Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. Trimm íþróttamiðstöð f slands á Laugarvatni: Stuðlar að heilbrigðu lífi og heilsurækt allra landsmanna - segir Hermundur Sigmundsson, framkvæmdastjóri ÍMI Bátsferð er eitt af þvi sem allir verða að prófa á Laugarvatni og hér má sjá körfuboltasnillinginn Franc Booker leggja upp í eina slíka með hressa krakka og að sjálfsögðu eru allir í björgunarvestum. Á Laugarvatni stendur almenningi til boða góð aðstaða til íþrótta- og úti- vistar árið um kring. Á staðnum er m.a. glæsilegt íþróttahús og útisund- laug og stórt svæði til íþrótta og leikja sem hér sést að hluta. Gufubaðið á Laugarvatni, sem Valtýr Guðmundsson, starfsmaður IMI, stendur hér við, er löngu orðið landsfrægt og er algjöriega ómissandi í heimsókn á staðinn. DV-myndir ÞÖK „Við bjóðum upp á íþróttaaðstöðu fyrir alls konar fólk, bæði keppnis- fólk og eins fyrir aldraða og fatlaða svo einhverjir hópar séu nefndir. Ennfremur koma hingað fyrirtæki og stofnanir með ráðstefnur og t.d. var Vátryggingafélagið með 30 manns héma um daginn en við leigj- um út aðstöðuna auk þess að bjóða upp á eigin námskeið. í hnotskurn er þetta fyrst og fremst þjónustumið- stöð sem hefur það meginhlutverk að stuðla að heilbrigðu lífi og heiisu- rækt allra landsmanna," sagði Her- mundur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri íþróttamiðstöðvar ís- lands, í samtah við DV. Opið árið um kring Á Laugarvatni hefur íþróttakenn- araskóli íslands verið til húsa um langt skeið eins og flestum er kunn- ugt en hitt vita færri að öll íþróttaað- staða á staðnum stendur almenningi til boða árið um kring og rétt er að taka fram að allir eru velkomnir, jafnt einstaklingar sem litlir og stórir hópar. Ekki spillir heldur fyrir að stutt er að fara á Laugarvatn. Vega- Þarf að opna augu almennings fyrir þeim möguleikum sem hér eru, seg- ir Hermundur Sigmundsson. lengdin er innan við 100 km úr höfuð- borginni og malbikuð alla leið og því kjörið að nýta sér aðstöðu íþrótta- miðstöðvarinnar. „Hér er t.d. hægt að fá fæði, gistingu og afnot af sund- laug og gufubaði í einum pakka fyrir 2100-2600 krónur á sólarhring og jafnvel aöeins ódýrara ef viðkomandi er í svefnpokaplássi. Möguleikarnir til íþrótta og útivistar eru síðan enda- lausir. Hér er mjög gott grassvæði fyrir knattspyrnuiðkun og fleiri úti- leiki, íþróttahúsið er stórt og rúm- gott fyrir allar íþróttagreinar og öll áhöld og tæki eru til staðar. Útisund- laug, með tveimur heitum pottum, er við íþróttahúsið og í því sjálfu er vel útbúinn salur með lyftingatækj- um. Hér er ennfremur mjög góður malarvöllur, tennisvöllur og sex holu golfvöllur sem hentar mjög vel þeim sem eru að byija að stunda íþróttina og þurfa að æfa sig að slá. Aðstaðan er þvi orðin virkilega góð en það þarf að opna betur augu almennings fyrir þeim möguleikum sem hér eru.“ Eitthvað við allra hæfi Auk þess sem kom fram hjá Her- mundi er skokkbraut og mini-golf á staðnum sem og skemmtilegar gönguleiðir. Hið margfræga gufubað staðarins þarf vart að kynna og á vatninu gefst kostur á bátsferð og seglbrettasiglingum og ef þetta nægir I „Litla iþróttaskólanum" fá 9-14 ára krakkar að kynnast flestum íþrotta- greinum og hér er það körfuboltinn sem er handleikinn af mikilli snilld. ekki má alltaf skella sér á hestbak. Sé komið að vetri til má bæta við vélsleðaferðum og skautiðkun og einnig fyrirfinnst skíðalyfta á staðn- um. Notkun lyftunnar er auðvitað háð skilyrðum veðurguðanna sem hafa reyndar ekki verið hliðhollir heimamönnum í þeim efnum í lang- an tíma. Þegar DV var á ferð á Laugarvatni fyrr í vikunni iðaði allt af lífi og fjöri enda „Litli íþróttaskólinn" í fullum gangi. íþróttaskólinn er ætlaður strákum og stelpum á aldrinum 9-14 ára og hvert námskeið stendur yfir í eina viku. Krakkarnir, sem kynnast flestum íþróttagreinum á þessu nám- skeiði og gera ótalmargt fleira skemmtilegt, eru aðeins einn af mörgum hópum sem íþróttamiðstöð- in er tilbúin að taka á móti. Aðstaðan er svo sannarlega fyrir hendi og víst er að allir geta fundið eitthvað við sitthæfiáLaugarvatni. -GRS Reykjavíkurmaraþori: Mikilvægt að hlusta á boð líkamans Áætlanimar í þessari viku eru þær sömu og í þeirri síðustu nema að sunnudagsæfingin lengist lítil- lega. Ráðgert er að sunnudagsæf- ingin 2. ágúst nk. verði sú lengsta en eftir það fer vegalengdin að styttast. Það er mikilvægt að hver og einn hlusti á boð líkamans og hagi æf- ingum miðað við það hvernig hver og einn er í stakk búinn hveiju sinni. Æfingaáætlanir veita okkur aðhald en við megum aldrei hengja okkur í þær of bókstaflega. Við getum skipt einni æfingu út fyrir sund eða hjólreiðar ef svo ber und- ir en mikilvægast af öllu er að hafa gaman af þessu. Mjög mikilvægt er fyrir þá sem hlaupa mikið að gera teygjuæfing- ar að minnsta kosti þrisvar í viku en helst eftir hvert skipti. Vöðvar styttast við aukna þjálfun og styrk- ingu ef liðleikanum er ekki við- haldiö. Með teygjuæfingum aukum við hreyfivídd liöamóta og viðhöld- um hðleikanum en í næstu viku verður frekari umfjöllum um teyjuæfingar. Kveðja, Jakob Bragi Hannesson Skemmtiskokk Hálfmaraþon Maraþon 28.6. 4km 18kmrólega 22 km rólega 29.6. Hvíld Hvíld 9 km rólega 30.6. 3km 10km(3x1000) 10kmjafnt 1.7. Hvíld 8kmjafnt 15 km rólega 2.7. 3km 10kmrólega 5 km róiega 3.7. Hvíld 8km (hraðal.) 15 km rólega 4.7. Hvild 8kmjafnt 8km(hraðal.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.