Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Úttekt á tekjum presta:
Heydalapresturinn hæstur
enda í veraldlegu amstri
- Gunnar 1 Krossinum brauðfæðir sig með 77 þúsund krónum
Prestar geta vart talist auðugir
menn í jarðneskum skilningi en sem
kunnugt er tók Kjaradómur nýveriö
til baka áður ákvarðaða launahækk-
anir til þeirra. Gunnlaugur Stefáns-
son, prestur í Heydölum, sker sig þó
verulega úr með 597 þúsund krónur
í mánaöartekjur. Þess ber þó að geta
að hann býr á auðugri jörð og er
þingmaður fyrir Austurland. Vænt-
anlega uppsker hann því nokkum
auð fyrir sitt veraldlega amstur.
Samkvæmt úttekt DV á tekjum
nokkurra klerka og guðsmanna í
fyrra er Gunnlaugur langtekjuhæst-
ur þeirra allra. Næstir á eftir koma
Ólafur Skúlason biskup meö 285 þús-
imd á mánuði og Hjálmar Jónsson,
prestur á Sauðárkróki, með 252 þús-
und á mánuði. Aðrir klerkar, sem
úttektin tók tii, hafa mánaðartekjur
á bilinu 147 þúsund til 230 þúsund.
í þessu sambandi má benda á að
veraldlegur leiðtogi prestanna, Geir
Waage, formaður Prestafélags ís-
lands, hefur um 174 þúsund krónur
í mánaðartekjur. Til samanburðar
má geta þess að ýmsir forsvarsmenn
launþega, sem kröfðust þess að ný-
legri launahækkun presta yrði
hnekkt, eru með margfold presta-
laun í tekjur. Til dæmis hefur Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ, um
390 þúsund krónur í mánaðartekjur
og Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, um 468 þúsund.
Athygli vekur að verktakinn og
trúboðinn, Gunnar Þorsteinsson,
safnaöarstjóri í Krossinum, hefur
einungis um 77 þúsund krónur í
mánaðartekjur. Sem kunnugt er þá
er safnaðarfólki hans gert að greiða
tíund af sínum tekjum til safnaöar-
ins. Hlutm* Gunnars í hinum sameig-
inlega sjóði er því innan við 8 þúsund
krónur á mánuði.
Rétt er að taka fram að úttekt þessi
nær einungis til tekna en ekki launa.
Um er að ræða skattskyldar tekjur á
mánuöi eins og þær voru gefnar upp,
eða áætlaðar, og útsvar reiknast af.
Tekjumar miðast við 1991 og fram-
reikningur á þeim byggist á 3,8 pró-
senta hækkun framfærsluvísitölu
frá meðaltali 1991 til júlí 1992.
-kaa
Tekjur guðsmannanna
— framreiknaðar mánaðartekjur 1991 í þús. kr. miðað við verðlag í júlí 1992 —
Gunnar Þorsteinsson, Krossinum
Rögnvaldur Finnbs., Staðastað
Hjalti Guðmundsson, Dómkirkjunni
Vigfús Þ. Árnason, Grafarvogi
Þorbergur Kristjánnss., Digranessókn
Pálmi Matthíasson, Bústaðakirkju
Geir Waage, Reykhoiti
Ægir Fr. Sigurgeirsson, Kársnessókn
Pétur Þórarinsson, Laufási
Þórhallur Höskuldss., Akureyri
Ólafur O. Jónsson, Keflavík
Valgeir Ástráðsson, Seljakirkju
Karl Sigurbjörnsson, Hallgrímskirkju
Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum
Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki
Hr. Ólafur Skúlason biskup
Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum
147
174
,178
183
✓
92
197
184
183
194
220
241
^252
I97
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum er með 77 þúsund krónur í mánaðartekj-
ur. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann geti búið í þessu stórglæsilega
húsi í Hafnarfirði. DV-mynd BG
Útsvarskv. Tekjurá
álagn. '92 mánuði '91
íþús. kr. iþús. kr.
GunnlaugurStefánsson, presturí Heydölum 517 574
Ólafur Skúlason biskup 221 274
Hjálmar Jónsson, prestur á Sauðárkróki 218 243
Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllu.n I Kjós 196 221
Karl Sigurbjömsson, prestur í Hallgrímskirkju 187 232
Valgeir Ástráðsson, prestur í Seljakirkju 171 212
Ólafur Oddur Jónsson, prestur I Keflavik 168 187
Þórhallur Höskuldsson, prestur í Akureyrarkirkju 152 176
Pétur Þórarinsson, prestur í Laufási 153 177
Ægir Fr. Sigurgeirsson, prestur í Kársnesprestak. 152 189
Geír Waage, prestur í Reykholti 151 167
Pálmi Matthiasson, prestur í Bústaðakirkju 149 185
Þorbergur Kristjánsson, prestur 1 Digranesprestak. 139 173
Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogi 138 171
Hjalti Guömundsson, Dómkirkjuprestur 135 168
Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staðastað 127 141
Gunnar Þorsteinsson, Krossinum 60 74
HjaUaskóli 1 Kópavogi nýtir ónotað húsnæði fyrir daggæslu:
Athvarf utan skólatíma
- leik- og námsaðstaða fyrir nemendur frá 7.45-17.30 á daginn
í skúrum á skólalóð Hjallaskóla i Kópavogi er gæsla fyrir nemendur utan skólatíma þeirra. Margir skólar
hafa áhuga á að koma upp svipaðri starfsemi. • DV-mynd
„Meðal nemenda í skólanum
voru ansi mörg böm sem höfðu
ekkert fyrir stafni. Okkur langaði
til að gera eitthvað fyrir þau og
þegar tvær kennslustofur í lausum
skúrum á skólalóðinni losnuðu
tímabundið tókum við þær undir
starfsemi fyrir bömin utan skóla-
tíma þeirra."
Þetta segir Stella Guðmundsdótt-
ir, skólastjóri Hjallaskóla í Kópa-
vogi, en Brynjólfur Brynjólfsson
sálfræðingur hefur bent á að frí-
stundastarfsemin þar sé til fyrir-
myndar. í fyrirlestri, sem Brynjólf-
ur hélt á norrænu ráðstefnunni um
böm og bamavemd, sem haldin
var í vikunni, kom fram að tveir
þriðju hlutar níu ára bama em ein-
ir heima hluta úr degi og að börn-
um, sem era ein heima, gengur
verr í námi en öðrum. Þetta var
niðurstaða könnunar sem var gerð
meöal níu ára bama í tíu skólum
í Reykjavík.
Stella segir starfsemina, sem
kölluð er frístund, hafa verið í
gangi síðan haustið 1988. „í upp-
hafi var frístund opin öllum ár-
göngum en þar sem skólinn er að
stækka, nemendur em nú nær sex
hundmð, þurftum við að setja tak-
markiö við tólf ára aldur í fyrra.
Þrátt fyrir þrengsh hafa kennarar
aUs ekki viljað að frístund yrði lögð
niður því að hún er taiin mjög mik-
ilvæg.“
Frístund er frá 7.45 á morgnana
til 17.30 síðdegis og er þá miðað við
vinnutíma foreldra. Bömin hafa
aðstöðu bæði til leiks og náms. í
fyrra voru komur 6-7 ára barna að
meðaltali 27 árdegis og 16 að jafn-
aði eftir hádegi. Komur eldri nem-
enda voru ekki skráðar. í hádeginu
vom allt að 80 nemendur skráöir.
Hægt er að kaupa létta máltíð í
hádeginu, til dæmis brauð, kakó,
súpu og jógúrt.
„Börnin hafa ekki fast pláss í frí-
stund en foreldrar geta óskað eftir
því að þau taki þátt í henni. For-
eldrar geta líka beðiö um að þeir
verði látnir vita komi bömin ekki
og einnig að þau verði ekki send
heim fyrr en þau verða sótt,“ segir
Stella.
Foreldrar hafa greitt hundrað
krónur á dag fyrir hvert barn en
að öðru leyti stendur Kópavogsbær
undir kostnaðinum. Tveir til þrír
starfsmenn hafa séð um athvarfið.
Að sögn Stellu hafa margir skólar
sýnt áhuga á að taka upp svipaða
starfsemi. -IBS