Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992. 5 - framreiknaðar mánaðartekjur 1991 í þús. kr. miðað við verðlag í júlí 1992 Gunnlaugur Þórðarson hrl. Ásgeir Þór Árnason hdl. Magnús Thoroddsen hrl. Óskar Magnússon hdl. Arnmundur Backman hrl. Sveinn Snorrason hrl. Jón Oddsson hrl. Atli Gíslason hrl. Svala Thorlacius hdl. Tryggvi Agnarsson hdl. Haraldur Blöndal hrl. Ásgeir Thoroddsen hrl. Gunnlaugur Claessen, ríkislögmaður Hreinn Loftsson hdl. Vilhjálmur Árnason hrl. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Helgi V. Jónsson hrl. EiríkurTómasson hrl. Örn Clausen hrl. Víðir Már Matthíasson hrl. Sigurmar K. Albertsson hrl. Ragnar Aðalsteinsson hrl. Baldur Guðlaugsson hrl. Guðjón Ármann Jónsson hdl. Úttekt á tekjum lögmanna: Þekkt nöf n með litlar tekjur - tekjuhæsti lögfræöingurinn með rúmar tvær milljónir á mánuði Útsvarskv. álagn. '92 í þús. kr. Tekjurá mán. '91 í þús.kr. Guðjón Ármann Jónsson hdl. 1.579 1.965 BaldurGuðlaugsson hrl. 930 1.156 Ragnar Aðalsteinsson hrl. 555 661 Örn Clausen hrl. 512 610 Sigurmar K. Albertsson hrl. 501 624 Viðar Már Matthíasson hrl. 498 620 EirikurTómasson hrl. 481 599 Helgi V. Jónsson hrl. 461 574 Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. 417 518 VilhjálmurÁrnason hrl. 404 503 Hreinn toftsson hdl. 404 503 Gunnlaugur Cleassen ríkislögmaður 343 427 ÁsgeirThoroddsen hrl. 328 408 Haraldur Blöndal hrl. 244 303 Tryggvi Agnarsson hdl. 188 233 Svala Thorlacius hdl. 185 230 Atii Gíslason hrl. 173 215 Jón Oddsson hrl. 161 192 Sveinn Snorrason hri. 137 164 Öskar Magnússon hdl. 126 151 Arnmundur Backman hrl. 124 154 Ásgeir Þór Árnason hdl. 121 150 Magnús Thoroddsen hrl. 121 151 Gunnlaugur Þórðarson hrl. 94 117 Tekjur lögmanna virðast spanna mjög víðfeðmt svið talna samkvæmt úttekt sem DV hefur gert á tekjum þeirra árið 1991. Lítið sem ekkert samræmi virðist milii þess hversu þekkt nöfnin eru og hversu miklar tekjumar eru. Úttektin náði til 24 starfandi lögmanna á höfuðborgar- svæðinu. Tekjuhæstur reyndist héraðs- dómslögmaðurinn Guðjón Ármann Jónsson með rúmar tvær milljónir á mánuði. Næstur á eftir honum er Baldur Guðlaugsson hrl. með rúma 1,2 milljónir á mánuði. í þriðja sæt- inu er Ragnar Aðalsteinsson, for- maður Lögmannafélags íslands, með 687 þúsund á mánuði og í því fjórða Örn Clausen hrl. með 633 þúsund. Tekjulaegstur reyndist hæstarétt- arlögmaðurinn Gunnlaugur Þórðar- son með 121 þúsund á mánuði. Aðrir sem verma neðstu sætin í úttektinni eru samstarfsmennimir Óskar Magnússon hdl. og Ásgeir Þór Áma- son hdl. með 156 þúsund á mánuði, Magnús Thoroddsen hrl., einnig með 156 þúsund og Ammundur Backman hrl. með 160 þúsund. Allt eru þetta nokkuð þekkt nöfn úr heimi lögfræð- innar og því athyglisvert hversu tekjulágir lögmennimir era í saman- burði við starfsfélaga þeirra. í þessu sambandi má geta þess að nýverið hafnaði Óskar Magnússon að taka við stöðu forstjóra OIÍS til að geta sinnt lögmannsstörfum. Hann mun þó áfram gegna starfi stjómarformanns OLÍS. Ef tekið er mið af tekjum þeirra Kristins Bjöms- sonar, forstjóra Skeljungs, og Geirs Magnússonr, forstjóra Olíufélagsins, virðist þessi ákvörðim vera Óskari dýrkeypt. Þannig em tekjur Geirs um 855 þúsund á mánuði og Kristins 895 þúsund krónur meðan tekjur Óskars em einungis 156 þúsund á mánuði. Rétt er að taka fram að úttekt þessi nær einungis til hluta starfandi lög- manna og er því ekki tæmandi. Út- tektin nær einungis til tekna en ekki launa. Um er að ræða skattskyldar tekjur á mánuði eins og þær vora gefnar upp til skatts, eða áætlaðar, og útsvar reiknast af. Tekjumar mið- ast við árið 1991 og framreikningur á þeim byggist á um 3,8 prósent hækkun framfærsluvísitölu frá með- altali 1991 til júh 1992. -kaa Lögreglunni i Reykjavík bars tilkynningí fyrrinóttum þijá gran sanilega menn við tollvörugeymsl una, Einn var á hækjum og hinir ■ >l tveir báru poka á milli sín. Við nánari athugun kom í ijós að hér voru á ferð þrír af útigangs- mönnum borgarinnar á leið heim 01 sín með kvöldmadnn. Heimili þeirra er tjald fjarri mannabústöð- um þar sem þeir geta stundað sína ; Fréttir Kennarar með réttindi fást ekki til starfa: Engin danska í fyrsta bekk MA - sjálfviljugir ráöa menn sig ekki, segir skólameistari Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri; Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Ákureyri, fylgir ákveðinn þeirri stefnu að ráða ekki kennara án kennslurétúnda að skól- anum eins og lög gera ráð fyrir og leiöir það til þess að engin dönsku- kennsla verður í 1. bekk skólans í vetur og kennsla í stærðfræði skerð- ist verulega. „Mig vantar kexmara í báðar þessar greinar og er orðinn úrkula vonar um að fá dönskukennara 01 skólans, enda em þeir ekki á hveiju strái. Þetta þýðir að kennslustundum fækkar um 25 á viku og öll dönsku- kennsla í 1. bekk verður felld niður. Varðandi stærðfræðina verður hægt að koma við hagræðingu en samt sem áður verður að fella niður stærð- fræðikennslu í vissum áfongum,“ segir Tryggvi. Hann segir að ástandið í kennara- málunum hafi verið að smáversna undanfarin 5-10 ár og hann óttast að það verði erfiðara í framdðinni að fá kennara með rétdndi til starfa. „Ég óttast það, nema að vel heppnuð plága í atvmnuhfinu þröngvi fólki til kennslu. Sjálfviljugir ráða menn sig ekki til kennslu lengur því kaupið er svo lágt. Byijunarlaun eftir 5 ára háskólanám eru 70 þúsund krónur og eftir 15 ár komast menn í 100 þús- und krónur. Menn einblína alltaf á það að kennarar hafi svo mikil fríö- indi og frí allt sumarið sem er vit- leysa. Kennarar vinna eins konar vaktaviimu 9 mánuði ársins og vinna þá 1800 stundir eða ársvinnu sína á þeim tíma.“ Tryggvi segir það eftirtektarvert að það séu yfirleitt einhleypir karl- menn eða konur sem ráðast til kennarastarfa nú enda hafi ekki aðr- ir efni á að stunda kennslustörf. „Konur, sem hafa fyrirvinnu, geta íeyft sér þennan munað og einhleyp- ir karlmenn sem gera htlar kröfur til lífsins og hafa fyrir engum að sjá. Þetta er nú ástandið hjá bóka- og menningarþjóðinni íslendingum. Hins vegar er mikið flutt inn af bíl- um,“ sagði Tryggvi. Um 6 tonn af ufsa höfnuðu utan vegar hjá gatnamótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar í gær. Fiskurinn fór af flutningabíl i eigu Fiskverkunar Þórs hf. i Hafnarfirði. Mestur hluti ufsans lenti á segli sem var breitt yfir farminn þannig aö verulegt tjón hlaust ekki af. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem fiskur rennur af flutningabílum á þessum stað. Við gatnamótin er akstur inn á Suðurlandsveg af Þrengslavegi mjög varasamur, sérstak- lega fyrir ökumenn fullhlaðinna flutningabíla. DV-mynd S „Skellir“ í Herjólfi veröa kannaðir: Beðið er eftir vondum veðrum Það er tómt rugl að Heijólfur sé í einhverri skoðun hjá Siglingamála- stofnun. Hins vegar urðu menn varir við einhveija skelli skömmu eftir að skipið kom til landsins en það er ekki vitað hvað það var,“ segir Magn- ús Jónasson, framkvæmdastjóri Heijólfs hf. í Vestmannaeyjum. Að sögn Magnúsar varð vart við þessa skelli þegar hinn nýi Herjólfur var að ljúka hringferð sinni um land- ið í lok júní. Þá lenti hann í vondu veðri og hjó þegar siglt var á móti öldunni. „Þetta er ekkert sem er fast í hendi og það hefur ekki orðið vart við neitt síðan. Það getur vel verið að eitthvað sé að en það hefur bara aldrei verið nógu vont veður til að prófa hvort svo sé. Vonandi er þetta ekkert en ef svo er þá kemur það ekki í ljós fyrr en veðrið fer að versna og menn geta keyrt skipið í vondum veðrum. Það er búið að vera blíðuveður núna þannig aö það hefur ekkert reynt á þetta,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar verður beðið eftir að veður versni með haustinu og þá skoðað hvort eitthvað sé að Heijólfi og ef svo reynist þá hvað það sé. „Ef eitthvað reynist vera að skip- inu, sem er raunar alveg óvíst, þá er það ekki í samræmi við módelpróf- unina sem gerð var á skipinu á sínum tíma í Danmörku. Ef eitthvað er að skipinu verða prófunaraðihnn og hönnuður skipsins sóttir til ábyrgð- ar,“ segir Magnús. -ból InnbrotíTónver Innbrot í verslunina Tónver í um. Ekki er vitað hver eða hverjir Garðastræti íReykjavík var tilkynnt vom þama að verki en RLR rannsak- til lögreglu í gærmorgun. Búið var ar innþrotið. aðstelahljóðfærumogfleiriraftækj- -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.