Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Qupperneq 18
26 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992. íþróttir Nýjureglurnar takagildi Í15.umferd Samtök l. deildar félaga í knatt- spymu hafa í samráði viö KSÍ og dómara ákveðið að nýju knatt- spymureglumar, sem banna sendingar aftur á markmann, taki gUdi frá og með 15, umferð Samskipadeildar íslandsmótsins sem hefst 25. ágúsL Síöasti leikur- inn, sem gömlu reglumar verði í gildi, verður því úrslitaleikur mjólkurbikarkeppninnar sem fram fer 23. ágúst. Þetta er gert til þess að venja leikmenn og dómara við þessar reglur en þær hafa tekiö gildi erlendis og því verður leikið eftir þeim á Evrópu- mótumnn í haust. Drengirnir töpuðufyrir Englandi íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði ft-2 í gær fyrir því enska á Noröurlandamótinu sera fram fer í NoregL England skoraði úr skyndisókn á 11. mín. pg síöan ódýrt mark á 70. mín. íslendingar fengu tvö dauðafæri í fyrri hálfleik en höföu ekki heppnina með sér. Bestu menn íslenska liðsins voru Valur Gísla- son, Austra, Kjartan Antonsson, UBK, og Vilhjálmur Vilhjáims- son, KR. Láðið mætir Norðmönn- um í dag. Önnur úrslit í gær; Noregur-Færeyjar, 3-0, Dan- mörk-Austurríki, 4-0. -BL Strandblak á Akureyri Annar hluti íslandsmótsins í strandblaki fer fram á KA-vellin- um á Akureyri nú um helgina og hefst keppnin á morgun ki. 13.00. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki. Á morgun verða undanriðiar en úrslit veröa á sunnudag. Búist er viö góöu veðri og spennandi keppni nyrðra um helgina. Bikarkeppni unglinga íAðaldal Bikarkeppni 16 ára og yngri unglinga í ftjálsum íþróttum verður haldin á Geislavelii í Að- aldal um heigina og hefst keppnin kl. 13.00 í dag. 80 keppendur frá 7 félögum hafa skráð sig til keppni. Þjálfaranámskeið íkörfubolta KKÍ gengst fyrir tveimur þjálf- aranámskeiðum nú í ágúst. Grunnstigsnámskeið, sem ætlaö er þjálfururo barna og unglinga, verður haidið heigina 21.-23. ág- úst og A-stigs námskeið fyrir alla þjálfara, sem ekki hafa tekið A- stig, verður haldið helgina 28.-30. ágúst Leiðbeinendur á nám- skeiöunum verða Torfi Magnús- son landsliðsþjálfari, Steve Berg- mann, þjálfari West High Schooi í Iowa City, Svaii Björgvinsson, þjálíarl Vals, og Ingvar Jónsson, þjálfari Hauka. Þátttöku ber að tflkynna í síma 91-695949 eigi síö- ar en 14. ágúst. Undanúrslití mjðlkurbikamum í kvöld fara fram undanúrslita- leikimir í mjólkurbikarkeppn- inni S knattspymu. Fylkismenn taka á móti bikarmeisturum Vals á Fylkisvelii og KA-menn taka á móti Skagamönnum á Akur- eyrarvelii. Báðir leikimir hefjast kL 19.00. Þá verða tveir leikir í 2. deildinni i kvöld. Selfoss- Grindavík og ÍBK-ÍR kl. 19.00. -BL ________________________DV Draumaliðið burstaði Litháa Bandaríska draumaliðið í körfubolta var ekki í vandræðum með að sigra Litháen í undanúrslitunum í gær. Leikurinn var létt æfing fyrir úrslita- leikinn gegn Króatíu sem fram fer á morgun. Lokatölur urðu 127-76. Bandaríska liðið skoraði fyrstu 9 stigin í leiknum en gerði síðar 22 stig í röð pg var yfir 34-8 eftir 11 mínútna leik. í hálfleik var staðan 49-30. Arvidas Sabonis, risinn í liöi Lit- háa, 2,24 m á hæð, sem var stigahæst- ur á leikunum fyrir leikinn með 25,5 stig að meðaltali, átti í erfiöleikum í Föstudagur Ólympíuleikar í sjónvarpi Kl. 07.30 Undankeppni í frjálsum íþróttum, (spjótkast), beint. Kl. 08.55 Tennis, tviliðaleikur karla, beint. Kl. 11.55 Tennis, tvíliðaleikur kvenna, beint. Kl. 14.00 Helstu viðburðir dagsins. Kl. 15.00 Frjálsar iþróttir, úrslit, beint. Kl. 19.00 Helstu viðburðir dagsins. Kl. 23.40 Ólympíusyrpa, helstu við- burðir dagsins. SCREENSPORT Ólympiufréttir i 5 mínútur á heila tímanum. ***** EUROSPORT * ★ *** Kl. 11.30 Ólympíufréttir. Kl. 11.45 Tennis, beint. Kl. 14.00 Sundfimi, upptaka. Kl. 15.30 Eurosport fréttir 1. Kl. 16.00 Tennis, úrslit í kvenna- flokki. Kl. 18.00 Knattspyrna, Ástralia og Ghana I knattspyrnu leika um 3. sætið. Kl. 19.45 Úrslit í frjálsum íþróttum. Kl. 21.00 Ólympiuklúbburinn. Kl. 21.30 Eurosport fréttir 2. Kl. 22.00 Hnefaleikar, undanúrslit, upptaka. Kl. 00.00 Ólympiuklúbburinn ooooo ooooo IPYI Ólympíuleikar í sjónvarpi Kl. 09.55 Handknattleikur, úrslit kvenna, Noregur-S-Kórea, beint. Kl. 11.55 Tennis, einliðaleikur karla, úrslit, beint Kl. 13.00 Handknattleik- ur karla, leikið um bronsið, Island- Frakkland, beint. Kl. 14.55 Handknattleikur karla, úr- slitaleikur, Sviþjóð-Samveldið, Kl. 16.30 Frjálsar íþróttir, úrslit, spjótkast, úrslit kl. 17.00, beint. Kl. 20.40 Körfubolti, úrslit, Banda- ríkin—Króatía, (beint). Kl. 00.15 Ólympíusyrpa, SCREENSPORT Ólympíuúrslit í 5 mínútur á heila tím- anum. *** EUROSPORT *. * *** Kl. 10.45 Ólympíufréttir. Kl. 11.45 Tennis, einliðaleikur, karla, beint. Kl. 15.00 Handbolti, úrslit, Svíþjóð- Samveldið. Kl. 16.45 Frjálsar iþróttir, úrslit, beint. Kl. 18.00 Knattspyrna, úrslit, Pól- land-Spánn. Kl. 20.00 Körfubolti, úrslit, Banda- ríkin—Króatía. Kl. 21.30 Ólympíuklúbburinn. Kl. 22.00 Eurosportfréttir 2. Kl. 22.30 Hnefaleikar, svipmyndir úr 6 úrslitaviðureignum frá því fyrr um daginn. Kl. 00.00 Ólympíuklúbburinn. ooooo ooooo Ólympíuleikar í sjónvarpi Kl. 08.00 Knattspyrna karla, úrslit, Pólland-Spánn, upptaka. Kl. 10.00 Hnefaleikar, úrslit, beint. Kl. 11.00 Blak karla, úrslit, beint. Kl. 13.30 Hestaíþróttir. Kl. 15.00 Sundknattleikur, úrslit, beint. Kl. 16.20 Maraþonhlaup karla, beint. Kl. 19.30 Lokaathöfn leikanna, beint. Kl. 20.35 Lokaathöfn leikanna, upp- taka. SCREENSPORT Ólympluúrslit 15 mlnútur á heila tím- anum. *** EUROSPORT ***** Kl. 08.00 Hnefaleikar, úrslit, beint. Kl. 11.00 Blak karla, úrslit. Kl. 13.30 Nútímafimleikar, úrslit, upptaka. Kl. 14.30 Sundknattleikur, úrslit, beint. Kl. 16.00 Eurosportfréttir 1. Kl. 16.30 Frjálsar iþróttir, maraþon, beint. Kl. 19.00 Hestaíþróttir, hindrunar- stökk, úrslit. Kl. 20.00 Lokaathöfn leikanna, beint. Kl. 22.00 Ólympluklúbburinn. Kl. 22.30 Eurosport fréttir 2. Kl. 01.00 Ólympluklúbburinn. Kl. 01.30 Eurosport fréttir 2. Kl. 02.00 Dagskrárlok. ooooo □ ooooo leiknum og skoraði aðeins 11 stíg. Hann stóð sig hins vegar vel í vöm- inni og varði 4 skot, þar af tvö í röð frá bandaríska risanum David Rob- inson. „Hann fann sig greinilega ekki, hann varði nokkur skot en varð hissa þegar við héldum áfram að sækja að honum,“ sagði Michael Jordan eftír leikinn. Jordan var stigahæstur í bandaríska liðinu með 21 stíg og 6 stolna bolta og greiniiegt var að hann var búinn að jafna sig á magakveisunni. Stigin. Bandaríkin: Jordan 21, Mai- one 18, Barkley 13, Magic Johnson 14, Robinson 13, Bird 10, Ewing 10, Drexler 10, Mullin 10, Stockton 5, Pippen 2 og Leattner 1. Litháen, stígahæstir: Marciulionis 20, Kurt- inaitis 12, Sabonir 11, Karnisovas 10. Naumt hjá Króötum Króatía vann Samveldið naumlega í hinum undanúrslitaieiknum í gær, 75-74. í leikhiéi hafði Samveldið 10 stíga forystu, 30-40. Tony Kukoc tryggði Króötum sigurinn með 3ja stíga körfu. Drazan Petrovic var stíga- hæstur Króata með 28 stig, Dino Radja gerði 19 og Tony Kukuc 10. Alexandre Volkov gerði 20 stig Samveldismanna og Valery Tikhonenko 18. Kevin Young kemur fagnandi i markið eftir að hafa slegið heimsmet í 400 metra grindahlaupi i Barcelona i gær en Young hljóp á 46,79 sekúndum. Símamynd Reuter íslandsmótiö-2. deild: Góðir sigrar hjá BÍ og Þrótturum Boltafélag ísaíjarðar fékk þijú mikilvæg stíg í fallbaráttu 2. deild- arinnar í knattspyrnu þegar liðið sigraði Víði, 2-0, á ísafirði í gær- kvöldi. Svafar Ægisson skoraði fyr- ir ísfirðinga í fyrri hálfleik og Kristmann Kristmannsson bættí öðru markinu við 1 seinni hálfleik. Undir lok leiksins færðist harka í leikinn og Ari Þórðarson, dómari leiksins, rak tvo heimamenn af lei- kvelli á síðustu 15 mínútxmum. Þrátt fyrir mikla pressu Víðis- manna gegn 9 ísfirðingum tókst Garðsliðinu ekki að klóra í bakk- ann. Góður sigur hjá Þrótti Þróttarar unnu góðan sigur á Leiftri, 3-0, í gærkvöldi. Ingvar Ól- afsson skoraði fyrir'Þróttara í fyrri háifleik og Magnús Pálsson bætti öðru markinu við úr vítaspymu eftir hlé. Undir lokin innsigiaði Ing- var öruggan sigur Þróttar með sínu öðru marki í leiknum. -RR/GÞ Guðmundur til St. Johnstone - var keyptur fyrir 9 milljónir Guðmundur Torfason, fyrrum landsliðsmaöur í knattspyrnu, var í gær seldur frá St. Mirren til skoska úrvalsdeildarliðsins St. Johnstone fyrir 90 þúsund pund eöa 9 miiljónir ísl. króna. Guðmundur skrifaði und- ir þriggja ára samning við St. John- stone og verður aö öllum líkindum með liðinu í deildinni á laugardaginn kemur. Guðmundur hefur undanfarin 3 ár leikið með St. Mirren en liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor og tapaði stórt í fyrsta leiknum á laugardaginn var. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.