Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. 49 Fréttir Verðlaunahafar í hjólreiðakeppninni á ísafirði. Ökuleikni 92 á ísafiröi: Hörðkeppniá mótorhjólum - hjón sigruðu í ökuleikni Brynjar M. Valdimars., DV, ökulefloii 92: Keppnin var nokkuð fjölbreyttari á Ísaílrði en annars staðar þar sem einnig fór fram keppni á mótorhjól- um, hjólreiðum yngri barna og í Vestfjarðariðli í keppni 12 ára bama um umferðarmál. í öku- leikni keppninnar sigruðu hjónin Heiðar Guðbr£mdsson með 144 refsistig og María Kristófersdóttir með 176 refsistig. Annar í karla- flokki varð Róbert H. Halldórsson með 148 refsistig ög Birkir Jóhann- esson varð þriðji með 172 refsistig. Önnur í kvennariðh varð Guðrún Sigríður Matthíasdóttir með 191 refsistig og Ingibjörg Matthíasdótt- ir fékk 246 refsistig í þriðja sæti. í keppni á mótorhjólum sigraði Sveinn Ö. Paulsen með 135 refsi- stig, annar varð Birkir Jóhannes- son með 140 refsistig og Guðmund- ur Matthíasson varð þriðji með 157 refsistig. Hjólreiðakeppninni var skipt í þrjá flokka, einn eldri og tvo yngri. Óskar Andrés Sigmundsson sigraöi í eldri flokknum með 59 refsistig, þá kom Daníel Sæmundsson með 63 refsistig og þriðji varð Jón Kristján Magnússon með 70 refsi- stig. í flokki 9 til 11 ára barna sigr- aði Birgir Sigurjónsson með 77 refsistig en Helga Kristín Guð- mundsdóttir varð önnur með 133 refsistig. í yngsta riðh, sem í voru 7 og 8 ára börn, sigraöi Björn Hall- dórsson með 84 refsistig, þá kom Sigurður Pétursson með 96 refsi- stig og einu stigi neöar með 97 refsi- stig var Tinna Hrund Hlynsdóttir. Til að auðvelda Vestfirðingum að taka þátt í umferðarkeppni 12 ára bama var ákveöið að fram skyldi fara keppni í Vestfjarðariðli um leið og ökuleiknikeppnin yrði á ísafirði. Spumingakeppnin fer þannig fram að seinni part vetrar er skólum sendar spurningar sem lagöar eru fyrir alla í árganginum. Að þvi loknu skal hver skóh í sam- ráði við lögreglu, eða þann sem sér um umferðarfræðslu á viðkomandi stað, velja keppendur til að taka þátt í undankeppni þar sem keppt er á hjólum og svaraö spumingum um umferð. Það vom aðeins tveir skólar sem sendu lið til keppninnar af þeim skólum sem starfandi eru á Vestfjörðum. Grannskóh Bolung- arvíkur og Grannskóli Suðureyrar sigruðu. Hvað veldur því að ekki er meiri þátttaka í þessari keppni er ekki gott að segja. Það er nauð- syniegt að athuga hvað veldur og hverju þurfi að breyta til að ná til allra um meiri og betri umferðar- fræðslu. Gefandi verðlauna í ökuleikni var Hafsteinn Vilhjálmsson um- boðsverslun. Ti3kymiingar Tónleikar Utiskákmót Í tengslum við 90 ára afmæh Sparisjóðs Hafnarfjarðar efnir Sparisjóðurinn til útiskákmóts á Thorsplani við Strandgötu í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. júU kl. 15. Mótið er opið öUum og nemur heUdar- verðlaunafé kr. 40.000. Tefldar verða 7. umferðir, 7 mínútna skákir. Mótinu verð- ur frestað tíl 30. júh ef ekki viðrar tíl skákiðkunar utanhúss þann 23. Græna spennan Nú er komin á markaðinn svoköUuð græn spenna sem heldur hökuböndunum á hjólahjálmum bama saman. Spennan er þannig gerð að þegar bam dettur og hjálmurinn festist í einhverju þá losnar spennan og bamið verður laust, áður héldu spennumar bömunum og oUu stundum banaslysum. Spennan er fyrir böm undir 7 ára aldri og er hún fáanleg hér á landi. Nánari uppl. gefur Herdís í síma 627000. Gestgjafinn 3. tbl 1992 er komið út. Meðal efnis í blað- inu er kynning á matreiðslumeistaranum Smára Valtý Sæbjömssyni, greinar mn lautartúr, sumarsalöt, glóðarsteikur og margt fleira. Ökumenn íbúöarhverf um! Gerum ávallt ráö fyrir börnunum yUJTEKUR Listasafn Sigurjón Á þriðjudagstónleikum 21. júU nk. kl. 20.30 koma fram tveir hljóðfæraleikarar frá Þýskalandi, þær ComeUa Thorspec- ken flautuleikari og Cordula Hacke píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna em verk eftir Eldin Burton, Franz Schubert, einleiksverk fyrir altflautu eftir Kazuo Fukushima og sónata fyrir flautu og píanó eftir Sergej Prokofév. Tónleikamir standa yfir í u.þ.b. eina klukkustund. Brúðkaup Þann 13. júní vora gefin saman í hjónaband í Víkurkirkju af séra Haraldi M. Kristjánssyni Anna Krist- ín Birgisdóttir og Ástþór Ingi Ólafs- son. Heimili þeirra er að Njálsgötu 79, Reykjavik.. Ljósm. Rut. __________________________Veiðivon Aldrei séð fleiri laxa í Laxá í Aðaldal - segir Ingvi Hrafn Jónsson „Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið góð og héma hjá mér eru komnir 222 laxar, æth öh Langá hafi ekki gefið 650-700 laxa,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson á bökkum Langár í gærkveldi en þá voru nokkir klukku- tímar síðan hann kom af bökkum Laxár í Aðaldal. „Við fengum 84 laxa hollið í Laxá og ég hef aldrei séð svona mikið af laxi í ánni. En það var gott veður og kannski of gott veiðiveður. Já, það var mikið af fiski, frá Stórafossi og niðureftir var áin blá af fiski. Næstu holl ættu að veiða vel þegar veðurf- arið breytist. Laxá í Áðaldal hefur þegar gefið 800 laxa,“ sagði Ingvi Hrafn ennfremur. Tölur úr Hofsá, Selá og Vesturdalsá í Vopnafirði „Það eru líflegar göngur í árnar í Vopnafirði núna og næstu vikur gætu orðið góðar," sagði Garðar H. Svavarsson á Vopnafirði í gærkveldi. „Hofsá hefur gefið 200 laxa og sá stærsti er 18 pund. Selá hefur gefið Garðar H. Svavarsson kann vel við sig á bökkum Vopnafjarðaránna og hefur landað þar mörgum vænum löxum. DV-mynd HG 144 laxa. Vesturdalsáin hefur gefið 50 laxa og það hefur komið mikið af fiski í ána síðustu daga. Fyrir viku kom fyrsti laxinn og síðan hefur veiðin verið meiri háttar. Þetta hafa verið 6 til 8 laxar á dag. Viö sáum helling af vænum löxum fyrir neðan neðri fossinn. Þetta voru 20-30 laxar og sumir vora stórir. Stærsti laxinn var 18 pund og veiddist á maðk, Hörður Harðarsson veiddi fiskinn. Þetta er miklu betra en á sama tíma í fyrra í Vesturdalsánni," sagði Garð- ar. Svartá hefur gefið 16 laxa „Við vorum að koma úr Svartá í Húnavatnssýslu og fengum 8 laxa en áður voru komnir 8 laxar svo að þetta eru 16 laxar, sá stærsti er 16 pund,“ sagði Bjami Þórðarsson en hann var að koma úr Svartá i Húnavatnssýslu með Guðbirni Ragnarssyni. „Maðkurinn hefur gefið 14 af þess- um 16 löxum. Mér fannst vera tölu- vert af fiski í ánni,“sagði Bjami. -G.Bender Guömundur Stefán Maríasson á heiöurinn af fyrsta flugulaxinum í Staðarhólsá í Dölum þetta sumarið. Þetta var 13 punda fiskur sem tók rauða Fransis. DV-mynd G.Bender Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum: Yf ir 80 laxar haf a veiðst á þessarí stundu „Þetta var meiri háttar barátta, laxinn tók rauða Fransis og viður- eignin stóð yfir í 15 mínútur," sagði Guðmundur Stefán Maríasson en hann á heiðurinn af fyrsta laxinum á flugu í Staðarhólsá í Dölum um helgina. Laxinn var 13 pund og fisk- inn veiddi Guðmundur í Rófugarðs- hylnum. Staðarhólsáín hefur gefið á milli 40 og 50 laxa en Hvolsáin 40 laxa. Maðkurinn hefur gefið flesta þessa laxa en flugan 10 fiska í báðum án- um. Lónið hefur nokkra laxa og þar era þeir til vænir, Tóbý hefur gefið þar best. „80 laxar á land er mjög gott og bleikjuveiðin er að byrja á fullu þessa dagana, hún er mætt og besti tíminn hjá okkur er eftir," sagði Rögnvaldur Guðmundsson á bökkum Hvolsár um helgina. Á land eru komnar 60-70 bleikjur og þær stærstu era 3 pund. Nokkrir vænir laxar sveima um hylji ánna og 19 punda fiski var land- að í Staðarhólsánni seinni partinn á laugardaginn. -G.Bender Allt í veiðiferðina Veiðileyfi í Þórisvatni og Kvíslárveitum LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.