Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
15
Að brjóta lögmálið
Meö aukinni menntun á liðnum
áratugum hefur sérfræðingum
fjölgað á öllum sviðum. Ekki bara
hjá okkur íslendingum heldur um
alian heim. Þetta hefur leitt til mik-
illa breytinga hjá almenningi. Hér
áður fyrr treystu menn á sjálfa sig,
dómgreind sína og lífsreynslu. Nú
treysta menn á sérfræðingana.
Gleggsta dæmið um þetta er veður-
fræðin. Áöur en Veðurstofa íslands
tók til starfa reyndu menn að spá
sjálfir fyrir um veður. Til eru sögur
um svo veðurglögga menn að ótrú-
legt má telja. Nú hlusta allir eftir
veðurspá Veðurstofunnar, fara eft-
ir henni og spá ekkert í skýin sjálf-
ir.
Enginn má skilja orð mín svo að
ég sé á móti sérfræðingum. Það er
ekki rétt og allra síst veðurfræðing-
um. Ég kann ekki að spá í ský og
fer því alltaf eftir því sem Páll Berg-
þórsson og hans fólk segir. Hitt er
annað mál að veðurfræðingunum
skjöplast eins og öðrum sérfræð-
ingum.
Eg er á því að okkur sem ekki
erum sérfræðingar á neinu sviði
hætti til aö ofmeta sérfræðingana.
Taka úrskurð þeirra sem hinn eina
stóra sannleika í hverju sem er.
Ég er einnig á því að þetta sé ekki
æskilegt. Öll höfum við einhveija
reynslu til að byggja á, mismikla
eftir aldri, en öll einhveija og hana
eigum við að nota og meta hlutina
sjálfstætt út frá því.
Sérfræóingávaldið
Þvi er ég að tala um þetta að mér
þykir vald hinna ýmsu sérfræðinga
orðið of mikið í þjóðfélaginu. Eg
held að höfuðástaeðan fyrir því sé
sú að engir þjóðfélagsþegnar stóla
jafn mikið á sérfræðinga og alþing-
ismenn. Þeir, ásamt ráðherrum í
ríkisstjóm, em mennimir sem
ráða mestu í þjóðfélaginu. Þeir em
löggjafar- og framkvæmdavaldið í
landinu. Varla er til svo lítilfjörlegt
mál á Alþingi að ekki sé leitað til
og vitnað í sérfræðinga þegar það
er flutt. „Eftir höfðinu dansa lim-
imir,“ segir máltækið og því ekki
nema von að allur almenningur
einblíni á sérfræöinga varðandi
flesta hluti.
Ástæðan fyrir því að ég tel of
mikið sérfræðingavald hættulegt
em hin mýmörgu dæmi um hug-
myndaleg og fræðileg mistök
þeirra.
Að fella gengið
Allir sem komnir em yfir tvítugt
muna óðaverðbólgutímann hér á
landi. Hvert var ráð hagfræðinga
þá? Gengisfelling á gengisfellingu
ofan í yfir 20 ár. Stundum margar
á ári. Þetta átti að lækna öll mein
efnahagslífsins. Þessar ráðlegging-
ar efnahagssérfræðinganna end-
aðu með 130 prósent verðbólgu í
landinu.
Eftir að aðilar vinnumarkaðar-
ins, undir forystu þeirra Einars
Odds og Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, tóku völdin og gerðu með
sér þjQðarsátt og náðu verðbólg-
unni niður í næstum ekki neitt,
segja allir efnahagssérfræðingar að
alls ekki megi fella gengið. Allt
annað sé betra, alveg sama þótt
gengi krónunnar sé of hátt skráð.
Þama tala sömu sérfræðingarnir
og töldu gengisfellingu lækna öll
mein efnahagslífsins. Því er aö vísu
haldið fram af ýmsum að hagfræö-
ingar séu til þess eins og gera ein-
falt mál flókið en fyrr má nú vera.
Hveiju eigum við, sem ekkert vit
höfum á peningum, að trúa í þessu
sambandi? Gengisfellingar voru
okkar fóstu punktar í tilverunni
og nú er þeim kiptt frá okkur eins
og ekkert sé.
Veðurenglar fjórir
Ég nefndi í upphafi veðurfræð-
ingana. Það skal að vísu viður-
kennt strax að það getur verið erf-
itt að spá fyrir um veður á íslandi.
Samt held ég að veðurfræðingun-
um okkar skjöplist of oft. Hafa þeir
þó núorðið fullkomnari mæhtæki
en nokkru sinni. Hér fyrr á árum,
meðan tæki þeirra voru ófullkomn-
ari, var það skiljaniegra. Oft hefur
verið hugsað tila til þeirra þegar
spár þeirra hafa reynst rangar.
Fræg er sagan af skipstjóranum
sem tók í vörina og gat spýtt alveg
fram á stefni á fuliu stími. Ein-
hveiju sinni á meðan Teresía Guð-
mundsdóttir var veðurstofustjóri
var gefin út góðveðursspá sem
brást. Þá heyrðist fyrmefndur
skipstjóri tauta í glugga stýrishúss-
ins. „Það vildi ég að hel... hún
Teresía væri komin þama fram á
stefnishnifiiinn þá skyldi ég... “
og svo spýtti karlinn og hitti
stefnishníflÚnn.
Veðurfræðingar nútímans hafna
algerlega gamalli þjóðtrú um veðr-
ið. Það held ég að sé rangt af þeim.
Þjóðtrúin í þessum efnum byggist
á reynslu kynslóðanna. Því verður
heldur ekki á móti mælt að til var,
og er ef til viU enn, fólk sem er svo
veðurglöggt aö þaö spáir fyrir um
veður af Utið minni nákvæmni en
veðurfræðingamir með öU sín tæki
Helgarpistill
Sigurdór Sigurdórsson
og tól. Þetta fólk byggir sína spá á
skýjafari, vindátt og úrkomu. Áuð-
vitað styðst það við reynslu margra
ára og mikla athygUsgáfu sína.
Þá báðu menn líka til verðurengl-
anna fjögurra, Austra, Vestra
Norðra og Suðra. Væri raunar ekki
vanþörf á fyrir íslendinga að fara
með eina sUka bæn um þessar
mundir. Ein bænin er á þessa leið:
Voldugir Drottins
veðurenglar fjórir.
Höldum gefi hægan byr
hve ég þess ekki beðið fyr.
Hafrannsókn og
skipstjóramir
Öllum era kunnar deilur flski-
fræðinga Hafrannsóknastöfnimar
og margra skipstjóra fiskiskipanna
okkar. Sjaldan hafa þær deilur orð-
ið harðari en í haust er leið þegar
fiskifræðmgamir sögðu Utið um
loðnu í sjónum og létu banna veið-
ar. Skipstjóramir sögðu þetta vera
rangt. Það kom svo í ljós eftir ára-
mótin að sérfræðingamir höfðu
rangt fyrir sér og játuðu það. Skip-
stjórarnir höfðu á réttu að standa.
Svo spyr maður líka þegar sér-
fræðingar með sömu menntun era
á algerlega öndverðum meiði um
mál á þeirra sérsviði. Dæmi um þaö
era fiskifræðingamir á Hafrann-
sóknastofnun og Jón Kristjánsson
fiskifræðingur. Þeir Hafrómenn
vilja geyma fiskinn í sjónum, koma
upp eins konar þorskbanka. Jón
Kristjánsson viU láta veiða meira
af smáfiski, beita grisjunarkenn-
ingunni, til þess að stærri fiskurinn
hafi meira æti. Þessir menn lærðu
sömu bækumar þegar þeir vora
að mennta sig. Samt era þeir á
öndverðum meiði um grandvaUar-
kenningar. Á sjómennina sem
byggja á reynslunni er ekki hlust-
að.
Þá hristu
menn hausinn
Ein af raunverulegum perlum
Reykjavíkur er EUiðavatnið og ná-
grenni þess. í vatninu syndir um
bragðbesta bleikja landsins og
margir vUja veiða hana. Það er
sennUega hvergi jafn erfitt að fá
bleikjuna til að taka og í EUiðavatn-
inu. Stefán heitinn Jónsson, alþing-
ismaður og rithöfundur, var með
slyngustu fluguveiðimönnum
landsins á sinni tíð. Hami stundaði
veiðar í EUiðavatninu og sagði það
vera háskóla fluguveiðimannsins.
„Sá sem veiðir á flugu í EUiða-
vatni, hann veiðir aUs staðar,“
heyrði ég Stefán eitt sinn segja.
Fjölmargir fuUorðnir og slyngir
veiðimenn stunda veiðar í EUiða-
vatninu. Þeir hafa gert það áratug-
um saman og maður heyrir á þeim
að þeir þykjast sérfræðingar í vatn-
inu. Hvað gimið má vera svert.
Hann er taumstyggur karl minn,
segja þeir. Hvaða flugu á að nota
og hve stór hún á að vera? AUt
þetta vita þeir og ráðleggja byrj-
endum. Og vissulega vita þeir hvað
þeir era að tala um enda flestir
snillingar við veiðar.
Svo gerðist það einn dag fyrir
skömmu að snillingamir vora við
veiðar hver á sínum stað og rétt
útbúnir samkvæmt lögmálinu.
Hann var tregur sUungurinn þenn-
an dag. Enginn hafði fengið neitt
þegar hér var komið sögu. Þá birt-
ist aUt í einu strákpatti meö Utla
flugustöng og fór að kasta. Það sást
strax að hann kunni ekki að kasta
á flugustöng. En með einhveijúm
ósköpum fór línan út. Þetta gekk
nokkra stund. AUt í einu hrópaði
hann upp. Stöngin hringsveigðist
og eftir dágóða stund landaði hann
fimm punda urriða. Stærsta fiski
sem ég hef vitað til að dreginn hafi
verið á land úr EUiöavatninu í
sumar.
Nú urðu sérfræðingamir forvitn-
ir. Hvaða flugu var drengurinn
með? Þegar farið var að skoða út-
búnaðinn var strákurinn með 36
punda örstuttan laxagimistaum.
Fremst á honum var einhver flugu-
bastarður sem enginn hafði séð
fyrr. Aukinheldur var flugan alltof
stór, númer 8 en ekki númer 14 eða
16 eins og sérfræðingamir segja að
nota eigi í EUiðavatni. Þetta var
eini fiskurinn sem ég vissi til að
kæmi á land þennan daginn. Þeir
tíndust burtu einn og einn, sér-
fræðingamir, fljótlega eftir þetta.
Þær verst gerðu
Kolbeinn Grímsson, einn slyng-
asti fluguveiðimaður og fluguhnýt-
ari landsins, sagði mér svipaða
sögu. Hann var þá að veiða í Hlíðar-
vatni. Þar hitti hann fyrir gamlan
mann sem hann þekkti ekki. GamU
maðurinn sagði að nú veiddist vel.
Hann væri með sérstaka flugu sem
gæfi vel. Hvort Kolbeinn vUdi ekki
þiggja eina af sér. Kolbeinn sagðist
hafa afþakkað það og farið að veiða
á sínar flugur. Hann fékk 27 bleikj-
ur yfir daginn. Þegar hann hitti
gamla manninn undir kvöld spurði
hann Kolbein frétta. Kolbeinn
sagðist vera með 27 bleikjur. Gamli
maðurinn sagði þetta merkfiega til-
viljun. Hann hefði líka fengið 27
bleikjur. Þá skoðaði Kolbeinn í
fluguboxiö hans. Hann sagðist
hvorki fyrr né síðar hafa séð verr
gerðar flugur né rangari stærðir
miðað við reglur sérfræðina um
HUðarvatn. En sá gamU veiddi á
þetta jafn mikið og sérfræðingur-
inn.
Á þessu sést að það er valt að
trúa sérfræðingum í blindni og
skiptir þá ekki máU hvort við tölum
um peningamál, veðurfræði, fiski-
fræði eða bara þaö að veiða sUung
á flugu í vatni.