Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
11
David Bowie og Iman:
Giftu sig á
drauma-
staðnum
Flórens
- aöeins nánustu ættingjar og vinir voru viðstaddir
David Bowie og súperfyrirsætan
Iman, sem er frá Sómalíu, giftu sig
fyrir stuttu í lítilli en fallegri kirkju
í Flórens á Ítalíu. Aðeins fjölskyld-
ur þeirra og allra nánustu vinir
voru viðstaddir brúðkaupið. Þar á
meðal var Joe, sonur Bowie, frá
fyrsta hjónabandi með Angie
Bowie.
Þau David og Iman höfðu oft tek-
ið hvort„eftir öðru áður en þau
kynntust. Hún var reyndar einn
af aðdáendum hans og fór oft á tón-
leika. Það var síðan sameiginlegur
vinur sem bauð þeim til kvöldverð-
ar þann 14. október 1990. í því boði
kynntust þau og töluðu heilmikið
saman. Síöan þá halda þau upp á
fjórtánda hvers mánaðar með ein-
hverjum hætti. Fara út að borða
eða senda hvort öðru blóm eða
skeyti séu þau hvort á sínum stað.
David segist vera hugfanginn af
fegurð Iman. „Hún er glæsileg,
skemmtileg og gáfuð,“ segir hann.
„Auk þess kann hún að meta minn
húmor sem er mikils virði,“ segir
söngvarinn.
Hjónakornin ákváðu að gifta sig
á Ítalíu vegna þess hversu landið
hefur mikil áhrif á þau. „Ég hef
alltaf verið mikill aðdáandi ítal-
skrar listar, sérstaklega renaiss-
ance,“ segir David en Iman hefur
alltaf þótt mikið til Ítalíu og ítölsku
koma enda talar hún málið betur
en ensku. Hún hefur einnig unnið
mikið sem fyrirsæta á Ítalíu.
„Uppáhaldsstaður minn er Flór-
ens,“ segir hún. „Það var hka til
Flórens sem viö David fórum í
David Bowie ásamt syni sinum,
Joe, sem varð nýlega 21 árs gam-
all.
fyrsta sumarleyfið okkar saman.“
David segir að þau hafi farið í sex
vikna bátsferð um Ítalíu. í slíkri
ferð kynnist fólk náið og auðvelt
verður að finna út hvort það eigi
vel saman. Raunin var sú að þau
David og Iman fundu sig mjög vel
í bátsferðinni. Þau enduðu ferðina
í Flórens og töldu sig vera búin að
finna staðinn sinn.
Eins og tiðkast hjá ríka fólkinu
voru sérstakir tískuhönnuðir
fengnir til að búa til brúðarskartið.
Iman fékk franskan hönnuð að
nafni Herve Leger til að hanna
brúðarkjóhnn. „Eg hitti hann fyrir
nokkrum árum þegar hann vann
fyrir aöra hönnuði. Þegar ég hitti
hann aftur fyrir tveimur árum var
hann kominn með eigið fyrirtæki.
Hönnun hans hefur vakið sérstaka
athygli mína. Mig langaði í látlaus-
an brúðarkjól, fahegan en ekki
endilega samkvæmt nýjustu
tísku,“ segir Iman. Kjóllinn hennar
var þröngur, fleginn og með miklu
slöri frá mitti. Fastur hönnuður
Davids Bowie, Thierry Mugler,
hannaði fötin hans. Og var hann
meðal þeirra sem boðið var í brúð-
kaupið. En hjónin segjast eiga mjög
fáa vini.
Foreldrar brúðhjónanna höfðu
aldrei hist fyrr en við giftinguna.
Foreldrar Iman ákvaðu strax, er
dóttir þeirra sagðist vera að fara
gifta sig, að þau kæmu til Flórens.
Svo var einnig um móður Davids
Bowie.
David Bowie á íbúðir í Sviss, Los
Angeles og víðar og munu þau að
mestu búa í LA.
Iman á eina dóttur, Zuleika, sem
er þrettán ára gömul en bæði Iman
og David hafa verið gift áður. Iman
telur ekki að harneignir og frægð-
arferill fari saman. Þannig munu
höm ekki vera á dagskrá hjá þeim
á næstunni enda nóg að gera.
David og Iman voru á leið til
Austurlanda íjær í brúðkaupsferð
en þau dvöldu einungis þrjá daga
í Flórens.
Iman er frá Sómaliu. Hér eru hún
og David ásamt foreldrum hennar.
Sviðsljós
Nýgift og hamingjusöm. Poppgoðið David Bowie og súperfyrirsætan
Iman.
ULTRA
GLOSS
Sterkasta
handbónið
RÍlAW á íslandi.
BO^! 8 ára reynsla'
ESSO stöðvarnar
Olíufélagið hf.
Getum bobið háþrýstidælur fyrir verktaka og aðra aðila sem þurfa kraftmiklar dælur.
Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn.
Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum.
Sýning laugardag 27. júní kl. 14:00 -17:00
Komib og reynib tækin og kynnist möguleikum þeirra.
KYNNUM
STÓRVIRKAR HÁÞRÝSTIDÆLUR
FRA OERTZEN
Afgt ' '
V
450 bar
Skeifan 3h-Sími 812670-FAX 680470