Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992. 49 |g$£gJjgK52 Tilkyimingar Niðjamót Afkomendur séra Guttorms Vigfussonar, prests í Stöð í Stöðvarfirði og eigin- kvenna hans, þeirra Máimfdðar Önnu Jónsdóttur Austmann og Friðriku þór- hildar Sigurðardóttur, halda niðjamót á Hallormsstað helgina 14.-16. ágúst nk. Mótið verður sett í Atlavik fóstudaginn 14. ágúst. Margt verður sér til gamans gert á mótinu, t.d. verður farið í Stöðvar- fjarðar og haldin helgistund 1 kirkjunni, haldið hóf í Valaskjálf o.fl. Þeir sem ekki hafa tilkynnt þátttöku sína eru vinsam- legast béðnir um að hafa samband við Ásdísi í s. 16603. Egil 694642, Guðrúnu 37023, Helgu 79185 eða Þorstein 681952. Sameinuðu þjóðirnar og friður Dr. Bemard Granotier mun halda erindi sem nefnist: Sameinuðu þjóðimar og friður, að Álfabakka 12, Rvik, laugardag- inn 15. ágúst kl. 20.30. Erindið og mn- ræðan verður flutt á ensku, en spuming- um á íslensku verður snúið yfir á ensku ef óskað er. Norræna húsið Fimmtudagskvöldið 13. ágúst kl. 20.30 veður opið hús, þá flytur Heimir Pálsson, cand. mag. fyrirlestur á sænsku og nefn- ir Isandsk kultur genom tidema og rekur hann þar sögu íslenskrar menningar í stórum dráttum. Að loknu kaffihléi verð- ur sýnd kvikmynd Osvalds Knudsens Surtur fer smrnan. Myndin er með norsku tali. Borgarskipulag Reykjavíkur Vegna útfarar Jóhönnu S. Guðlaugsdótt- ur yfirtækniteiknara verður skrifstofa Borgarskipulags Reykjavíkur lokuð eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 12. ágúst. Söngnámskeið Prófessor Svanhvít Egilsdóttir mun halda söngnámskeið í húsakynnum Tón- listarskólans í Reykjavík, Laugarvegi 178, dagana 17.-29. ágúst nk. Undirleikari verður Ólafúr Vignir Albertsson. Skrán- ing og ailar nánari uppl. hjá Steineyju í s. 610990 og í Hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar, s. 688611. Tapaðfundið Svört leðurhúfa Svört Chicago Bulls leðurhúfa tapaðist nýlega í Garðabæjarstrætó eða í kringum Háskólabíó. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 656244. Koparstangahaldari tapaðist við Dvergastein hjá Langavatni í Veiðivötnum 8. ágúst sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 814803. Safnaðarstarf Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Hjónaband Þann 4. júlí voru gefin saman í hjóna- band í Háteigskirkju af séra Tómasi Sveinssyni Elva Hrönn Guðbjarts- dóttir og Gísli Bragason. Heimili þeirra er aö Miklubraut 5. Ljósm. Kristín Þóra Tombóla Nýlega héldu þessir ungu krakkar tómbólu til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita f.h. Liney Rut, Halla, Bjarki, Sigrún, Inga Rós og Rebekka og söfunuðu þau alls kr. 1.800. HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA UMFERÐ FATLAÐRA' VIÐ EIGUM k SAMLEIÐ k ||XF IFERÐAR Veiðivon Fiskurinn tók maðkinn. Miðfjarðará: Veiddi 20 punda lax í Austurá Bonnie Colvin með fyrsta laxinn sinn úr Núpsá í gærmorgun. Hún veiddi hann á maðk. DV-myndir G.Bender „Þetta var meiriháttar gaman en veiðistaðurinn þama í Austurá er mjög erfiður. Laxinn var 20 pund og tók maðkinn, viðureignin stóð yfir í 20 mínútur,“ sagði Helmout Kreidler, en hann veiddi stærsta laxinn í Mið- firði í fyrrdag. Helmout veiddi laxinn í Brunkuskuðspolh í Austuránni og þar voru fleiri svona vænir laxar. Áður var kominn 18 punda lax úr ánum sá stærsti. „Ég hafði íyrir nokkrum árum veitt 18 punda lax í Hvannadalsá en þessi er sá stærsti, ennþá,“ sagði Helmout í lokin, hress með þennan væna feng. Holl sem hætti á hádegi í gær veiddi 73 laxa og eitthvað er af laxi að koma í ámar á hverju flóði en ekki mikið. Á þessari stundu eru komnir 888 lax- ar á land. En það voru fleiri en Helmout sem fengu efdrminnilega veiði, Bonnie Colvin veiddi sinn fyrsta lax. „Það var gaman að fá þennan fyrsta lax, hann tók maðkinn og veiddist í Núpsá, ég var ekki lengi aö landa fiskinum,“ sagöi Bonnie Colvin og bætti við „ég veiddi fiskinn í Bug í Núpsá og þetta verður örugg- lega ekki síöasti veiðitúrinn. Ég hef fengið delluna með þessum laxi,“ sagði Bonnie ennfremur. Nýja svæðið fyrir ofan Kambsfoss í Austurá í Miðfirði er farið að sanna sig og hafa veiðst þar á miili 40 og 50 laxar. Tveir vænir laxar fóm líka af hjá veiðimönnum þar í Valsfossi og þar rétt fyrir neðan hann. Þetta vom laxar kringum 20 pundin. Walt- er Lenz missti annan laxinn eftir mikla baráttu í Valsfossinum. -G.Bender Ótrúleg harka við Vesturá: Þreytti laxinn í 30 mínútur, sárkvalinn Hann Sigurður Staples frá Höfn í Homafiröi varð fyrir ótrúlegri lí- ffeynslu við Vesturá í Miðfirði í fyrr- dag. Hann var við veiðar í ánni á neðra svæðinu og hafði fengið einn lax. Hann er að veiða á milli veiði- staða 16 og 17 í Pokavaði og setur í lax. Þar sem hann er að þreyta lax- inn, stígur hann í gjótu og meiðir sig verulega illa. En þar sem Sigurður er hraustmenni sleppti hann ekki fiskinnm þó hann væri að farast í löppinni og fastur í gjótunni. Með hörkunni náði hann að þreyta fisk- inn á hálftíma og nánast skríða upp í bíl en hann var einn við veiðar þennan daginn. Hann var nokkuð lengi á leiðinni upp í bílinn því bratt er niður að ánni þama. Veiðifélagi hans kom skömmu seinna og keyrði hann niður í veiðihús. Læknir á Hvammstanga kom og náði í Sigurð sem var keyrður í hasti niður á Hvammstanga. Um kvöldið var hann kominn í gifs og með hækjur. Samt var hann að spá í að renna í Miðfjarð- arána í morgunsárið í gær en hætti við það. Hann veiðir líklega ekki ekki næstu vikumar. „Þetta var ekki þægilegur staður þama við Vesturá og efiir að ég meiddi mig varð ég að dauðþreyta laxinn. Ég vildi alls ekki missa fisk- inn,“ sagði Siguröur Staples í veiði- húsinu við Miðflarðará í gærdag. -G.Bender Sigurður Staples kominn á hækjurn- ar og með laxinn sem hann var hálftíma að dauðþreyta við Vesturá. DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.