Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 7 dv Fréttir Miðausturlönd: Áhugiásamstarfi við Flugleiðir Þijú flugfélög í Miðausturlöndum hafa áhuga á samstarfi við Flugleið- ir. Samstarf við eitt þeirra, Emirates, þykir sérstaklega áhugavert þar sem fyrirtækið flýgur frá Dubai til Frankfurt og London en ekki til Bandaríkjanna. „Það er inni í myndinni að Emirat- es og Flugleiðir geri einhvers konar samstarfssamning. Það gæti haft já- kvæð áhrif á ferðamannastraum hingað og hugsanlega skapað Flug- leiðum möguleika á að flytja farþega Emirates áfram til Bandaríkjanna," segir Ingjáldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs ís- lands. Úlfur Sigurmundsson við- skiptafulltrúi var nýlega á vegum ráðsins í Miðausturlöndum til að leita eftir samstarfi í ferðamálum og kanna hugsaniegt samstarf við sjáv- arútvegsfyrirtæki. Að sögn Ingjalds var upphaflega hugmyndin sú að íslendingar gætu gerst undirverktakar í Kúveit þegar byrjað var á uppbyggingu þar. „Það kom fljótlega í ljós að við erum of htlir til þess og einnig kom í ljós að Bandaríkjamenn hafa einokað mark- aðinn. Við snerum okkur því að öðru.“ Við könnun á samstarfi við sjávar- útvegsfyrirtæki reyndust vera möguleikar á fisksölu og aukinni sölu á vélum og tækjum til sjávarút- vegs í Saudi-Arabíu, Sámeinuðu arabísku furstadæmunum, Kúveit, íranogóman. -IBS Akureyri: Hirtu66 lítra afbruggi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Rannsóknarlögreglan á Akureyri gerði í gær upptæka 66 lítra að bruggi á bóndabæ skammt frá Akureyri. Voru 60 lítrar þess magns í geijun en 6 htrar höfðu þegar verið eimaðir. Kvartanir höfðu borist til lögreglu um þessa starfsemi og var því farið á staðinn í gær. Lögreglan gerði einn- ig upptæk tæki þau sem notuð voru við framleiðsluna. BænduríFljófum óttastfjárskaða Öm Þóraiinssan, DV, Fljótuip; Bændur í Fljótum björguðu nokkr- um kindum úr fónn eftir áhlaupið í vikunni. Það var einkum í Stíflu og á Lágheiði sem fé var í fönn enda snjórinn dýpstur þar og talsvert hafði dregið í skafla. Nokkrar kindur voru alveg á kafi í snjó en aðrar fastar í fónn í giljum og þar sem féð hafði leitað afdreps undan veðrinu. Engar kindur fund- ust dauðar daginn eftir áhlaupið en hvort og hvað margt hefur drepist kemur vart í ljós fyrr en í haust þeg- ar smölun lýkur. Ef aht féð hefur sloppið lifandi má það teljast kraftaverk en það var húið að dreifa sér um .aha afrétt og veðrið skah mjög snöggt á. HLJOMLEIKAR I BOÐI VISA Iþróttahúsi Vals laugardag 27. júní kl. 16:00 íþróttahúsinu Höfn í Hornafiröi 28. júní kl.16:00 íþróttahúsinu Egilsstöðum 29. júní kl. 20:00 íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum 30. júní kl. 20:00 VI SA ISLAND COMBhCAMP COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBl CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á Qöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. Opið kL 13-17 ; ii COIVIBLC/WIP COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfarin ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreiðslu strax. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMl 814077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.