Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992. Fréttir Sævar Reynisson, gjaldkeri sóknamefndar Keflavíkur: Þetta er djöflatrúar - sáttagrundvöllurinn er brostinn „Þama var um að ræða stærsta aðalsafnaðarfund sem haldinn hefur veriö fyrr og síðar. Sóknarpresturinn talar þama um demonísk öfl. Þetta er djöflatrúar og maður á ekki eitt einasta orð,“ sagöi Sævar Reynisson, gjaldkeri sóknamefndarinnar í Keflavík, við DV. Sóknamefndinni er sagt til synd- anna í greinargerð sr. Ólafs Odds Bjömssonar svo og íbúum Keflavík- ur, eins og fram kom í DV í gær. Sævar sagði að sóknamefndin heíði ákveðið að gera allt sem hún gæti til að leita sátta, að beiðni bisk- ups. Eftir fundi með honum og pró- fasti hefði hún farið þess á leit við biskupinn að hann setti starfsreglur sem prestur yrði að fara eftir. Ættu þær að auðvelda samstarfið. Raunar hefðu prófastur og biskup tjáð sókn- arnefndinni að sóknarpresturinn væri allt annar og breyttur maður eftir að þeir hefðu rætt við hann. Væm þeir bjartsýnir á að samstarfið ætti að geta gengiö. „Síöan kom þessi holskefla," sagði Sævar, „þar sem hann lætur ekki bara okkur heyra það, heldur Kefl- víkinga almennt. Það svíður okkur eiginlega sárast. Hann talar um „fé- lagslegan fasisma" og „Neanderdals- kynslóðina". Maður er gjörsamlega kjaftstopp. Menn em búnir að vera sem lam- aðir í morgun vegna þessa. Ég fæ ekki séð hvemig sóknarpresturinn getur starfað með okkur fyrst hann lítur okkur þessum augum. Það er augljóst að hann hefur eyðilagt þann sáttagrundvöll sem verið var að byggja upp. Varðandi skrifstofuaðstöðu prests- ins hefm- hann gengið hart fram í því öli þessi ár að fá að hafa hana heima og fá borgað 100 þúsund krón- ur fyrir það. Við höfum viljað hafa aðstöðuna í safnaðarheimilinu til að hann væri meðal fólksins en það hefur hann ekki viljað. Þá fer hann ekki með rétt mál varð- andi störf byggingamefndar né að við höfum keypt hús undir líkbílinn. Hann veit nákvæmlega hvemig báð- um þessum málum er háttað og talar gegnbetrivitund." -JSS Sr. Helga Soffia Konráösdóttir: Hef kvartað wið prófast og biskup - undan framkomu sóknarprestsins „Þaö getur verið að sr. Ólafur Odd- ur sé vanur og hafi komist upp með það lengi að sýna fólki ókurteisi og óvirðingu með oröum sínum og framkomu. Ég sætti mig hins vegar ekki við slíka framkomu, allra síst af starfsbróður mínum. Og þar sem ekki hefur vottað fyrir afsökunar- breiðni hef ég kvartaö undan fram- komu hans við mig bæði viö prófast Kjalamesprófastsdæmis og biskup íslands," sagöi sr. Helga Soffia Kon- ráðsdóttir við DV. Helga Soffia hefur leyst sr. Ólaf Odd Jónssson sóknarprest af und- anfama mánuði. í greinargerð hans koma fram ásakanir á hendur henni um að ætla að sölsa undir sig emb- ætti og nota starfsheiti á ólögmætan hátt. Helga Soffia hafði gengið á fund Ólafs Odds, til að ræða starf aðstoð- arprests sem fyrirhugað er að ráða í, og hugmyndir sínar varöandi slíkt starf. „Um margt vorum við sam- mála en um önnur atriði algjörlega á öndverðum meiði," sagði hún. „Til dæmis vorum við ósammála um skiptingu greiðslna fyrir fermingar- störf, þar sem skoðun hans var sú að aðstoðarpresturinn mætti vinna 50 prósent til móts við sóknarprest- inn en þiggja fyrir það 30 prósent laun. í miðju samtali okkar rauk hann upp úr sæti sínu með svívirö- ingum og skömmum og talaði niður til mín eins og hann væri að tala við rakka sem þyrfti að tukta til. Hann bar brigður á heilindi mín gagnvart sér meðan hann hefði verið í náms- leyfi vegna þess að ég bað fyrrum meðhjálpara aö lesa ritningarlestra og tóna messusvör í kirkjunni á degi aldraðra. Þennan umrædda full- orðna mann bað ég fyrir þessi verk tfl að fá hæfan mann í þau á þessum degi en ekki tfl að ögra sr. Ólafi Oddi. Afram hélt presturinn þindarlaust og talaði óvirðulega um samstarfs- fólk sitt í kirkjunni og um nágranna- presta sína á Suðumesjum. Loks lýsti hann því yfir að hann treysti sér ekki tfl þess að eiga samstarf við mig sem aðstoðarprest sinn í fram- tíðinni. Þetta var það sem gerðist á fundi mínum með Ólafi Oddi Jónssyni. Allt annað sem kemur þar að lútandi í greinargerð hans eru meðvitaöar eða ómeðvitaðar rangtúikanir og ó- sannindi. Hann reynir einnig að reka fleyg tortryggni milii mín og nýráöins prests Njarðvíkinga sem ég hef átt ágætissamstarfvið." -JSS Organisti Keflavíkurkirkju: Hef aldrei rægt sóknarprestinn „Ég hef aldrei rægt sóknarprest- inn. En þessi ummæli lýsa ef til vill best þeim sem láta þau frá sér fara því ekki hefur hann talað orð við mig frá því að þetta byijaði. Síðustu viðskipti okkar voru þau að hann hreytti í mig svívirðingum á sóknar- nefhdarfundi," sagði Einar Öm Ein- arsson, organisti í Keflavíkurkirkju. Séra Ólafur Oddur Jónsson, sókn- arprestur í Keflavíkursókn, sagði meðal annars í greinargerö sinni að organistinn hefði borið út óhróður um sig bæði við kórfólk og almenn- ing. Einar Öm hafði sagt upp vegna samstarfsörðugleika við prestinn. Hann dró uppsögn sína til baka þegar sóknamefndin gaf kost á sér til að starfa áfram en hún hafði einnig sagt upp. „Sóknarpresturinn talar um að honum beri afsökunarbeiðni," sagði Einar Öm. „En ef hann á ekki aö ganga undan með góðu fordæmi, hver á þá að gera það? Ég ætla ekki að fara í neitt orðaskak við hann eða setja mig í dómarasæti. Ég vísa þess- um ummælum hans alfarið á bug, en tel þau ekki svaraverö aö öðra leyti.“ Einar Öm sagði sér kunnugt um að sóknamefndin hefði boðið presti að færa tfl veggi og innrétta handa honum fyrsta flokks skrifstofu í safn- aðarheimflinu en hann hafi ekki vflj- að þiggja þaö. „Ég er búinn að búa í Keflavík í 2 ár og hef ekki nema allt gott um íbú- ana að segja. Bæjarbragurinn er tfl fyrirmyndar og söfiiuöurinn góður. Ekki hefur borið skugga á samstarfiö þar, nema þá viö einn mann sem er sóknarpresturinn. “ -JSS Sundlaugarnar eru elnkar vinsælar á sumrin. Þangað mæta ungir sem aldnlr til að fá sér sundsprett og sleikja sólskinið. Ljósmyndari DV rakst á þessa kátu sundlaugargesti á Seltjarnarnesi. DV-mynd JAK Jöfhunartillögur Hagræöingarsjóðs: Best hefði þetta verið gert strax - segirÞorstemnPálssonsjávarútvegsráðherTa „Auðvitað hefði verið best ef menn hefðu afgreitt þessa jöfnun strax en því miður var ekki sam- staða um það þegar aflaheimfldim- ar vora ákveðnar en nú er sam- komulag um aö jafna þetta út frá sömu grundvallarhugmynd og þá lá fyrir en það á hins vegar eftir að finna fjármögnunarleiðina," sagði Þorsteinn Pálsson í gær eftir ríkisstjómarfundinn þar sem tfl- lögur Byggðastofnunar vom rædd- ar. Þorsteinn segist annars vera nokkuð sáttur við tfllögumar. Að- alatriöiö væri að fallist hefði verið á að jafna þetta áfall vegna þorsks- brestsins út frá sömu grundvallar- hugmyndum og hann kynnti á sín- um tíma. Það væri kjami málsins. „Þessi jöfnun á aö fara fram með alveg sama hætti og gert var ráð fyrir að þessum 12 þúsund þorskí- gildislestum Hagræðingarsjóðs yrði dreift, aö jafnvirði þessara tólf þúsimda verði úthlutað tfl þeirra fyrirtækja sem oröið hafa fyrir mestri skerðingu." -Ari leggímálið „Mönnuro þykir þetta sjálfsagt óþægilegt innlegg í máliö á þessu stigi en ég get ekki tjáö mig um þessa greinargerð nú. Fyrst mun ég ræða við biskup," sagði sr. Bragi Friðriksson prófastur við DV vegna greinargerðar sr. Ólafs Odds Jónssonar, sóknarprests í Keflavik, um samskipti hans viö sóknamefnd, ýmsa starfsmenn kirkjunnar, svo og söfnuöinn sem frá var sagt í DV í gær. Sr. Bragi sagði að síðastliðinn fimmtudag hefðu haxm og biskup boðað tfl fundar með sóknar- nefndinni. Hefði biskup óskað eft- ir því við hana að hún gerði tfl- raun til þess að ná sáttum við sóknarprestinn. í fyrrakvöld kvaðst Bragi svo hafa átt annan fund með nefnd- inni. Þá hefði hún verið fús að leita sátta en farið þess á leit við biskup að hann setti starfsregiur sem aðflar gætu unnið eftir. Hefði veriö mjög jákvæður tónn 1 sókn- arnefhdinni til sátta. „Biskupinn stýrir þessu máli og ég vil fá að vita viöbrögð hans áður en ég tjái mig eitthvað um það,“ sagði sr. Bragi. „Vonir okk- ar um að hér raætti ráða bót á vöknuöu við afstöðu sókamefiid- arinnar en nú er ekki að vita hvert framhaldið veröur.“ -JSS Kvótabætumar: Fjármögnun eríóvissu „Hugmyndir Byggðastofnunar vora ræddar á fundinum og þær fengu ágætan byr hjá ríkisstjóm- inni. Við vonranst til aö klára þetta mál á föstudaginn kemur. Það var ekkert rætt um skiptingu fjármögnunar og engin gögn um það lögð fram á fundinum. Við munum geyma okkur fjármögn- unarhliðina fram á fóstudag,“ sagði Davið Oddsson eftir ríkis- sfjórnarfund í gær. Davíð sagði að í tillögum Byggðastofnunar væru engar fastmótaðar fjármögnunarleiðir, þær væru aöeins óformlega reif- aðar i tfllögunum. Bjármögnun- arleiðir yrðu nú skoðaðar í „kerf- inu“ næstu daga eins og hann orðaði það. „Þessar aðgerðir koma hvergi nærri Hagræðingarsjóði, ein- göngu er um að ræða að milda þorskbrestinn og jafna hann út milli einstakra skipa og i raun- inni geta forráðamenn þessara skipa sjálfir ákveöið með hvaöa hætti þeir nýta þær bætur sem þeir fá í þessu jöfnunarskyni“ Davíð sagði að erfitt væri að tala um ákveðnar upphæðir í þessu sambandi en rætt væri um markaðsverö af 12 þúsund þorskigildum, þ.e.a.s, kvóta Hag- ræðingarsjóös. Oftast hefur veriö gengið útfráþví að markaðsvirði kvótans sé rúmar 500 milljónir. Fjármögnunartillögur Byggða- stofnunar felast i því að það eiga aö koma um það bfl 150 mflljónir frá Fiskveiðasjóði, 150 mifljónir frá úr Atvinnutryggingasjóöi Byggöastofiiunar og rikissjóöur á sjálfur að leggja til 150 mflljónir samkvæmt tillögunum. Þetta þýðir aö um 450-500 milljónii- verða til skiptanna. I frétt í DV síðastliðinn laugar- dag um tekjur lækna var Jónasi Hallgrímssyni geflð starfsheitiö „líkskurðarmeistari". Hið rétta er að hann er prófessor í meina- fræði við Háskóla íslands. DV biöur Jónas veiviröingar á þess- um mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.