Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 30
50 mÍðVIKUDÁGUR!12. ÁGÚST 1992. Afmæli Þorsteinn Gylfason Þorsteinn Gylfason, heimspekipró- fessor viö HI, Mímisvegi 2, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1961, lauk BA Hon- ours-prófi í heimspeki við Harvard University 1965, stundaöi nám í heimspeki við Háskólann í Miinchen 1967 og framhaldsnám og rannsóknir í heimspeki viö Magda- len College í Oxford 1965-71. Þorsteinn var stundakennari viö MH1968-69, við MA vorið 1976 og viö MR frá 1977. Hann hefur kennt heimspeki við HÍ frá 1971, var skip- aður lektor 1973, dósent 1983 og er prófessor við HÍ frá 1989. Þá er hann ritstjóri Lærdómsrita Bókmennta- félagsinsfrál970. Þorsteinn var formaður tónleika- nefndar HÍ1974-76, gjaldkeri og síð- ar meðstjómandi 1 stjóm PEN á ís- landi frá 1975, ritari Skipulags- nefndar HÍ1979-81, ritari í stjóm islensku óperunnar frá 1980 og for- stöðumaður Heimspekistofnunar HÍ1982-91. Meðal ritverka Þorsteins era: Til- raun um manninn, 1970; Þrætubók- arkom, 1981 (ásamt Peter Geach); Valdsorðaskak, 1981; Rauður fyrir- lestur, 1981; Orðasmíð, 1991, auk fjölda ritgerða í innlend og erlend blöð og tímarit. Birst hafa eftir hann ]jóð og ljóðaþýðingar í blöðum og tímaritum. Þá hefur hann þýtt End- urtekninguna, eftir Sören Kierke- gárd, 1966; Frelsið, eftir John Stuart Mill, 1970 (ásamt Jóni Hnefli Aðal- steinssyni); Síðustu daga Sókrates- ar, eftir Platón, 1973 (ásamt Sigurði Nordal), og Hugleiðingar um frum- speki, eftir René Descartes, 1974. Þorsteinn ritstýrði tímaritinu Jörð I og II ásamt Sverri Hólmars- syni, 1963, hefur ritstýrt Leikskrá íslensku óperunnar frá 1982 og tímaritinu íslensk heimspeki frá 1982,- Þorsteinn er félagi í Phi Beta Kappa frá 1965, var styrkþegi Styrktarsjóðs Hannesar Ámasonar 1967 og hlaut viðurkenningu Rithöf- undasjóðs ísiands fyrir ritstörf 1991. Fjölskylda Bræöur Þorsteins: Vilmundur Gylfason, f. 7.8.1948, d. 19.6.1983, alþingismaður, og Þorvaldur Gylfa- son, f. 18.7.1951, prófessor við HI. Foreldrar Þorsteins em Gylfi Þ. Gíslason, f. 7.2.1917, fyrrv. prófessor og ráðherra, og kona hans, Guðrún Vilmundardóttir, f. 7.12.1918, hús- móðirogstúdent. Ætt Meðai foðursystkina Þorsteins var Vilhjálmur útvarpsstjóri, faðir Þórs hæstaréttardómara og Auöar Eirar prests. Gylfi er sonur Þorsteins, skálds og ritstjóra í Reykjavík, bróð- ur Bjöms kaupmanns, föður Gunn- laugs Scheving listmálara. Þor- steinn var sonur Gísla, skipstjóra á Stærra-Árskógi, Jónassonar. Móðir Þorsteins ritstjóra var Ingunn, syst- ir Hólmfríðar, langömmu Ingimars Ingimarssonar fréttamanns. Ingunn var dóttir Stefáns, umboðsmanns á Snartarstöðum, Jónssonar, bróður Rannveigar, langömmu Jónasar frá Hriflu og Kristjáns, afa Kristjáns Karlssonar, skálds og bókmennta- fræðings. Móðir Gylfa var Þómnn Pálsdótt- ir, trésmiðs í Reykjavík, Halldórs- sonar og Ingibjargar Þorvaldsdótt- ur, b. í Framnesi, Jónssonar. Móðir Þorvalds í Framnesi var Rannveig, systir Kristínar, langömmu Elínar, móður Þorvalds Skúlasonar hst- málara. Hálfsystur Rannveigar voru Þuríður, langamma Vigdísar forseta, Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannessen rit- stjóra, og Guðrún, langamma Þor- steins Ö. Stephensen leikara og móðir Sigríðar, ömmu Helga Hálf- danarsonar rithöfundar og langömmu Hannesar Péturssonar skálds. Hálfbróðir Rannveigar var Ólafur, prestur í Viðvík, langafi Þor- valds í Árnarbæli, föður Ásdísar Kvaran lögfræöings. Rannveig var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds í Holti, Böðvarssonar. Guðrún, móðir Þorsteins, er systir Þórhalls prófessors og Ólafar, móð- ur Ólafs framkvæmdastjóra og Kristínar fréttamanns Þorsteins- bama. Guðrún er dóttir Vilmundar landlæknis Jónssonar, b. á Fornu- stekkum, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín læknir, systir Ástu, móður Ólafs Ólafssonar landlæknis, og systir Guðrúnar, móður Ólafs Björnsson- ar, fyrrv. prófessors. Bróðir Kristín- ar var PáU, faðir Ólafar myndhöggv- ara. Kristín var dóttir Ólafs, próf- asts í Hjarðarholti, bróður LUju, ömmu Karls Kvaran listmálara. Ól- afur var sonur Ólafs, kaupmanns í Hafnarfirði, Jónssonar, og Mettu Kristínar, systur Maríu, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur, Ástríðar Thorarensen og Péturs Ormslev. Metta var dóttir Ólafs, hreppstjóra í Hafnarfirði, Þorvaldssonar. Móðir Kristínar var Ingibjörg Pálsdóttir Mathiesen, prests í Arnarbæli, Jónssonar, prests í Amarbæli, bróð- ur Rannveigar, langömmu Guð- mundar í Steinnesi, langafa Auðar Hauksdóttur framhaidsskólakenn- ara. Jón var sonur Matthiasar, stúd- ents á Eyri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur og ættföður Vigurættarinn- ar, Olafssonar, lögsagnara á Eyri, ættföður Eyrarættarinnar, Jóns- sonar og langafa Jóns forseta. Móðir Páls var Ingibjörg, systir Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra en bróðir IngibjcU-gar var Grímur, langafi Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Þorsteinn er staddur á Húsavík á afmælisdaginn. Honum til heiðurs verður hóf í Norræna húsinu föstu- daginn 14.8. nk. sem hefst kl. 20.30. Allir vinir hans eru velkomnir. Steindór Steindórsson Steindór Jónas Steindórsson, fyrrv. skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri, Hafnarstræti 94, Akureyri, erníræðurídag. Starfsferill Steindór er fæddur á Möðruvöll- um í Hörgárdal og ólst upp á Hlöð- um. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1922, stúdentsprófi frá MR 1925 og stundaði nám í náttúrufræð- um við Kaupmannahafnarháskóla 1925-30. Steindór lauk prófi í for- spjallsvís. 1927 og fyrri hluta magist- ersprófs 1930. Hann var við fram- haldsnám og vísindastörf viö grasa- safnið í Ósló 1950-51 og dvaldi um þriggja mánaða skeið í Bandaríkj- unum 1956 í boði Bandaríkjastjóm- ar. Steindór var stundakennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1930-36, kennari í Menntaskólanum á Akureyri 1930-66 og skólameistari á sama stað 1966-72. Hann ferðaðist um landið til gróðurrannsókna flest sumur 1930-76. Steindór gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum. Hann var m.a. form. Ræktunarfél. Norðurlands, Nor- ræna félagsins á Akureyri, Alþýðu- flokksfélags Akureyrar og sat í mið- stjórn sama flokks. Steindór var héraðssáttasemjari á Norðurlandi, varaþingmaður Alþýðuflokksins og sat á einu sumarþingi fyrir ísfirð- inga. Hann er heiðursfélagi í Félagi ísl. náttúrufræðinga, Hins ísl. nátt- úrufræðifélags, Norræna félagsins, Alþýðuflokksins og heiðursdoktor við verkfræði- og raunvísindadeild HÍ. Steindór hefur skrifað ótal greinar í blöð og tímarit, þýtt og skrifað bækur og var ritstjóri tíma- ritsins Heima er best í áratugi. Fjölskylda Steindór kvæntist 14.7.1934 Krist- björgu Dúadóttur, f. 3.12.1899, d. 16.8.1974. Foreldrar hennar voru Dúi Benediktsson, lögregluþjónn á Akureyri, og kona hans, Aldís Jóns- dóttir. Kjörsonur Steindórs og sonur Kristbjargar: Gunnar Steindórsson, f. 14.9.1923, kennari, kvæntur Guð- rúnu Sigbjömsdóttur tryggingafull- trúa. Þau eiga fjögur böm, Steindór, lögfræðing, Sigbjörn, alþingismann, Kristínu, skrifstofumann og hús- móður, og Gunnar, verslunarmann. Foreldrar Steindórs voru Steindór Steindór Jónas Steindórsson. Jónasson, f. 27.5.1872, d. 9.3.1902, verslunarmaður, og Kristín Jóns- dóttir, f. 19.6.1866, d. 10.2.1956, ráðs- kona á Mööruvöllum. Steindór var sonur Jónasar Gunnlaugssonar, hreppstjóra á Þrastarhóli í Arnar- neshreppi, en Kristín var dóttir Jóns Sigurðssonar, bónda á ýmsum bæj- um, síðast þurrabúðarmanns á Ak- ureyri. Steindór tekur á móti gestum á afmælisdaginn í setustofu heima- vistar Menntaskólans á Akureyri kl. 17-19. Birgit Henriksen Frú Birgit Henriksen, Suðurgötu 16, Siglufirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Birgit er fædd á Siglufirði og ólst þar upp. Hún lauk verslunarskóla- prófi frá V.í. 1961, stúdentsprófi frá M.H. 1986 og stundar nú nám við H.í. Efdr nám í V.í starfaði Birgit um tíma hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins. Hún bjó í tæpa tvo áratugi í Þýskalandi og starfaði þar m.a. hjá einu stærsta tryggingarfélagi Evr- ópu, Deutsche Krankenversicher- ung, og vann síðan í allmörg ár sem ritari við Sendiráð íslands í Bonn. Eftir heimkomuna tíl íslands, 1977, hóf Birgit störf sem skrifstofumaður hjá Síldarútvegsnefnd og vaim síðan við tölvudeild Eimskipafélags ís- lands. Fjölskylda Birgit giftist 28.12.1963 Jóni Sæ- mundi Siguijónssyni, f. 25.11.1941, fv. alþingismanni. Foreldrar Jóns Sæmundar: Sigurjón Sæmundsson, f. 5.5.1912, prentsmiðjustjóri og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 2.1.1914, húsmóðir. Dóttir Birgitar og Jóns Sæmundar erRagnheiður, f. 10.2.1968, lögfræði- nemi. Bræður Birgitar em útgerðar- og sjómennirnir Olaf Henning, f. 14.3. 1933, d. 6.8.1988, og Guðlaugur Hen- rik, f. 29.1.1936, kvæntur Erlu Krist- insdóttur, f. 5.6.1937, og eigaþau fjögur böm, Sigrúnu, Astu, Olaf og Elínu. Foreldrar Birgitar: Sigrún Guð- laugsdóttir, f. 5.2.1907, d. 6.8.1954, húsmóðir og Olaf Henriksen, f. 30.1. 1903, d. 31.12.1954, síldarsaltandi á Siglufirði. Ætt Olaf var sonur Serine Sundför Henriksen húsmóður frá Alvöen við Birgit Henriksen. Bergen og Henrik Andreas Dybdahl Henriksen, skipstjóra og síldarút- gerðarmanns í Haugesund, Hesteyri og á Siglufirði. Systkini Olafs vora Birgit, Björge, Signe, Yngva og Hen- rik. Afkomendur þeirra era búsettir bæði í Noregi og á íslandi. Sigrún var dóttir Petrínu Þóreyjar Sigurðardóttur, eiganda veitinga- hússins Ölhallen á Siglufirði, og Guðlaugs Sigurðssonar skósmiðs. Systkini Sigrúnar era Óskar, látinn, LovisaogSigríður. ara Margrét Þorgrímsdóttir, Austurvegi 50, Selfossi. Þuríður Jónsdóttir, Pálmholti, Amarneshreppi. Aðalsteinn Vestmann, Skarðshlíð 5, Akureyri. 50ára Gunnar Jóhannesson, VaUargötu 27, Þingeyri. Herdís Sigurjónsdóttir húsmóðir, Háa- leitisbraut56, Reykjavík. Herdístekurá mótigestumí Síðumúlallkl. 18-21. Sigurður Gislason, tæknifræðing- urbjáKópa- vogskaupstað, Nýbýlavegi 104, Kópavogi. Siguröurtekur á móti gestum í Félagsheimilinu, Fannborg 2,1. hæð, kl. 17-19 á aftnælisdaginn. Guðmunda Sumarliðadéttir, Hólabraut7, Keflavík. Eiginmaður hennarer Gunnlaugur Karlsson. Þautakaámóti ________ gestumísalfrímúrara? stíg 16, Njarðvík, eftir kl. 19 á af- mælisdaginn. Guðrún Margrét Antonsdóttir, Lækjargötu lla, Akureyri. Valdimar Stefánsson, Ljárskógum 9, Reykjavik. Georg Valentinsson, Hátúni4,Kefiavík. Hulda Þórðardóttir, Hávarðsstöðum, Leirár- og Mela- hreppi. Gunnar Hjáimarsson, Hrauntungu28, Kópavogi. Jakob Friðþórsson, Jörfabakka 14, Reykjavík. Edda Sigurveig Halldórsdóttir, Vallholti 26, Ólafsvik. 40 ára Haukur Þórólfsson, Drápuhlíð 35, Reykjavik. Ármann Jóhannesson, Breiðvangi 5, Hafnarfirði. Einar Sveinn Árnason, Framnesvegi 61, Reykjavík. Guðbjörg Leifsdóttir, Skálanesgötu la, Vopnafirði. Dagbjört Eiriksdóttir, Unufelli 29, Reykjavik. Magnús Sturla Stefánsson, Múlavegi 17, Seyðisfiröi. Karl Valgarður Matthíasson, Túngötu 28, Tálknafirði. Smári Angantýr Víglundsson, Aðalstræti 8, AkureyrL Jónína Vala Kristinsdóttir, Hringbraut 89, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.