Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 20
20 Kvikmyndir__________________________ Far and away: Rómantísk saga írskra innílytjenda í byrjun september verður stór- myndin Far and away frumsýnd bæði í Laugarásbíói og Bíóborginni. Þaö er Ron Howard sem leikstýrir myndinni en með aðalhlutverkin fara hjónin Tom Cruise og Nicole Kidman. Leika þau Joseph Donnely og Shannon Christie, tvo írska inn- flytjendur af ólíkum uppruna sem nema land í Bandaríkjunum í lok fyrri aldar. Shaimon og Joseph eru bæði fædd og uppalin á írlandi en í írsku þjófélagi voru þau bæði stöðn- uð þótt á ólíkan hátt væri. Joseph var leiguliði sem aldrei hefði átt möguleika á öðru starfi. Shannon ólst upp í veröld þar sem engin kona, hversu háttsett sem hún var, fékk að ráða lífi sínu. Ferðin til Bandaríkjanna breytti öllu fyrir þeim. Shannon var ákveðin í að standa sig en reynist iila undirbú- in í þá hörðu baráttu fyrir lifibrauði sem ríkti í Boston á þessum árum. Joseph aftur á móti þekkti ekkert annaö en hörku og kunnátta hans í hnefaleikum kemur sér vel. Á þessum árum var ekkert sem menn í Boston dáðu jafti mikið og írskur boxari. En þeim metnaði og sjáifstæði sem þeim er í blóð borið er ekki fullnægt í Bos- ton og leggja þau því leið sína sem landnemar til Oklahoma. Ron Howard hafði lengi'verið með hugmynd að þessari mynd og undir- búningur var búinn að taka átta ár. „írland hefur alltaf átt mikil ítök í mér,“ segir Ron Howard sem rifjar upp fyrstu kynni sín af írlandi. „Ég var aöeins fjögurra ára gamall og var á fyrstu ferð minni yfir hafið til að leika í The Joumey sem einnig var fyrsta kvikmyndahlutverk mitt. Ég sofnaði í flugvélinni og þegar ég vaknaði sá ég þessa fallegu grænu eyju sem við flugum yfir og ég man alltaf eftir því þegar einn starfsmað- ur flugvallarins togaði í rauða hárið mitt og sagði: „Ég get ekki betur séð en að þú eigir heima héma“.“ Það var síðan 1983 að Howard hitti fyrst handritshöftmdinn Bob Dol- Joseph (Tom Cruise) og Shannon (Nicole Kidman) við komuna til Boston. Innfellda myndin er af leikstjóra Far and away, Ron Howard. man. Þeir komust báðir að því að þá langaði til að gera kvikmynd sem væri að einhverju leyti írsk. Hug- myndina að Far and away fékk How- ard svo þegar hann var á hljómleik- um með þjóðlagaflokknum írska, The Chieftains (tónlist þeirra er í myndinni), en þar fluttu þeir tragísk- an ástaróð um ástfangið ungt par sem verður viðskila þegar annað þeirra flyst til Bandaríkjanna. Sama kvöld ákvað Howard að gera kvik- mynd um írska innflytjendur. Hann fékk Dolmatt til að skrifa handritið og unnu þeir saman að því í nær átta ár með tíðum hléum því að á sama tíma var Rom Howard að leikstýra myndum sínum. Tom Cruise kom snemma til sög- unnar sem aðalleikarinn í myndinni. Ron Howard segir að hann og Crnise hafi fljótlega eftir að Cruise lék í Risky Business komiö sér saman um að hann léki Joseph en Howard segir að eftir hinar miklu vinsældir Top Kvikmyndir Hilmar Karlsson Gun hafi hann verið vonlítill um að Cruise myndi vilja leika í epískri mynd á borð viö Far and away en annað kom í ljós. Það var Cruise sem minnti hann á Joseph Connelly þeg- ar hann heimsótti Howard þegar hann var að leikstýra Backdraft og þá fóru hjólin að snúast. Eins og ætíð áður undirbjó Tom Cruise sig mjög vel fyrir hlutverk Josephs og þeir sem tÚ þekkja verða örugglega undrandi á því hversu vel hann nær írska framburðinum. Ron Howard hefur veriö tengdur kvikmyndum nær alla sína ævi. Hann var einhver þekktasta bama- stjama kvikmyndanna og lék í mörg- um kvikmyndum fyrir Walt Disney fyrirtækið. Þegar hann varð eldri lék hann aðalhlutverkiö í hinni vinsælu sjónvarpsseríu, Happy Days, auk þess sem hann lék í kvikmyndunum American Graffiti og The Shootist. Ron Howard var aðeins 23 ára þeg- ar hann leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni, Grand Theft Auto. Hefur vegur hans farið vaxandi síðan og liggja eftir hann meðal annars myndimar Night Shift, Splash, Coocoon, Willow, ParenthoodogBackdraft. -HK Universal Soldiers: Hinir fullkomnu hermenn unum. Þessi hemaðaraögerð, sem byggist á að búa til hinn fullkomna hermann, er eingöngu framkvæm- anleg ef það tekst að grafa allar minningar sem gætu truflað þjálfun- ina.“ Eitthvað fer þó úrskeiðis við þjálfun þeirra félaga Van Damme og Lundgrens. Þeir láta ekki almenni- lega að stjóm og fá minnið aftur í skömmtum. Universal Soldiers er að öllu leyti tekin í auðnum Arizona og var mik- ill hiti þegar tökur fóm fram. Ein erfiöasta sviðsetningin var að búa til rakan frumskóg í líkingu við skóg- ana í Víetnam. Auk þess var nokkuö um stórar sviðsetningar sem gjaman fylgja vísindaskáldsögumyndum á borð við Universal Soldiers. Leikstjórinn Roland Emmerich er þýskur kvikmyndagerðarmaður sem fékk strax sem nemandi áhuga á vís- indaskáldsögum til kvikmyndagerð- ar og það var eftir aö framleiðendur sáu mynd hans, Moon 44, þar sem Michael Paré og Malcolm McDowell léku aðalhlutverkin, að þeir réðu hann til að leikstýra Universal Soldi- ers. Emmerick telur að sá kvik- myndagerðarmaður sem ætii sér að leikstýra framtíðarmyndum verði aö vita sjálfur um alla þá tæknilegu möguleika sem koma til greina. Leik- stjórinn geti ekki eingöngu treyst á tæknimenn heldur verði hann að geta skapað þann heim sem fær áhorfandann til að sitja sem fastast í tvo klukkutíma. Universal Soldiers verður sýnd í Stjömubíói í haust. -HK Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren hafa sérhæft sig í hasar- myndum og hafa sumar myndir þeirra notið talsverðra vinsælda. Þeir eiga þó langt í land með að ná vinsældum Amolds Schwarzenegger sem telst ókrýndur konungur ævin- týramyndanna í dag. En nú hafa þeir Van Damme og Lundgren snúið bök- um saman og leika tvo liðsmenn hinnar illræmdu heimsherdeildar í Universal Soldiers. Herflokkur þessi, sem nafn myndarinnar er tekiö eftir, er leynilegur og er tilgangurinn að búa til hinn fullkomna hermann. Þeir sem teknir em í herdeidina em sviptir öllu minni um fyrri tíð og all- ar tilfinningar, sem með þeim kunna að bærast, máðar út. Þeir em þvi til- búnar bardagavélar. „Universal Soldiers er nokkurs konar nútímaútfærsla á sögunni um Frankenstein," segir leikstjóri myndarinnar, Roland Emmerick. „Hermennimir finna ekki til sárs- auka og hafa engar tilfinxúngar. Þeir em sálarlausir og hlýða aðeins skip- Dolph Lundgren og Jean-Claude Van Damme í fullum herklæðum I Universal Soldiers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.