Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 13 i ULTRA GLOSS Endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Auðvelt í notkun. ESSO stöðvamar Olíufélagið hf. Agnes Þorláksdóttir tölvukennari lét langþráðan draum rætast. Hún setti upp hundabú og býr ein með hundunum sínum 14 á Hrafnhóli í Skagafirði. „Þetta eru yndisleg dýr,“ segir Agnes. DV-mynd Þórhallur Alltaf haft 1 rívoi LYSTIGARÐUR í OPIÐ DAGLEGA Hveraportið, markaðstorg, opið alla sunnudaga. maníu Ný og spennandi vélknúin leiktæki. Ungir flautuleikarar leika á sunnudag. Til okkar er styttra en þú heldur. fyrirdýnun - segir Agnes Ýr Þorláksdóttir, tölvukennari og hundaræktandi Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki; „Þetta eru yndisleg dýr, miklir og tryggir vinir manns og skemmtileg- ir karakterar," segir Agnes Ýr Þor- láksdóttir, 27 ára tölvukennari. Ag- nes lét langþráðan draum rætast, setti upp hundabú og býr ein með hundunum sínum 14 á Hrafnhóli í Skagaíirði. Blaðamaður tók hús á Agnesi og hundunum á dögunum. Er bíllinn nálgaðist hliðið við afleggjarann að bænum komu hundamir geltandi fram á bæjarhólinn. Þegar ekið var upp að bænum kom aflur hunda- skarinn hlaupandi að bílnum, heil- mikil mótttökunefnd, einir 10 hund- ar af mismunandi tegundum. Bak við húsið voru hestar á beit og bú- stýran á Hrafnhóli í Hjaltadal, Ag- nes Ýr Þorláksdóttir, settur skóla- stjóri Tölvuskólans á Norðurlandi, var að henda síðustu tuggunni í hesta jarðareigandans, Magnúsar Margeirssonar. Þetta er sérkennileg blanda af lifs- viðurværi hjá Agnesi, tölvukennsl- an og hundaræktin. Og það eru ekki aðeins himdar hjá henni, mjálm í kettlingum heyrist líka inni í hús- inu. „Ég hef haft „maniu“ fyrir dýrum alveg frá því í vöggu. Fyrsta hund- ixm minn eignaðist ég fyrir níu árum, „poodle therrier“, segir Ag- nes og um leið skríðiur þessi gaml- ingi í hópnum upp á hné blaða- manns. „Þetta er sá eini af varð- hundakyni í hópnum. Stærðin gefur reyndar ekki tflefni til að ætla að svo sé en það er samt töggur í hon- um. Fyrir einu og hálfu ári sótti ég svo um innflutningsleyfi á þrem hundategundum og fljótlega upp úr því fór þetta að vinda upp á sig.“ Villhelga sig hundaræktinni - Hvað eru þetta margar tegundir sem þú ert með? „Þær eru fimm, þar af þijár sem ég hef flutt inn: dalamatian frá Nor- egi og frá Svíþjóð; Shetland she- epdog og papillon. Fyrir voru ís- lenskur fjárhundur og írskur sett- er.“ Agnes kom í Hrafnhól í febrúar- byijun í vetur frá Hólmavík. Til Hólmavíkur kom hún á síðasta hausti frá Reykjavík. Ástæðan fyrir komunni í Skagafjörðinn voru tölv- unámskeið sem Tölvuskólinn setti upp á Norðurlandi vestra: á Siglu- firði, Sauðárkróki og Hofsósi. Nám- skeiðin voru aðallega á kvöldin og um helgar í vetur svo að tíminn fyr- ir dýrin hefúr verið nægur. En hvað ætlar Agnes að vera lengi á Hrafn- hóli? „Ætli ég fari ekki með haustinu. Ég fékk leigt héma fram í ágúst og stefni á suðlægari slóðir. Markaður- inn er þar og meiri möguleikar á að geta helgað sig hundaræktinni algjörlega, tfl dæmis með því að annast hundagæslu með búinu." Hundamirhafa gottafþyílíka - Er grundvöllur fyrir búskap með hunda eingöngu? Hvemig er verð- lagningunni tfl dæmis háttað? „Það á eftir að koma í ljós. ís- lenski hundurinn gengur á 50 þús- und, setterinn á 70 og innfluttu teg- undimar á um og yfir 100 þúsund. Það veitir ekki af því. Það er mjög dýrt að flytja inn hunda. Verðið er hátt úti í löndum, virðisaukaskatt- urinn bætist ofan á og svo er ipjög dýrt að hafa hundana í sex vikna sóttkvi í Hrísey. Norski hundurinn kostaði mig þannig 250 þúsund krónur." - Ertu einangruö héma, koma fáir hingað? „Það koma fáir, slysast hingað einn og einn samt. Oft er þaö fólk sem hefur áhuga fyrir hundum og er að skoða og forvitnast. Það er bara gaman að því og hundamir hafa gott af því líka,“ sagði Agnes að endingu. Og meðan Agnes spjallaði við blaðamann höfðu værukæm setter- hvolpamir fjórir soöiað undir eld- húsborðinu. í tívolí er alltaf gott veður Tívolí, Hveragerði KVARTMÍLA Sunnudaginn 28. júní kl. 14.00 á brautinni í Kapeiluhrauni Hvað gera Sigurjón og Auðunn? Keppendur mæti kl. 10.00. Miðaverð kr. 500 Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.