Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Mannréttindabrot ríkisins
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskuröað, að
íslenzka ríkið hafi framið mannréttindabrot, þegar Þor-
geir Þorgeirsson rithöfundur var dæmdur fyrir meið-
yrði vegna skrifa hans um harðræði lögreglunnar í
Reykjavík árið 1983. Mannréttindadómstóllinn segir, að
með dóminum yfir rithöfundinum hafi verið brotin tí-
unda grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáning-
arfrelsi. Dómur Mannréttindadómstólsins skiptir miklu
fyrir íslendinga. Þorgeir Þorgeirsson hefur barizt fyrir
máhnu í átta og hálft ár og nú loks haft sigur. Hann
hefur með þrautseigju sinni náð mikilvægum árangri
fyrir íslenzkan almenning og fjölmiðla.
Hæstiréttur hér á landi hafði árið 1987 staðfest dóm
Sakadóms Reykjavíkur frá 1986, þar sem Þorgeir var
dæmdur í 10 þúsund króna sekt fyrir meiðyrði um lög-
reglumenn. Rithöfundurinn hafði tekið þátt í mikilli
umræðu, sem stóð árið 1983 í tengslum við svonefnt
Skaftamál, þar sem lögreglumenn voru sekir um harð-
ræði gagnvart ungum manni. Þorgeir ræddi um fleiri
dæmi um, að lögreglumenn hefðu beitt borgara ofbeldi.
Á þeim grundvelli var hann kærður og dæmdur. Þor-
geir vísaði málinu til Mannréttindanefndar Evrópu, og
var það borið undir Mannréttindadómstólinn. Þorgeir
flutti mál sitt sjálfur, með lögfræðilegri aðstoð, bæði
fyrir nefndinni og dómstólnum.
Mannréttindadómstólhnn gagnrýnir 108. grein ís-
lenzkra hegningarlaga. Með þeirri grein hafa opinberir
starfsmenn í raun notið sérstakrar vemdar og verið
fríaðir gagnvart aðhaldi og gagnrýni almennings og
fjölmiðla. í greininni segir: „Hver sem hefur 1 frammi
skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum
eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann,
þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann
eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða
fangelsi allt að þrem árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé,
varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan
hátt.“ Með þessari grein er jafnvel gert refsivert að segja
sannleikann, þegar opinberir starfsmenn eiga í hlut.
Hahur Magnússon blaðamaður hefur meðal annarra
einnig verið dæmdur á grundvelli þessarar greinar
vegna skrifa um rót í kirkjugarði í Viðey.
Þessi grein hegningarlaganna íslenzku er dæmigerð
um, hvemig íslenzkir embættis- og valdsmenn hafa aha
tíð tryggt sig gagnvart réttmætri gagnrýni. Mál Þorgeirs
ætti hins vegar að leiða til þess, að betri tímar séu fram-
undan. Greinilega verður hin ihræmda lagagrein endur-
skoðuð og réttast, að hún dytti út. Einnig er rætt um
að lögfesta hér á landi Mannréttindasáttmála Evrópu.
íslendingar staðfestu þann sáttmála að vísu árið 1954,
en hafa ekki lögfest hann.
Þorgeir Þorgeirsson hlýtur aðeins 530 þúsund krónur
í skaðabætur, en málareksturinn hefur kostað hann sjö-
falda þá fjárhæð. Þama hefur einstakhngur af litlum
efnum lagt til atlögu við óréttlátt og miðaldalegt kerfi
og haft sigur. Það ætti að verða öðrum fordæmi.
Eitt meginhlutverk fjölmiðla er að veita hinu opin-
bera aðhald og standa vörð um réttindi almennings
gagnvart opinberum starfsmönnum. íslenzkum fjöl-
miðlum hefur verið gert erfitt að rækja þetta hlutverk,
meðal annars vegna framangreindrar 108. greinar, svo
og vegna þess ríkjandi hugarfars að kaffæra gagnrýna
umræðu í kerfi forneskjulegra lagagreina og aftur-
haldssamra siðanefnda.
Haukur Helgason
Rabin sest í for-
sæti með
yfirburðastöðu
Nýtt tímabil er runnið upp í sögu
Ísraelsríkis. Fyrstu þrjá áratugina
baröist það ítrekað fyrir tilveru
sinni undir stjórn Verkamanna-
flokksins og enn vinstrisinnaðri
bandamanna hans. Hægri blökkin
Likud tók við 1977 og hefur ríkt
samfleytt í 15 ár, samdi frið við
Egyptaland og anaði út í herferð til
Líbanons með skömm og skaða. í
kosningum í vikunni komst Verka-
mannaflokkurinn aftur í valdaað-
stöðu, en nú við gerbreyttar að-
stæður.
Yitzhak Rabin verður forsætis-
ráöherra, hershöðinginn sem
stjómaði ísraelsher þegar hann tók
Gömlu-Jerúsalem og vesturbakk-
ann af Jórdan og Gazasvæðið af
Egyptalandi, landvamaráðherr-
ann sem gaf hermönnum fyrirmæli
um að mæta intifada, andófi Palest-
ínumanna, með barsmíð og bein-
brotum. Nú kveðst hann hafa þaö
markmið að færa ísrael frið með
öryggi.
Rabin telur eins og reyndar flest-
ir málsmetandi ísraelsmenn utan
þröngs hóps kringum útþenslu-
sinnana Shamir, fráfarandi forsæt-
isráðherra, og Sharon húsnæðis-
málaráðherra hans og um leið
keppinaut, að staða ísraels sé nú
eins sterk, bæði ótvírætt hemaðar-
lega og hæglega póhtískt sé rétt á
málum haldið, og hún geti nokkra
sinni orðið. írak, hættulegast
arabaríkjanna, er í sárum. Sovét-
ríkin, bakhjarl herskárra araba-
ríkja, er úr sögunni. Palestínu-
menn og arabaríkin hafa ákveðið
að fallast á viðræður við ísrael um
friðargerð.
Þessari stööu stefndu Shamir og
hans menn í voða. Bush Banda-
ríkjaforseti taldi þá hafa heitið því
að stöðva landnám gyðinga á her-
teknum svæðum, ef hann gæti
komið Palestínumönnum aö samn-
ingaborði. Eftir að viðræður hófust
jók Sharon landnámið um alian
helming, með þeim afleiðingum að
Bandaríkjaforseti neitaði ísrael um
lánafyrirgreiðslu. Af því hlaust
elnandi efnahagskreppa, sem varð
til þess að innflutningur gyðinga
frá fyrrum Sovétríkjum rénaði nið-
ur í brot af því sem hann var orð-
inn, vegna þess aö í ljós kom að
þeirra beið lítið annaö en atvinnu-
leysi og húsnæðisskortur.
Að vonum reynast flestir þessara
innflyljenda hafa kosið Verka-
mannaflokkinn og aðra vinstri
flokka, en þar að auki hefur yngri
kynslóöin fylkt sér um þá. Hún
hefur lítinn áhuga á landvinninga-
stefnu Shamirs, henni hrýs hugur
flokka til vinstri við Verkamanna-
flokkinn sem vann jafnvel stærri
kosningasigm- en hann, hefur Rob-
in kunngert að hann muni velja
ráðherra Verkamannaflokksins án
þess að bera ákvörðun sína undir
þingflokkinn eða aðrar flokks-
stofnanir.
Nýi forsætisráðherrann er í
rauninni í sterkari stöðu við stjóm-
armyndunina en nokkur fyrir-
rennara hans. Fram til þessa hafa
flokkar byggðir á trúarlegum
gmnni og innbyrðis trúarerjum
þeirra sem telja sig rétttrúaða riðið
baggamuninn milli stóru fylking-
anna til hægri og vinstri. Trúar-
flokkarnir eru í raun fyrst og
fremst þrýstihópar til að koma
fram valdtílkaUi rabbínadóma yfir
persónurétti og soga til sín opin-
bert fé til að kaupa sér fylgi, meðal
annars með því að móti að reka
trúarskóla þar sem nemendur hafa
undanþágu frá herþjónustu.
Fjárkúgun trúarflokkanna gagn-
vart hverju forsætisráðherraefn-
inu eftir annaö er alræmd og illa
þokkuð meðal almennings í Israel
og veldur miklu fylgi viö breytt
kosningafyrirkomulag, þannig að
hrein hlutfallskosning ýtí ekki
lengur undir áhrif smáflokka.
Verkamannaflokkurinn og Likud
höfðu náð saman um slíka breyt-
ingu á liðnu kjörtímabih, en Sham-
ir lét undan trúarflokkunum og
skarst úr leik þegar á reyndi.
Rabin hefur losaö sig úr greip
trúarflokkanna með því að lýsa
fyrstur forsætísráðherraefna yfir
að hann sé reiöubúinn til að telja
til þingmeirihluta sem stjórn sín
byggist á þingmenn arabiskra
borgara ísraels. Að þeim meðtöld-
um getur hann reitt sig á stuðning
62 þingmanna af 120. Hann á því
ekkert undir trúarflokkunum, þeir
verða að leita til hans til að ná
áhrifum. Líklegast er talið að Rabin
bjóði trúarflokknum Shas, með sjö
þingsætí, aðild að stjórn sinni.
Enn auöveldar það Rabin eftir-
leikinn, að valdabaráttan í Likud,
sem varð flokknum til vemlegs
trafala í kosningabaráttunni, hlýt-
ur nú að magnast um allan helm-
ing. Shamir verður að víkja, bæði
sökum ósigursins og elli, en hann
er 76 ára. Fimm ef ekki sex for-
ingjaefni í hans stað em í sjón-
máli. Þar fara fremstir þrír fráfar-
andi ráðherrar, David Levy utan-
ríkisráðherra, Moshe Arens land-
vamaráðherra og Sharon sem áður
var nefndur. Verið getur að barátta
þeirra endi með klofningi Likud.
Magnús T. Ólafsson
við öryggisleysinu og hrylhngnum
sem hlotíst hefur af viðureign
vopnaðra ísraelskra sveita viö
unglingahópa í grjótkastí á hern-
umdu svæðunum, hún sættir sig
ekki við að fjárfúlgum, sem eflt
gætu atvinnulíf og velmegun í ísra-
el að marki, sé varið í landnema-
byggöir fyrir hugsjónina um Stór-
ísrael.
Talsmenn Rabins sögðu eftir
kosningar aö stofnun landnema-
byggða fyrir opinbert fé yrði stöðv-
uð um leið og stjóm hans tæki við
völdum. Sjálfur gerir forsætisráð-
herraefni greinarmun á landnema-
byggðum eftir því hvort þær em
reistar af pólitískum ástæðum eða
í öryggisskyni. Hinar fyrmefndu
era einatt settar niður í þéttri
byggð Palestínumanna, hinar síð-
amefndu voru einkum reistar í
stjómartíð Verkamannaflokksins á
strjálbýlum svæðum í Jórdansdal
og austan Jerúsalem.
Fyrsta markmiö stjómar Rabins
verður að hans sögn að koma á friði
og stofna sjálfsstjóm Palestínu-
manna á herteknum svæðum.
Hann hefur lýst yfir að þar verði
rætt um yfirráð yfir landi og vatns-
bólum, en Shamir hafði útílokað
viðræður um þau efni. Hann kveöst
ætla aö viðurkenna rétt Palestínu-
manna í Austur-Jerúsalem til að
taka þátt í friöarviöræðum og heit-
ir endurskoðun laga sem gera sam-
band við Frelsissamtök Palestínu-
manna að sakarefni.
Rabin hafnar sjálfstæðu ríki Pa-
lestínumanna, en í nýjan þingflokk
Verkmannaflokksins komu við
endumýjun þó nokkrir ungir þing-
menn sem telja stofnun þess einu
frambúöarlausnina eigi friður aö
haldast. Vegna afstöðu þeirra og
þingmanna Meretz, bandalags
Erlendtídindi
Magnús Torfi Ólafsson
Maður, búinn, skeggjaður og hærður aö hætti trúaðra, óskar Yitzhak Rabin til hamingju á götu i Tel Aviv
daginn eftir kosningarnar. simamynd Reuter