Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 36
U1
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
- AuQlvslnaar ■■ Áskrih - Dr^fl^y: Simi S31? Ílff
EyjólfurKonráð:
Kollsteypu
fremur en
brotá
stjórnarskrá
„Mín afstaöa er sú aö ég vil fara
varlega og efnislega í EES-málið, til
dæmis hvemig samningurinn kemur
út fyrir atvinnuvegi okkar. En við
þurfum náttúrlega aö gæta þess vel
að við fórum ekki að fremja stjórnar-
skrárbrot, jafnvel þó það þýddi ein-
hverja efnahagslega kollsteypu,"
segir Eyjólfur Konráð Jónsson,
formaður utanríkismálanefhdar Al-
þingis, eftir fund nefndarinnar í gær.
Eyjólfur segist ekki ætla neinum
alþingismanni að vilja fremja stjóm-
arskrárbrot og því muni menn taka
sér tíma til að afgreiða EES-samning-
inn. Vafinn sé til staöar þó utanríkis-
málanefnd hafi ekki tekið formlega
á því hvemig skuli taka á honum.
-kaa
AlþingiogEES:
Stjómar-
andstaða á
fund Davíðs
imorgun
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992.
Í
í
LOKI
Á Össur nokkuð eftir —
nema gerastfrímúrari?
Utlit fyrir tíu
milljarða greiðslu-
halla á næsta ári
, Samkvæmt heimildum DV er
Þjóðhagsstofhun nú að Ijúka viö
gerð áætlunar um afkomu sjávar-
útvegsins á næsta ári. Bráða-
er sú að
greiðsluhaili atvinnugreinarinnar
verði 10 tii 11 milijarðar kr. 1993
fyrir utan kostnað vegna gánhþgn-
unar nýfiárfestingar.
Lausleg áætiun í júlí benti til 5
milljarða halla á botnfiskveiöum
og vinnslu á næsta ári, 9 til 10%
af tekjum. Heildarskuidir sjávarút-
vegsins munu nema 90 milljörðum
en viðskiptakröfur um 20 milljörð-
um. Nettóskuld er því talin 70 milij-
arðar. Áætlað er að nettóvaxta-
greiðslur sjávarútvegsins 1993
veröi 8 núiljaröar og aíborganir af
lánumlOtil 11 miHjarðar samtals
„Ég hef að vísu ekkí séð þessar
tölur. Viö höíhm veriö að kiifa á
því hve mikill þessi vandi væri.
Spurningin er hve lengi þetta geng-
ur, það er ljóst að þessar aðgerðir
með Hagræðingarsjóð leysa engan
vanda. Þetta er enn ein undirstrik-
unin um þaö að menn ríghalda hér
í gengi og því er handstýrt þótt allt
annað sé frjálst og sjávaiútvegin-
um skömmtuð starfsskilyrði,"
sagði Kristján Ragnarsson, for-
maðurLÍÚ. -Ari
Fulltrúar stjómarandstöðunnar
gengu á fund Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra og Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra í
Stjómarráðinu í morgun. Annars
vegar krefjast þeir þess að fyrirheit
verði gefin um að stjómarskráin
verði breytt svo hún verði ekki brot-
in með EES-samningi. Hins vegar
vilja þeir ræða þinglega meöferð
málsins í ijósi þess hversu undirbún-
ingur er stutt á veg kominn. Bréf
þessa efnis hefur þegar verið sent
stjómarliðum.
„Vafinn er óiundeilanlega til stað-
ar. Fjórmenningar utanríkisráð-
herra hafa ekki eytt honum. Það
gengur ekki að þingið fari að nauðga
stjómarskránni," sagði Ólafur Ragn-
ar Grímsson fyrir fundinn í Stjómar-
ráöinu.
Að sögn Ólafs Ragnars era engar
forsendur fyrir-því að taka EES-
samninginn til fyrstu umræðu á Al-
þingi í næstu viku. Enn hafi um þrjá-
tíu fylgifrumvörp samningsins ekki
komið fram né ýmsir viðaukar við
hann. Þá lægi heldur ekki fyrir sjáv-
arútvegssamningur við EB eins og
ríkisstjómin hefði lofaði í vor.
-kaa
Hér óskar Ámý E. Sveinbjörnsdóttir, kona Össurar Skarphéðinssonar, honum til hamingju meö fyrsta laxinn.
DV-mynd G.Bender
Veöriðámorgun:
Skýjað
sunnanlands
ogvestan
Á hádegi á morgun verður hæg
suðlæg átt framan af degi, bjart
veður að mestu norðanlands og
austan en skýjað sunnanlands og
vestan. Heldur vaxandi suöaust-
anátt þegar liður á daginn,
þykknar upp og fer líklega að
rigna undir kvöld suðvestan-
lands. Hiti víða á bilinu 10-16 stig.
Veðrið í dag er á bls. 52
Búvörusamningurinn:
Viðræðunum
haldið áfram
I
i
„Það slitnaði ekki upp úr viðræð-
um og við ætlum okkur að halda
áfram að nálgast lausn. Ég hef ekki
ástæðu til aö ætla annað en að þetta
klárist," sagði Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsambands bænda,
eftir samningafund bænda og ríkis í
gær vegna frágangs á nýjum búvöm-
samningi við mjólkurbændur. Næsti
fundur verður á fostudaginn.
Á fundinum í gær var fyrst og
fremst deilt um þá ætlan ríkisstjóm-
arinnar að fella niður endurgreiðslu
af hiuta þess virðisaukaskatts sem
lagður er á nautakjöt, svínakjöt,
kjúklinga og hrossakjöt. Fulltrúar
ríkis hafa alfarið hafnað því aö þetta
verði tekið inn í búvörusamning og
virðist um það samkomulag meðal
stjómarliða. Horft er til þess aö
skatttekjur ríkissjóðs muni aukast
um allt að 500 milljónir.
Að sögn Hauks er þess nú beðið að
ríkisvaldið og landbúnaðarráðherra
geri upp hug sinn í þessu deilumáli.
Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig
um framgöngu Halldórs Blöndal í
samningsgerðinni. í samtali við DV
vildi Halldór ekkert tjá sig um af-
stöðu sína til þeirra deilna sem
komnar væru upp í samninganefnd-
inni. -kaa
&
I
:
I
i
Þjófnaður á Húsavík:
Sirkusmenn
enn á ferð
Tveir pólskir verkamenn hjá Sirk-
us Arena vom handteknir á Húsavík
í gær fyrir búðahnupl. Þegar lögregl-
an tók þá vom þeir búnir að stela
fatnaði og hljómflutningstækjum úr
nokkrum verslunum í bænum. Þetta ■
er í þriðja sinn sem sirkusfólk frá
Sirkus Arena er tekið fyrir búöa-
hnupl. Áður hefur það verið tekið í
Reykjavík og á Selfossi. Pólverjarnir
gistufangageymslurínótt. -bjb
Össur veiddi
fyrsta laxinn
Þrátt fyrir aö vera doktor í fisk-
eldi, hefur Össur Skarphéðinsson
alþingismaður ekki veitt lax fyrr
núna fyrir fáum dögiun. Laxinn
veiddi Össur í Víkurá í Hrútafirði og
tók fiskurinn maðk, hann var 6 pund.
„Þetta var stutt en snörp viðureign,
en feiknalega skemmtfieg," sagði
Össur í samtali við DV nokknun
mínútum eftir löndun fisksins.
-G.Bender
i
t
I
t
t
t
t
t
t
i
i
t
t
^ bo
júklinga-
borgarar
Kentucky
Fried
Chicken
t
t
t