Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 17
Grand Prix mót 1 frjálsum íþróttum í gær: Einar varð annar - kastaði 60 sentímetrum styttra en ólympíumeistarinn Stöð2með ítalskaboltann Stöð 2 verður í vetur með bein- ar útsendingar frá leikjum í ít- ölsku 1. deildinni í knattspymu og eins tvö undanfarin ár. Leik- irnir verða sýndir á sunnudögum og daginn eftir um klukkan 19 verða mörk vikunnar á dagskrá. Keppni í 1. deildinni á Ítalíu hefst 6. september. Að sögn Heimis Karlssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2, þá er ekki alveg víst að að leikir í 1. og 4. umferð deildar- innar verði sýndir í beinni út- sendingu vegna staðsetningu gervihnattar en aðrir leikir veröa örugglega í beinni. -GH Nielsen hættur ílandsliðinu Kent Nielsen, ein af hetjum Evrópumeistara Dana í knatt- spymu, hefur ákveðið að hætta að leika með landshðinu. Ástæð- an er sú að Nielsen vill eyöa meiri tíma með fjölskyldunni og þá litla drengnum Sebastian sem kom í heiminn nokkrum dögum eftir 2-0 sigur Dana í Þjóðverjum í úrslitaleik Evrópukeppninnar. -GH Gunnlaugurog Sigurðurunnu Opna íslandsmótið í kænusigl- ingum fór fram á Fossvogi um síðustu helgi. í opnum flokki sigr- uðu þeir Gunnlaugur Jónasson og Sigurður Jónsson frá Ými. í öðm sæti urðu Daníel Friðriks- son og Valdimar Karlsson, Ými, og í þriðja sæti hafnaði Guðjón Guðjónsson, Brokey. í flokki opt- imistkæna sigraði Snorri Valdi- marsson, Ými, Amar Hreinsson, Vogi, varð annar og Ath Magnús- son, Vogi, hafnaði í þriðja sæti. -GH OpnaSR-mótið áSkaganum Opna SR-mótið í golfi verður haldið laugardaginn 15. ágúst. Byrjað verður að ræsa út klukk- an 9. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum með og án for- gjafar. Sunnudaginn 16. ágúst verður síðan Lacoste-öldunga- mótið en rétt til þátttöku hafa karla eldri en 55 ára og konur eldri en 50 ára. Skráning í bæði mótin verða í golfskálanum fimmtudag og fóstudag frá kl. 16-22 í síma 9312711. Keppendum er bent á gistingu á Hótel Ósk. -RR Sólheimaleikar álaugardag Sólheimaleikamir verða haldn- ir á Sólheimum í Grímsnesi á lugardaginn kemur, 15. ágúst, og hefjast klukkan 13. Keppt verður í boccia og göngu þar sem kepp- endur velja um að ganga 5 km, 10 km eða Sólheimahring sem er 24 km. Verðlaun fá allir þeir sem taka þátt í leikunum. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar meðan á göngunni stendur en að henni lokinni verða grihaðar pylsur. Þátttökugjald er kr. 600. Sæta- ferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni klukkan 11.30 og til baka kl.21fráSólheimum. -RR Einar Vilhjálmsson náði mjög góðum árangri í spjótkasti á Grand Prix móti í Mónakó í gærkvöldi. Einar hafnaði í 2. sæti, kastaði 82,26 metra og kom næstur á eftir nýkrýndum ólympíumeistara, Tékkanum Jan Zelensny, sem kastaði spjótinu 82,88 metra. Það má segja að þessi árangur Einars hafi verið sárabót fyrir hann en á ólympíuleikunum náði hann ekki að komast í úrsht eftir að hafa kastað lengst 78,80 metra. Þetta kast Einars hefði dugað honum 1 5. sæti á ólympíuleikunum eða sama sæti og Sigurður Einarsson lenti í. Sigurð- ur keppti í gær en var ekki á meðal 8 fremstu maxma. Á þessu Grand Prix móti kepptu margir af bestu frjálsíþróttamönnum heimsins þar af 12 ólympíumeistara. Sergei Bubka, sem öhum á óvart féh úr keppni í stangarstökki á ólympíu- leikunum, sigraði örugglega í grein- inni í gær og Carl Lewis kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupinu eftir frá- bæran endasprett og Heike Drec- hsler sigraði í langstökki, stökk 20 sentímetrum lengra en í Barcelona þar sem hún varð ólympíumeistari. Helstu úrsht á mótinu urðu þannig: Spjótkast karla 1. Jan Zelezny, Tékkósl. 2. Einar Vilhjálmsson, ísl 3. Kimo Kinnunen, Fin 4. Vladimir Sasimovich, SSR 5. Pascal Lefevre, Frakkl 82,88 82,26 81,96 81,78 81,12 Stangarstökk 1. Sergei Bubka, SSR 5,90 2. Rodion GatuUn, SSR 5,80 3. Jean Galfione, SSR 5,80 3000 m hindrunarhlaup karla 1. Moses Kiptanui, Ken 2. Matthew Birir, Ken 3. PhiUp Barkutwo, Ken Hástökk karla 1. Javier Sotomayor, Kúbu... 2. Troy Kemp, Bahamas- ....8:12,98 ....8:13,99 ....8:14,27 2,31 2,31 3. Artur Partika, PóU 2^24 3. Patrick Sjöberg, Svíþj 2,24 100 m hlaup karla 1. Carl Lewis, Bandar 10,15 i gær og varð í 2. sæti á sterku (rjáls- íþróttamóti í Frakklandi. 2. Vitaly Savin, SSR........10,21 3. Dennis Mitcheh, Bandar...10,28 5000 m hlaup karla 1. Roger Chehmo, Ken.....13:10,46 2. Tony Martines, Frakkl.13:14,47 3. Arturo Barrios, Mex...13:21,40 1500 m hlaup karla 1. MorceU, Alsír..........3:32,75 2. WilUam Kemei, Ken......3:33,48 3. Wilfred Kiroshi, Ken...3:33,68 100 m grindarhlaup kvenna 1. MicheUe Freeman, Jam.....12,83 2. LavonnaMartin, Band......12,84 3. Linda Tolbert, Band......12,84 1500 m hlaup kvenna 1. Jelena Romanova, SSR....4:00,91 2. Tatyana Dorovskikh, SSR ....4:01,17 3. Ljubov Krenlova, SSR.....4:01,28 Langstökk kvenna 1. Heike Drechsler, Þýsk.....7,33 2. Inessa Kravtes, SSR.......7,17 3. Ludmila Ninova, Austurr...6,87 800 m hlaup karla 1. Andrea Benvenuti, ítal.1:43,92 2. Nixon Kiprotich, Ken...1:44,14 3. Nkazanypi, Burundi.....1:44,65 400 m hlaup kvenna 1. Olga Bryzgina, SSR.......49,63 2. Rochelle Stevens, Band...50,46 3. Sandie Richards, Jam.....50,67 110 m grindahlaup karla 1. CoUn Jackson, Bretl......13,12 2. Mark McCoy, Kan..........13,23 3. Tony Dees, Band..........13,24 400 me grindahlaup karla 1. Kevin Yong, Band........47,60 2. Wintrop Graham, Jam.....48,22 3. Samuel Matete, Zamb.....48,38 200 m hlaup kvenna 1. Irina Privalova, SSR....22,07 2. Merlene Ottey, Jam......22,08 3. Marie Prec, FYakkl......22,49 200 m hlaup karla 1. Frankie Fredricks, Nam..20,18 2. John Regis, Bretl.......20,28 3. Michael Bates....Band...20,29 400 m hlaup karla 1. Steve Lewis, Band.......44,62 2. Andrew Valom, Band......44,83 3. Ian Morris, Trin........45,26 -GH Carl Lewis kemur fystur i mark i 100 metra hlaupinu á Grand Prix mótinu í gær. Lewis tók frábæran endasprett og það tryggði honum sigurinn á 1Q,15 sekúndum. Símamynd Reuter SAMSKIPA- 0 deildin KR-völlur í kvöld kl. 19 KR- KA Skeljungurhf. EnkMrvöoB tyrtr ShMvtmá tslanOI Tölvupappír 11■ I FORMPRENT adidas Skeljungurhf. i E***™to6tynShel-v6ruíík*xí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.