Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. Erlend bóksjá Enn bjargar Jack Ryan heiminum Söguhetja Ians Flemming, James Bond, hefur reynst langlífur jafnt í skáldsögum sem á hvíta tjaldinu. Engin önnur skáldsagnapersóna síð- ustu áratuga hefur náð slíkum vin- sældum meðal almennings sem þessi breski njósnari og kvennabósi. Nú er fullyrt að Bond hafi eignast alvarlegan keppinaut á njósnahimni skáldskaparins. Sá heitir Jack Ryan og er hetjan í spennusögum banda- ríska rithöfundarins Toms Clancy. Sló strax í gegn Clancy, sem er 45 ára, starfaði sem sölumaður hjá tryggingafélagi áður en hann fór að skrifa spennusögur fyrir fáeinum árum. Hann sló í gegn með fyrstu skáldsögunni - The Hunt for Red October. Þar sagði frá áhöfn sovésks kafbáts sem reyndi að flýja til Bandaríkjanna og naut þar að- stoðar bandaríska leyniþjónustu- mannsins Jacks Ryan. Sagan sló ekki hvað síst í gegn vegna sannferðugra lýsinga Clancy á aUs konar tæknibúnaði í vopnabúr- um risaveldanna. Sumir töldu hann hafa fengið upplýsingar frá banda- rísku leyniþjónustunni. Svo var þó ekki, enda nóg til af prentuðum heimildum. Clancy hafði einfaldlega sankað að sér bókum og skýrslum um kafbátahernað þar til hann var orðinn næsta sérfróður um efnið. Sams konar vinnubrögð hafa ein- kennt síðari skáldsögur Clancy: Red Storm Rising sem fjallar um aðdrag- anda að þriðju heimsstyijöldinni, Patriot Games um baráttu gegn írsk- um hryðjuverkamönnum, The Cardinal of the Kremhn þar sem risaveldin, sem þá voru, keppast við að koma sér upp Stjömustríðstækni, Clear and Present Danger um átök bandarískra aðilda viö eiturlyfjabar- ónana í Kólumbíu og nýjustu spennusöguna, The Sum of Ah Fears. Tom Clancy: söguhetja hans nýr James Bond? Hryðjuverkamenn í þessari nýjustu sögu er Jack Ryan aðstoðarforstjóri bandarísku leyni- þjónustunnar. Hann á í höggi við samtök hryðjuverkamanna sem hafa komist yfir ísraelska kjarnorku- sprengju og hyggjast nota hana gegn Bandaríkjunum og reyndar með óbeinum hætti gegn risaveldunum báðum. Ryan þarf ekki aðeins að sýna hug- vitsemi í tafhnu við hryðjuverka- mennina heldur einnig í póhtískum hildarleik innan Bandaríkjanna þar sem forsetinn og sumir ráögjafar hans marka stefnu sem hlýtur að leiða til glötunar. Eins og í fyrri bókunum er hér mikiö um tæknilegar og sagnfræði- legar upplýsingar. Aðdáendur hans taka því vafalaust fagnandi en óneit- anlega gerir þetta söguna stundum þunglesna og afar langa; kiljuútgáfan Harrison Ford sem Jack Ryan í Patriot Games. er nærri þúsund blaðsíður með smáu letri. Minna má nú gagn gera. Sagan er hins vegar spennandi og söguþráðurinn í hæfilegri nánd við veruleikann eins og í fyrri bókum höfundarins. Ryan er einmg tiltoiu- lega hversdagslegur fjölskyldumað- ur sem notar heilann frekar en hnef- ana. Á hvíta tjaldið Tímaritiö Forbes áætlar að Clancy hafi halað inn jafnvirði hátt í þriggja mihjaröa íslenskra króna fyrir bæk- ur sínar síðustu sjö árin. Og hann fékk nýverið hátt í einn milljarð í fyrirframgreiðslu vegna næstu spennusögunnar en hún er enn í smíðum. Þar með hefur hann pen- ingalega séð slegið út metsölukónga eins og Stephen King og Jeffrey Arc- her. Clancy segir reyndar í nýlegu blaðaviðtah að nú orðið séu þessir peningar bara tölur. Hann hafi þegar aht sem hann þarfnist. Það mun síöur en svo draga úr peningastreyminu að Hollywood ætl- ar að gera Jack Ryan að eins konar súperhetju næstu ára á hvíta tjald- inu. Fyrir nokkrum árum var The Hunt for Red October kvikmynduð en nú er Patriot Games komin í kvik- myndahús með Harrison Ford í hlut- verki Ryan - en hann er reyndar þekktastur meðal bíógesta sem ævin- týramaðurinn Indiana Jones. Búast má við aö hver sagan af ann- arri verði kvikmynduð næstu árin. í það minnsta hefur verið samið við Harrison Ford um að leika Ryan í alls fimm kvikmyndum, að sögn fyr- ir jafnvirði um þriggja milljarða ís- lenskra króna. Jack Ryan er því ekkert á fórum á næstunni, hvort sem honum tekst nú að skyggja alvarlega á hinn htríka James Bond í heimi njósnasagnanna. THE SUM OF ALL FEARS. Höfundur: Tom Clancy. Berkley Books, 1992. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: THE RECTOR’S WIFE. 2. David Lodge: PARADISE NEWS. 3. Jeffrey Archer; AS THE CROW FUES. 4. Colin Oexter: THE JEWEL THAT WAS OURS. 5. Len Delghton: MAMISTA. 6. Jílly Cooper: POLO. 7. John Grlsham: THE FIRM. 8- Julian Barnes: TALKING IT OVER. 9. Barbara Taylor Bradtord: P.EMEMBER. 10. Terry Pratchett: REAPER MAN. Rit almenns edlis: 1. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. 2. Laurie Lee: A MOMENT OF WAR. 3. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 4. BUi Bryeon: NEITHER HERE NOR THERE. 5. Latðí Fortescue: PERFUME FROM PROVENCE. 6. Hannah Hauxwell: HANNAH: THE COMPLETE STORY. 7. M. Baigent & R. Leigh: THE DEAD SEA SCROLLS DECEPTION. 8. Julia Phillips: YOU’LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 9. Nancy Friday: WOMEN ON TOP. 10. G. Stelnem G. Barris: MARILYN. tByggt A The Sunday Ttmes) Bandaríkín Skáldsögur: 1. John Grisham: A TIME TO KILL. 2. John Grisham: THE FIRM. 3. Tom Clancy: THE SUM OF ALL FEARS. 4. Stephen King: NEEDFUL THINGS. 5. Anne Rivers Siddons: OUTER BANKS. 6. Jude Deveraux: THE DUCHESS. 7. Sandra Brown: A WHOLE NEW LIGHT. 8. Fannie Flagg: FRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 9. Fannle Flagg: DAISY FAY AND THE MIRACLE MAN. 10. Harold Robbins: THE PIRANHAS. 11. Iris Ralner Dart: l’LL BE THERE. 12. Doris Mortman: THE WILD ROSE. 13. Amy Tan: THE KITCHEN GOD'S WIFE. 14. Judith Michael: SLEEPING BEAUTY. 15. J.F. Freedman: AGAINST THE WIND. 16. Lawrence Sanders: THE SEVENTH COMMANOMENT. Rit almenns eðlis: 1. Katharine Hepburn: ME: STORIES OF MY LIFE. 2. D.L.Bariett & J.B. Sleele: AMERICA: WHAT WENT WRONG? 3. Peter Mayle: A Y6AR IN PROVENCE. 4. Deborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 5. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. 6. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 7. P.J. O'Rourke: PARLIAMENT OF WHORES. 8. B. Williams & C. Kreski: GROWING UP BRADY. 9. Julia Phillips: YOU'LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 10. M.Rothmíller&I.G.Goldman: L.A. SECRET POLICE. (Byggt ú Ncw York Tlmes Book flevlsw) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: FLERE SKRONER FRA ET REJSELIV. 2. Stefano Benni: TERRA. 3. Knud H, Thomsen: BRODRENE PÁ YARLECH CASTLE. 4. Naifer & Smith: HVORFOR KAN MÆNDIKKE ÁBNE SIG? 5. Betty Mahmoody: tKKE UDEN MIN DATTER. 6. Cllttord Irving: UNDER ANKLAGE. 7. Jean M. Auei: REJSEN OVER STEPPERNE. 8. Herbjerg Wassmo: DINAS BOG. 9. Pavel Kohout: DANSETIMEN. 10. Bret Easton Eilis: AMERICAN PSYCHO. (Byggt á PollUken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Sjöunda boðorðið Líf Lewis gamla Starrett er tryggt fyrir þrjár milljónir banda- rískra dala. Þegar hann finnst myrtur i New York telur trygg- ingarfélagið ástæðu til að senda spæjara sinn, Doru Conti, á vett- vang til að kanna hvort væntan- legir erfingjar hafi átt þar ein- hvern hlut að máh. Conti leggur land undir fót og fer aö kanna máhð. Hún hittir íjölskyldu hins látna og Wenden, lögreglumanninn sem annast rannsókn morðsins. Fljótlega kemur í ljós aö ekki er allt sem sýnist varðandi rekstur fyrirtæk- isins sem gamh maðurinn lét eft- ir sig. Brátt reka Uka fleiri lík á fjörurnar. Og Wenden sýnir ekki minni áhuga á Conti en morð- rannsókninni. Sanders er löngu kunnur fyrir spennusögur sínar sem sumar hafa komiö út í íslenskri þýöingu. Þessi fer frekar rólega af staö en spennan eykst þegar á líður. THE SEVENTH COMMANDMENT. Höfundur: Lawrence Sanders. New Engllsh Library, 1992. UAV iL) LODGE ktk'fí'ssíbío. intollÍRent... tiie slory tolK the ípark* fiy - Financial Timn Paradise K&UIS a Paradís heimsótt Föðursystir Bernards Walsh hvarf snemma að heiman í Bret- landi, giftist Amerikana og lenti loks fráskilin á Hawaii-eyjunum sem auglýstar eru í ferðabækl- ingum sem paradis á jörðu. Nú er hún að deyja og vill endilega hitta bróður sinn fyrir andlátið. Er jafnvel reiðubúin að greiða fyrir hann flugfarið. Bemard, sem var prestur þar til hann missti trúna, en kennir þó enn guðfræði, fellst á beiöni frænku sinnar aö fara meö gamla mann- inn, sem er orðinn slitinn og þreyttur, til Hawaii. David Lodge, sem er einn af snjöllustu núlifandi skáldsagna- höfundum Breta, fer hreinlega á kostum í þessari sögu sinni um afdankaða prestinn sem fær að kynnast allt annars konar para- dís en hann hefur verið að fræða guðfræðinemana um ámm sam- an. Persónumar em sérstæðar en sannferðugar. Og Lodge á auð- velt með að lýsa hinu fyndna og fáránlega í daglegu háttemi manna í þessari bráðskemmti- legu og hlýju sögu. PARADISE NEWS. Höfundur: Davld Lodge. Penguin Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.