Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 43 Sálfræðingurinn taldi Valgeir ekki eiga við neitt áfengisvandamál að stríða en hvatti hann til þess að drekka I hófi og varaði hann við öllu tali um meðferð. Hann gaf Valgeiri nokkur góð ráö varðandi drykkjuna sem gengu út á hófdrykkju og skipulagningu. Drykkfelldur maður og sálfræð- ingurinn hans Valgeir var farinn aö drekka of mikiö. í menntaskóla þótti honum sopinn góöur og í háskóla bragðaö- ist hann enn betur. Meðal kunningj- anna þótti Valgeir mikill gleðimað- ur. Hann var hafsjór af dægurlaga- textum, söng, fór meö lausavísur, sagði sögur og skálaði meðan hann og aðrir höfðu þrek til að lyfta glasi. Stundum varð hann þó of drukkinn í veislum, ældi eða sofnaði í sófum. Aldrei lét hann sig þó vanta í vinnu enda hafði hann ungur numið þá speki að þeir einir væru alkóhól- istar sem ekki stvmduðu sína vinnu. „Ég fæ mér stundum í glas en þetta er allt vandræðalaust," sagði hann stundum þegar sett var út á drykkju hans. Loks kom að því aö hann var tek- inn fyrir ölvun við akstur einn sunnudagsmorgun. Hann haíði ver- ið í góðri gleði lengi nætur og komiö ákaflega ölvaður heim. Þegar hann vaknaði ákvað hann að fara í sund- laugar. Hann reyndi að hrista af sér slenið með nokkrum bollum af lút- sterku kafS og hélt síðan af staö. Á Sundlaugaveginum lenti hann í þeim hremmingum að ekið var aft- an á bílinn hans á gangbrautarljós- um. Ung stúlka, sem nýkomin var með bílpróf, hafði gleymt sér yfir taktfastri tónlist einhverrar út- varpsstöðvar og skellti Skóda-bíl sínum aftan á traustbyggðan BMW- inn. Lögreglan kom á vettvang og þef- næmur ungur lögregluþjónn fann strax einhveija lykt og krafðist þess að farið yrði með Valgeir í blóðprufu. Hann mótmælti slíku ofríki hástöfum enda sagðist hann hafa verið í fullum rétti en allt kom fyrir ekki. Lögreglan ók honum á slysavarðstofuna þar sem þreytu- legur grænklæddur unglæknir tók úr honum blóð. Hann virtist ekki hlusta þegar Valgeir sagöi honum alla sólarsöguna um ofríki lögregl- unnar, fasistaaðferðir og ofbeldi gagnvart heiðvirðum borgurum. Nokkrum dögum síðar lá úrskurð- urinn fyrir og Valgeir var sviptur ökuleyfi í eitt ár. Hann lét sig dreyma um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en vinir hans í lögfræðingastétt sögðu að hann ætti enga möguleika á þeim vettvangi. Næstu mánuði gekk Valgeir til vinnu sinnar, tók leigubíla eða fékk konuna til að aka sér. Hann hélt áfram að skemmta sér í góðra vina hópi og varð tíðrætt um lögreglurík- ið Island sem réðist að alsaklausum, vel metnum borgurum sínum og svipti þá ökuleyfi þegar stelpugálur keyrðu aftan á þá. Hann varö oft vel ölvaður og þar kom að konan hans var tekin að kvarta hástöfum undan drykkjuskap hans og þeim vandræðum sem af því hlutust. „Við getum aldrei gert neinar áætlanir um helgar," sagði hún. „Þú ert annaðhvort timbraður eða full- ur.“ Hann sletti tungu í góm og spurði um hæl: „Sé ég ekki vel fyrir ykk- ur? Stunda ég ekki mína vinnu?“ Farið á fund sálfræðings En að lokum ákvað hann að gera eitthvað í málinu og fór á fund sál- fræðings nokkurs sem hann hafði lesið um í fjölmiðlum. Hann lýsti miklum kvíða, spennu, svefnleysi Álæknavaktmm og sálrænum erfiðleikum og sagði frá drykkju sinni á hreinskilinn hátt og dró lítið undan. „Kannski er áfengi orðið vanda- mál hjá mér,“ sagði hann niðurlútur og þerraöi svitadropa af enninu. Sálfræðingurinn horfði djúpt í augu Valgeiri, þagði fyrst lengi og lét eldspýtu vega salt á vísifingri sínum. Hann var klæddur í galla- buxur, maó-skyrtu og skó með spennu yfir ristina. Á fingri bar hann steinhring. Loks tók hann að spyrja út í ástandið á æskuheimil- inu og fyrstu kynni Valgeirs af sjálfsfróun. Eftir nokkur viötöl hafði sálfræðingurinn komist aö þeirri niðurstöðu að vandamál Val- geirs mætti rekja til óuppgerðra reikninga úr frumbemsku og sendi hann heim með slökunarprógramm á 5 spólum í gjafaumbúðum. Hann taldi Valgeir ekki eiga við neitt áfengisvandamál að stríða en hvatti hann til þess aö drekka í hófi og varaði hann við öllu tali um meðferð. Hann gaf Valgeiri nokkur góð ráð varöandi drykkjuna sem gengu út á hófdrykkju og skipulagn- ingu. Næstu vikur gekk allt betur. Val- geir drakk lítiö og fór eftir ráðlegg- ingum sálfræðingsins. Eiginkonan varð heldur vonbetri en óttaðist þó að allt gæti sótt í sama fariö. Kokkteilboð á sunnudegi Eitt sunnudagskvöld fóru þau hjónin í kokkteilboð. Valgeir skálaði mikið á báöa bóga og innan stundar var hann orðinn dauðadrukkinn. „Nú loksins kann ég að drekka,'1 sagði hann drafandi röddu við hóp af vel metnum kaupsýslumönnum sem allir voru á barmi gjaldþrots með fyrirtæki sín og sálarlíf. Hann þambaði veigarnar af kappi, söng lag nokkurt með tvíræðum texta við litlar undirtektir viöstaddra, hélt óskiljanlega ræðu og sofnaði síðan í eiturgrænum sófa öllum til mikill- ar skapraunar. Eiginkonan reyndi að koma honum heim en hann sló þá til hennar, hafði upp gífuryrði og rauk á dyr. Einhvern tíma um nóttina var hann tekinn af lögreglu og sat inni til morguns. Honum var sleppt út snemma dags eftir yfirheyrslu og leið hroðalega á sál og líkama. Hann treysti sér ekki í vinnuna en rölti niður í bæ. Á torginu hitti hann gamlan kunningja. „Hvert ertu að fara?“ sagði Val- geir. „Á AA-fund í Tjamargötu 20,“ sagði vinurinn, „komdu með!“ „En ég er ekki neinn alkóhólisti. Ég er meö sálfræðingsúrskurö upp á það,“ sagði Valgeir. „Víst ertu það,“ sagði vinurinn, „það sjá allir venjulegir menn.“ Valgeir lét tilleiðast og fór á fund- inn. Hann hlustaði með athygli á það sem fram fór og fann allt í einu til samkenndar meö þessu fólki. Honum skildist að kannski væri hann með alvarlegt áfengisvanda- mál. „Ég heiti Valgeir og er alkóhó- listi,“ sagði hann þegar rööin kom aö honum. Honum leið betur og allt í einu hafði hann þá tilfmningu að eitthvað yrði að gera í málinu. Eftir fundinn hitti hann sálfræð- inginn í Austurstræti fyrir utan áfengisverslunina. Hann var á leið- inniinn. „Ætlarðu aö koma með inn í búð- ina?“ spurði hann fullur af skilningi ogbrosti vingjarnlega. „Nei,“ sagði Valgeir, „ég er hættur fyrir fullt og allt.“ „Öllum verður á í messunni öðru hvoru,“ sagði sálfræðingurinn, „taktu þetta ekki nærri þér. Þú get- ur drukkið í hófi eins og ég og allir aörir.“ En Valgeir kastaði kveðju á hann heldur fálega og hélt áfram út á torg. Sálfræðingurinn fór inn í áfengis- verslunina. Hvorugur leit um öxl. SUMAR 0G SANDALAR $«fP SKÓVERSLUN BORGARKRINGLUNNI SÍMI 67-72-67 ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ASKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN A FULLRI FERDI ! *vOG SÍMINN ER 63 27 00 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Ferjubakki 12, 1. hæð t.h., þingl. eig. Hanna Steingrímsd. og Hjálmtýr Baldursson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 30. júní ’92 kl. 15.30. Uppboðs- beiðendur eru Ólafur Gústafsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík og Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. Ármúli 30, hl. 20%, þingl. eig. Elín Áróra Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 30. júní ’92 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thor- oddsen hrl., Valgarður Sigurðsson hdl., Ólaíiir Garðarsson hdl., Helgi Sigurðsson hdl. og Skúli J. Pálmason hrl. Grettisgata 98„ þingl. eig. Ýrr Bertels- dóttir, fer fram á eigninm sjáffri þriðjud. 30. júní ’92 kl. 16.00. Uppboðs- beiðendur eru Islandsbanki hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Hesthamrar 5, 02-02, þingl. eig. Lárus Pálmi Magnússon, taliim eig. Anna Kristín Einarsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjud. 30. júní ’92 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Bfldshöfði 16, hluti, þingl. eig. Hnoðri hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 30. júní ’92 kl. 14.30. Upplboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Bfldshöfði 18 hl. C í framhúsi, þingl. eig. Svavar Ö. Höskuldsson og Síðu- múh hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 30. júní ’92 kl. 16.30. Uppboðs- beiðendur eru Helgi V. Jónsson hrl., Baldur Guðlaugsson hrl. og Guð- mundur Kristjánsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTH) í REYKJAVÍK ÞÚ FINNUR EKKI BETRA VERÐ Á JEPPADEKKJUM H512AT H59MT H5IIMT H5I2MT H62675 AT 9.135,- 33X12.50R15 AT 9.760,- 30X9.50R15 MT 8.215,- 32X11.50R15 MT 9.590.- 33X12.50R15 MT 10.285.- 265/75R16 AT 8.160 - GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. Réttarhálsi 2. s.814008 8«. 814009 Skipholti 35. s.31055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.