Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992. Menning__________________________________________________________________________ Þriðja bókmenntahátíðin 1 Reykjavík 1 september: Fjöldi þekktra erlendra skálda gestir á hátíðinni Þriðja bókmenntahátíðin í Reykja- vík verður haldin í Norræna húsinu og víðar í borginni dagana 13.-19. september. Til hátíðarinnar er boðiö nær tuttugu norrænum skáldum og rithöfúndum og auk þess nokkrum frá öðrum heimshlutum. Fyrsta hátíðin var haldin 1985 og nefndist hún Norræn ljóðlistarhátíð og tveimur árum síðar var haldin norræn bókmenntahátíð, báðar í samvinnu við Norræna húsið, þáver- andi forstjóra þess, Knut 0degárd, íslenska rithöfunda og útgefanda og með stuðningi fjölmargra aðila. Báð- ar þessar hátíðir voru vel sóttar. Thor Vilhjálmsson, sem sæti hefur átt í undirbúningsnefnd frá upphafi, segir um aðsóknina á fyrri hátíðir að erlendir gestir hafi undrast þá miklu aðsókn á bókmenntakvöldin og sögðu sænskir gestir til dæmis að ef slík bókmenntaráðstefna hefði veriö haldin í Svíþjóð hefði ekki ver- ið hægt að fylla sal eitt kvöld. Aðrir höfðu haft á orði að það kæmi ekki á óvart að hægt væri að fylla sal eitt kvöld þar sem stór hluti gesta væri boðsgestir en undruðust mikið þegar i hægt var að fylla salina annað og þriðja kvöldið. Meginviðfangsefni eða þemu hátíð- arinnar að þessu sinni eru fjögur: barnabókmenntir, frásagnarhstin, eðh hennar og hlutverk, módernism- inn og norrænar bókmenntir og umheimurinn. í dagskránni skiptast á umræður um þessi efni, fyrirlestr- ar einstakra höfunda og bókmennta- kynningar þar sem gestir hátíðar- innar segja frá sér og verkum sínum ^og lesa upp. Þessar kynningar urðu sérlega vinsælar á tveimur fyrri há- tíðum. Frægir rithöfundar Eins og á síðustu bókmennthátíð- um verða frægir rithöfundar gestir og munu þeir halda fyrsirlestra og lesið verður úr verkum þeirra. Einar Kárason, sem hefur eins og Thor ávaht verið í undirbúningsnefnd, segir að ein ástæðan fyrir því hvað hátíðin síðast gekk vel, hafi verið Halli í Hafnarborg: Einn af fimmtíu nemendum í skóla Yehudi Menuhins the Year sem BBC sjónvarpið heldur annað hvert ár en þetta var í fyrsta skipti sem keppt var til verðlauna fyrir tónsmíðar meðal ungra breskra tónhstarmanna. Ásamt Halla kemur fram á tónleik- unum píanóleikarinn James Lisney sem er á hraðri uppleið og er einn af bestu yngri píanóleikurum Bret- lands. Hann hélt sína fyrstu einleiks- tónleika í Wigmore Hah 1986 og luku þá gagnrýnendur Times og Guardian miklu lofsorði á leik hans. 1988 var James vahnn ungi einleikari ársins af dómnefnd sem skipuð var heims- þekktum hstamönnum og hefur síð- an oft komi fram sem einleikari í Royal Festival Hah og Barbican með þekktum hljómnsveitum, þar á með- al -\ Kommglegu fílharmóníunni. Hann hefur ennfremur haldið tón- leika í Bandaríkjunum, Frakklandi, ítahu, Þýskalandi, Rúmeníu og Pól- landi. Svo skemmthega vhl th að fyrsti fiölukennari Haha, Sahy Lindsey, er eiginkona James og James er píanó- kennari Gunnars Atla, yngri bróður Haha. Halh Cauthery er 16 ára fiðluleik- ari sem mun halda, ásamt breska píanóleikaranum James Lisney, tón- leika í Hafnarborg í Hafnarfirði ann- að kvöld en Halli, sem er búsettur í Bretlandi, er bamabam Áma Björnssonar tónskálds. Hahi stundar nám í skóla sem fiðluleikarinn heimsfrægi, Yehudi Menuhin, stofnaði 1963 í Brefiandi og gerði hann það eftir að hafa kynnst Centralskólanum í Moskvu, en það er skóh sem sinnir hæfileika- ríkum ungmennum á borð við undrabömin rússnesku sem hér komu og sphuðu á nýafstaðinni hsta- hátíð. í skóla Menuhins era aðeins 50 nemendur, ahs staðar úr heiminum en þar er þeim gert kleift aö stxmda skólanám og tónhstamám jafnhhða og njóta leiðsagnar færastu tónhst- arkennara sem völ er á í Bretlandi. Halh sfimdar einnig nám í tónsmíð- um og hefur fuhan hug á að leggja þær fyrir sig í framtíðinni og myndi hann þá feta í fótspor afa síns. í vor komst Halli í lokaúrsht í BBC Young Composer of the Year sem er hður í keppninni Young Musican of Halli Guthery, 16 ára fiöluleikari sem heldur tónlelka annað kvöld. DV-mynd: GVA. Peter Esterházy er ungverskur rit- höfundur sem vakið hefur mikla at- hygli á undanförnum árum. Flestir rithöfundanna koma frá Norð- urlöndunum. Meðal þeirra er Gun- illa Bergström frá Sviþjóð. Pascal Quignard er þekktur franskur rithöfundur og mun í haust koma út eftir hann á íslensku bókin Allir himins morgnar. vegna þess hversu þekktir gestirnir vora en þá hafi sumir rithöfundarn- ir, sem komu, lifað á fornri frægð. Nú hafi verið lögð áhersla á að þeir rithöfundar, sem heimsækja okkur, séu ekki aðeins þekktir heldur einnig á hátindi ferils síns eða í framfór. Frá Norðurlöndunum koma flestir rithöfundanna og eru þar á meðal Anne-Cath. Vestly, Roy Jacobsen, Jon Fosse og Erik Fosnes Hansen, ungir norskir rithöfundar í sókn, og má geta þess að frægasta saga Erik Fosnes Hansen, sem íjallar um Tit- anicslysið, kemur út í haust í ís- lenskri þýöingu og mun heita Sálmur aö leiðarlokum. Sven Otto S., Kirsten Thorup og Klaus Rifbjerg eru fulltrúar Dan- merkur og sjálfsagt kannast flestir við Klaus Rifbjerg en verk hans hafa verið þýdd á íslensku og kennd í skól- um. Frá Svíþjóð koma Gunilla Bergs- tröm, Katarina Frostenson og Torgny Lindgren, Finnlandi, Rosa Liksom, Antti Tuuri og Olli Jalonen. Antti Turi hefur mikið verið þýddur á íslandi og kemur ein bóka hans út í haust og mun heita Nýja Jerúsalem. Frá Færeyjum kemur upprennandi rithöfundur Carl Jóhan Jensen. Væntanlegir era fleiri rithöfundar. Má þar nefna Hans Anton Lynge frá Grænlandi og Tove Jansson frá Finnlandi. Ýmsir hinna norrænu rit- höfunda munu fara í heimsóknir út á land á vegum Norrænu félaganna. Það er litríkur og spennandi hópur rithöfunda utan Norðurlandanna sem verða gestir okkar á bókmennta- hátíðinni og má þar nefna franska rithöfundinn Pascal Quignard en eft- ir hann mun koma út á íslensku í haust sagan Aliir heimsins morgnar, Magnus Enzenberger frá Þýskalandi, Peter Esterházy frá Ungverialandi, Christoph Ransmeyr frá Austurríki og Evgení Vasiljevts Kutusov frá Rússlandi. Tveir enskumælandi rithöfundar koma og ber þar fyrst að telja Martin Amis en fáir rithöfundar hafa slegiö jafn rækilega í gegn á undanfórnum áram og er nú svo komið að hætt er að ræða um hann sem son Kingsleys Amis, það er frekar að þegar rætt er um Kingsley Amis að það sé sagt honum til hróss að hann sé faðir Martins Amis. Eflaus verða margir til að fagna heimsókn Amis til lands- ins. Hinn enskumælandi rithöfund- urinn er bandaríska ljóðskáldið John Balaban sem er af Víetnamkynslóð- inni og er stríðið honum ofarlega í huga í mörgum ljóðum. Margir hafa lagt hönd á plóg til að gera þessa veglegu bókmenntahátíð að veruleika. Aður hafa verið nefnd- ir Thor Vilhjálmsson og Einar Kára- son. Aðrir í undirbúningsnefnd eru Friðrik Rafnsson, Árni Sigurjónsson, Ömólfur Thorsson, Halldór Guð- mundsson og Sigurður Valgeirsson. Starfsmaður hátíðarinnar er Heimir Pálsson. Mikilvægur fjárstuðningur hefur fengist úr ýmsum áttum og munar þar mest um styrki frá Norr- æna menningarsjóðnum, mennta- málaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Þess má geta að þaö mun ekkert kosta inn á bókmenntakynningarn- ar. -HK DV KórÖldu- túnsskóla í Skotlandi KórOldutúnsskóIaernúíSkot- íandi þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri listahátið, Aberdeen Intemational Youth Festival. Þar eru stödd um 800 ungmermi hvað- anæva úr heiminum til að syngja, spila og dansa í nokkra daga. Kórinn mun halda sjálfstæöa tón- leika en kemur einnig fram með öðrum, meðalannars í uppfærslu hátíðarkórs staðarins og hljóm- sveitar áMessu i C-dúr eftir Beet- hoven. Á efhísskrá kórsins er fjöldi laga, allt frá 16. öld til okkar daga, en aöaláhersla er lögö á kynningu íslenskrar tónlistar. Stjórnandi kórsins er Egill Fríð- leifsson. 75þúsund manns 75.000 manns sóttu hin ýmsu atriði Listahátíðarinnar. Að sögn forráðamanna stóðust allar áætl- anir, bæði framkvæmdalegar og fíárhagslegar. Uppselt var á 18 atriði og aukatónleikar voru haldnir. A tónleika og leiksýning- ar, sem vora eingöngu á vegum Listahátíðarinnar, var sætanýt- ing í heild 70%. Ljóst er að hátið- in vakfi athygli eriendis. Þó nokkrar fyrirspumir um hana komu erlendis frá og bæði blaða- menn og hópar áhorfenda komu gagngert til Islands til að fylgjast með. Á fulltrúaráðsfundi voru Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari, Kristján Steingrímur Jónsson, formaður SÍM, og Sigur- jón B. Sigurösson skáld kosin í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1994. Formaður framkvæmda- stjórnar er Valgarður Egilsson. Dyraðopnast ffyrir íslenskar kvikmyndir Fyrir stuttu var gengið frá sam- komulagi milli Kvikmyndasjóðs íslands og skrifstofu Eureka audiovisuel um aðild íslands að MEDIA áæthin Evrópubanda- lagsins og hafði menntamála- ráðuneytið forgöngu um málið. Með þessum samningi opnast íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum dyr að evrópska kvik- myndageröarmarkaðinum en samkomulagið felur í sér aðild að sex verkefnum áætlunarinn- ar. Aöildin mun taka gildi 1. sept- ember. Ljóðmóður ogsonar Trómet og Fíól heitir ný Ijóða- bók. Höfundar eru Tryggvi V. Líndal og móöir hans, Amalía Líndal. Tryggvi hefur áður sent frá sér ljóðabókina Næturviirð- inn. Auk þess hefur fíöldi Ijóða og greina eftir hann birst i blöð- um og tímaritum. Amalía móðir hans var bandarísk aö uppruna en bjó á íslandi 1949-1972 en eftir þaö í Kanada. Hún lést 1989. Eftir ■ hana liggja meðal annars skáld- sögur ogljóð í handritum. Einnig kom út eftir hana bókin Ripples of Iceland og hún ritstýröi tíma- ritinu 65° sem kom út á árunum 1967-1970. Lfíóö hennar í Trómet og Fíól eru á ensku en ljóð Tryggva á íslensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.