Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 44
56 LAUGAHDAGUR 22. ÁGÚST 1992. Verslunin Rosenthal Eigendaskipti hafa oröið á versluninni Rosenthal og eru hinir nýju eigendur hjónin Arsæll Ársælsson og Guðrún Kjartansdóttir en þau hafa stundað versl- unarrekstur um margra ára bil. Rosen- thal verksmiðjumar eru þekktar fyrir ’handunnar gler- og postuiínsvörur á heimsmælikvarða og samstarf sitt við frægustu hönnuði samtímans s.s. Timo Sarpaneva, Tapio Virkala, Mario Bellini og Dorothy Hafiier, höfund nýjustu tísku- linunnar Flassline. Höfuðáhersla verður lögð á að hafa alltaf til sölu það nýjasta hveiju sinni frá verksmiðjunum en einn- ig veröur hægt að panta inn í matar- og kaffistell. Verslunin mun einnig hafa til sölu Thomas vörumar, en þær em ódýr- ari lína frá Rosenthal. Verslunin er til húsa að Armúla 23 og er opin aila virka daga frá kl. 10-18, föstudaga til 19 og laug- ardaga kl. 10-13. Tilkyrmingar Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga frá kl. 16-18. Hallgrímssókn - starf aldraðra Nk. miðvikudag, 26. ágúst, verður farið á Þingvöll, Gullfoss, Geysi og Skálholt. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9.30 en ekki kl. 10 eins og áður hefúr veriö auglýst. Skráning og nánari uppl. hjá Dómhildi í síma 39965. Félag eldri borgara í Rvík Spiluð félagsvist í Risinu sunnudag kl. 14. Dansað í Risinu sunnudagskvöld kl. 20. Kínversk leikfimi kennd í hléi. Þann 8. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Seljakirkju af séra Val- geiri Ástráðssyni Ingibjörg Valgeirs- dóttir og Sigurður Pétursson. Ljósm. Jóhannes Long Tapaðfundið Kvenúrfannst Kvenúr fannst fyrir utan Póst og síma í Kópavogi 14. ágúst sl. Uppl. gefur Ami í síma 664704. Andlát Hulda Sveinsdóttir, Kambahrauni 30, Hveragerði, lést í Landspítalanum 19. ágúst. Safhaðarstarf Laugarneskirkja: Guðsþjónusta í dag kl. 11.00 í Hátúni lOb. Ami Bergur Sigur- bjömsson. Svipmyndir A1 Capone A1 Capone fæddist í New York glæpaforingi sögunnar. Árið 1931 17. janúar 1899. Foreldrar hans fékk hann ellefu ára iangelsisdóm fluttust til Bandaríkjanna frá Na- fyrir skattsvik. Mikinn hluta þess pófi. A1 Capone ólst upp í Brooklyn tíma sat hann í fangelsinu fræga á þar sem hann gekk í skóla eyjunni Alcatraz fyrir utan San Áriðl919fluttisthanntilChicago Francisco. þar sem hann varð illræmdastí LJUFFENGIR KINVERSKIR RETTIR 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR TILBOÐSRÉTTIR FRÁ 11-1 OG 5-7 KÍNAHÖLUN Opifi virka daga kl. 11-22 Opið um helgar kl. 11-23.30 _ Siglum 3 (ATH. heimsendingarþjónusta.) SÍltlí 629060 SKYNDIBITASTAÐUR - SJOPPA Til sölu af sérstökum ástæðum skyndibitastaður með sjoppu við eina mestu umferðargötu bæjarins. Fyrirtækið er í góðum rekstri og vel tækjum búið. Tilboð sendist DV, merkt „S-65661". DANSHERRA Ég er 14 ára stelpa sem vantar dansherra. Hef verið í dansi í 11 ár, hef mikinn áhuga og er með keppni í huga. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband í síma 76570. Popp I>V Veggfóður-Úr kvikmynd Ekki síðri en myndin Kvikmyndin Veggfóður hefur gert það heldur betur gott að undanfomu enda athyglisverð mynd að mörgu leyti og þar á tónlistin ekki hvað minnstan þátt en geislaplata með lögunum úr myndinni kom á markað nokkuð á undan myndinni og hafa lög af henni þegar náð nokkrum vinsældum. Reyndar er það svo með þessa kvikmyndatónlist eins og flest alla kvikmynda- tónlist að hvort styður annað mynd og tónlist og án myndar er tónlistin hálfvængbrotin. Þó eru hér lög sem standa fyllilega ein og sér eins og lag Sálarinnar hans Jóns míns, Brosið blíða, lag Síðan skein sól, Ég sé epli, lag Todmobile, Stopp, lag Geira Sæm, Second- hand Emotion og auðvitaö líka gamla hippagrínlagið Ó ljúfa líf með Flosa og Pops. Hin lögin tengjast efni myndarinnar mun sterkar; era samofin söguþræðinum og órjúfanlegur hluti af þeim anda sem leikur um myndina. Obbann af þessum lögum á hljómsveitin Pís of keik þar sem Máni Svav- arsson er prímusmótor og sýnir það og sannar að ís- lenskir tónlistarmenn geta samið svokallaða house- tónlist sem jafnast á við það besta sem gerist. Og þá virðast ljúfar ballöður ekki síður leika í höndum hans. HLjómplötur Sigurður Þór Salvarsson Aðrar hljómsveitir sem koma við sögu eru Tennum- ar hans afa með lagið Kinky sem er houselag meö afar berorðum texta, Bootlegs með þungarokksúgáfu af Another Brick In The Wail og Orange Empire með My Lovley sem er létt og lipurt popplag. Tónlistin úr kvikmyndinni Veggfóður er ekki síður athyglisverð en myndin sjálf og þar her Pís of keik hita og þunga dagsins. Sviðsljós Friðfinns laxavörur í Grundarfirði: Vaxandi fjöl- skyldufyrirtæki Halla I framtffiarhúsnæðinu. Þau hjónin eru staðráðin i því afi Ijúka endur- byggingunni fyrir áramótin. DV-mynd ask Fyrir nokkrum árum hófú hjón frá Grundarfirði að reykja urriða og bleikju. í upphafi var þetta fyrst og fremst til gamans gert. Vinir og vandamenn fengu að sjálfsögðu að smakka og þeim líkaði framleiðslan vel. Þá datt hjónunum í hug að færa út kvíamar og hófu að kaupa hafbeit- arlax frá Siifurlaxi. Smám saman vatt þetta upp á sig og er framleiösl- an, sem ber heitið Friðfinns, í fjöl- mörgum verslunum víða um land. „Við kofareykjum laxinn, sem er þurrsaltaður en leggjum hann ekki í pækil,“ sagði Halla Elimarsdóttir. Hjónin nostra mjög við framleiðsl- una og vanda vel til verka enda er laxinn góður, svo ekki sé meira sagt. Jafnvel taðið er verkað á sérstakan hátt og það er hreint ekki sama hvemig tað er notað. Halla sagði að fram til þessa hefðu þau verið með aðstöðu í bflskúr en nú hafa þau keypt gamalt hús af björgunarsveitinni í Grundarfirði. Þar fá þau 120 fermetra pláss sem er mikii breyting frá þvi sem nú er. Eins og fyrr segir er framleiðslan seld undir heitinu Friðfinns. Á um- búðunum er nákvæm útskýring á innihaldinu, t.d. kofareyktur lax, grafinn lax, salat eða sósa. Laxinn er hafbeitarlax. „Samkeppnin er hörð á þessum markaði. Við hjónin vinnum í þessu, ég flaka fiskinn og síðan beinhreinsum viö hann og reykjum. Við erum forstjórar, sölu- menn og verkafólk - alit í senn. Son- ur okkar í Reykjavik sér um dreif- ingu á höfuðborgarsvæðinu og hann útbýr salatið og sósuna. Þetta er sem sagt fjölskyldufyrirtæki eins og þau geta best verið,“ sagði Halia. „Það er óhætt að fuilyrða að okkur hafi verið vel tekið en það er að mörgu leyti erfitt að stunda atvinnurekstur utan höfuðborgarsvæðins. Við þurfum að kaupa margt þaðan með dlheyrandi kostnaði. Þá er rafmagnið héma hrikaiega dýrt. En jöfnun raforku- kostnaðar skiptir miklu máli.“ -ask ^ •• A ERT ÞU ORUGGLEGA ASKRIFANDI? Á FULLRI FERÐ! EINN BÍLL Á MÁNUDI í ÁSKRIFTARGETRAUN í. . . . OG SIMINN ER 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.