og kirkju. - Vinna að trúarlegu jafnrétti á ís- landi. Stjórnmálaflokkamir hafa forð- ast að taka afstöðu th þessa máls - en það getur ekki gengið mikið lengur - kjósendur eiga siðferðheg- an rétt á því að heyra eitthvað frá þeim um þetta mikhvæga réttlætis- mál. Þetta mál er mælikvarði á lýð- ræðisþroska stjórnmálaflokka og manna hér á landi. Hver þeirra þorir að vera fyrstur að tjá sig um máhð? Björgvin Brynjólfsson „Trúfrelsi nýtur sín ekki nema þar sem engin ríkisafskipti eru af trúmálum. Annað er sýndarmennska og brögð í tafli um mannréttindi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.