Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. 15 Klúbburinn: Af þessum vinsæla skemmtistað er ekkert eftir nema brotnir veggir og hrunin gólf - og minningarnar. DV-mynd GVA Klúbburinn í minningunni Fátt er forgengilegra í þessum heimi en frægðin. Til að höndla frægðardísina þurfa margir ein- stakiingar, ekki síst þeir sem á eng- an hátt skara fram úr flöldanum að hæfileikum, gjaman að hafa ódrepandi áhuga á eigin persónu, það er að segja risavaxið egó, og einstakan dugnað við að koma sér á framfæri opinberlega. Rúm fjár- ráð saka ekki. Það er hins vegar ekki heiglum hent að halda sér í sviðsljósinu lengur en þær fimmtán mínútur sem Andy Warhol taldi að allir ættu að eiga rétt á. Þetta fá margir að reyna sem komast eitt augnablik í kastljós fjölmiðla en lifa síðan langa ævi í skugganum. Allir þekkja vafalítið dæmi um stjómmálamenn sem hafa lifað sjálfa sig svo rækilega að andlát þeirra vekur fyrst og fremst við- brögð undrunar þar sem flestir sem á annað borð höfðu heyrt minnst á viðkomandi héldu að þeir væm löngu horfnir yfir móðuna miklu. Hið sama á við um skemmtistað- inn Klúbbinn sem framtakssamir menn em að mölva mélinu smærra þessa dagana svo rísa megi á lóð- inni það sem okkur vantar einna helst í íslensku þjóðfélagi um þess- ar mundir - enn ein skrifstofubygg- ingin. Þessi samkomustaður hlaut fimmtán mínútna frægð í íslands- sögunni fyrir tæpum tveimur ára- tugum í póhtísku fárviðri sem gjaman er kennt við ungan mann í Keflavík. Klúbburinn hefur hins vegar tilheyrt fortíðinni í hugum flestra um árabil svo það kemur eiginlega á óvart að útforin skuli fyrst eiga sér stað núna. Framsóknarhús Margt hefur breyst í borginni á síðustu tveimur til þremur áratug- um, þar á meðal skemmtanalífið. Á sjöunda og fram á áttunda ára- tuginn leitaði unga kynslóðin fyrst og fremst til tveggja skemmtistaða í Reykjavík: Glaumbæjar að sjálf- sögðu — allt þar til þetta garnia frystihús Framsóknarflokksins brann, til þess eins að endumýjast í æðra veldi mörgum árum síðar sem Listasafn íslands. Og Klúbbs- ins sem á velmektarámnum hafði eitthvaö fyrir alla. Þegar best lét var drukkið og dansað, duflað og djammað samtímis í fiórum dans- sölum í Klúbbnum, allt frá kjallara til efstu hæðar, ýmist við svokall- aða lifandi tónlist eða diskó. Samt sem áður hefur Klúbburinn allt aðra ímynd í hugum þeirra sem sóttu hann og em nú á miðjum aldri en Glaumbær sem margir minnast af tregablandinni róman- tík. Enda er hin eiginlega frægð Klúbbsins af öðrum toga og tengist hatrömmum póhtískum átökum í landinu. Klúbburinn átti það nefnilega sameiginlegt með Glaumbæ að vera nátengdur framsóknarmönn- um í höfuöborginni þótt hann væri ekki í eigu stofnana flokksins. Eftir að gamla frystihúsið, sem samhliða því að vera skemmtistaður unga fólksins undir nafninu Glaumbær var helsti fundarstaður framsókn- armanna í höfuðborginni, brann varð Klúbburinn oft fyrir valinu er halda þurftí fundi eða samkom- ur. Hávaðafundur í Klúbbnum Á þessum árum var harður slag- ur innan Framsóknarflokksins um stefnu, starfshætti og foringja. Ungt fólk var fremst í fylkingu þeirra sem brunuðu upp vinstri kantinn og heimtuðu breytingar á stefnu og forystu. Síðar tók svoköll- uð Möðruvallahreyfing við því hlutverki innan flokksins. Allt end- aöi þetta svo, eftir nokkurra ára meira og minna opinber slagsmál, með því að leiðir skildu. Á þeim pólitíska fundi í Klúbbn- um sem mér er minnisstæðastur laust þessum andstæðu fylkingiun hatrammlega saman. Það var eina kvöldstund í byrjun vetrar 1973, skömmu eftir að Möðruvallahreyf- ingin sá dagsins ljós. Þetta kvöld efndu ungir fram- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjórl sóknarmenn í höfuðborginni til aðalfundar í Klúbbnum. Nokkur hundruð manns mættu til fundar- ins og þar fór allt í bál og brand. Varaformaður félagsins heimtaði orðiö við upphaf fundarins. Hann fullyrtí í ræðustóli að á fundinum væru fjölmargir sem aldrei hefðu gengið löglega í félagið og krafðist þess að þeim yrði þegar í stað vikið af fundhnun. Við þessa kröfu varð slíkur há- vaði í salnum að ræðumenn þurftu að öskra í hátalarann til að láta jafnvel næstu menn heyra í sér. Þegar kröfunni var hafnaö af fundarstjóra steig vaskur foringi upp á stól, brýndi raustina svo vel heyrðist mn salinn og hvattí alla löghlýðna fundarmenn til að ganga af fundinum og halda löglegan að- alfund félagsins annars staðar í borginni. Risu þá hátt á annað hundrað manns úr sætum með til- heyrandi stólaglamri og hrópum og stormuðu út úr Klúbbnum. Fundarmenn skiptust þannig í tvær fylkingar sem hvor um sig hélt aðalfund í félaginu þetta kvöld og kaus því forystu. Orrustan um kassann Á meðan hópamir tveir funduðu hvor í sínu lagi var hart deilt í bak- herbergi einu í Klúbbnum. Þar stóð nefnilega „orrustan um kassann" langt fram á nótt. Þetta var lítill pappakassi. í hann höfðu dyraverðir á aðalfundinum sett afrit af félagsskírteinum þeirra sem hleypt var inn í Klúbbinn. Þessi kassi átti því að geyma nöfn allra sem fengu að fara inn á fund- inn og var þar af leiðandi talinn mikilvægt sönnunargagn í þeim deilumálmn sem öllum varð strax fjóst að myndu fylgja í kjölfar fund- arins. Fulltrúar fylkinganna tveggja höfðu vart augun af kassanum allt kvöldið og deildu hart um hver ættu að verða afdrif hans. Útgöngumenn heimtuðu að kass- inn yrði innsiglaður á staðnum. Því var hafnað, jafiivel þótt hótað væri að kalla lögreglu og bæjarfógeta á staðinn. Þegar líða tók á kvöldið birtust nokkur stórmenni í flokknum í bakherberginu í Klúbbnum þar sem orrustan um kassann stóð 1 nokkrar klukkustímdir. Að lokum náðist samkomulag um að innsigla kassann í bak og fyrir. Þá tók við deila mn hver skyldi geyma gripinn. Um það náðist ekk- ert samkomulag. Fór svo mn miðja nóttina að vörpulegur foringi í Reykjavíkurdeild flokksins, og umtalaðm fjármálamaður, tók kassann traustataki með yfirlýs- ingum um að hann yrði ekki opn- aðm nema í viðurvist fulltrúa beggja aðila. Þessi eftirminnilegi fundm í Klúbbnum leiddi til ítrekaöra, stór- yrtra yfirlýsinga forystumanna beggja stjómanna sem kiömar vom, kæmmála, nefndasldpana, andstæðra úrskmða og jafnvel lög- bannsaðgerða. Og innsiglið á kass- anum umdeilda var ekki rofið fyrr en fimm mánuðum eftir að fundm- inn var haldinn. Já, þá var svo sannarlega fiör í amsókn. Pólitískt fárviðri Næstu árin tengdist hins vegar Klúbburinn opinberlega mun al- varlegri og dapmlegri atbmðum: Geirfinnsmálinu svokallaða. Þá komu fram rangar ásakanir á hendur tveggja forsvarsmanna Klúbbsins. Þeir máttu dúsa sak- lausir á bak við lás og slá mánuðum saman og er sá atburður fjótur blettm á íslensku réttarfari. Á tímum Geirfinnsmálsins geis- aði sannkallað pólitískt fárviðri í landinu þar sem ótrúlegustu kjaftasögum um glæpi og spillingu var almennt trúað sem heilögum sannleika. í samtölum manna á milli, sem og í umræðum á opinber- um vettvangi, var Klúbbsins oft getið í þessu sambandi og aldrei að góðu. í miðju óveðursbálinu stóð dóms- málaráðherrann, sem jafnframt var formaðm Framsóknarflokks- ins, og sumir nánustu félagar hans í flokknum. Margir aðrir komu við þá sögu, þeirra á meðal lögreglu- menn sem töldu Klúbbinn eins konar miðdepil umfangsmikillar spillingar, án þess þó að geta sann- að eitt eða neitt í þeim efnum. Og pólitískir andstæðingar helltu að sjálfsögðu olíu á eldinn. Allt er þetta nú hðin tíð og fyrst og fremst viðfangsefni grúskara og sagnfræðinga framtíðarinnar. En þeir mörgu sem eiga ánægju- legar minningar frá þessari um- brotatíð um glaum og gleði, ástir og átök í Klúbbnum hafa ríka ástæðu til aö rifia þær upp núna þegar ekkert er eftir af þessum vin- sæla skemmtistað nema brotnir veggir og hrunin gólf. Elias Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.