Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. Isabella Rossellini orðin fertug: Elsta og virt- asta fyrirsætan ■— S0IT1 enginn fc.arima^^ur getUf Í3iri^^ me^^ Fyrsti eiginmaður Ís3b6llu vsr Msrtin Scorsese. Þau eru enn góðir vinir. ísabella Rossellini varð fertug þann 18. júní. Engu að siður óskaði Lancome snyrtivörufyrirtækið eftir nýjum samningi við hana til fjögurra ára. ísabella og annar eiginmaður hennar, Jonathan David Lynch féll fyrir ísabellu á veitingahúsi. Það var Weidemann. Hann er barnsfaðir hennar. hann sem vildi slita sambandinu rétt eins og aðrir karlmenn í lífi fyrirsætunnar. Ein skærasta stjama í fyrirsætu- heiminum, Isabella Rossellini, varð fertug þann 18. júní sl. Hún er ekki bara frægust heldur einnig elst. Það sem er kannski líka sérstakt er að Isabella hóf fyrirsætuferil sinn 28 ára þegar aðrar eru um það bil að hætta í því starfi. Undanfarin ár hefur Isabella verið á fostum samningi við Lancome snyrtivöru- fyrirtækið og nýlega undirritaði hún nýjan samning um áframhald- andi starf. Það kom henni sjálfri á óvart þar sem hún taldi að með fertugsaldrinum væri Lancome ævintýrið á enda. Svo er aldeilis ekki enda hefur Isabella Rossellini aldrei verið fegurri. Blaðamaöur Norsk Ukeblad fékk nýlega viðtal við Isabellu. Þau hitt- ust í svítu á Plaza hótehnu í New York og blaðamaðurinn lýsir því þannig þegar fyrirsætan kom ask- vaðandi. „Sæl, það er ég sem er ísabella." Hún er í gúmmískóm og hvítum sokkum og án nokkurs andlitsf- arða. ísabella er með litla perlu- eyrnalokka og armbandsúr. Aðra skartgripi ber hún ekki. Blaðamað- ur fær að spjalla við hana meðan hún er sminkuð en ísabella er á leið til Los Angeles þennan sama dag. Þénar ríkulega ísabella Rossellini hefur þénað minnst 130 milljónir á ári sl. tíu ár. Þrátt fyrir það er hún látlaus og hress. Mörgum fannst hún allt of gömul þegar hún ákvaö að láta mynda sig 28 ára gömul, að minnsta kosti miðað við aldur fyr- irsæta. Þrátt fyrir þaö birtist mynd af henni á forsíðu tískublaðsins Vogue. Sagt er að það sé ekki síst að þakka hversu lík hún er móöur sinni, Ingrid Bergman. Hún er ekki hrifin af þeirri líkingu. „Ég veit að ég líkist móöur minni,“ segir hún. „En ímynd hennar var hið náttúr- lega, ímynd mín er hins vegar heimsdaman, snyrt með Lancome. Það hefur ekkert með útlit móður minnar að gera. Hneykslaði ítali ísabella lék í sinni fyrstu kvik- mynd, Nina, árið 1976. Nokkrar myndir fylgdu í kjölfarið en hún sló þó ekki í gegn fyrr en í kvik- mynd Davids Lynch, Blue Velvet. í myndinni sást hún nakin en sú sena olli miklu hneyksli í heima- landi hennar, Ítalíu. „Nunnurnar í gamla skólanum mínum sendu mér bréf, sögðust biðja fyrir mér og skyldu hjálpa mér ef ég vildi.“ Hlutverkið í kvikmyndinni breytti henni úr þessari þekktu Lancome stúlku í leikkonu. Lancome hefur þó aldrei skipt sér af kvikmyndaleik hennar. Þeir hafa meira að segja boðið henni samning til fjögurra ára í viðbót. „Ég sem er orðin fertug. Ég var virkilega glöð þegar ég fékk áfram- haldandi samning," segir hún. Fæddist í Róm ísabella Rossellini fæddist í Röm árið 1952. Það var tveimur árum áður að móðir hennar, Ingrid Berg- man, skildi við fyrsta eiginmann- inn, Aron Petter Lindström, sem hún átti dótturina Piu með, vegna italska leikstjórans Roberto Ross- eliini. Þau höfðu unnið saman í kvikmyndinni Stromboli árið 1949 og urðu yfir sig ástfangin. Það sam- band og að þau áttu bam utan hjónabands, Robertino, eldri bróð- ur ísabellu, varð alheimshneyksli á sínum tíma. Ingrid varð Banda- ríkjamönnum afar reið fyrir hneykslunina. Hún og Rossellini fluttu til Rómar þar sem þau gengu í hjónaband árið 1950 og tveimur árum síðar eignuðust þau tvíbur- ana Isabellu og Isottu Ingrid. Hjónabandið varð hins vegar ekki langlíft. ísabella skilur ekkert í hvers vegna foreldrar hennar skildu. „Ég hugsa að það hafi veriö svo margir á móti þeim að þau hafi gefist upp. Athyglin beindist stöðugt að þeim. Ef þau hefðu haft meiri meöbyr býst ég við að líf þeirra hefði orðið öðruvísi. Á næstu árum bjó ísabella, ásamt systkinum sínum og bamfóstru, í helmingnum af húsi foður þeirra í Róm. Faðirinn bjó í hinum helm- ingnum ásamt nýju indversku eig- inkonunni sinni og tveimur böm- um, syni hans frá fyrsta hjóna- bandi og Piu Lindström, elstu dótt- ur Ingrid. Einu sinni í mánuði kom Ingrid Bergman í heimsókn og ísabella minnist þess þegar hún og systkini hennar köstuðu steinum í blaöa- ljósmyndara. Engu að síður upplifir hún æsku sína sem skemmtilegan tíma. „For- eldrar mínir vom yndislegt fólk sem gaman var að vera með.“ í nánu sambandi við ættingja Rossellini lést árið 1977 af hjarta- slagi. ísabella ólst upp í margmenni og vill enn hafa margt fólk í kring- um sig. í íbúðum hennar í New York og á Long Island er venjulega allt fuUt af ættingjum í heimsókn. Hún heldur góðu sambandi við Piu, hálfsystur sína, og tvíburasystur- ina Isottu Ingrid. ísabella heldur einnig sambandi við síðasta eigin- mann móður sinnar, Lars Schmidt, sem býr í París. Hann og Ingrid skildu en vora engu að síður góðir vinir allt þar til hún lést árið 1982. „Ein af ástæðum þess skilnaðar var að Lars eignaðist barn með annarri konu. Það varð móður minni mikið áfall sem hún jafnaði sig aldrei á,“ segir ísabella. „Engu að síður voram viö öll vinir. Lífið er svo skrítið vegna þess að sonur Lars varð síðar mikill vinur minn. Dóttir mín, Elettra er öðruvísi en ég, hún vill helst að við séum ein- ungis tvær saman, ég kann hins vegar best við mig í margmenni." Þegar ísabella er spurð hvort hún ætli sér að eiga fleiri böm, svarar hún: „Ég veit ekki með hverjum það ætti að vera. Ég er orðin fertug og þarf því að finna hann fljótt. Svo er líka erfitt að vera móðir. Flestir segja að það komi af sjálfu sér, að móðurtilfmningin sé meðfædd. Þaö er ekki mín skoðun." ísabella hefur safnað ýmsum hlutum um foreldra sína, bréfum og öðru. Hún getur hugsað sér að gefa það einhverntíma út. „Ég hef mestan áhuga á lífi föður míns þó ég sé auövitað stolt af þeim báð- um.“ Eiginmenn og vinir Fyrsti eiginmaður ísabellu var Martin Scorsese sem hún hitti er hún starfaði fyrir ítalskan sjón- varpsþátt í New York. Þau skildu eftir fimm ár en eru enn góðir vin- ir. Hún giftist öðra sinni árið 1980, Jonathan Weidemann, en þau kynntust er hún starfaði sem fyrir- sæta í Mexíkó. Hann starfaði einn- ig sem fyrirsæta. Með honum eign- aðist hún dóttur sína. ísabella talar vel um fyrram eiginmenn sína og er þakklát fyrir að Jonathan sé faö- ir Elettra. Síöasta ást ísabellu var leikstjórinn David Lynch. Þau kynntust fyrir fimm árum á veit- ingahúsi. „Þetta gæti verið dóttir Ingrid Bergman," hafði Lynch sagt og vinur hans svaraði því til að svo væri. Þar meö var Lynch búinn að finna leikkonuna í nýjustu mynd sína, Blue Velvet. ísabella og Lynch hættu að vera saman fyrir ári. Þau bjuggu aldrei saman. Hann var í Los Angeles og hún í New York. ísabella vildi ekki að dóttir hennar myndi alast upp í LA. Svo virðist sem henni sé ekki vel við að ræða samband sitt við David Lynch. Hún segir aö það hafi verið hann sem sleit sambandinu. Sjálfstæð og örugg „Ég hef ekki búiö með neinum manni frá því ég skildi við Jonat- han og veit ekki lengur hvernig það er að vera í sambúð,“ segir hún. „Ég er mjög sjálfstæð og sé um alla hluti og það er kannski þess vegna sem ég finn engan mann sem vill búa með mér.“ Hún viðurkennir að það voru í öll skiptin þeir sem skildu við hana. ísabella bætir við að það sé vegna þess að hún hafi laðast að mönnum sem voru ólíkir henni. „Ég segi alltaf að mig langi að hitta sextugan, heimakæran mann. Núna lít ég þannig á aö ég sé gift Lancome. Það er stöðugt í lífi mínu, skaffar mér peninga og spenning en einnig ýmis vanda- mál. Ég er engu að síður hamingju- söm og það er ekki síst Lancome að þakka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.