Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. 17 LífsstOl Matvælaneysla á íslandi og í Bandaríkjunum: Lítil grænmetis - neysla hér á landi Ætla mætti að í vestrænum þjóðfé- lögum sé neysla á matvælategundum svipuð landa á milli og ekki skakki miklu. Staöreyndin er hins vegar sú að þar munar ótrúlega miklu í mörg- um tilfellum. Iceland Seafood Cor- poration birti í síðasta mánuði tölur yfir matvælaneyslu Bandaríkja- manna og kom þar margt á óvart. Bandaríkjamenn eru helstu kaup- endur fiskafurða íslendinga en samt sem áður er fiskneysla þeirra ótrú- lega lítU. Hún mæúst vera tæplega 1% af heildameyslu matvæla eða aðeins 5,9 kg á mann að meðaltali á ári. Til samanburðar er þessi tala um 26,6 kíló fyrir ísland. Það er í sam- ræmi við að íslendingar neyta að jafnaði prótínríkrar fæðu. Fróðlegt er að bera sambærilegar tölur á íslandi saman við tölumar frá Bandaríkjunum. Manneldisráð gerði viðamikla könnun á neysluvenjum íslendinga árið 1990. Þar var mæld meðalneysla hvers landsmanns í grömmum á dag á hverja fæðuteg- und. Til þess að fá samanburð við Bandaríkin er einfalt mál að marg- Hver íslendingur borðar að jafnaði 4 sinnum meira af fiski en Bandaríkja- maður. Matvælaneysla á Islandi og í Bandaríkjunum — í kílógrömmum á íbúa — 200 100 E3 ísland O) |co □ Bandaríkin co r-. 05 CM Mjólkurv. Grænmeti Ávextir Kornv. Fiskur Sykur Kartöflur Fuglakjöt Egg falda tölur Manneldisráðs með 365 (dögum í árinu) til að fá út meðaltals- neyslu á ársgrundvelli. Matvæla- neyslan í Bandaríkjunum er miðuð við árið 1991 en það ætti ekki að skipta höfuðmáh í samanburðinum þó einu ári skakki. Neysluvenjur þjóða taka venjulega ekki stórstígum hreytingum á einu ári. Bandaríkjamenn borða meira af fuglakjöti Samanburðinn má sjá á súluritinu hér á síðunni. í einstaka tilfellum er lítill munur. Báðar þjóöir borða áhka mikið af ávöxtum og ekki munar miklu á kartöfluneyslu þó að íslend- ingar hafi vinninginn. En Banda- ríkjamenn eru mun duglegri að borða grænmeti. Það kemur heim og saman við niðurstöður Manneldis- ráðs að íslendingar borði almennt ekki nægjanlega kolvetnaríka fæðu en grænmeti er mjög ríkt af kolvetn- um. íslendingar slá Bandaríkjamönn- um við í neyslu á mjólkurvörum og það kemur einnig á óvart að sama gildir um neyslu á kornvörum. Af öðrum tölum, sem vekja athygli, sést að Bandaríkjamenn borða mörgum sinnum meira af fuglakjöti en íslend- ingar og neyta mun meira af sykri og sætindum. Það kemur hins vegar ekki á óvart, enda er offituvandamál- ið mun meira í Bandaríkjunum en hér á landi. íslendingar eru hins veg- ar rétt rúmlega hálfdrættingar í kjöt- neysluáviðBandaríkjamenn. -ÍS Kortasími fyrir gullkort- hafa um allan heim Eurocard á íslandi hefur nýlega Kortasíminn virkar þannig að gert samning við bandaríska fyrir- korthafinn hringir i tollírítt númer tækið Executive Telecard um sima- í þvi landi, sem hann er staddur í, þjónustu fyrir guhkorthafa. Það og gefur uppíýsingar um kortnúm- gerir korthöfum kleift að hringja er sitt og leyninúmer. Búnaöurinn sjálfvirkt úr tónvalssíma frá yfir hringir sjálfvirkt í það númer sem 30 löndum til nánast ahra landa í korthafinn velur og símagjöldin heiminum. Þar að auki er hka eru síðan skuldfærð á kortareikn- hægt að nota þjónustuna fyrir öh ing hans. símtöl innan þessara landa og th Korthafar geta hringt hvaðan að senda símbréf. Öh tyrirmæii frá sem er, frá hótelherbergjum, flug- kortasímanum tíl Eurocard kort- völlum, einkaheimilum, fynrtækj- hafans eru á íslensku og þvi engir um eða úr símaklefum. Öll sí- tungumálaörðugleikar að yfirstíga magjöd færast beínt á Eurocard né erlend skiptiborð sem þarf að kreditkortið. hafa samskipti viö. Nýr heilsudrykkur seldur í 200 ml mjónum eða eins htra femum og er G-vara. Hann geymist því mánuðum saman utan kælis. Áhugi almennings á hkamsrækt og hohum neysluvenjum hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Heilsurækt í einhverri mynd er ástunduð af.allf- lestum, enda er bömum, strax í leik- skóla, innprentað mikhvægi líkams- æfinga og hollrar fæðu. Það er því í samræmi við eftirspum fólks eftir hohum drykkjum sem Garpur kem- ur á markaðinn. Drykkurinn er auðugur af vítamín- um, næringar- og steinefnum og er auk þess fitusnauður. í honum eru trefjar, hreinn ávaxtasykur, C-víta- mín, B1 og B2 vítamín, kalk, fosfór, magníum og mjólkursykur. Uppi- staðan í drykknum er mysa, appels- ínu- og ananassafi. Neytendur Nýlega kom á markaðinn hehsu- drykkur með ávaxtabragði sem ber heitið Garpur. Hehsudrykkurinn er Heilsudrykkurinn Garpur er seldur í 200 ml mjónum og einnig í eins litra fernum. DV-mynd Hanna Kvartað undan fyrirtækinu Ódýri markaðurinn: Átta ferðir án greiðslu Fjöldi kvartana hefur borist frá neytendum vegna viðskipta við verslunina Ódýri markaðurinn sem verslar með notuð húsgögn í umboðssölu. DV-mynd Brynjar Gauti Undanfarnar vikur hefur verið tölu- vert hringt á Neytendasíðu DV og kvartað undan versluninni Ódýri markaðurinn sem staðsettur er á mótum Selmúla og Síðumúla. Þar eru seld notuð húsgögn í umboðs- sölu. Einn af þeim aðhum sem hringt hefur í DV setti sófa og sófaborð í umboðssölu hjá fyrirtækinu. Fyrir- tækið bauð 35 þúsund krónur og eig- andinn frétti af því að sófinn hefði nokkrum dögum síðar verið seldur á 46 þúsund en sófaborðið verið tekið úr settinu. Eigandinn vildi að sjálf- sögðu fá greiðslu vegna þess að búið var að selja sófann en hefur nú gert sér 8 ferðir á staðinn án þess að fá greiðsluna. Honum hefur í hvert sinn verið lofað því að fá greiðslu en alltaf verið svikinn. Blaðamaður Neytendasíðu hafði samband við Neytendasamtökin og fyrir svörum varð Sesselja Ásgeirs- dóttir, starfsmaður kvörtunarþjón- ustu samtakanna. Sesselja staðfesti að mikið hefði verið um kvartanir vegna þessa fyrirtækis. Hún kannaðist við ofangreint thvik og sagði frá því aö það væri ekki það eina. Hún hefði reynt að greiða úr málum fólks sem mihiliður en gengið erfiðlega að eiga við forsvarsmenn fyrirtækisins. Haft var samband við eiganda fyrirtæksins Ódýri markað- urinn og hann beðinn um skýringar. „Það voru hérna erfiðleikar eftir áramótin. Við lánuðum heldur mikið vörur sem við vorum að selja fyrir fólk af víxlum og öðru. Við lentum í því að fá ekki greitt og vandræðum vegna þess. Við höfum reynt að koma okkar hlutum í lag og það hefur geng- ið ágætlega núna og við erum að nálgast það að ahir fái sitt,“ sagði Guðmundur Jóhannsson, eigandi verslunarinnar, í samtah við DV. -Nú hefur fjöldi kvartana borist til Neytendasamtakanna vegna versl- unar þinnar og thvikin virðast vera mörg og dreifast á langan tíma. „Þetta var slæmt hjá okkur í febrú- ar og í byijun mars. En það fólk sem hefur átt inni peninga hjá okkur er að fá greiðslur núna og viö erum að vinna þessa hluti alla niöur. Við þurfum bara meiri tíma. Það er eng- inn að hlaupa frá neinu og ekki mein- ingin að neinn tapi neinu,“ sagði Guðmundur. -ÍS Hraðbankar opnaðir erlendum korthöfum Hraðbankamir íslensku voru opn- aðir th afnota fyrir erlenda korthafa Visa frá og meö deginum í gær. Hér eftir geta útlendir ferðamenn krækt sér í íslenskar krónur ahan sólar- hringinn, jafnt á kvöldin sem um helgar, í hinum 25 hraðbönkum bankanna og sparisjóðanna, sem staðsettir eru víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri. Það var Annika Hih Karlsson, full- trúi Visa International í London, sem opnaði hraðbankakerfið íslenska út- lendingum með því að taka reiðufé í hraðbanka Landsbankans við Há- skólabíó, að viðstöddum starfsmönn- um Reiknistofu bankanna og Visa íslands sem unnið hafa að því ásamt IBM að gera þetta tækniatriði mögu- legt. Heimhdar fyrir úttektinni er leitað um gervihnattarsamband th lands korthafans, eftir að hann hefur slegið inn persónulegt leyninúmer sitt (PIN) th að fá aðgang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.