Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992. 3 Fréttir Unglingar 1 ham á Eskifirði aðfaranótt sunnudagsins: Gengu berserksgang - brutu rúður og útiljós og þökulögðu bíl Unglingar á Eskifirði gengu ber- serksgang um síðustu helgi, brutu 11 rúður, þijú útiljós, sturtuðu úr blómapottum og þökulögðu bíl, svo dæmi séu tekin. Þrír unglingar frá Eskifirði á aldrinum 14 og 15 ára hafa viðurkennt hluta af skemmdar- verkunum. Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið og reiknar með að fleiri verði teknir. Skemmdarverkin áttu sér stað að- faranótt sunnudagsins. Alls voru 11 rúður brotnar í Grunnskólanum, úti- búi Bifreiðaskoðunar íslands og þurrkhúsi Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar. Þá voru þrjú útiljós brotin við verkstæði frystihússins. Blómapott- um víðs vegar um bæinn var snúið á hvolf og moldinni sturtað niður. Því næst lá leið skemmdarvarganna á tjaldstæði bæjarins þar sem einn bíll í eigu ferðafólks var þakinn með túnþökum. Nokkuð mikið tjón hlaust af þess- um skemmdarverkum. Bíll í eigu Akureyri: ÚAáum 2000tonn óveidd Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hafa aflað misvel að undan- fómu, sum skipin hafa komið með ágætan afla aö landi en önnur minna og er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið. Útgerðarfélagið hafði til ráðstöfun- ar 22.800 tonn og eru þá meðtalin kaup á kvóta til viðbótar við eigin kvóta. Einar Óskarsson hjá ÚA segir að um 2.000 tonn af þessu magni séu óveidd, en kvótaárinu lýkur sem kunnugt er um næstu mánaðamót. Hins vegar er heimilt að flytja um 20% yfir á næsta kvótaár þannig að þótt ekki takist að veiða þessi 2.000 tonn kemur það ekki að sök. Síðustu landanir hjá ÚA em þær að Kaldbakur kom í byijun vikunnar með nær fullfermi eða 255 tonn af þorski og karfa, Sléttbakur með 126 tonn af frosnum fiski og Hrímbakur með 113 tonn. Ólafsfjörður: Laxinn streymir í gildrurnar Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Nú eru komnir á sjöunda þúsund laxar í gildrumar hjá Laxósi hér í Ólafsfirði og era það miklu betri heimtur en á sama tíma í fyrra - aukning upp á 150%. Fyrstu laxamir komu í gildrumar í ósnum 20. júní sl. Njarðvík: Verðlaunamyndir Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: í verslunum í Njarðvík má nú sjá ýmsa skemmtilega hluti merkta 50 ára afmæh bæjarins. Þar má nefna derhúfur, svifdiska, boli og umhverf- isvæna innkaupapoka. Afmælisvik- an hefst 15. ágúst með margvíslegum uppákomum. Nemendur í grunnskóla Njarðvík- ur teiknuðu myndir sem prýða þessa hluti og voru þær valdar út eftir verðlaunasamkeppni skólans. starfsmanns Bifreiðaskoðunar var inni í útibúi fyrirtækisins þegar rúð- ur vom brotnar þar og skemmdist lakkið öðrum megin á bílnum. Ekki er talið að unglingamir hafi verið ölvaðir. Lögreglumaður á Eski- firði sagði í samtali við DV að skemmdarverk af þessu tagi hefðu ekki þekkst á staðnum í mörg ár. Lögreglan á staðnum var aðeins á bakvakt um síðustu helgi. „Núna eru imglingamir farnir að ganga á lagið því lögreglumaður er ekki á helgar- vakt héma nema aðra hveija helgi. Það fékkst ekki fjárveiting fyrir afleysingamanni hingað. Þetta er ófremdarástand og leiðinlegt að unglingamir hagi sér svona. Héma hefur félagsstarf meðal þeirra verið gott. Það vantar samt eitthvað," sagði lögreglumaðurinn á Eskifirði. Eins og áður sagði hafa þrír ungl- ingar viðurkennt að vera valdir að hluta skemmdarverkanna en neita algjörri aðild. Lögreglan á von á að fleiri unglingar verði teknir vegna þessa máls. -þjb (H) Metabo^V OTDITFffM Á CIIMADHFRAfir HANDVERKFÆRIA SUMARHIBODl BORVÉL 650W tveggja hraóa, stiglaus og med höggi og öryggiskúplingu BORVEL 550W stiglaus hradastilling <&íÍfí*!. ígSfl&f HJÓLSÖG 800W vinnuhestur. Geysilega öflug vél. SLIPI ROKKUR 115mm, 650W med öryggiskúplingu V HITABLASARI 2000W öflugur hitablásari SLIPI ROKKUR 180mm, 2000W med öryggiskúplingu HoJcllV IÐNAÐARMENN VITA AÐ GÆÐIN SKIPTA MALI ENDING - KRAFTUR - ORYGGI Útsölustadir: ívetusiu• btseemuitg veáLiu Reykjavík: B.B. byggingavörur, Metró, O. Eltingsen. Akranes: Málnlngarþjónustan Borgarnes: Kaupf. Borgflrðlnga Grundarfjörður: Versl. Hamrar ísafjöröur: Áral hf. Bolungarvik: Vélsmlðja Bolungarvfkur Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetnlnga Blönduós: Kaupf. Húnvetnlnga Sauðárkrókur: Kaupf. Skagflrðlnga Akureyrl: KEA, bygglngavörudelld Piglufjörður: Versl. Torgið Húsavik: Kaupf. Þlngeyinga Seyðisfjörður: Stálbúðin Egilsstaðir: Kaupf. Hóraðsbúa Reyðarfjöröur: Kaupf. Héraðsbúa EskHjörður: Versl. Nýjung Neskaupstaður: Kaupf. Fram Höfn: Kaupf. A-Skattfelllnga Vestmannaeyjar: Húsey Selfoss: S.G.-búðln Keftavik: Kaupf. Suðurnesja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.