Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992.
Hef alltaf vitað
hvað ég vil
- segir Thelma Ingvarsdóttir, fyrrum fegurðardrottning, sem hefur snúið sér að listhönnun
Nafn Thelmu Ingvarsdóttur var á
hvers manns vörum fyrir tæpum
þijátíu árum. Þá gerði hún fyrst
garðinn frægan úti í heimi þegar hún
var á forsíðum allra helstu tísku-
blaða heimsins. Thelma fór, aðeins
sautján ára gömul, að leita frægðar
og frama í Danmörku og hafði virki-
lega erindi sem erfiði. Þrjátíu árum
síðar kúvendir hún enn sínu lífl og
hellir sér af miklum áhuga út í list-
hönnun og gengur vel.
Það hefur verið hljótt um líf
Thelmu síðustu áratugina, eftir að
hún gifti sig og settist að í Austur-
ríki. Hún leitar nú heim til uppruna
síns og hefur verið á íslandi síðustu
daga til að leggja lokahönd á bók sem
hún er að vinna með Rósu Guðbjarts-
dóttur, fréttamanni Stöðvar 2 og
Bylgjunnar. Milli stríöa þeytist hún
um og undirbýr sýningu á verkum
sínum sem haldin verður í Reykjavík
á næsta ári.
Látlaus móðir
Uppgötvuð
af Hauki Clausen
Thelma er uppahn í Skeijafirði í
húsinu sem móðir hennar, Lydía, býr
enn í. Faðir hennar, Ingvar Bjöms-
son vélstjóri, er látinn fyrir nokkrum
árum. Hún á þijú systkini og tvö
þeirra eru búsett erlendis eins og
hún.
Upphafið á ferli Thelmu má rekja
til sælgætisgerðar Hauks Clausen
tannlæknis sem hét Nýja sælgætis-
gerðin. Hann framleiddi meðal ann-
ars sælgæti sem hét Pic, líkt og Op-
al. Haukur fékk Thelmu til liðs við
sig, þá fimmtán ára gamla. Myndir
af Thelmu með sælgæti voru notaöar
til auglýsinga í blöðum.
„Thelma var glæsileg og indæl
stúlka og er það sjálfsagt enn,“ sagði
Haukur þegar hann var inntur eftir
kynnum sínum af Thelmu.
Hún talar vel um Hauk og lýsir
honum sem miklum velgjörðar-
manni sínum. Áður en hún fór til
Danmerkur til að vinna sem fyrir-
sæta yfirfór hann tennur hennar og
þegar hún ætlaði að borga sagði
hann: „Þú borgar pér þegar þú verð-
ur orðin rík og fræg.“
Haukur staðfestir þessa sögu og
segis.t alltaf hafa haft mikla trú á
henni. Hún hafi strax sýnt að hún
„Ég er alltaf íslendingur í mér þó
ég sé með austurrískt vegabréf. Eg
held sambandfvið gömlu vinkonum-
ar mínar sem ég eignaðist sem bam.
Bömin mín hafa fengið meiri áhuga
á íslandi eftir því sem þau verða
eldri. Ég ætlaði að koma núna með
yngstu stelpuna en hin þijú vildu
ólm koma með,“ segir Thelma í sam-
tali við DV.
Sumir halda sjálfsagt að auðugar
konur í útlöndum séu uppdressaðar
við hvert tækifæri. Thelma mætti til
viðtalsins í gallabuxum, háskólabol
og skellti yfir sig veiðiúlpu. Hún lítur
þó glæsilega út og enginn vandi er
að sjá að þetta útlit hafi komist á
forsíður stórblaöa úti í heimi. Nú er
hún 48 ára, fimm bama móðir, sem
fundiö hefur sér nýjan farveg í lífinu.
Thelma með bömunum sinum, Alexander, Valentin, Timu og Viktoríu. Elsti
sonurinn, Anton, er heima i Austurriki.
Thelma fór út í heim fyrir þrjátiu árum og haföi erindi sem erfiði i fyrirsætu-
starfinu.
hefði bein í nefinu og vissi hvað hún
vildi.
Thelma sat fyrir í nokkrum auglýs-
ingamyndum hérlendis. í þeim efn-
um var ekki um auðugan garð að
gresja og fólst vinnan í að halda á
þvottaefnispökkum og öðm álíka.
„Ég myndaði mikið fyrir Loftleiðir
og þá komu erlendir ljósmyndarar
til þess að vinna bæklinga. Þeir
sögöu að ég yrði að fara út því ég
ætti mikla möguleika á þessum vett-
vangi. Ég hafði gengið með þann
draum 1 maganum síðan ég var 11
ára gömul," segir Thelma. „Ég hef
alltaf vitað hvað ég vil.“
Áeiginvegum
í Danmörku
Danmörk varð fyrir valinu sem
fyrsti áfangastaður þvi þangað hafði
hún komið tvisvar áður og þekkti vel
til.
„Pabbi var vélstjóri á Gullfossi og
fór með mér út í fyrsta sinn. Ég fékk
að vera hjá vinafólki hans til að byija
með, meðan ég var að koma undir
mig fótunum," segir hún.
Þegar til Danmerkur var komið
þurfti hún sjálf að bijóta sér leið
áfram. Enginn umboðsskrifstofa var
í Kaupmannahöfn á þes'sum tíma og
varð Thelma að koma sér á framfæri
sjálf.
„Ég fór á tvö blöð og þeir sögðu að
ég gæti byrjað ,næsta dag,“ segir
Thelma. Hún byijaöi hjá Alt for
Dameme og Berlingske Tidende og
var fyrirsæta í nokkrum auglýsinga-
myndum. í fyrstu gekk henni mis-
jafnlega. Eftir rúmt ár var hún kom-
in á gott ról og hafði nóg að gera.
Tvívegis sigur í
fegurðarsamkeppni
Thelma kom heim tveimur árum
síðar og tók þátt í fegurðarsam-
keppni Islands og sigraði. í kjölfarið
tók hún þátt í Miss Skandinavia og
sigraði líka. Upp frá því gekk henni
enn betur. Þá var stefnan tekin á
London og þar vann Thelma myrkr-
anna á milli í eitt ár.
París var næst dagskrá og þar gerð-
ust hlutimir hratt. Fyrsta verkefni
hennar var fyrir tískublaðiö Vogue
sem birti 24 síður með henni í aðal-
hlutverki.
„Eftir það þurfti ég aldrei aö hafa
áhyggjur af því að koma mér á fram-
færi,“ segir hún.
Thelma vann gífurlega mikið
næstu þijú árin í París. Tækifærin
vom mörg og helstu tískublöð heims-
ins kepptust um að fá hana í vinnu.
Hún segist ekki sjá eftir þeim tíma
sem fór í vinnuna á þessum árum.
„Mér líður alltaf vel þegar ég hef
mikið að gera. Enn í dag er ég ánægð-
ust þegar ég helli mér í vinnu," segir
hún. „Ég hafði góð laun, ferðaðist
um allan heim og gat gert það sem
hugurinn gimtist. Þetta er auðvitað
mikil vinna en ekki erfiðari en hjá
öðm vinnandi fólki.“
Byrjaði ung að vinna
Thelma var vön vinnu frá bam-
æsku og segist hún hafa búið að því
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992.
„Litla stelpan í Skerjafirðinum er enn til.“ Thelma á gönguferð eftir fjörunni í Skerjafirði með fjórum börnum sínum sem eru i heimsókn á íslandi með móður sinni.
DV-mynd GVA
þegar út í hinn stóra heim kom. Hún
byijaði sex ára að selja Vísi, átta ára
passaði hún börn, sem unglingur
vann hún í fiski, í verslunum og á
skrifstpfu. „Ég hef alltaf verið sjálf-
stæð. Ég vildi hafa mína eigin pen-
inga milli handanna í stað þess að
sækja þá til foreldra minna,“ segir
hún.
Ferill Thelmu í París var undra-
verður og hún varð strax þekkt nafn.
Auk ljósmyndavinnunnar sýndi hún
hátískuna fyrir Louis Féraud. Þá
fékk hún ekki greitt í peningum held-
ur gaf Féraud henni öll fotin sem hún
sýndi og vom sérsaumuð á hana.
Þessi fót á Thelma ennþá og geymir
í kistu heima hjá sér. „Ég gæti jafn-
vel notað þau nú því sú tíska er kom-
in aftur," segir hún glettnislega.
Vildi sýna
gott fordæmi
Á þessum ámm fylgdist almenn-
ingur hér heima með ferli hennar í
gegnum erlend og íslensk blöð. Hún
segir að viðhorfið til frægðar hennar
hafi alltaf verið jákvætt hér á landi.
„Mér fannst alltaf að fólk hér
heima væri stolt af mér og minni
vinnu. Ég vildi líka sýna gott for-
dæmi í útlöndum og vera landi og
þjóð til sóma,“ segir Thelma.
Reyndar var hún meira en íslend-
ingur því Danir þóttust eiga í henni
lika enda hóf hún sinn feril þar.
„Ég var miklu þekktari í Dan-
mörku sem fyrirsæta og þar var enn
meiri umfjöllun í blöðum þegar ég
fór til London og svo til Parísar,"
segir hún.
Ást við fyrstu sýn
Thelma segist oft hafa fengið heim-
þrá en aldrei svo mikla að hún hætti
fyrirstætustörfunum. Hún hafði efni
á að koma í heimsóknir til íslands
og í byijun þegar tekjumar voru
minni sparaði hún til að eiga fyrir
farinu. „Ég átti alltaf eitthvaö í vara-
sjóði þvi ég vildi ekki bijóta allar
brýr að baki mér.“
Tuttugu og fimm ára og heimsfræg
brá Thelma sér á skíöi til Austurrík-
is. Þar kynntist hún eiginmanni sín-
um, Manfred Herzl, og það var ást
við fyrstu sýn. Þau hafa verið gift í
Úr sýningarsal Thelmu Herzl í Vínarborg. Allir hlutir eru eftir hana og sumt hefur hún smíðað sjálf.
rúm tuttugu ár og eiga fimm böm.
Fyrir fjórum árum slitu þau hjón
samvistum en hafa ekki skilið lög-
lega.
„Ég gerðist móðir og eiginkona af
lífi og sál eins og alltaf þegar ég tek
eitthvað að mér. Ég vildi eiga mörg
böm. Ég vissi það líka þegar ég var
ellefu ára,“ segir Thelma hlæjandi.
Elstur er sonurinn Anton, sem er 22
ára, Alexander er 21 árs, Valentín 15
ára og dætumar em Tina 12 ára og
Viktoría 11 ára. Fjögur yngstu bömin
em hér á landi með móður sinni og
una sér vel. Hún segist alveg hafa
verið tilbúin að leggja fyrirsætu-
störfin á hilluna fyrir nýtt hlutverk
enda sjö ár sem fyrirsæta á toppnum
ágætt.
Lítið fyrir samkvæmi
Fjölskylda Manfreds á stóra skó-
verslanakeðju, Stiefelkönig og Delka,
alls 200 verslanir, og hefur hann ver-
ið við stjómvölinn í mörg ár. Stór
vinahópur og umsvifamikil kaup-
sýsla leiddi til þess að þau hjón vom
mikið úti á meðal fólks og vom áber-
andi í borgarlífinu.
„Ég hef aldrei verið neitt fyrir að
sækja samkvæmi eða skemmtistaði.
Mér líður alltaf best heima með
minni fjölskyldu," segir hún. Þrátt
fyrir það var Thelma mikiö eftirlæti
blaðaljósmyndara. Á ljósmyndum af
mannamótum, sem þau sóttu, má sjá
að þeir hafa heillast af útliti hennar.
Sjálfrl var henni lítt um þessa at-
hygli gefið en þótti ánægjulegt að í
myndatextum var hún alltaf til-
greind sem „íslenska Thelma".
„Mér hefur alltaf liðið mjög vel í
Austurríki. Ég var alltaf hamingju-
söm þangað til við hjónin slitum
samvistum. Líf mitt gjörbreyttist
þegar ég sneri mér að listinni. Núna
er ég hamingjusamari en nokkru
sinni fyrr. Ég nýt þess að skapa og
vinna úr eigin hugmyndum," segir
hún.
Bervirðingu
fyrir peningum
Þrátt fyrir velgengni og góð efni
segist Thelma bera mikla virðingu
fýrir peningum og vinnunni sem
liggur að baki.
„Ég lærði þessa aðhaldssemi þegar
ég var krakki og fór fyrst að vinna.
Þetta var minn peningur og ég hafði
púlað fyrir honum, selt blöð og unnið
í fiski. Ef maður hefur þurft að hafa
fyrir laununum þá hendir maður
ekki peningum út um gluggann,"
segir hún og þetta viðhorf kom henni
til góða síðar þegar hún fór út á lista-
brautina og stofnaði sitt gaUerí. Þá
átti hún sjóð frá fyrirsætuárunum
sem kom sér vel.
En það var listhönnunin sem
blundaði í henni. Sem unglingur var
hún í Myndlistarskólanum og teikn-
aði mikið.
„Ég var alltaf með einhverjar hug-
myndir í höfðinu. Þegar ég fann eng-
i in borð sem áttu við mitt gamla dót
byijaði ég að hanna mín borð sjálf,“
segir hún. Nú fæst Thelma við list-
hönnun úr ýmsum efnum en aöal-
lega stáli og gleri. Hún býr til allt sem
við á; stóla, borð, spegla, kertastjaka,
málverk og myndir.
„Ég geri allt sem ég get sjálWílippi
og beygi stálið og forma eftir mínum
eigin skissum. Ég logsýð líka smærri
hlutina en fæ aðstoð við að sjóða
þyngri hluti saman. Það er erfitt en
ég er sterk. Það getur farið mjög í
axlimar að forma stáliö á þann veg
sem ég vil hafa það. Engir tveir hlut-
ir verða eins þvi ég teikna aldrei
n§itt heldur skissa bara niður svo ég
gleymi hugmyndinni ekki. Þær
kvikna nefnilega oftast þegar ég er
milli svefns og vöku,“ segir hún og
færist öll í aukana þegar hún segir
frá húsmimum sínum.
Margar
viðurkenningar
Thelma hefur fengið mikla umfjöll-
un og margar viðurkenningar fyrir
hönnun sína, þar á meðal frá forseta
Austurríkis.
„Ég fékk bréf frá honum fyrir viku
þar sem hann hrósar mér fyrir verk
mín,“ segir Thelma og greinilegt er
að hún metur þessa viðurkenningu
mikils. Forsetanum kynntist hún í
gegnum hljómsyeitarstjórann Zubin
Mehta en hann er sameiginlegur vin-
ur.
Stelpan úr
Skerjafirðinum
Eftir að hafa haldið sýningar víðs
vegar um Austurríki opnaði hún
gallerí í miðborg Vínar þar sem verk
hennar eru til sýnis og sölu. Eftir
áramót ætlar hún að setja upp sýn-
ingu á verkum sínum hér í Reykja-
vik. Hún á eftir að vera með annan
fótinn hér heima næstu misseri
vegna bókarinnar og sýningarinnar.
„Mér finnst alltaf gott að koma
heim. Þegar bömin voru lítil voru
ferðalögin erfiðari en nú eru bömin
fullfær að sjá um sig sjálf. Ég var
bara sautján ára þegar ég fór að
heiman og margt hefur breyst. Samt
ier litla stelpan úr Skerjafirðinum
í enn til,“ segir Thelma Herzl Ingvars-
! dóttir sem fór út í hinn stóra heim
fyrir þrjátíu árum og hafði erindi
sem erfiði.