Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 46
58
LAUCJÁRDAGUR 221 ÁéítiáT’l&SÍ.
Afmæli
Sigumnn K. Konráðsdóttir
Sigurunn K. Konráðsdóttir húsmóð-
ir, Álfaskeið 64d, Hafnarfirði, er sjö-
tíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Sigurunn er fædd á Kurfi á Skaga-
strönd og alin þar upp. Hún hefur
veriö félagi í Kvæðamannafélagi
Hafnaríjarðar um áraraðir. Einnig
hefur hún verið virkur þátttakandi
í Morgimstjömunni og er með stór-
stúku- og hástúkustig í Góðtempl-
arareglunni. Sigurunn hefur verið
virk í ritstörfum og eför hana Uggja
meðal annars ljóð í Húnvetninga-
ljóðum og í AfmæUsdagabók skálda.
Ljóð eftir hana hafa verið flutt í
Kvöldvöku í Ríkisútvarpinu. Einnig
má lesa greinar og Ijóð eftir hana í
Húnvetningi. Eftir hana Uggja
óprentuð handrit. Sigunmn hefur
verið búsett í Hafnarfirði síðan 1936,
lengst af á Hverfisgötu 28.
Fjölskylda
Fyrri maður Sigurunnar var Guð-
mundurGuðmundsson,f. 14.9.1914,
d. 1978. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Guðmundsson og Ingibjörg
Gunnarsdóttir á Nönnugötu 7 í
Hafnarfirði.
Síðari maður Sigumnnar var
Guðni Bjamason, f. 9.10.1910, d.
1991, vélstjóri og síðar sundlaugar-
vörður í Sundlaug Hafnarfjarðar.
Hann var sonur Bjama Bjamasonar
og Júlíönu Guömundsdóttur.
Böm Sigurunnar og Guðmundar
em: Svana R., f. 19,10.1937, vinnur
við leikskóla á Þingeyri, og á hún
sjö börn; Guðmundur Einir, f. 22.7.
1939, vélstjóri og á hann þijú böm;
Gunnar Ingi, f. 4.8.1942, sjómaður;
Þórir Konráð, f. 18.8.1944, sjómaður
og á hann fimm börn; Hafsteinn
Már, f. 26.7.1947, húsameistari og á
hann fimm böm; óskírt sveinbam,
f. 26.1.1946, d. 22.3.1946.
Böm Sigurunnar og Guðna: dreng-
ur, f. 19.6.1950, fæddur andvana;
stúlka, f. 26.6.1952, fædd andvana.
Systur Sigumnnar: Sigurlína Ól-
öf, f. 24.7.1919, búsett í Færeyjum
og á hún þijú böm; Sigfríður Pá-
lína, f. 15.5.1921, d. 29.8.1975, og
eignaðist hún 14 böm; Ingibjörg
Guöveig, f. 21.11.1923, ogá hún 11
böm; María Guðrún, f. 11.10.1930,
ogáhúnsjöböm.
Foreldrar Sigurunnar voru Jón
Konráð Klemensson, f. 1.6.1889, d.
18.11.1981, b. aö Garðhúsum á
Skagaströnd, og Ólína Margrét Sig-
urðardóttir, f. 4.10.1893, d. 22.5.1962,
húsmóðir ogskáld.
Ætt
Konráð Klemensson var fæddur á
Sigurunn K. Konráösdóttir.
Kurfi á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Klemens Ólafsspn og Þór-
unn Bj ömsdótir frá Akri. Ólína
Margrét var fædd á Hvítanesi í Ög-
urhreppi, dóttir hjónanna Sigurðar
Stefánssonar og Ólafar Oddsdóttur.
Ingveldur Ágústa Jónsdóttir
Ingveldur Ágústa Jónsdóttir hús-
móðir, Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund, Reykjavík, verður níutíu ára
á mánudaginn, 24.8.
Starfsferill
Ingveldur er fædd í Eystri-Móhús-
um á Stokkseyri og ahn upp á
Stokkseyri og á Efri-Rauðalæk í
Holtum í Rangárvallasýslu. Hún
gekk í bamaskóla í Holtum, var
vinnukona á Efri-Rauðalæk og síðar
eitt ár í vist hjá Bjama Þorsteins-
syni, forstjóra í Vélsmiðjunni
Héðni, og fjölskyldu hans. Eftir gift-
ingu var Ingveldur heimavinnandi
húsmóðir og jafnframt heimilis-
störfum tók hún saumavinnu fyrir
fólk og var mikið í viðgerðum og
endurbótum á alls kyns fatnaði. Þá
tók við pijónaskapur úr íslensku
bandi sem hún seldi í búðir og beint
á erlendan markað. Ingveldur bjó
allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst
að Bergþómgötu 7 og frá 1937 á Brá-
vallagötu 50 þar til hún flutti á Elli-
heimilið Grand.
Fjölskylda
Ingveldur giftist þann 31.12.1924
Guðmundi Gíslasyni vörabílstjóra,
f. 14.11.1898, d. 14.5.1968. Foreldrar
hans vora Gísli Magnússon, b. að
Brekkum í Holtum, og Jóhanna
Ámadóttir.
Böm Ingveldar og Guðmundar
eru: Gísli, f. 27.12.1925, bifreiða-
smiður, kvæntur Huldu Ragnars-
dóttur verslunarmanni og eiga þau
þijú börn; Guörún, f. 3.8.1928, full-
trúi, gift Klemenz Jónssyni leikara
og eiga þau þijú böm; Jóhann, f.
14.11.1936, flugvélstjóri, kvæntur
Laufeyju Hrefnu Einarsdóttur skrif-
stofumanni og eiga þau þrjá syni.
Alsystur Ingveldar era: Guðbjörg,
f. 1903, ekkja Gísla Guðmundssonar
sjómanns; Elín, f. 1912, ekkja Benja-
mins Jóhannessonar bónda.
Bróðir Ingveldar, sammæðra:
Magnús Siggeir Bjarnason, f. 1893,
látinn, verkstjóri í Reykjavlk,
kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur,
látin.
Systkini Ingveldar, samfeðra:
Ingibjörg, látin, gift Sverri Þór skip-
stjóra; Ragnar sjómaður, kvæntur
Ragnheiði Helgadóttur, látin; Guð-
finna Sigríður, gift Siglaugi Bryn-
leifssyni kennara; Andrea Guð-
finna, látin, gift Sverri Ámasyni
jámsmið.
Foreldrar Ingveldar voru Jón
Guðbrandsson, f. 21.8.1872, d. 1929,
sjómaöur á Stokkseyri, og Ingibjörg
Erlendsdóttir, f. 7.8.1872, d. 3.8.1912.
Ætt
Jón var fæddur að Haga í Holtum,
sonur Guöbrandar Jónssonar
bónda þar, ættuðum frá Lækjar-
botnum, og Helgu Sigurðardóttur -
voru hjónin bræðraböm. Ingibjörg
var dóttir Erlendar Jónssonar frá
Ingveldur Agústa Jónsdóttir.
Ormsvelh og Helgu Gísladóttur frá
Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum.
Bjuggu þau á Eyrarbakka.
Ingveldur tekur á móti gestum
sunnudaginn 23.8. á Holiday Inn kl.
16-18.
■
Sviðsljós Menning
Hluti hópsins fyrir framan rækjuvinnsluna. F.v. hjónin Guðmundur
Bjarnason og Vigdís Gunnarsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Drífa Sigfús-
dóttir, Páll Pétursson, Steingrímur Hermannsson, Jón Kristjánsson og
Aðalsteínn Jónsson.
Framsóknar-
menn fjölmenntu
á Eskifjörð
Emil Thorarensen, DV, Ealdfirði:
Óvepju mikið var um framsókn-
armenn á Eskifirði nú á dögunum
en þá hélt þingflokkur Framsókn-
arflokksins og landsstjóm Fram-
sóknarflokksins sameiginlegan
fund á Egilsstöðum. Að honum
loknum fóra þessir góðu gestir í
heimsóknir niður á firði, þ.e. til
Seyðisfjarðar, Reyðarfjarðar, Eski-
fjarðar og Neskaupstaðar. Á Eski-
firði var komið við í Rækjuvinnslu
Hraðfrystihúss Eskifjaröar hf. þar
sem Aðalsteinn Jónsson forstjóri
tók á móti þeim. Síðan var farið í
Sjóminjasafnið og Hulduhlíð, dval-
arheimili aldraðra.
Portrait af Leifi
Þórarinssyni
Nýlega kom út á vegum íslenskrar tónverkamið-
stöðvar hljómdiskur með tónverkum Leifs Þórarins-
sonar. Þessi diskur er í þeirri útgáfuröð tónverkamið-
stöðvarinnar sem kallast Portait en á þeim diskum er
leitast við að slá upp „portrettí" af tónskáldskap tiltek-
ins höfundar. Áður hafa komið út í þessari útgáfuröð
hljómdiskar með verkum-Jóns Nordals, Karólinu Ei-
ríksdóttur, Lárasar Halldórs Grímssonar og Þorkels
Sigurbjömssonar.
Þau verk Leifs sem á þessum nýja hljómdiski era,
spanna tuttugu ár af tónskáldaferh hans en þau era
Tónlist
Askell Másson
Strengjakvartett, saminn á árinu 1970, Styr-Nottumo
Capnccioso frá 1988, Io frá 1975, Mót frá 1990 og För
frá arinu 1988. Allt era þetta hljómsveitarverk, utan
kvartettsins.
Strengjakvartettinn var fluttur á „Hundadagatón-
leikum" í Gamla bíói í ágúst 1989 af Miami strengja-
kvartéttinum, en hann skipuðu þau Sigrún Eðvalds-
dóttir, Cathy May Robinson, Ásdís Valdimarsdóttir og
Keith Robinson. Þetta er tilfinningaþrungið og frábær-
lega skrifað verk frá hendi Leifs og flutningurinn var
á þessum tónleikum að sama skapi góður en upptakan
er einmitt frá þessum eftirminnilegu tónleikum. Það
era upptökumeistarar Ríkisútvarpsins sem stóðu að
upptökunni, sem er skemmtilega lifandi, í mátulegri
nærmynd og með fallegan óm.
Verkið Styr-Nottumo Capriccioso fylgir í kjölfarið,
fremur fijálslega samin tónsmíð, sem lýsir e.k. baráttu
og virðist mér það bæði eiga við um efnið sjálft svo
og vinnuaðferðimar. Bæði flutningurinn og upptakan
era vönduð.
í næsta verki, Io, vinnur Leifur m.a. úr tvísöngslag-
inu og gerir einstaklega vel. Hér er á ferðinni bæði
innihaldsrík og heillandi tónsmíð, geysivel unnin, full
Leifur Þórarinsson. Verkin spanna tuttugu ár
skáldaferli hans.
tón-
blæbrigða og stemninga og sérlega persónuleg í stíl.
Tvö síðustu verkin á diskinum era að hluta til unn-
in upp úr eldri tónhst Leifs við leikrit. Fomsögulegar
stemningar svífa yfir vötnum í fyrra verkinu, Mót, en
þar notar Leifur m.a. efni úr tónhst við Mörð Valgarðs-
son Jóhanns Siguijónssonar. Síðara verkið, För, bygg-
ist á efni úr tónhst við leikritiö Th Damaskus eftir
Strindberg. Hér beitir Leifur aðferðum sem minna á
cohage-tækni. Þijú síöustu verkin era öh flutt af Sinfó-
níuhljómsveit íslands imdir stjóm Petri Sakari. Flutn-
ingur hljómsveitarinnar og upptökumar era góðar,
einkum á verkinu Io.
Frágangur hylkis og bækhngs disksins er ahur hinn
vandaðasti en tvenn leiðinleg mistök hafa átt sér stað,
annars vegar gleymist að geta Guðmundar Andra
Thorsonar, höfundar texta bækhngsins, og hins vegar
er umsögnunum um tvö síðustu verkin víxlað.