Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Tillögur Byggðastofnunar Fátt nýtt kemur fram í tillögum Byggðastofnunar umfram það sem almennt hefur verið bent á varðandi vanda sjávarútvegsins. Enda eru engar töfraformúlur til. Það kemur hins vegar spánskt fyrir sjónir að forsæt- isráðherra hefur verið að kynna hluta af þeim tillögum að undanfömu meðan Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segist ekki hafa séð tillögumar! Varla em þessi vinnubrögð til þess fallin að auka trú þjóðarinnar á samstíga verkstjóm í yfirstandandi erfiðleikum. Sjávarútvegsráðherra gaf á sínum tíma út reglugerð um fiskveiðikvóta fyrir næsta veiðiár. Sú reglugerð var byggð á málamiðlun innan ríkisstjórnarinnar. Sjálfum þótti sjávarútvegsráðherra skerðingin ganga of skammt og fór ekki dult með þá skoðun sína. Vildi hann mæta verstu áföllunum með úthlutun úr Hagræðingarsjóði en fékk því ekki framgengt. Hugsunin var þá sú að tólf þúsund tonna aflakvóta yrði skipt á milli sjávarplássa án endurgjalds. Það þýddi að ríkissjóður yrði af tekjum af þeim fimm hundmð milljóna króna kvóta sem ella er ráðgert að selja en því fé á að verja til reksturs Haf- rannsóknastofnunar. Nú gerir Byggðastofnun það að tillögu sinni að veitt- ar verði 450 milljónir til þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem fara illa út úr skerðingunni til að nota til kaupa á kvóta úr Hagræðingarsjóði. Þessa upphæð á að taka af opinberu fé, einn þriðja úr Fiskveiðasjóði, einn þriðja úr Atvinnutryggingasjóði og einn þriðja úr ríkissjóði samvæmt hugmyndum Byggðastofnunar. Ef ríkisstjómin gerir þessar tillögur að sínum er ver- ið að nota Hagræðingarsjóð eins og upphaflega var gert ráð fyrir í hugmyndum sjávarútvegsráðherra en vahn til þess lengri leiðin. Og sú verri. Hún er verri vegna þess að hér er verið að gera ráð fyrir einhvers konar ölmusu úr ríkissjóði sem menn geta notað til að kaupa kvóta af Hagræðingarsjóði sem ríkið á! Hver var að tala um Munchhausen? Ennfremur er gert ráð fyrir að fjármagna þessa styrki að hluta til með því að sækja fé í aðra sjóði sem varla em aflögufærir og reyndar var það helsta boðorð þessar- ar ríkisstjómar að hverfa frá sjóðasukkinu og milli- færslunum. í þriðja lagi skal minnt á að helsta mótbáran gegn þeirri tillögu að nýta Hagræðjngarsjóð var einmitt sú að ríkissjóður gæti ekki án þeirra péninga verið sem sjóðurinn hefði undir höndum. Hver er munurinn á því að sækja peninginn í hægri vasann í stað þess vinstri? Hér er verið að búa til flókið kerfi eftir furðulegum krókaleiðum án þess þó að vita hvar eigi að taka pening- ana eða hvar þeir lendi! Almennt er það virðingarverð stefna stjórnarinnar að láta hverja atvinnugrein bera kostnað af þeirri þjón- ustu sem hún fær. Að því leyti er sú hugsun rétt að útgerðin leggi sína tíund inn í Hagræðingarsjóð til að bera uppi kostnað af Hafrannsóknastofnun. En vandi sjávarútvegsins í kjölfar stórfelldrar skerðingar er ekk- ert venjulegur og ljóst er að fresta verður þeirri laga- framkvæmd að auknar tekjur Hagræðingarsjóðs renni til Hafró. Ríkissjóður verður sjálfur að standa undir þeim kostnaði enn um sinn og á meðan er eðlilegt að Hagræðingarsjóður og þau tólf þúsund aflatonn, sem þar er að finna, mæti verstu áfönunum. Tillögur Byggðastofnunar um krókaleið í Hagræðing- ( arsjóð em ekki til þess fallnar að leysa vanda, hvorki , ríkissjóðs né illa staddra sjávarútvegsfyrirtækja. Því miður. EllertB. Schram .Auövelda veröur landanir erlendra fiskiskipa," segir Vilhálmur m.a. i grein sinni Uppstokkun í sjávarútvegi Á næstu mánuðum mun eflaust reyna mjög á allt íslenska íjármála- kerfið vegna þeirra vandamála sem blasa við í öllum greinum atvinnu- lifsins. Skuldug fyrirtæki hafa lent í vaxandi erfiðleikiun vegna áfram- haldandi stöðnunar og skuldsetn- ing fyrirtækjanna ræður í raun oft- ast úrslitum um það hvort þau ná aö laga sig að breyttum tímum. Útistandandi skuldir í uppnámi Gjaldþrotum virðist ekki fækka heldur virðast þau frekar breiðast út og nú blasir við að stærstu vandamálin eru í sjávarútvegi og byggingariðnaði. Upplýsingar mn ástand mála eru alla jafha hvað bestar fyrir sjávarútveginn og þar liggur fyrir að atvinnugreinin mun hafa á milli 8 og 9 milljaröa króna til að standa undir allt að hundrað milljaröa skuld. Það vantar marga mflljarða í viöbót úr rekstrinum til þess að hægt sé að standa í skilum. Miklar umræður eru um gengi krónunnar þessa dagana. Sjálfsagt er að taka upp markaðsskráningu á gengi króunnar. Þá kemur í ljós hvort núverandi gengi fær staðist. Breytingin á rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins gefur tílefni tfl 5-10% gengislækkunar en ekki er víst að gengið félli þótt það væri gefið frjálst. Það fer eftir því hvort tekst að takmarka eftirspurn eftir gjaldeyri samfara því að framboðið minnkar. Hvort heldur gengi krónunnar lækkar eða ekki og jafnvel þótt lækkunin yrði allt að 10% liggur fyrir að mörg sjávarútvegsfyrir- tæki munu ekki rísa undir skuld- um sínum. Því munu lánardrottnar þessara fyrirtækja lenda með mik- iö af útistandandi kröfum í upp- námi. Samstarf um aðgerðir Hvemig á að bregðast við vanda- málum af þessum toga? Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að fleyta málunum áfram án þess að taka á þeim þannig að það dugi tfl lengri tíma. Verkefnið hlýtrn1 að vera að stokka upp skuldsetningu og rekst- ur fyrirtækjanna með þeim hætti að sem minnst tjón Ifljótist af. Eng- inn sér fyrir endann á því sem gæti gerst ef allsheijarskriða gjald- þrota í sjávarútvegi og tengdra fyr- irtækja fer af stað. Bæði stjómvöld, lánardrottnar KjaUarirm Vilhjálmur Egilsson alþingismaöur, framkvæmda stjóri Verslunarráös íslands og viðskiptaaðflar sjávarútvegsfyr- irtækjanna verða að koma að mál- inu. Stjómvöld þurfa að gera ýms- ar aðgerðir sem auðvelda f]ár- hags/rekstrarlega uppstokkun. Helstu aðgeröir stjómvalda ættu að felast m.a. í því aö gera bönkum og sjóðum kleift að breyta kröfum í víkjandi lán eða hlutafé. Kröfueig- endum, sem breyta þeim í víkjandi lán eða hlutafé, verði heimflt aö afskrifa þær í reikningum sínum vegna skattauppgjörs. Skattayfirvöld verða að taka full- an þátt í að afskrifa sínar kröfum eða breyta þeim eins og aðrir. Lög um fjárfestingar erlendra aðfla í sjávarútvegi mega ekki hindra nauðsynlegar aögerðir. Sameina verður sveitarfélög þar sem við á og stækka á atvinnu- og viðskipta- svæði. - Auðvelda verður landanir erlendra fiskiskipa. Lánardrottnar og viðskiptaaðilar sjávarútvegsfyrirtækjanna þurfa að koma á með sér samvinnu tfl þess að taka á málunum. Aðeins með góðu samstarfi þessara aðila er hægt að lágmarka óumflýjanlegt tjón. Þessir aðilar verða ýmist aö lengja lán eða breyta lánum í víkj- andi lán eða hlutafé. Hagræðing nauðsynleg Fjárhagslegri uppstokkun verða líka að fylgja umbætur í rekstri, hagræðing, jafnvel breytingar á stjómun og sameining fyrirækja þannig að sem mest arðsemi náist út úr fyrirtækjunum. Það hggur fyrir að hinar hefðbundnu veiðar á ísfiski og landvinnsla munu eiga erfitt uppdráttar nema það takist að ná meiru út úr rekstrinum en núverandi meðaltölur gefa tfl kynna. Samanlagt verður rekstur á hefð- bundnum veiöum og vinnslu að skila a.m.k. 30 krónum á hvert þorskígildiskíló upp í afskriftir og flármagnskostnað tfl þess að ein- hver möguleiki sé tfl þess að rekst- urinn standist. Þetta meðaltal er nú um 15 krónur og eru frystitogar- ar þá meðtaldir. Rekstrarleg sjónarmið verða að vera í fyrirrúmi við fjárhagslega og rekstrarlega uppstokkun fyrir- tækjanna. Aðgerðir af þessum toga mega ekki verða að pólitísku bit- beini vegna þess að það hlýtur að draga úr árangrinum. Þess vegna gæti verið nauðsynlegt að einhver sveitarfélög sameinuðust og at- vinnu- og viðskiptasvæði yrðu þar með stækkuð. Lágmarka tjónið Samdráttiu- í fiskveiðum og verð- fall á afurðum hafa gjörbreytt mögifleikum fyrirtækjanna til þess að standa undir skuldum sínum, sérstaklega þar sem við langa skuldahala er að glima frá fyrri tíma. - Hefðbundnar skuldbreyt- ingar duga ekki lengur til þess aö leysa vandann. Gengislækkun íslensku krónu- unnar hjálpar heldur ekki þannig að aflir geti haft erfiðleikana af. Því veröur aö taka málin alveg nýjum tökum. Stokka málin upp þar sem þarf og reyna að lágmarka það tjón sem óumflýjanlegt er. Vilhjálmur Egilsson „Helstu aðgerðir stjómvalda ættu að felast m.a. 1 að gera bönkum og sjóðum kleift að breyta kröfum í víkjandi lán eða hlutafé.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.