Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
Myndbönd
tUilt KAKKIN
RI.AHE EDWAKDS'
SWITG*
JIMMY SMIIS
JsBKTD WILLIAMS
10RRAI.VÍ BRACCO
oMflMMW
SJLíi!*WriBIslBiraBl8íl*!II«M
Karlrembukona
SWITCH
Útgefandi: Sam-myndbönd.
Leikstjóri: Blake Edwards.
Aðalhiutverk: Ellen Barkin, Jimmy
Smits, Jobeth Williams og Lorraine
Bracco.
Bandarisk, 1991 -sýningartimi 103 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Blake Edwards hefur oft sýnt
frumleik í gerð gamanmynda sinna
og ekki bregst honum frumleikinn
í Switch sem fjallarum mikla karl-
rembu sem lætur lífið fyrir hendi
þriggja ástkvenna sem hún hafði
farið ilia með. En sagan af karl-
rembúnni er ekki búinn. Þegar
komið er að dyrum himnaríkis er
karlrembunni neitað um inngöngu,
hún látin fara til jarðarinnar aftur
til að finna eina kvenpersónu sem
þykir vænt um hana. Sá í neðra
vill hafa afskipti af málinu og lætur
karlrembuna fara í kvenmannslíki
til jarðarinnar...
Switch er að sumu leyti bráð-
fyndin. í öllum bestu og fyndnustu
atriðum myndarinnar er Ellen
Barkin sem leikur kvenkarlremb-
una mjög skemmtilega og er gaman
að fylgjast með henni í viðskiptum
við kvenfólkið. En eins og um sum-
ar gamanmynda Edwards vantar
herslumuninn til að hægt sé að
telja Switch vel heppnaða kvik-
mynd.
Þríhymingur
THE CROSSING
Utgefandi: Myndform.
Leikstjóri: George Ogilvie.
Aðalhlutverk: Russell Crowe, Robert
mammone og Danieile Spencer.
Áströlsk 1990 - sýningartimi 90 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Söguþráðurinn í The Crossing er
gamalkunnur, tveir karlmenn að
berjast um hylli sömu stúlkunnar.
Þessi ágæta ástralska kvikmynd er
látin gerast í smábæ á heitu sumri.
Kærastinn hafði farið til stórborg-
arinnar en snýr nú aftur til að fá
elskuna sína til að koma með sér
til borgarinnar þar sem framtíðin
býður þeirra langt frá fábreyttu lífi
smáþorpsins.
í millitíðinni hafði kærastan snú-
ið sér að besta vininum sem alls
ekki vill sjá á eftir stúlkunni. Svona
caga getur ekki endað nema á einn
veg þar sem einhver aðili málsins
verður að láta undan.
The Crossing lætur ekki mikið
yfir sér en er samt vel gerð að öllu
leyti og heldur manni við efnið
þótt líið í handritinu komi á óvart.
Tónlistin í myndinni er smekklega
valin að efninu.
Maður gegn manni
RirOCHET
Utgefandi: Bíómyndir.
Leikstjóri: Russell Mulcahy.
Aðalhlutverk: Denzel Washington, John
Lithgow, lce T. og Lindsay Wagner.
Bandarisk, 1991 - sýningartími 104 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Ricochet er ein af þeim myndum
sem byrja sérlega vel en gefur jafnt
og þétt eftir þegar fer að líða á
myndina og þegar upp er staðið er
ekki heil brú í endinum á mynd-
inni.
Denzel Washington leikur Nick
Styles, ungan og snjaUan lögfræði-
nema sem starfar sem lögreglu-
maður með náminu. Kvöld eitt þeg-
ar hann er á vakt verður hann vitni
að óvenju bíræfnu ráni og kemur
ræningjanum á snjallan hátt undir
lás og slá.
Áhugakvikmyndatökumaður
hefur tekið atburðinn upp og Styles
verður frægur á einni nóttu. Hann
lýkur námi, giftist unnustu sinni
og eignast tvö börn. í starfi sínu
hjá saksóknaraembættinu gengur
honum mjög vel og er brátt gerður
að saksóknara. Eftir marga sigra
hans í réttarsalnum er farið að tala
um hann sem næsta borgarstjóra.
Ræninginn og morðinginn Blake
(John Lithgow) sem varð til þess
að Styles varð frægur leggur hatur
á hann og þegar hann sleppur setur
hann dauða sinn á svið og byrjar
heldur betur að hrella Styles sem
er í miöjum kosningaslag.
1 (12) Thelma and Louise
2 (4) Switch
3
4
5 (5) Ricochet
6 ..
The Mariboro
7(8) Don’t Tell Mom
the!
8
9 (-) The Addams
10(9) Wedlock
11 (7) Doc Hollywood
13 (15) Catehfire
naDanaausi- f<m iinrin| Thnunhlc
anum þessa vikuna. A myndinni er fjölskyldan I öllu sínu veldi. Hjón- 1 'fflörwi 1 nwu9nö
in Morticia og Gomez sem sljórna fjölskyldunni eru leikin af Anjelica 15 (-) Tilíiebomb
Huston og Raul Julia.
Eftirleikur stríðsins í Víetnam
JACKNIFE
Útgelandi: Stelnar hf.
Lelkstjúrl: David Jones.
Aðalhlutverk: Robert de Nlro, Ed Harris
og Kathy Baker.
Bandarísk, 1989 - sýningartiml 98 min.
Bönnuð bömum innan 12 ára.
Nokkrar ágætar og raunsæjar
kvikmyndir hafa verið gerðar um
hermenn sem lifðu af Víetnam-
stríðið og hversu erfiðlega þeim
hefur gengið að aðlagast venjulegu
lífi eftir heimkomuna. Nægir þar
að nefna Coming Home, Deer Hunt-
er og Bom on the Fourth of July.
Jacknife er ein slík mynd og er
hún áhrifamikil og vel gerð drama
með þremur góðum leikurum. Jac-
knife er samt ekki eins fræg og hin-
ar þijár fyrmefndu kvikmyndir,
sem sést meðal annars á því að hún
komst aldrei i sali kvikmyndahúsa
hér á höfuðborgarsvæðinu þrátt
fyrir að í aðalhlutverki er enginn
. RobertDehBm
tnside,thewar
stiSrageson.
annar en Robert De Niro.
De Niro leikin- fyrrverandi her-
mann úr Víetnam-stríðinu sem hef-
ur náð góðum tökum á lífi sínu eft-
ir mikil og ströng andleg átök sem
meðal annars fólust í mikiu of-
beldi. Hann kemur til smábæjar til
að heimsækja stríðsfélaga sinn og
vin sem er illa farinn andlega og
gerir fátt annað en að vinna á dag-
inn sem vörubílstjóri og drekka sig
fullan á kvöldin. Systir hans sér
um heimili handa honum. Þrátt
fyrir að vinurinn og systirin sam-
einist í að reyna að hjálpa upp á
andlegt ástand hans virðist hann
aöeins versna og verður hann alveg
óður þegar hann sér að systirin
dregst ósjálfrátt að stríðsfélaga
hans og bjargvætti.
Handritið að Jacknife er vel skrif-
að og raunsætt. Það er samt fyrst
og fremst leikur þremenninganna,
Robert de Niro, Ed Harris (næstum
óþekkjanlegur) og Kathy Bates,
sem gerir Jacknife að góðri kvik-
mynd sem gleymist ekki auöveld-
lega. -HK
Vitnið semhvarf
CATCHFIRE
Leiksljóri: Dennis Hopper.
Aóalhlutverk: Dennis Hopper, Jodie
Foster, Fred Ward, John Turturro og
Dean Stockwell.
Bandarísk, 1991 -sýningartimi 95 min.
Bönnuó börnum innan 16 ára.
í Catchfire leikur Jodie Foster
unga myndhstarkonu, Anne Ben-
ton, sem verður vitni að því þegar
mafian myrðir mann einn á hrotta-
fenginn hátt. Hún getur lýst morð-
ingjanum fyrir lögreglunni sem
setur hana strax í stranga gæslu
en hún lýsti mafíuforingja sem þeir
höfðu lengi elst við. Mafían veit
einnig af henni og gerir tilraun til
að myrða hana en myrðir kærasta
hennar í staðinn. Benton lætur sig
því hverfa af sjónarsviðinu.
Á hælum hennar er bæði lögregl-
an og atvinnumorðingi sem mafían
hefur ráðið til að lífláta hana.
Leigumorðinginn, sem Dennis
Hopper leikur, hrífst aftur á móti
af fómarlambi sínu og þegar hann
loks nær til stúlkunnar býður hann
henni tvo kosti, annaðhvort aö láta
lífið eða fylgja honum það sem hún
á eftir ólifað...
Dennis Hopper bæði leikur og
leikstýrir Catchfire sem er misgóð,
mörg atriði vel gerð en önnur ekki
og í heildina er myndin brokkgeng
og ósannfærandi.
Þaö sem gerir Catchfire fyrst og
fremst fráhindrandi era aðalper-
sónumar tvær sem aldrei ná til
áhorfandans. Dennis Hopper er
langt frá að vera sannfærandi at-
vinnumorðingi og Jodie Foster veit
varla í hvom fótinn hún á að stíga.
í aukahlutverkum em margir
frægir leikarar, má þar nefna John
Turturro, Dean Stockwell, Joe
Pesci, Vincent Price og Fred Ward
og eklti sá ég betur en að Bob Dylan
brygði fyrir 1 hlutverki myndlistar-
manns. .jjg