Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
19
Þýskalandsmeistari í sumarfríi á Saudárkróki:
: Eg ætlaði mér alltaf
• að velj a körfuboltann
B
§
- segir Eyjólfur Sverrisson sem hefur náð undraskjótum frama
Ætlaði mér alltaf að taka körfuboltann fram yfir knattspyrnuna, Eyjólfur
Sverrisson, knattspyrnumaður frá Sauðárkróki.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
íslenski Þýskalandsmeistarinn í
knattspymu, Eyjólfur Sverrisson, er
„heima" í sumarleyfi þessa dagana.
„Heima“ er auövitað á Sauðárkróki
og þar hitti DV Eyjólf að máh nú í
vikunni, í vetrarveðrinu sem þá geis-
aði. Á Sauðárkróki var slyddudrulla
og kuidi og lítið sumarlegt. Við Eyj-
ólfur mæltum okkur mót á Hótel
Mælifelli til að ræða saman yfir kaffi-
boha og tveimur mínútum fyrir um-
saminn tíma birtist Þýskalands-
meistarinn. Ég hafði orð á því við
hann hvort þama væri ekki hin róm-
aða þýska stundvísi í öllu sínu veldi.
„Æth það ekki. í Þýskalandi þýðir
ekkert annað en vera stundvís, það
lærði ég strax og ég kom þangað. Ef
maður th dæmis mætir of seint á
æfingar fær maður sekt og annað er
eftir því í þessari nákvæmni Þjóð-
veijanna. En áður en ég fór th Þýska-
lands þótti ég víst aldrei neitt sér-
staklega stundvís, öðru nær.“
Undraverður frami
Það er óþarfi að hafa mörg orö um
undraskjótan frama Eyjólfs sem
knattspymumanns. Hann átti engan
leik í 1. deild hér heima þegar hann
gerðist leikmaður hjá Stuttgart í
einni erfiðustu atvinnumannadeild í
heiminum. Hann hafði heldur engan
A-landsleik að baki. Hans vettvangur
í knattspymunni hafði verið með
Tindastóh í „óæðri" dehdum knatt-
spymunnar á íslandi. Hins vegar lék
hann sex leiki með 21 árs landslið-
inu, skoraði í þeim jafnmörg mörk
og þannig uppgötvuðu „útsendarar"
erlendra liða hann. Það var ekki síst
frammistaða hans í 21 árs landsleik
leik gegn Finnlandi á Akureyri sem
öhu breytti en þá skoraði hann fjögur
mörk. Eyjólfur hafði um fleiri en
einn möguleika að velja en valdi að
gera samning við Stuttgart og þangað
hélt hann um áramótin 1989-1990.
„Nei, ég gekk ekki inn í hðið í
fyrstu. Þjálfarinn, sem var Vhh Ent-
ermann, breytti hðinu sáralítið þótt
því vegnaði ekki vel. Hann hafði trú
á stjömunum í hðinu. Ég var hins
vegar reynslulaus og auðvitað var
maður ekki að gera neinar kröfur
um að fá strax að spreyta sig heldur
beið eftir tækifærinu.
Entermann var svo rekinn seint á
árinu 1990. Þá tók Christoph Daum
við stjóminni og hann setti mig strax
inn í hðið og þar hef ég verið að lang-
mestu leyti síðan, í byijunarhði. Eg
lék fyrst sem afturhggjandi fram-
heiji en í vetur sphaði ég sem aftur-
hggjandi miðjumaður. Helst vh eg
spha í fremstu röð en ef hðinu geng-
ur vel þá skiptir í sjáifu sér ekki öhu
máh hvar maður er hafður, það er
fyrir mestu að vera í sigurhði."
- Það var talað um þjófnað þegar þið
tryggðuð ykkur meistaratithinn í
vor. Höfðuð þið ahtaf trú á að það
myndi takast?
„í fyrstu var markmið okkar að ná
einu af fimm efstu sætunum og
tryggja okkur sæti í Evrópukeppni,
það var tahð raunhæft markmið eftir
gengi hðsins árið á undan. Við vorum
lengst af í þriðja sæti og þar í kring
og menn voru hissa á frammistöðu
okkar. Það var talað um „bólu“ sem
myndi springa á lokasprettinum. Við
stóðum hins vegar uppi sem sigur-
vegarar eftir að hafa sphað síðasta
leikinn einum færri nær ahan tím-
ann en unnið samt og sú tilfmning
var engu lík að verða meistari. Og
nú segja þeir í Stuttgart að það verði
ahtaf að vera að minnsta kosti einn
íslendingur í hðinu en Ásgeir Sigur-
vinsson var fyrirhði þess þegar það
vann síðast, árið 1984.“
Fagnaðarlæti
og kjálkabrot
Þegar hðíð kom heim með sigur-
launin voru geysheg fagnaðarlæti í
Stuttgart og Eyjólfur segir að borgin
hafi bókstaflega veriö á öðrum end-
anum. „Fagnaðarlætin voru alveg
ólýsanleg og fólk á öllum aldri dans-
aði og söng á götum úti og bar okkur
á höndum sér.“
En mitt í öhum fagnaðarlátunum
komu svo fregnir af því að Eyjólfur
hefði kjálkabrotnað. Ihar tungur
fóru strax af stað og sögðu að nú
hefði kappinn lent í einhveiju
klandri.
„Já, ég heyrði þessar sögur og að
ég hefði lent í slagsmálum. Það rétta
er hins vegar að í vetur lenti ég í
samstuði í einum leiknum og kjálk-
inn bólgnaði upp. Þetta hjaðnaði
fljótlega en læknar segja að þá hafi
myndast sprunga í kjálkann. í fagn-
aðarlátunum fékk ég síðan olnboga-
skot í mannþrönginni, þá bólgnaði
ég aftur og í ljós kom að ég var brot-
inn. Ég er orðinn góður af þessu en
er með málmplötu í kjálkanum th
að styrkja hann og platan verður þar
fram að jólum. Það versta við þetta
er að það væhr ahtaf í málmleitar-
tækjum þegar ég þarf að fara í gegn
um slík tæki, th dmis á flugvöhum,
og þá þarf ég að standa í því að út-
skýra fyrir mönnum hvað veldur."
Það er ljóst að Eyjólfur hefur tekið
geyshegum framfórum sem knatt-
spymumaður á þeim stutta tíma sem
atvinnumennskan hefur verið vett-
vangur hans og hann sphaði ótrúlega
stórt hlutverk í liði Stuttgart miðað
við hversu stutt hann hefur verið
atvinnumaður. En hvemig hefur
hann breyst sem knattspymumaður
að eigin áhti?
„Ég held að ég hafi breyst mjög
mikið. Ég hef meiri tækni og snerp-
una hef ég aukið geyshega. Þá hefur
skhningur á fótboltanum aukist mik-
ið. Ég myndi segja að ég hafi bætt
mig á öhum sviðum enda væri annað
óeðhlegt eins og maður æfir mikið.“
- En á hvaða sviðum þarftu helst að
bæta enn frekar við?
„Ég fer mikið áfram á kraftinum,
er ekki einn af þeim „tekniskustu".
Ég stefni að því að bæta tæknina enn
frekar, ná upp enn meiri snerpu og
verða betri ahhiða leikmaður."
Það var ekki síst fyrir thsthh Ás-
geirs Sigurvinssonar að Eyjólfur
réðst th Stuttgart á sínum tíma og
Eyjólfur dregur enga dul á að það
hafi verið gott að hafa Ásgeir við hhð
sér í Stuttgart. Ásgeir starfar hjá fé-
laginu og er mjög virtur enda fyrr-
verandi stjama hðsins.
„Okkar samskipti em mjög góð og
við höfum reglulegt samband eins
og reyndar alhr íslendingar sem eru
í Stuttgart. Hann hjálpaði mér mikið
þegar ég kom þama út og gerir auð-
vitað ennþá. Ég get ahtaf leitað th
Ásgeirs ef ég þarf að fá aðstoð."
Nákvæmnin rosaleg
Eyjólfur er giftur Önnu Pálu Gísla-
dóttur frá Vestmannaeyjum en hún
flutti th Sauðárkróks 10 ára gömul
og er því „skagfirsk Eyjarós“ ef svo
má segja. Þau eiga tveggja ára bam.
En hvernig hefur þeim géngið að
aðlagast daglega lífinu í Stuttgart og
hvemig líkar þeim við Þjóðveijana?
„Þetta hefur gengið mjög vel og
gengur ahtaf betur eftir því sem við
komumst betur inn í tungumáhð og
r
1
landí heimsmeistaranna í knattspyrnu
þetta daglega líf. Við skiljum orðið
þýskuna alveg en það var erfitt fyrst.
Þótt ég sé með stúdentspróf í þýsku
þá sagði það ekki mikið þótt það hafi
auövitað hjálpað mér að komast inn
í málið.“
- Em Þjóðveijarnir eins stífir og
nákvæmir í umgengni og sagt er?
„Ég hef ekki átt í neinum vandræð-
um með að umgangast þá. Þeir em
alveg rosalega nákvæmir og það þarf
aht að vera alveg hundrað prósent
og eftir reglunum. Th dæmis hvað
snertir æfingar þá eru menn skilyrð-
islaust sektaðir ef þeir mæta ekki á
réttum tíma. Ég mátti hafa mig allan
við í byijun að komast inn í þennan
hugsunarhátt og theinka mér hann.“
Eyjólfur segir að þótt menn séu
samheijar í leikjum þá sé ekkert gef-
ið eftir á æfingum og þar sé enginn
miskunn sýnd.
„Harkan á æfingum er gífurleg og
það er beinlínis hægt að tala um
grimmd í því sambandi. Menn ganga
eins langt í hörkunni og þeir mögu-
lega geta enda er verið að keppa um
stöður í liðinu. í byijun þegar ég kom
þama var ég sparkaður niður mis-
kunnarlaust á æfingum. í slíkri stöðu
þýðir ekkert annað en að taka á
móti á sama hátt annars verður mað-
ur bara undir í þessari baráttu. Þetta
voru viðbrigði frá því sem var hér
heima þar sem ahir voru félagar og
vinir og létu það vera á æfingum að
ganga í skrokk hver á öörurn."
Eyjólfur er ákaflega hógvær maður
og gerir lítið úr afrekum sínum á
knattspymuvelhnum. Það að vera
orðinn þekktur knattspyrnumaður í
landi heimsmeistaranna hefur
greiihlega ekki stigið þessum 22 ára
Sauðkrækingi th höfuðs. En hvemig
sér hann framhaldið hjá sér í knatt-
spyrnunni?
„Atvinnuknattspyrnan er nú
þannig að menn geta ekki gert neinar
langtímaáætlanir eða séö framtíðina
í einhveijum bjarma. Það þarf ekki
nema ein alvarleg meiðsh til þess að
gjörbreyta öhu og það er stutt mihi
hláturs og gráts í þessari atvinnu.
Ég horfi bara fram á eitt keppnis-
tímabh í einu. Nú er ég með tveggja
ára samning við Stuttgart og verð
því hjá félaginu í þann tíma ef ekk-
ert óvænt kemur upp á.“
- Þið knattspymumenn viljið aldrei
tala um peninga eða laun ykkar. En
freistar ekki að láta hugann reika th
Ítalíu þar sem mestur ævintýraljóm-
inn virðist vera umhverfis knatt-
spyrnuna og peningamir langmest-
ir?
„Knattspymumenn á Ítalíu em
auövitað þeir langlaunahæstu í
heiminum og sennhega hugsa flestir
knattspymumenn um að gaman
væri að komast þangaö. Ég geri mér
hins vegar alveg grein fyrir því að
ef ég ætti að eiga einhveija mögu-
leika á því þá þyrfti ég að bæta mig
mikið sem knattspymumaöur. Ég er
því ekkert að hugsa um neitt svona
í neinni alvöra, einbeiti mér bara að
því aö bæta mig og standa mig vel
hjá Stuttgart.“
Þeir sem hafa fylgst með íþróttum
hér heima vita að Eyjólfur var geysi-
lega efnhegur körfuboltamaður, eitt
mesta efni sem lengi haföi komið
fram í þeirri grein, og margir héldu
að hann myndi ná lengra í körfubolt-
anum en í knattspymunni.
„Ég ætlaði mér ahtaf að velja
körfuboltann og hætta í knattspyrn-
unni. En þegar graslyktin kom á vor-
in kom einnig fiðringurinn í fæturna
og maður réð ekki við sig.
Eitt árið var ég ákveðinn í að hætta
í knattspyminni. Þá kom hins vegar
Bjami Jóhanns hingaö á Krókinn og
tók við Tindastólsliðinu. Hann fékk
mig til að vera áfram í knattspyrn-
unni og ég lærði mikið hjá honum
sem varð til þess að áhugi minn á
að halda áfram jókst. Svo komst ég
í 21 árs landsliðið og eftir það gerð-
ust hlutimir hratt og ég var kominn
til Stuttgart áður en ég vissi af.“
í snjó á Króknum
Þegar DV hitti Eyjólf á Sauðár-
króki síðasthðinn miðvikudag var
lítt sumarlegt um að litast. Um morg-
uninn hafði jörð verið alhvít í bæn-
um en um hádegið var slydda og
kalsaveður. Það má því segja að sum-
arfrí Eyjólfs á heimaslóðum hafi orð-
ið hálfgert vetrarfrí.
NORÐDEKK
FRÁBÆR, SÓLUÐ
FÓLKSBILADEKK
GÚMMÍVINNUSTOFAN HF
RÉTTARHÁLSI 2, S.8I4008 & 91-814009
SKIPHOLTI 35 S 31055
Sýningar:
Virka daga
kl. 20.00
Laugardaga
kl.15.00 og 20.00
Sunnudaga
kl.15.00 og 20.00
hhbi