Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992.
19
Elísabet Bretadrottning í meiri vanda en áður í 40 ára valdatíð sinni:
Fergie hefur van-
virt fiölskylduna
Elísabet Bretadrottning stígur á bak
hesti sínum við Balmoralkastala í
Skotlandi. Hún hefur hnýtt skýlu-
klútinn fast undir höku, er niðurlút
og þyngri á brún en menn hafa séð
hana áður.
Drottningunni er sannarlega ekki
skemmt því eftir síðustu uppákom-
una í flölskyldunni er mögulegt að
Fergie, tengdadóttirin óstýriláta, hafi
komið málum svo að Elísabet verði
síðust sinna ættmenna á valdastóli í
Bretlandi.
Drottning hefur árum saman reynt
að forða fjölskyldu sinni frá því að
lenda milli tannanna á óvægnum
slúðurblöðum en árangurinn er
minni en enginn. Trúlega væri hún
nú þegar sest í helgan stein í öruggu
skjóli hjá Karli syni síniun, sem nú
bæri titilinn Bretakonungur, ef ekki
kæmi til að gulu pressunni í Bret-
landi er ekkert heilagt.
Drottningin beðin
að reka Fergie á dyr
Virðulegir þingmenn hafa rætt
vandamál konungsfjölskyldunar á
fundum sínum síðustu daga. ihalds-
mennimir skora á drottningu að
hreinsa nú til á heimili sínu og visa
Söru Ferguson endanlega á dyr,
svipta hana tith hertogaynju og rétti
til uppihalds vegna hjúskaparbrota.
Drottning hefur hikað við að fara
að þessum ráðum og þess í stað reynt
að bera klæði á vopnin. AUri fjöl-
skyldunni var því stefnt til Balmoral
þar sem ræða átti fjölskyldumálin í
þaula. Það þarf líka að koma á sátt-
um í hjónabandi ríkiserfingjanna,
Karls og Díönu..
Viðræður eru þó til lítils þegar á
sama tíma eru birtar myndir sem
taka af öll tvímæli um að Fergie á í
ástarsambandi við bandarískan
mfiljónamæring og var að kela við
hann í St. Tropez í Frakklandi á síð-
asta ári. Það er ekki að furða þó að
drottning finni þaö fyrst tfi ráða að
láta söðla hest sinn og íhuga málið á
grænum engjunum við Balmoral.
í þinginu ræða menn um að setja
lög þar sem einkalíf manna verði
vemdað fyrir aðgangi íjölmiðla. Slík
lög hefðu komið í veg fyrir hneykslið
núna. John lávarður af Fawsley,
fyrrum ráðherra, sagði að nú væri
mælirinn fullur; án laga tfi að hemja
fjölmiðlana væri fólki vart vært í
landinu lengur.
Times benti á að það væri jú Fergie
sem hefði verið í keleríi á Frakk-
landsströnd; ekki væri hægt að
kenna blöðunum um þótt tengda-
dóttir drottningar væri illa siðuð.
Þó er vitað að John Major forsætis-
ráöherra hefur fullan hug á að koma
lögum yfir gulu pressuna, sérstak-
lega eftir að David Mellor, vinur
hans, lenti í hakkavélinni í sumar
vegna kvennafars og var sviptur
æru.
Allt frá því á liðnu sumri hefur
almenningur vitað um myndimar af
Fergie með mfiljónamæringnum-
Johnny Bryan í St. Tropez. Blöðin
hafa sagt frá hvaö á þeim er en það
var ekki fyrr en núna í vikunni að
Dafiy Mirror reið á vaðið, keypti
myndimar af áhugaljósmyndara fyr-
ir offjár og birti þær á forsíðu og í
opnu.
Prentaðar vora 3,5 milljónir ein-
taka af Daily Mirror með myndunum
og útsöluverðið fiórfaldað. Þetta
dugði ekki tfi að anna eftirspuminni
og haldið var áfram að prenta tugi
Elísabet Bretadrottning búin að
hnýta skýluklútinn undir hökuna. Nú
er henni ekki skemmt.
þúsunda eintaka fram eftir degi og
allt rann út.
Þar með var teningnum varpað.
Keppinautar Mirror á blaöamark-
aðnum gátu ekki setið hjá aðgerða-
lausir og erkiféndurnir hjá The Sun
fylgdu á eftir í gær með því að birta
sínar myndir og auglýstu þær sem
enn svakalegri en það sem Mirror
hafði upp á að bjóða. Öll herlegheitin
era síðan háð ströngum reglum um
höfundarrétt enda hafa myndimar
verið dýrar í innkaupum.
Fergie er siðlausari
enblöðin
sem skrifa um hana
Hin virðulegri blöð í Bretlandi hafa
tekið illa öllum hugmyndum um tak-
markanir á prentfrelsinu og The
Sonardætur drottningar
horfðu á ósómann
Þessar myndir taka af öll tvímæh
um að Fergie og Johnny Bryan eiga
í ástarsambandi. Hún er að sóla sig
með honum á sundlaugarbarmi ber-
brjósta og lætur vel að honum. Á
Fergie með prinsessurnar Beatrice og Eugenie. Þær horfðu á aðfarir móður sinnar á sundlaugarbarminum með
Johnny Bryan.
Bandaríski milljónamæringurinn Johnny Bryan. Fergie bar sólaroliu á skall-
ann á honum. Simamynd Reuter
einni myndinni er Johxmy lagstur
ofan á Fergie og á annarri er hann
að sjúga á henni stóratána. Fergie
hefur líka gert Johnny þann greiöa
að bera sólarolíu á skallann á hon-
um.
Þetta er ef til vill ekki alveg nóg tfi
aö ríöa gamalgrónu konungsveldi að
fullu. En á einni myndinni sést að
prinsessumar tvær, Beatrice og Eug-
enie, horfa á keleríið. Þær era bam-
ungar sonardætur Ehsabetar drottn-
ingar. Jú, nú er mælirinn fuhur.
Johnny Bryan hefur verið á sveimi
kringum Fergie allt síðasta ár. Hann
hefur gefið blöðunum upplýsingar
um að hann vinni að því hörðum
höndum að koma á sættum milli
hennar og Andrews prins. Auk þess
hafi hann verið Fergie innan handar
í fiármálum. Sjálfur er hann vellauö-
ugur fasteignabraskari.
Ýmist of feit eða of grönn
Öðra hveiju hafa þó birst fréttir
um að Johnny og Fergie væra ekki
með hugann ahan við fiármál á fund-
um sínum. Ahar sannanir hefur þó
skort fyrir ástarsambandi þeirra þar
til nú að myndirnar taka af öh tvi-
mæh.
Bresku blöðin hafa ahtaf haft horn
í síðu Fergie. Einu sinni var hún allt-
of feit. Þá fór hún í megrun og varð
alltof grönn. Hún á að vera slæm
móðir og stunda hið ljúfa líf úr hófi.
Faðir hennar, Ronald Ferguson, þyk-
ir ekki merkfiegur maöur og nú hafa
fengist sannanir fyrir að allt á þetta
við rök að styðjast.
-GK