Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 59 Sjónvarp: Sonur JR í Dallas í fantasíuþáttum „Betra aö vera svolítið skrýtinn en dauður," segir aðalsöguhetja nýrra framhaldsþátta, Eerie Indi- ana, sem nýlega hófu göngu sína á Stöð 2. Eerie virðist vera einkar venju- legur bær í Indiana en við nánari athugun kemur í ljós að Eerie er miðstöð allra furðulegheita og skringilegheita á jörðinni. Eerie er aðallendingarstaður fljúgandi furðuhluta sem heimsækjajörðina, Elvis Presley fær póstinn sinn sendan þangað, foreldrar láta börn- in sín sofa í loftþéttum bitaboxum og hundar bæjarins sameinast um að taka stjóm hans í sínar hendur. Skýringarnar eru.óljósar en ein- hverra hluta vegna eru það einung- is Marshall Teller, 13 ára, og trún- aðarvinur hans, Simon Holmes, 10 ára, sem sjá allt það skrýtna sem á sér stað í Eerie. Omri Katz, 15 ára, leikur Mars- hall Teller. Omri ætti að vera aðdá- endum Dallasþáttanna að góðu kunnur en þar lék hann son JR, John Ross Ewing þriðja. Omri er ísraeh í báðar ættir. Aðeins þriggja ára lék hann í fyrstu auglýsingunni sinni. Foreldrar hans fluttu reynd- ar til ísrael stuttu síðar en dvöldu þar aðeins í eitt ár. Við komuna aftur til Bandaríkjanna tók Omri aftur til við leik í auglýsingum og nokkrum myndum og sjónvarps- þáttum. Hann náði þó ekki að slá í gegn fyrr en hann var vahnn í hlutverk JR yngri. Omri hefur verið útnefndur til sérstakra unghngaverðlauna fyrir leik sinn og verðlauna sem besti ungi leikarinn í sápuóperum. ' Omri hefur gaman af knatt- spyrnu, körfubolta og rakketti. Þá segist hann ekki geta lifað án tón- listar. Uppáhaldshljómsveitirnar hans eru Pink Floyd, Rush, Jimi Hendrix, Joumey, Lenny Kravitz, Supertramp og gömlu hipparnir í The Grateful Dead. Omri býr í Woodlands Hhls í Kaliforníu ásamt fóður sínum og tveimur eldri systkynum. Ætlar að verða lögmaður Justin Shenkarow leikur Simon Holmes. Hann er 10 ára gamall. Þrátt fyrir leik í auglýsingum og ýmsum sjónvarpsþáttum, til dæm- is Hver á að ráða? (Who’s the Boss) þá langar hann mest að verða lög- maður þegar hann verður stór. Justin er ósköp venjulegur drengur sem gengur í skóla þegar hann er ekki að leika. Hann virðist metnaðarfuhur og hefur þegar sett stefnuna á lagadeild Harvardhá- skóla - eftir átta ár. ______________________Bridge Vestfjarðámótiö í bridge: Metþátttaka og ungir strákar sigurvegarar ffiynur Þór Magnússan, DV, bafirði: Sveit Ragnars Torfa Jónssonar ísafirði sigraði á Vestfjarðamótinu í sveitakeppni í bridge, sem haldið var í Flókalundi í Vatnsfirði fyrir skömmu. 14 sveitir af öhum Vest- fjörðum kepptu og er það besta þátttaka sem menn muna eftir. Sveit Ragnars Torfa hlaut 254 stig. Önnur varð sveit Guðmundar M. Jónssonar ísafirði með 247 stig og þriðja sveit Helga Gunnarssonar . Þingeyri með 232 stig. Það var í síð- ustu umferð sem sveit Ragnars Torfa skaust upp fyrir sveit Guö- mundar sem hafði verið í efsta sæti aht mótiö. Sigursveitin er skipuð mönnum á unghngsaldri. Aldursforsetinn, sveitarforinginn Ragnar Torfi, varð 19 ára 17. júní. Félagar hans eru betur þekktir sem fræknir sundmenn í Vestra á ísafirði, þeir Hahdór Sigurðarson, Hlynur Tryggvi Magnússon og Tryggvi Ingasön. Kannski verða þeir einnig landsþekktir sem bridgemenn áöur en langt um hður. Þess má geta að þeir kepptu fyrir Menntaskólann á Isafirði í sveitakeppni framhalds- skóla í vetur og sigruðu. Nú er nýbúið að stofna bridgefé- lag í Súðavík og þaðan var einmitt sveitin sem lenti í 4. sæti á mótinu í Flókalundi, sveit Óskars Ehas- sonar. Honum er því fleira til hsta lagt en tefla skák. í sveit Óskars var m.a. eiginkona hans, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti í Súða- vík. Bikarmót Vestíjarða hefst innan skamms og verður fyrsta umferðin öðru hvoru megin við mánaðamót- in. Þar er sphað ýmist heima eða heiman og stendur mótið væntan- lega eitthvað fram í ágústmánuö. Áformað er aö halda tvímenning í bridge á Hólmavík fyrstu helgina í september. Forseti Bridgesambands Vest- fjarða er Eiríkur Kristófersson, byggingameistari á ísafiröi. Merming Arnar Herbertsson myndlistarmaður við eitt verka sinna. Myndbrotamynstur -Arnar Herbertsson í Listmunahúsinu, Tryggvagötu Þegar SÚM-hópurinn kom fram um miðjan sjöunda áratuginn vöktu verk meðlimanna ekki hvað síst at- hygh vegna umbúðalauss myndmáls. Mest bar á skúlptúristunum sem notuðu „alls kyns rusl“ í verk sín. En þama var einnig að finna málara og teiknara sem höfðu afurðir mnbúðaþjóðfélagsins sem útgangs- punkt hstar sinnar. Þeirra á meðal var Arnar Her- bertsson. Hann sýndi reyndar fyrst í Listamannaskál- anum, höfuðstöðvum andstæðinganna í FÍM, en segja má aö verk hans hafi fyrst hlotið verðskuldaða at- hygh á samsýningu með Magnúsi Pálssyni í Gallerí SÚM árið 1971. Þá sýndi Arnar blýantsteikningar sem þóttu ámóta gjaldgengar og aðrar SÚM-afurðir en náöu líkt og þær að túlka tíðarandann á sérstakan hátt. Amar hefur ekki sýnt ötuhega á þeim tveimur áratug- um sem hðnir em frá þessari sýningu. Þó hélt hann athyghsveröa sýningu í FÍM-sal fyrir u.þ.b. tveimur ámm þar sem viðfangsefnið var trúarlegt táknmál. Þar sást aö Amar hefur í gegnum árin þróað afar sér- stæðan málarastíl sem byggir á brotakenndri teikn- ingu er nálgast mynsturgerö. Nokkrar þessara mynda eru nú í nýopnu sölugaheríi á annarri hæð í Hafnar- húsinu en þar á fyrstu hæðinni stendur þessa dagana einmitt yfir einkasýning Arnars í endurreistu List- munahúsi. Umbúðalaust og almynstrað Á sýningu Amars, sem er önnur í röðinni í nýjum og rúmgóðum sýningarsal Listmunahússins, eru fjórt- án málverk. Þau em öh frá þessu ári og því síðasta og sýna ljóslega að Amar hefur hvaö sterkasta thvísun SÚMara í hinn hráa heim graffitis og myndasagna - andhta popmenningarinnar. Ólíkt flestum kohegum sínum hefur Amar Herbertsson enn þor til að reyna nýjar leiðir í málverkinu og tjá sig án skhyrða; um- búðalaust. Arnar notar gjaman málmlit sem grunn mynda sinna og síðan er einna líkast því sem hann tattóveri myndflötinn með mynstri í svörtu; t.d. „Stig- ar Egósins" (nr. 11) og „Mannlaus mynd“ (nr. 12). Myndlist Ólafur Engilbertsson Honum hættir þó til aö ofhlaða myndir sínar með myndbrotum ólíkra ætta sem ganga ekki að sama skapi upp og í trúarlegu myndunum sem fyrr var get- ið. Þetta á þó einkum við um myndirnar frá síðasta ári. Arnari tekst einna best upp þegar hann brýtur myndflötinn upp á afgerandi hátt og vinnur þar ofan í hin dularfuhu tákn sín og áferðir, t.d. eins og í mynd nr. 10, „Landslag í garðinum". Listvæðing í miðbænum Það er vonandi að Arnar Herbertsson haldi upptekn- um hætti við sýningahald því myndir hans bera fijórri sköpunargáfu vitni og stíllinn er gerólíkur flestu því sem hér sést jafnan í sýningarsölum. Listmunahúsið má vel við hin nýju húsakynni una og hstvæðing Hafnarhússins myndar vissa tengingu á mhh sýning- arsala í miðbænum og því sjálfgefið að miöbærinn öðlast aukiö líf með þessum framkvæmdum. Salur Listmunahússins virðist auk þess kjörinn fyrir högg- myndasýningar því aðkoma er góð, hátt til lofts og vítt th veggja. Sölugaheríið virðist á hinn bóginn vera nokkuð útundan og opnunartími þess á reiki. Mætti bæta úr því. Sýningu Arnars Herbertssonar í List- munahúsinu lýkur nk. þriðjudag, 30. júní. System PRIMO ER RÉnA LAUSNIN ÞEGAR SPURT ER UM SÓLSTOFUR OG GLUGGA Smíðum eftir PRIMO kerfinu glœsilegar garðsfofur, svala yfirbyggingar, renniglugga og hurðir. Smfðað úr við- haldsfríum P.V.C. plastfrófíl sem er styrktur með óli eða galv. stóli að innan. Góð ein- angrun og fvöfaldar þétting- ar, henta mjög vel íslenskum aðstœðum. PRIMO gluggar eru við- haldsfríir og henta mjög vel fyrir íbúðarhús, verksmiðjur, verslanir og sérstaklega gripahús bœnda. Margar gerðir og ótal möguleikar. Smíðum elnnig milliveggl, Sendum myndalista hvert á þar sem krafist er hreinlœt- land sem er. PRIMO kerfið er traustur kostur þegar um er að rœða val á sólstofum, gluggum og hurðum. Margar gerðir. Is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.