Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 47
 AJ&næli Oddrún Pálsdóttir Oddrún Inga Pálsdóttir, Sogavegi 78, Reykjavík, er sjötug í dag. Fjölskylda Oddrún er fædd að Lunansholti í Landsveit en fluttist ung með for- eldrum sínum að Hjailanesi þar sem hún ólst upp. Auk húsmóðurstarfs- ins hefur hún gegnt trúnaðarstöð- um hjá ýmsum félagssamtökum. Oddrún hefur starfað við athvarf Breiðagerðisskólans í Reykjavík frá 1976. Oddrún giftist 20.4.1946 Sigurði Þóri Ágústssyni, f. 7.12.1922, d. 2.5. 1975, flugvirkja. Foreldrar hans voru Ágúst Úlfarsson og Sigrún Jónsdóttir, Melstað í Vestamanna- eyjum. Börn Oddrúnar og Sigurðar: Ág- úst Úlfar, f. 18.9.1946, tölvunarfræð- ingur, kvæntur Erlu Þórðar meina- tækni; Halldóra Sunna, f. 27.3.1949, doktor í erfðafræði, gift Ólafi P. Jak- obssyni, doktor í lýtalækningum; Sigrún Lóa, f. 3.8.1951, arkitekt, gift Jóni G. Jörgensen norrænufræð- ingi; Páll Ragnar, f. 29.1.1954, véla- verkfræðingur, kvæntur Maijolein Roodbergen sjúkraþjálfara; Sigurð- ur Hreinn, f. 20.10.1962, við nám í Den Danske Filmskole. Oddrún á tíu bamaböm. Systkini Oddrúnar: Elsa Dórote, f. 19.8.1924, húsfreyja að Hjallanesi, maki Magnús Kjartansson bóndi; Ingólfur, f. 1.9.1925, d. 29.10.1984, húsgagnasmiður, maki Jónína S. Stefánsdóttir; Jóh Hermann, f. 27.11. 1926, veghefilsstjóri og bóndi; Auð- björg Fjóla, f. 25.5.1928, húsmóðir, maki Kristinn I. Jónsson, látinn; Oddur Ármann, f. 28.12.1932, flug- virki, maki Gróa Engilbertsdóttir. Foreldrar Oddrúnar voru Páll Þórarinn Jónsson, f. 1.9.1893 í Holtsmúla í Landsveit, d. 3.2.1951, ogHalldóra Oddsdóttir, f. 29.1.1891 í Lunansholti í Landsveit, d. 10.7. 1971. Þau bjuggu að Hjallanesi í Landsveit í Rangárvallasýslu 1922 til 1951. Ætt Páll Þórarinn var sonur Jóns, b. í Holtsmúla, Einarssonar, b. í Holtsmúla, Gíslasonar. Móðir Ein- ars var Halldóra Oddsdóttir, systir Guðríöar, langömmu Jóhannesar Kjarval. Móðir Páls var Dórothea Jónsdóttir, b. á Brekkum í Mýrdal, Jónssonar og konu hans, Elsu Egils- dóttur. Halldóra var dóttir Odds, b. í Lun- ansholti, Jónssonar, b. í Lunans- holti, Eiríkssonar, b. í Tungu á Rangárvöllum, Jónssonar, b. á Rauðnefsstöðum, Þorgilssonar, b. á Reynifelli, Þorgilssonar, ættföður Reynisfellsættarinnar. Móðir Halldóru var Ingiríður, systir Páls, afa Júlíusar Sólnes, fv. ráðherra. Annar bróðir Ingiríðar var Lýður, langafi Þórðar Friðjóns- sonar hjá Þjóðhagsstofnun. Ingiríð- ur var dóttir Áma, b. á Skamm- beinsstöðum, bróður Jóns á Skarði, langafa Margrétar Guðnadóttur, prófessors á Keldum, Guðna Krist- inssonar, b. á Skarði á Landi, Eyj- ólfs Ágústssonar, b. í Hvammi á Landi, og afa Guðríðar, ömmu Guð- laugs Bergmanns í Kamabæ og Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Annar bróðir Áma var Jón, b. á Hlemmiskeiði, langafi Þor- gerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Ámi var sonur Áma, b. á Galtalæk, Finnbogasonar, b. á Reynifelli, bróður Jóns, langafa Þóra, móður Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Jón var einnig faðir Jóhanns, lang- afa Ingólfs Margeirssonar ritstjóra. Finnbogi var sonur Þorgils, bróður Jóns á Rauðnefsstöðum. Móðir Áma Ámasonar var Margrét Jóns- dóttir, b. á Ægisíðu, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Brandsdótt- ir, b. í Rimhúsum, Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- fóður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Ingiríðar Ámadóttur var Ingiríður Guðmundsdóttir, systir Júlíu, ömmu Guðrúnar Helgadótt- ur, fv. skólastjóra Kvennaskólans, Oddrún Inga Pálsdóttir. Lárusar Helgasonar læknis og Ingv- ars Helgasonar stórkaupmanns. Bróðir Ingiríðar var Jón á Hlíðar- enda, afi Jóns Helgasonar, prófess- ors og skálds. Annar bróðir Ingiríð- ar var Jón, ættfræðingur á Ægisíðu, afi Jóns Þorgilssonar, fram- kvæmdastjóra héraðsnefndar Rang- árvallasýslu. Ingiríður var dóttir Guðmundar, b. á Keldum, Brynj- ólfssonar, b. á Vestri-Kirkjubæ, Stef- ánssonar, b. í Árbæ, Bjamasonar, bróður Brands í Rimhúsum. Oddrún tekur á mótí gestum í fé- lagsheimili Flugvirkjafélags ís- lands, Borgartúni 22, klukkan 15-18 áafmælisdaginn. 100 ára Guðrún Hulda Jónsdóttir, Skeggjagötu 2, Reykjavík, Jóhanna Benediktsdóttir, Eyri, Mjóaflarðarhreppi. Guðmundur Guðleifsson, Lyngheiðl 15, Selfossi. Óiðf Gestsdóttir, Kóngsbakka 9, Reykjavík. Margrét Þórðardóttir, Kskihiíö 12a, Reykjavík. Sigurlin Sigurðardóttir, Víðiteigi 2d, Mosfellsbæ. Hörður Ágústsson, Unufelli 29, Reykjavik. Magnús G. Erlendsson, Ljárskógtun 13, Reykjavík. Ernst Jensen, Glæsibæ 18, Reykjavik. Halldór Ágústsson, Kaplaskjólsvegi 63, Reykjayik, Trausti Jósef Óskarsson. Faxabraut 5c, Keflavik. Rannveig L. Agnarsdóttir, Þingholtsstræti 30, Reykjavík. Svanur Páisson, Strandgötu 15, Eskifirði. Leó Sveinsson, Blikahóium 2, Reykjavík. Sigurður Gestsson, Reynihvammi 31, Kópavogl Guðný Brynja Einarsdóttir, Birkibergi 26, Haötarfirði. Sigriður Kvistjnnsdouiv (Silla), Hraunbæ 72, Reykjavík. Eiginmaður bennar er Guð- mmidur K. Her- mannsson frá Súgandafirði. ÍÍÍÉiicáíÍljiSfll gestum á at'mæl- isdagtnn í Fóst- bræðraheimil- inn, Langholtsvegi 109-111, kl. 17-20. Sæbólsbraut 53, Kópavogi, Finnbogi Már Gústafsson, Funafold 105, Reykjavik. Elisabet Vaitýsdóttir, Lambhaga 6, Selfossi. Sumarliði Guðbjartsson, Réttarholti 13, Seifossi. Þórdís Þórisdóttir, Reykjabyggö 14, Mosfellsbæ. Þorvaidur Batdurs, Reynimel 84, Reykjavik. Hólmfríður Kristin Karlsdóttir, Hóimgarði 50, Rcykjavík. Elínborg Hannesdóttir, Laugavegi 70b, Reykjavik. Ólafía Sigurdórsdóttir, Suðurgötu 119, Akranesi. 70 ára Páll Guðmundsson, Utmarbraut 6, Seltjamarnesl. Meinert Jóhannes Nilssen, Borgarvegi 11, Njarðvik. Ólafiir Thorarensen, Aðalgötu 34, Siglufirði. Védís Elsa Kristjánsdóttir, ■ Hrísmóum 4, Garðabæ. Magnús B. Magnússon, Langeyrarvegi 15, HafnarfirðL Sigurbjörn Arnason, Merkjateigi 6, Mosfellsbæ. Hrafnhiidur Lútbersdóttir, Smyrlahrauni 54, Hafharfiröi. Dagfmnur Ólafsson, Fjaröarseli 25, Reykjavík. ingveldur Sigurðardóttír, Teigaseli 11, Reykjavík. Ingi Guðbrandsson, Hálsaseli 43, Reykjavík. 40 ára 60 ára Sigrún Sigfúsdóttir, Laufskógum 31, Hverageröi, Kristín Guðmundsdóttir, Hjallavegi 20, Flateyri. íjóia Hildiþórsdóttir, Garðar Gufijónsson, Háuhiíð 4, Sauðárkróki. 50 ára Helga Egilsdóttir, Hverfisgötu 75, Reykjavík. Margrét Indíana Jónsdóttir, Seilugranda 4, Reykjavík. Jón Svelnsson, Garðabraut 16, Akranesí. Arnar Pálmi Helgason, Brautarholti 22, Reykjavik. Kristjana Kristjíinsdóttir, Grænumýri 14, AkureyrL Einar Jens Hilmarsson, Botnahlíð 17, SeyðisfirðL Sigurlaug Anna Tobiasdóttir, BorgarhlíÖ 2b, Akureyrí, Hannes G. Haraldsson, FrostasJgóh 45, Reykjavik. Ingibjörg Vilhj álmsdóttir Ingibjörg Vilhjálmsdóttír hús- móðir, Minni-Grund, Blómvalla- götu 12, Reykjavík, er áttatíu ára í dag. Fjölskylda Ingjbjörg giftist 6.5.1933 Magnúsi Jósefssyni, f. 28.12.1911, fyrrv. sýn- ingarstjóra. Foreldrar hans vora Jósef Gottfreð Blöndal Magnússon og Guðríður Guömundsdóttir. Böm Ingibjargar og Magnúsar era: Jósef G.B., f. 18.12.1933, flautu- leikari í Sinfóníuhljómsveit íslands, kvæntur Ruth Magnússon fram- kvæmdastjóra og eru synir þeirra Magnús Yngvi og Ásgrímur Ari; Guðríður H., f. 20.4.1938, skrifstofu- stjóri í lagadeild HÍ, gift Þóri Ragn- arssyni, bókaverði á Háskólabóka- safni, og era böm þeirra Sigurður Thoroddsen, Ingibjörg og Ragnar; Jakob H., f. 1.8.1950, framkvæmda- stjóri og eigandi veitingastaðarins Homsins í Hafnarstræti, kvæntur Valgerði Jóhannsdóttur hár- greiðslukonu og eru böm þeirra Hlynur, Reynir og Ólöf. Systkini Ingibjargar; Vilhjálmur S„ f. 4.10.1903, d. 4.5.1966, rithöfund- ur og blaðamaður; Guðmunda, f. 8.10.1907, d. 2.3.1988, húsmóðir; Erlendur, f. 11.9.1910, fyrrv. defidar- stjóri hjá Tryggingastofnun ríkis- ins; Gíslína, f. 5.10.1922, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Foreldrar Ingibjargar vora Vfi- hjálmur Ásgrímsson, f. 13.3.1879, d. 19.12.1966, verkamaður, og Gís- lína Erlendsdóttir, f. 12.9.1880, d. 3.7.1964, húsmóðir. Afmælisbamið verður að heiman. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Andlát Halla P. Kristjánsdóttir Halla Pálína Kristjánsdóttír hús- móðir, Völusteinsstræti 36, Bolung- arvík, andaöist í Landspítalanum 16. ágúst sl. Halla verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag. Þeim sem vfidu minnast hennar er vinsamlegast bent á Hólskirkju í Bolungarvík eða Krabbameinsfélag íslands. Starfsferill Halla var fædd 17.3.1930 á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi á Isafirði 1947 og var einn veturinn, 1952-53, í Húsmæðraskól- anum Ósk. Halla starfaði um tíma í Landsbankanum á ísafirði. Halla tók virkan þátt í félagsstörf- um, fyrst á ísafirði í skátafélaginu Valkyrjunni, þar sem hún var um árabil í stjóm og formaður um tíma. Jafnframt sat hún nokkur ár í stjóm íþróttafélagsins Harðar. Eftír að Halla fluttist til Bolungarvíkur tók hún þátt í skátastarfi í Bolungarvík. Hún starfaði mikið í kvenfélaginu Brautinni, þar sem hún sat í stjóm í mörg ár, auk þess sem hún var formaður kirkjunefndar um árabil. Fjölskylda Halla giftist 1.7.1953 efitírlifandi eiginmanni sínum, Jónatan Einars- syni forstjóra. Foreldrar hans vora Elísabet Hjaltadóttir og Einar Guð- finnsson útgeröarmaður. Böm Höllu og Jónatans: Einar Jónatansson, f. 27.1.1954, viðskipta- fræöingur og forstjóri Einars Guö- finnssonar í Bolungarvík, kvæntur Guðrúnu B. Magnúsdóttur tónlist- arskólastjóra, þau eiga þijá syni; Ester Jónatansdóttir, f. 3.4.1955, við- skiptafræðingur og defidarstjóri hjá Pósti og síma í Reykjavík, gift Guð- mundi S. Ólafssyni kennara, þau eiga þrjár dætur; Kristján Jónatans- son, f. 28.10.1956, framkvæmdastjóri Verslunar E. Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík, kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur ljósmóður, þau eiga tvöböm; Elías Jónatansson, f. 16.11. 1959, iðnaðarverkfræðingur í Bol- imgarvík, kvæntur Kristínu Gunn- arsdóttur skrifstofumanni, þau eiga tvö böm; Heimir Salvar Jónatans- son, f. 30.11.1965, framkvæmdastjóri hjáKringlubóni í Reykjavík, kvænt- ur Ósk Ebenezersdóttur. Systkini Höllu: Magnús Helgi Kristjánsson, f. 12.6.1916, d. 1968, skrifstofumaður, var kvæntur Berg- þóra Þorbergsdóttur, d. 1989; Bryndís Kristjánsdóttir, f. 8.9.1918, d. 1971, var gift Ólafi Þorsteinssyni jámsmíðameistara; GísliKristjáns- son, f. 24.4.1920, skrifstofustjóri, kvæntur Sigurbjörgu J. Þórðardótt- ur kennara; Helga Elísabet Krist- jánsdóttir, f. 10.5.1922, ekkja Guð- mundar í. Guðmundssonar neta- gerðarmanns, d. 1975; Ester Krist- Halla Pálína Krisljánsdóttir. jánsdóttir, f. 9.8.1925, d. 24.3.1945; Elísa Kristíánsdóttír, f. 23.9.1927, gift Ingimundi B. Jónssyni prentara. Foreldrar Höllu vora Kristján Hannes Magnússon, verkamaður á ísafirði, og Rannveig Salóme Svein- bjömsdóttir. Ætt Kristján var sonur Magnúsar Gíslasonar á ísafirði og Elísu Helga- dóttur. Rannveig Salóme var dóttir Svein- bjöms Pálssonar í Botni í Súganda- firði og Guðmundínu Jónsdóttur. Fósturforeldrar Rannveigar Salóme vora Páll Jónsson, hreppstjóri á Kirkjubóli í Skutulsfirði, og Hall- beraJónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.