Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 52
F R ETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
v
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
MalagaáSpáni:
íslendingur í
nauðgun og
hnífstungu
Fjallvegir
opnaðir
>eir sem ætla aö leggja land undir
fót um helgina geta gert ráö fyrir
greiöfærjum vegum aö óbreyttu
ástandi samkvæmt upplýsingum
vegaeftirlitsins. Þorskafjaröarheiöi
og vegurinn um Þverárfjall veröur
þó lokaður.
Búiö er að opna Kjöl og er hann
jeppafær. Opið er í Landmannalaug-
ar úr Sigöldu og í Eldgjá úr Skaftár-
tungu. Einnig er opið í Veiðivötn,
Jökulheima og á Amarvatnsheiði.
Allir vegir á Noröausturlandi eru
opnir.
Helgarveðrið verður fremur svalt
samkvæmt spá Veöurstofunnar þar
sem útlit er fyrir norölægar áttir á
öllu landinu. Á Norðurlandi veröur
hitinn 2 til 6 stig og skúrir en slyddu-
él til fjalla. Um sunnanvert landið
veröur léttskýjað að mestu, 9 til 12
stiga hiti að deginum en talsverður
næturkuldi. -IBS
Islenskur karlmaður um þrítugt
situr nú í fangelsi í borginni Malaga
á Spáni eftir að hafa verið kærður
fyrir nauðgun og hnifstungu. At-
burðurinn átti sér stað á fimmtudag
í síðustu viku, að sögn ræðismanns
íslands í Malaga.
Kærandinn er þýsk kona um sex-
tugt. Sú kona hefur verið búsett á
Spáni í um 20 ár. íslendingurinn hef-
ur hins vegar búið ytra um nokkurra
missera skeiö. Að sögn ræðismanns-
-< ins í Malaga var talið að íslendingur-
inn hefði nauðgað þýsku konunni og
stungið hana með hnífi. Konan hlaut
þó ekki alvarleg stungusár.
Eftir atburðinn handtók lögreglan
íslendinginn. Hann var þá færður
fyrir dómara sem tók ákvörðun um
að hann skyldi sitja í fangelsi þangað
til dæmt yrði í máli hans. Þar situr
maðurinn núna - um er að ræða
fangelsi í Malaga sem tekiö var í
notkun tiltölulega nýlega.
Ræðismaðurinn í Malaga sagöi í
__ samtali við DV í gær að miðað við
reynslu af málsmeðferð slíkra saka-
mála á Spáni gæti allt að eitt ár liðið
þangað til málið yrði fyrst tekið til
hefðbundinnar dómsmeðferðar.
Hann sagði jafnframt að íslendingur-
inn hefði fengiö lögmann én það
gagnaði lítið fyrr en málið yrði tekið
fyrir hjá dómstólum. Utanríkisráöu-
neytið hér heima hefur ekki fengið
rpáliðtiimeðferðar. -ÓTT
Mannréttindanefnd E vrópu:
Islenska ríkinu stefnt
aftur vegna mannréttinda
nuvegna
Mannréttindanefhd Evrópu hef-
ur ákveðið að höfða mál gegn ís-
lenska ríkinu fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu vegna skylduað-
ildar að bílstjórafélaginu Frama.
Þetta verður annað mannréttinda-
málið gegn íslenska ríkinu en hitt
er mál Þorgeirs Þorgeirssonar.
Mannréttindanefndin hefur ekki
gefið út að hún muxú höfða málið
en DV hefur eftir áreiöanlegum
heimildum að þetta sé niðurstaða
nefiidarinnar.
Kærandinn er Siguröur Sigur-
jónsson leigubílstjóri. Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað-
ur fer með málið fyrir hönd Sigurð-
Málið var kært til nefndarinnar
eftir að Alþingi setti lög um skyldu-
aðiid að stéttarfélögum. Þó mann-
réttindanefhdin hafi ekki formlega
tilkynnt um niðurstöður hefur
nefndin ákveðiö að höfða mál gegn
íslenska ríkinu þar sem mat nefhd-
arinnar er að skylduaðildin sé brot
á mannréttindum.
Sigurður var sviptur leyfi til
leigubílaaksturs þar sem hann
vildi ekki vera í Frama, félagi leigu-
bílstjóra. í árslok 1988 dæmdi
Hæstiréttur Sigurði í hag í deilum
hans við Frama. Þrátt fyrir að sam-
gönguráðuneytið hafi svipt Sigurö
leyfinu skorti ráðuneytiö laga-
heimild til að skylda hann í stéttar-
félag.
Samgönguráðuneytið fékk Al-
þingi til að samþykkja ný lög sum-
arið 1989 sem veittu ráðuneytinu
þessa lagaheimild. í eldri lögunum
var ekki ákvæði um skylduaðild
heldur var það byggt á reglugerö.
Sigurður sagöi sig úr félaginu og
taldi sér ekki skylt að vera í því og
byggði það aðallega á því að þaö
stæðist ekki stjómarskrá að neyða
hann til að vera í félagi sem hann
vildi ekki vera í. Ef þessi rök hans
stæðust ekki vildi hann að Alþingi
setti lög um skylduaðild.
Mat Hæstaréttar er að íslenska
stjómarskráin komi ekki í veg fyr-
ir að meö lögum sé hægt aö skylda
fólk tfi aöildar að íélögum. Hæsti-
réttur sagði hins vegar að vegna
stjórnarskrárákvæðisins um at-
vinnufrelsi yrði skyldan aö vera i
settum lögum frá Alþingi.
í framhaldi af þessum dónú, eða
sumarið 1989, vora slík lög sett Þá
varð Sigurði Jjóst að honum bar að
vera i Frama og þá var málið kært
til mannréttindanefhdarinnar sem
nú hefur ákveöið að höfða mál gegn
íslenska ríkinu fyrír Mannrétt-
indadómstólnum. Þess ber að geta
að þegar nefndin hefur ákveðið að
kæra mál tíl dómstólsins fer hún
með málið sem kærandi en ekki sá
sem kærir upphaflega.
Jón Steinar Gunnlaugsson segist
vita að nefndin hafi lokið við tnálið
um miðjan mai en hann hefur ekki
fengiö að vita um niöurstööurnar
og fær það ekki fyrr en málið kem-
ur fyrír dómstólinn. Sama sagði
Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms-
málaráöherra, en ráðuneytið hefur
ekki fengið formlega vitneskju um
niðurstöður mannréttindanefhdar-
rnnar.
-sme
i
Danir Evrópu-
meistarar
sigruðu Þjóðverja 1 úrslitum, 2-0, í gærkvöldi
í
Mikil gleði braust út í Danmörku í gærkvöldi í kjölfar sigurs danska knatt-
spyrnulandsliðsins i Evrópukeppninni. í Kaupmannahöfn dansaði fólk á
götum úti og á myndinni hefur danski fáninn verið málaður á andlit eins
borgarbúans. Símamynd Reuter
Daiúr urðu Evrópumeistarar í
knattspymu í fyrsta sinn þegar þeir
sigraðu Þjóðverja í úrslitaleik móts-
ins í Gautaborg í gærkvöldi með
tveimur mörkum gegn engu.
Framnústaða Dananna er í einu orði
sagt frábær. Liðið tók sæti Júgóslava
eftir að þeim var vikið úr kepprúnni
og höfðu Darúrnir aðeins tíu daga tfi
undirbúiúngs fyrir mótið. Flestir
leikmaima liðsins voru komnir í
sumarleyfi við Miðjarðarhaf þegar
kallið kom.
Dönum óx ásmegin með hveijum
leik í keppninni og ýttu úr vegi ekki
ómerkari þjóðum en Frökkum, Hol-
lendingum, Svíum og Þjóðverjum í
úrslitum í gærkvöldi. Það áttu fáir
von á því að Dönum tækist að bíta
frá sér en annað átti heldur betur
eftír að koma á daginn. Danir komu,
sáu og sigraðu.
John Jensen skoraði fyrra mark
Dana á 19. mínútu en Kim Vfifort
skoraði síðara markið á 79. mínútu.
Danir vörðust af krafti í síðari hálf-
leik og markvörður þeirra, Peter
Schmeichel, var starfi sínu vaxinn
og varði nokkrum sinnum stórkost-
lega. Danir léku af mikilli skynsemi
í þessum leik og áttu sigurinn fylli-
lega skilinn.
Fjóram risasjónvarpsskjám var
komið fyrir í miðborg Kaupmanna-
hafnar, meðal annars á Ráðhústorg-
inu, og safnaðist þvílikur mannfjöldi
saman að lögreglan í borginni man
ekki annað eins. Allt fór friðsamlega
fram, fólk faðmaðist og kysstist og
dansaði á götum úti. Borgir og bæir
hreinlega sprungu af gleði og stefndi
í mikla veislu fram eftir nóttu.
Danska þjóðin er stolt af sínum
knattspymumönnum.
Danir sönnuðu svo rækilega með
frammistöðu sinni að litlu þjóöimar
geta líka unnið sigra á stórmótum
og er árangur þeirra í Evrópukeppn-
inni hiklaust sigur fyrir knattspym-
unaíhefid. -.JKS
LOKI
Þetta var frekar Bauna-
súpa en markasúpa!
Veðrið á sunnudag
ogmánudag:
Léttskýjað
sunnanlands
Á sunnudag og mánudag
verður norðan- og norðvestan-
átt. Skúrir og slydduél verða til
heiða og íjalla á Vestfjörðum og
á Norðurlandi. í öðrum lands-
hlutum verður að mestu þurrt
og viða léttskýjað um landið
sunnanvert. Hití verður á bil-
inu tvö til sex stig norðantfi en
níu til fjórtán stíg þegar best
lætur syðra.
Mest selda pasta
á Ítalíu