Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. Sérstæð sakamál Níræður en vökull John Daley. Veitingahúsið sem Mary bauö Beatrix til hádegisverðar í. Hann var beinn í baki, grannur og með skýr, blá augu, gamli her- maðurinn í einkennisbúningnum og með heiðurmerkin sem gekk eftir bakka Thamesár í London. Heiðursmerkin hafði hann fengið þegar hann var ungur maður og tók þátt í bardögum sem flestir höfðu nú gleymt nema hann sjálfur og þeir fáu sem enn voru á lífl af þeim sem barist höfðu við hlið hans. John Daley yrði niræður á næsta afmælisdegi sínum en hann var við góða heilsu og hafði nú um langt skeið búið á heimili fyrir gamlar stríðshetjur í einu hverfa höfuð- borgarinnar, Chelsea. Það var vor í lofti þennan dag og hann naut góða veðursins við ána eins og hann hafði svo oft gert áð- ur. En skyndilega vakti það athygli hans að ung kona stóð skammt frá og ræddi við tvo unga menn. Hún var vel klædd og snyrtileg en þeir aftur á móti síðhærðir, skeggjaðir og ósnyrtilega klæddir. „Þessi ungdómur!" hugsaði her- maðurinn gamli sem gætti þess ætíð að einkennisbúningurinn hans væri eins hreinn og óað- finnanlegur og væri hann að fara á hersýningu. Um hríð horfði Daley á ungu mennina tvo en gekk svo áfram. Þá hafði hann litla hugmynd um að hann ætti eftir að koma viö sögu eins umtalaðasta morðmáls í Lon- don um langt skeið. Þunglyndi og heilaæxli Unga konan, sem stóð á bakka Thamesár þennan dag og ræddi við ungu, ósnyrtilegu mennina tvo, var Beatrix Rutherford, þrjátíu og eins árs. Hún hafði um hríð þjáðst af slæmu þunglyndi. Vinir hennar og kunningjar voru í litlum vafa um hvað því ylli. Unnusti hennar hafði nýlega snúiö við henni baki nær fyrirvaralaust og hún hafði tekið það mjög nærri sér. Hin ástæðan kom ekki í ljós fyrr en síðar, það er við krufningu, en þá varð ljóst að Beatrix hafði þjáðst af heilaæxli og var sjúkdómurinn kominn á al- varlegt stig. Skömmu eftir að Beatrix og unn- usti hennar hættu að vera saman fluttist hún úr íbúðinni sem hún hafði búið í í Chelsea og tók á leigu íbúð í norðurhluta London. Jafn- framt hætti hún að mestu að um- gangast vini og kunningja sem höfðu miklar áhyggjur af henni. Ein vinkvenna hennar, Mary Middleton, reyndi þó að halda sam- bandi við hana og tók leigubíl að húsinu sem hún bjó nú í. En þegar hún kom til Beatrix kom hún að henni sitjandi á rúmstokknum og hélt hún um höfuðið. Af og til vein- aði hún af sársauka. Mary kallaði strax á lækni. Hann var þeirrar skoðunar að Beatrix þjáðist af slæmu mígreni og sagði henni að koma til sín næsta dag til rannsóknar. Áður en Mary fór bauð hún vinkonu sinni til hádegis- verðar í veitingahúsi í Chelsea næsta sunnudag. En Beatrix kom aldrei til læknis- ins og sýndi sig heldur ekki í veit- ingahúsinu. Óhugnanleg aðkoma í ljós kom að Beatrix hafði góða og gilda ástæðu fyrir því að koma ekki á læknastofuna og þiggja ekki hádegisverðarborðið. Tveimiu- dögum síðar fannst hún látin í íbúðinni sem hún bjó í. Ekki var þess nein merki að sjá að henni hefði verið kynferðislega misboðið en dánarorsökin var bæði óveuju- leg og helþrungin. Hún hafði látist eftir miklar innri blæðingar og af því að bijóstkassinn á henni var Beatrix Rutherford. Tom Drover. mölbrotinn. Brotin rifin höfðu stungist inn í ýmis líffæri svo ljóst var að ekki hefði tekist að bjarga henni þótt hún hefði komist á sjúkrahús. „Hver í ósköpunum gæti hafa gert svona nokkuð?" spurði Paul Torry lögreglufulltrúi þegar hann hafði séð skýrslu læknanna. „Ekki þekki ég neitt verkfæri sem getur valdið slíkum áverkum. Það er eins og hún hafi dáið eftir að á hana féll mikill þungi. Þetta minnir í raun á aftökur á miðöldum.“ Lögreglan varð einskis vísari þar til óvæntur gestur gekk inn á lög- reglustöð í Chelsea fáum dögum eftir lát Beatrix. Það var John Da- ley og að venju var hann í einkenn- isbúningnum og með heiðursmerk- in. Hann hafði lesið um morðið í blöðunum og lýsti því nú yfir við lögregluna að hann hefði borið kennsl á ungu konuna. Nokkrum dögum áöur hefði hann séð hana á tali við tvo heldur ósnyrtilega unga menn á baka Thamesár. John sagð- ist geta lýst ungu mönnunum tveimur. Vantrúen... Lögregluþjónarnir litu á gamla manninn. Þeir sýndu honum bæði vinsemd og virðingu en voru þó heldur vantrúaðir á að hann hefði rétt fyrir sér. Var hann viss um, spurðu þeir, að hann gæti lýst mönnum sem hann hefði aðeins séð í fáein augnablik nokkrum dög- um áður? John Daley leit á þá skærbláum augunum. „Ungi maður,“ sagði hann við lögregluþjóninn sem orð- að hafði vantrú lögreglumann- anna. „Þegar ég var ungur gekk fólk vel til fara og lét klippa sig. Þessir tveir ungu menn, sem ég sá við ána, minntu í senn á förumenn og leikara í kúrekamynd. Þess vegna man ég svo vel eftir þeirn." John Daley gaf nú lýsingu á mönnunum og hún var síðan send til allra lögreglustöðva í borginni og ekki leið á löngu þar til ljóst var hveijir það höfðu verið sem staðið höfðu á tali við Beatrix Rutherford umræddan dag. Mennimir reyndust vera Joe Sharwood, þrítugur, og Tom Dro- ver, tuttugu og fimm ára. Báðir voru kunnir trúarofstækismenn. Hófst nú leit aö mönnunum og fundust þeir fljótlega. Óvenjulégur aðdragandi Sagan, sem þeir Sharwood og Drover höfðu að segja, var þannig að jafnvel reyndustu rannsóknar- lögreglumönnum var brugðið. Og hún varð til þess að málið fékk umfjöllun í öllum helstu blöðum höfuðborgarinar og víðar. Tvímenningamir sögðust fyrst hafa kynnst Beatrix Rutherford fyrir utan diskótek en fyrir framan slíka staði hefðu þeir oftast verið á kvöldin. Væri það vani þeirra að taka þar tali það fólk sem af dans- stöðunum kæmi til þess að reyna að rífa það úr höndum myrkra- höfðingjans svo þeir gætu snúið því til betra lífs. Yfirleitt sögðu þeir að fólk hefði ekkert við þá viljað tala. En þegar þeir sneru sér að Beatrix gaf hún sig á tal við þá. Hún gaf þeim þá skýringu á því að hún hefði yfirgef- ið diskótekið svo snemma kvölds að hún hefði ekki verið búin að sitja þar lengi þegar hún hefði fengið mikinn höfuðverk. í raun fundist að höfuðið á sér væri að springa. Hún bauð nú þeim Sharwood og Drover heim til sín og eftir það vom þeir stöðugir gestir í íbúð hennar. Stundum voru þeir um nætur hjá henni og sváfu þá á gólf- inu en stundum komu þeir til henn- ar snemma morguns eftir að hafa verið á ferli mestalla nóttina viö að reyna að snúa fólki frá villu síns vegar. Síðasta heimsóknin Engir af vinum eða kunningjum Beatrix, sem hún var nú nær alveg hætt að hitta, höfðu minnstu hug- mynd um að hún umgengist þá Sharwood og Drover. En tengsl þeirra við hana urðu stöðugt sterk- ari. Sunnudag einn bauð Beatrix þeim að boröa hjá sér hádegisverð. En áður en þeir komu var hún komin með óþolandi höfuðverk og þá greip hún til þess ráðs, sem henni hafði þótt duga best, að fá sér viskí. Og hún var einmitt með viskíglas í hendinni þegar trúarof- stækismennirnir tveir komu. Sharwood þreif glasið úr hendi hennar. Að svo búnu fóru tvímenn- ingarnir aftur. En þeir komu aftur næsta morgun og þá sat Beatrix enn með viskíglas í hendinni. Hún var reið og fór að munnhöggvast við þá. Reióin breyttist svo í móður- sýki og loks fór hún að hrópa og bað þá um að koma aldrei aftur til sín. „Lækningin" „Okkur var ljóst,“ sögðu þeir Sharwood og Drover, þegar þeir voru beðnir að lýsa því sem næst gerðist, „aö djöfullinn haföi tekiö sér bólfestu í henni. Og það var skylda okkar að reka hann út.“ Drover sagði svo frá því hvemig þeir félagar hefðu talið best að gera það. Þeir hefðu tekið Beatrix, kast- að henni í gólfið en síðan hefðu þeir byrjað að trampa á henni og því hefðu þeir haldið áfram „þar til djöfullinn var farinn úr henni“. Þá hefðu þeir lyft henni af gólfinu og lagt hana á rúmið. Þeir félagar töldu sig þá hafa gert vel og fóru úr íbúðinni. Þeir sögð- ust ekki hafa vitað aö þeir hefðu orðið Beatrix aö bana fyrr en þeir hefðu lesið um morðið í blöðunum. Dómurinn Máhð var tekið fyrir í Old Bailey- sakamálaréttinum og þár lýstu þeir Sharwood og Drover yfir því að þeir væru hvorki sekir um mann- dráp né morð. Ákæruvaldið hélt hins vegar fast við sem fyrr að um morð hefði ver- ið að ræða og bæri að refsa fyrir verknaðinn sem slíkan. Og kvið- dómendur reyndust saksóknaran- um sammála. Báðir fengu sakbom- ingarnir langan fangelsisdóm. En áður en þeir voru færðir til fangels- isins létu þeir í ljós þá ósk að þeir fengju að stunda biblíulestur með- an þeir sætu inni. Þar meö lauk þessu umtalaða morðmáli sem hefði ef til vil aldrei verið upplýst hefði ekki tæplega níræður fyrrverandi hermaður af gamla skólanum haldið vöku sinni, eins og hann gerði á yngri ámm þegar hann vann afrekin sem hann fékk heiðursmerkin sín fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.