Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. 3 Það er i þessum kofa sem þeir Hermann Stefánsson og Jón Óli Gíslason hafa beðið lágfótu. Þeir egna fyrir tófurnar með æti sem þeir koma fyrir 30 metra frá skúrnum. Þegar dýrin koma að ná i ætið eru þau umsvifa- laust skotin. Síðan í mars hafa veiðst 30 dýr á þessum stað. DV-mynd Jón Ó. Gíslason Tófubani í Miöfiröi: Hef ur skotið þrjátíu tófur á sex nóttum „Ég er búinn að fá 30 tófur síðan í mars en á þeim tíma hef ég legið á greni í sex nætur. Mest hef ég fengið 9 tófur yfir nóttina en síðast þegar ég fór, fékk ég fjórar," segir Hermann Stefánsson, tófubani á Laugarbakka í Miðfirði. Hermann hefur legið fyrir tófum við eyðibýlið Aðalból í Austurárdal. Þar er kofi sem hann bíður eftir lág- fótu í. Um þrjátíu metra fyrir framan kofann setur hann æti fyrir dýrin og skýtur þau þegar þau koma að ná í agnið. Veiðifélagi Hermanns í nokkr- um ferðunum hefur verið Jón Óli Gíslason. „Það þykir nokkuð mikið að fá 9 stykki á nóttu. Þetta er þó ekki það mesta sem ég hef fengið því fyrir nokkrum árum veiddi ég 11 tófur sömu nóttina. Skýringin á því hversu mikið hefur veiðst af tófu í vetur og vor gæti ver- ið sú að undanfarin ár hefur miklu minna verið leitað á heiðunum hér fyrir ofan. Það fjölgar því þeim tófum sem koma niður undir byggð á vetr- inum að leita sér að æti,“ segir Her- mann. -J.Mar Kostnaöur EFTA-landanna margfaldast vegna EES: Hlutur íslands hundruð milljóna - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingiskona „Eg var að koma af þingmanna- fundi EFTA-landanna og þar var ver- ið að skýra frá því að það hefði kost- að 48 milljónir svissneskra franka (eða um 1,8 milljarða íslenskra króna) á ári að reka EFTA. Þegar EES-samningurinn tekur gildi um næstu áramót er reiknað með að kostnaður EFTA-landanna hækki í 700 milljónir svissneskra franka (eða rúma 27 milljarða íslenskra króna.) Það hlutfall sem íslendingar verða að greiöa af þessari upphæð hefur ekki verið reiknað út en það verður vart undir 250 milljónum króna á ári,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir þingkona í gær. Þingmannafundur EFTA sem og ráðherrafundur standa nú yfir hér á landi og eru þessi mál þar meðal annars til umræðu. Páll Pétursson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, er í þing- Sextán bíó- gestir sektaðir Sextán eigendur bifreiða, sem lagt hafði verið á Njálsgötu við Bíóborg- ina, fengu stöðusektir á sunnudags- kvöldið á meðan bíósýningu stóð. Bílamir voru þó ekki fjarlægðir eins og oft hefur verið gert. Mjög hefur borið á því að bíógestir hafi lagt bílum sínum uppi á gang- stétt við Njálsgötu og þar með þrengt ökuleiðina við götuna. Eins og lög- reglan hefur greint frá hefur eigend- um verið bent á að leggja á bílastæði viðBSRBhúsiðáGrettisgötu. -ÓTT mannanefnd EFTA, eins og Ingibjörg Sólrún. Hann minntist á kostnað okkar við EES-samninginn í þing- ræðu í gær. Hann nefndi þar ekki tölur en sagöist ábyrgjast að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra „mundi svitna" þegar hann sæi töl- umar. -S.dór Álafoss frá Danmörku í Danmörku keyptum við mörg hundruð ekta Alafoss ullarteppi á góðu verði. Fáðu þér Álafossteppi á meðan litaúrval er til. Enginn býður þér lægra verð fyrir ekta ullarværðarvoð. HÚSGAGNA HÖLLIIV BILDSHOFÐA 20 - S: 91-681199 Fréttir Manndrápsfangi falsaði undirskrift deildarstjóra Fangelsismálastofhunar: Fanginn sleppti skólanum og fór til unnustunnar - dæmdur 1 fimm mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir skjalafals Hæstiréttur hefur dæmt refsi- fanga, sem nýlega lauk fangelsisaf- plánun, í 5 mánaða fangelsi fyrir fóls- un skjala síðastliðið haust á meðan hann stundaði nám í afplánuninni. Maðurinn breytti íjárhæð á stað- greiðslunótum frá bókaútgáfu Iðn- skólans fyrir kaup á skólavörum í þeim tilgangi að fá styrk frá Félags- málastofnun. Auk þess falsaði mað- urinn nafn deildarstjóra Fangelsis- málastofnunar á bréf sem tilgreindi óviðráðanlegar fjarvistir fangans úr skóla. Maðurinn var að afplána 8 ára refsidóm fyrir manndráp og tilraun til nauðgunar. Meðan á afplánun stóö gaf Fangelsismálastofnun manninum kost á að stunda nám við Iðnskólann í Reykjavík. Maðurinn var fangi á Litla-Hrauni en var flutt- ur í fangelsi á höfuðborgarsvæðinu meðan á skólagöngunni stóð. Fang- inn fór síðan frjáls ferða sinna í skól- ann á daginn en aftur í fangelsið að því loknu. Síðan fóru að berast spurnir af manninum annars staðar í bænum en lög gerðu ráð fyrir. Kom þá í ljós að fanginn hafði falsað nafn deildar- stjóra Fangelsismálastofnunar á eins konar fiarvistarbréf til kennara í Iðnskólanum þar sem sagði að vegna óviðráðanlegra ástæðna hefði fang- inn ekki getað sótt nám í tæpar 2 vikur. Síðan upplýstist að fanginn haíði notað fiarvistir sínar til að heimsækja unnustu sína og börn. Fanginn þóttist því hafa sótt skólann en fór í heimsóknir í staðinn. Vegna fiarvistarbréfsins töldu skólayfir- völd fangann hins vegar hafa verið fiarverandi í fangelsinu. Staðgreiðslunótur fyrir skólabók- um, sem fanginn hafði undir hönd- um, voru einnig teknar til rannsókn- ar. Eftir að RLR rannsakaði málið ákærði ríkissaksóknari fangann fyr- ir fölsun á þremur staðgreiðslunót- um. Honum var gefið að sök að hafa breytt upphæð einnar nótu úr kr. 80 í kr. 13.680 og þannig fengið 12 þús- und króna styrk frá Félagsmála- stofnun. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa breytt upphæð annarr- ar nótu úr 65 kr. í 7.865 og þriðju nótunnar úr 90 kr. í 8.190. Fanginn var sýknaður af sakargift- um um fölsun á fyrstnefndu nótunni en sakfelldur fyrir að hafa framvísað hinum tveimur fölsuðum í þeim til- gangi að fá fiárstyrk frá Félagsmála- stofnun. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa notað nafn deildarstjór- ans á svokallað fiarvistarbréf. Saka- dómur taldi að við ákvörðun refsing- ar bæri sérstaklega að líta til þess að fanginn heföi afplánað dóm fyrir alvarlegan verknað og hann hefði beitt falsgögnum til að nýta náms- tíma sinn á annan hátt en til var ætlast. 5 mánaða fangelsi var talin hæfileg refsing. Hæstiréttur staðfesti dóminn með vísan til forsendna hér- aðsdóms sem Hjörtur O. Aðalsteins- son sakadómari kvað upp. -ÓTT Eftirtaldir Ijósmyndarar eru þátttakendur í leitinni aö brúöi ársins: Reykjavík Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann GarÖastræti 17 s. 623131 10 ÚReykjavík Ljósmyndastofa Póris Rauðarárstíg 20 s. 16610 105 Reykjavík Svipmyndir Hverfisgötu 18 s. 22690 101 Reykjavík Ljósmyndarinn Jóhannes Long Parabakka 3 s. 79550 109 Reykjavík Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Suðurveri - Stigahlíð 45 , -S. 34852 105 Reykjavík Ljósmyndastofan Nærmynd Laugavegi 178 s 689220 101 Reykjavlk Studío 76 Síðumúla 22 s. 680676 108 Reykjavík Ljósmyndir Rutar Grensásvegi 11 s. 680150 108 Reykjavík Ljósmyndastofa Reykjavlkur Hverfisgötu 105 s. 62116 101 Reykjavík BRÚÐARMYNDA KEPPNI Kodak UMBOÐSINS OG ov Vesturland Ljósmyndastofa Akraness Skólabraut 9 s. 93-12892 300 Akranes Vestfirðir Ljósmyndastofan Myndás Aðalstræti 33 • s. 94-4561 400 ísafirði Akureyri Ljósmyndastofa Páls Skipagötu 8 s. 96-23464 600 Akureyri Ljósmyndastofan Norðurmynd Glerárgötu 20 s. 96-22807 600 Akureyri Húsavik Ljósmyndastofa Péturs Stóragarði 25 s. 96-41180 640 Húsavík Austfirðir Ljósmyndastofa Jóhönnu Valg. Arnbjörnsdóttur Bjarnarnesi 1 s. 97-81764 Höfn í Hornafirði Reykjanes Ljósmyndastofa Suðurnesja Hafnargötu 79 S. 92-14930 230 Keflavík Ljósmyndastofan Nýmynd Hafnargötu 90 s. 92-1 1016 230 Keflavík yósmyndastofan Mynd Trönuhrauni 8 s. 654207 220 Hafnarfjörður VFRÐUR ÞÚ BRÚÐURÁRSINS 1992? 18 atvinnuljósmyndarar eru að leita að brúðijársins. Verði brúðarmyndin ykkar tekin hjá einhverjum þeirra gætir þú örðið brúður ársins 1992. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu brúðarmyndina í hverjum mánuði til ágústloka og fær brúður mánaðarins Philips eldhúskvörn frá Heimilistækjum hf. að verðmæti 13.000 kr. og kaffiborð á hjólum ásamt 6 kampavínsglösum úr kristal frá Tékk-Kristal að verðmæti 15.000 kr. í september verður brúður ársins kjörin og fær hún Philips 28" NICAM stereó sjónvarp og KODAK myndgeislaspilara, alls að verðmæti 150.000 kr. Með því að þanta brúðarmyndatökuna hjá einhverjum ofantaldra Ijósmyndara ert þú orðin þátttakandi í brúðarmyndakeppninni. MEÐ ÓSK UM BJARTA FRAMTÍÐ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.