Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 16
16 Menning Listahátíð í Reykjavík fram undan: Hlutur leiklistar aldrei verið eins stór - setning hátíðarinnar 1 Kvosinni Draumleikur eftir August Strindberg, í leikstjórn Lars Rudolfsson, hefur fengið mikið lof gagnrýnenda í Svíþjóð. Á myndinni eru Elsbeth Berg, Gudrun Henriksson, Lotta östlin og Hákan Fohlin I hlutverkum sínum. Þrir heimsfrægir listamenn á sviði tónlistar sem munu halda tónleika í Reykjavík: óperusöngkonan Grace Bumbry, flautuleikarinn James Galway og djasssöngkonan og pianóleikarinn Nina Simone. Listahátíð í Reykjavík er haldin á tveggja ára fresti og má segja að menningarþyrstir íslendingar bíði hverrar hátíðar með mikilli eftir- væntingu, enda hefur ávallt tekist að fá heimsfræga og eftirsótta hsta- menn til að koma fram á hátíðinni og svo verður einnig nú. Listahátíðin í ár er ekki aöeins mjög fjölbreytt, sem og fyrri hátíðir, heldur er hún einnig sú lengsta, stendur yfir frá 30. maí til 19. júní. Forskot á sæluna verður tekið 27. maí en þá skemmta hinir vinsælu Gipsy Kings í Laugardalshöll. Á síð- ustu Listahátíð kom til tals að Gipsy Kings skemmtu en af því gat ekki orðiö þá. Nú mæta þessir skemmti- legu listamenn með gítara sína og skemmta og er mikill áhugi á komu þeirra hingað enda hefur tónlist þeirra hljómað á öldum ljósvakans nokkur undanfarin ár og margir eiga flutning þeirra á plötu eða geisla- diski. Auk opnunarinnar á laugardaginn verður flutt í Þjóðleikhúsinu nýtt tónverk eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Þetta er ópera í tíu þáttum við texta HaUdórs Laxness sem nefnist Rhodymenia Palmata. Þá veröa sin- fóníutónleikar í Háskólabíói þar sem einsöngvari verður óperusöngvar- inn Gösta Winbergh sem oft hefur verið nefndur í Svíþjóð hinn nýi Björhng. Síðan mun hver stóratburðurinn á listasviðinu taka við af öðrum. 31. maí verða opnaðar þijár stórar hst- sýningar: Miro á Kjarvalsstöðum, 2000 ára litadýrð og Daniel Buren í Listasafni íslands. Auk þess verða margar fleiri sýningar í gaheríum og sýningarsölum. Má þar nefna Krist- ján Davíðsson í Nýhöfn, yfirlitssýn- ingu á verkum Hjörleifs Sigurðsson- ar í Norræna húsinu og FÍM-salnum og Björn Brusewitz í Listasafni ASÍ. Leiklist skipar sérstakan sess Leikhstin skipar sérstakan sess á Listahátíð að þessu sinni þar sem undir hana fallá Norrænir leikUstar- dagar 4.-9. júní. Norrænir leiklistar- dagar eru haidnir annað hvert ár á vegum NorrænaleikUstarsambands- ins og skiptast löndin á um aö halda þessa leikUstarhátíð. Þegar þau at- riði, sem verða á þessum leikUstar- dögum, samemast leikhstinni á Listahátíðinni má segja að svo fijótt leikhúslíf hafi aldrei verið í Reykja- vík því auk aðkominna leikUstar- hópa verða leikhúsin í borginni með sýningar á leikritum sem þar eru enn í fullum gangi. Af erlendum leikUstaratriðum má nefna tvær sýningar sem koma frá Svíþjóð. Önnur er uppsetning Orion- leikhússins í Stokkhólmi á Draum- leik Augusts Strindbergs í leikstjórn Lars Rudolfsson. Hann fékk núklu gagnrýnendaverðlaunin sænsku 1990 fyrir leiksfjórn sína á þessu verki. Hin sænska sýningin er Ham- let - en stand up eftir bræðuma Shakespeare, gamansorgleikur í fimm þáttum. I öUum hlutverkum er Roger Westberg. Þetta er sýning sem Svíar hafa hlegið sig máttlausa yfir frá því hún var frumsýnd í fyrra- vor. Frá Danmörku kemur bamaleik- húsið Artibus með Apann, sýningu sem hefur farið sigurfór um Dan- mörku. Þar segir frá drengnum Allan sem vaknar einn morgun og hefur þá breyst í apa. Finnar senda hingað tfl lands dansflokk Jorma Uotinen og sýnir flokkurinn Pathetique við tónhst Pjotr Tsjækofskí. Ballett verð- ur einnig í Borgarleikhúsinu 14. júni en þá verður sýnt May B sem er eitt þekktasta verk danshöfundarins Maguy Marin sem er einn þekktasti dansahöfundur Evrópu. Er mikfll fengur að fá dansflokk hennar til landsins. 16. júní mun svo dansflokk- urinn sýna Cortex, sem einnig er eft- ir Marin, og er Cortex nýjasta verk hennar. Frá Frakklandi kemur einnig götu- leikhúsið Théatre de TUnite og verða sýningar á vegum þess bæði innan- húss og utan. Leikhópur þessi mun örugglega setja mikinn svip á Lista- hátíðina að þessu sinni. Þriðja ballettatriðið á Listahátíð er svo íslenskt en það er fmmsýning á; tveimur nýjum dönsum eftir Auði Bjarnadóttur. Hópurinn, sem að sýn- ingunni stendur, nefnir sig Svölu- leikhúsið og verða verkin sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins. Mikil og fjöl- breytttónlist Margir merkir og þekktir tónlistar- menn heimsækja ísland meðan á Listahátíð stendur og hefur þegar verið minnst á óperusöngvarann Gösta Winbergh. Annar óperusöngv- ari, sem heimsfrægð hefur hlotið, er Grace Bumbry sem verður með ein- söngstónleika. Hún er tahn meðal þeirra fremstu og á að baki marga sigra á óperusviðinu. Flautuleikarinn James Galway hefur heillað heiminn mörg undan- farin ár og er ekki að efa að koma hans hingað er einn af stærstu við- burðum Listahátíðar. Þá verður djassöngkonan og píanóleikarinn Nina Simone mörgum fagnaðarefni. Þessi látlausa blökkukona, sem búin er að standa á sviðinu í tugi ára, verð- ur með tónleika í Háskólabíói. Þá verða margir íslenskir tónlistar- menn í sviðsljósinu, bæði klassískir og aðrir sem eru í léttari kantinum. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um viðburði á Listahátíð. Þátt- ur innlendra listamanna er mjög stór. Þá má að lokum nefna Undra- börnin frá Rússlandi sem örugglega eiga eftir að vekja athygli, eins og flest það sem í boði er á þessari tólftu Listahátíð í Reykjavík. -HK MIÐVJKUDAGUR 20. MAÍ 1992. Sverrirfærhrós fyrirsýningu í Mexíkó Um siðustu mánaðamót opnaði Sverrir Ólafsson sýrflngu á 10 skúlptúrverkum í Mexíkóborg. Hefur sýningunni verið mjög vel tekið. Fiallað hefui' verið um hana í öllum helstu fjölnflðlum landsins og Sverri boðíð að halda aðra sýningu síöar. Fjöldi gesta var við opnunina, þar á meöal margir Islendingar, búsettir í Mexíkó. Þetta er í annaö sinn sem Sverrir sýnir í Mexíkó en hann tók þátt í stórri, alþjóðlegri sýn- ingu þar fyrir tveimur árum. Þá keypti ríkislistasafn Mexikó stórt útilistaverk eföi' hann. Verkið hefur verið á sýningarferð um landið ásamt öðrum verkum í eigu safnsins en framtíöarstaður þess er í nýju höggmyndasafni, sem nú er verið að ljúka byggingu á, í borginni Juarez á landaraær- um Mexíkó og Bandaríkjanna. Peter Bastiaei medfyririestur Hér á landi er staddur einn merkilegasti maðurinn í dönsku tónlistarlífi, Peter Bastian, en haim hefur aflað sér mikillar virðingar á sviði sígildrar, sem og léttrar tónlistar. Hann er hér ásamt félögum sínum i tríóínu Bazaar. Hann er ekki aðeins tón- listarmaður heldur einnig rithöf- undur og hefur bók hans, Ind i musikken, notið mikilla vinsælda og texti hans vakiö mikla aíhygli. Hlaut hann bókmenntaverðlaun 1988 fyrir hana. Bastian mun halda tvo fyrirlestra hér á landi meðan á dvöl hans stendur og er só fyrri í Norræna húsinu í kvöld og sá síðari 23. maí í húsi FÍH. Fyrirlestra sína byggir hann á bók sinifl. Bastian þykir litríkur ræðumaður enda nflkill húmor- isti. Inferno 5 og Sveinbjöm til Finnlands Hljómsveitinni og fjöllistafélag- inu Infemo 5 hefur verið boðið á hina árlegu rokk- og listahátíð í Turku í Finnlandi. Með í fór verð- ur Sveinbjörn Beinteinsson alls- heijargoði. Mun hann flytja kvæöi og framkvæma heiðna helgiathöfn með hjálp fleiri ása- trúarmanna. Inferno 5 hefur síð- an það hóf starfsemi sína 1984 flutt viöanflkla og margmiðla geminga hér heima og erlendis og má nefna Klumbudansinn og Rykdjöfla. Auk þess leikur það fyrir dansi. Á sama tíma og In- ferno 5 kemur fram í Turku verð- ur myndlistarsýning á verkum eftir meðlimina. Eftír aö hátíð- inni í Turku lýkur mun Infemo 5 halda til Rússlands og halda tónleika í Pétursborg. Ljósmyndasýn- ingáSiglufirði í dag er afmælisdagur Siglu- fjarðar og verður af því tflefni opnuð sýning á Jjósmyndum úr eínkasafni Steingríms Kristins- sonar í Nýja bíói á Siglufirði. f safni Steingríms er ennfremur að fiima myndir sem Kristfinnur Guöjónsson ljósmyndari tók en safn hans er nú í eigu Stein- gríms. Um það hil eitt þúsund myndir verða þama tfl sýnis og ei þar bæði um að ræða myndir, sem sýna gömlu, góðu síldarárin, og mikið af myndum af fólki og mannlífinu almennt frá þeim tíma. Elstu myndimar em frá um 1930 en sýningin spannar tlmabil- ið allt til þessa dags. Flestar myndanna hafa ekki áður sést opinberlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.