Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 23
LAUGAUDAGUR 22! ÁGÚST 1992.’
-
!
I
>
[
I
Hér er Ragnar að skoða gamlar plötur í Kolaportinu og þennan dag hafði hann talsvert upp úr krafsinu, náði m.a. í plötu þar sem Davíð Stefánsson les upp
úr verkum sínum. Platan kom út árið 1958 (parlophone) og meðal fyrstu LP-platnanna á íslensku.
árið 1840 og var sett upp í Dómkirkj-
unni. Að Melstað í Miðfirði kom
fyrsta orgel í sveitakirkju árið 1872.
Fyrsta platan með íslenskum söngv-
ara kom svo út árið 1907 með söng
Péturs Jónssonar.
Hver á Bísa
í banastuði?
„Þegar ég fletti skránni yfir hljóð-
ritanir þá sé ég hvað mig vantar. Hér
sé ég t.d. að í safnið vantar Föru-
mannaflokkar þeysa eftir Karl 0.
Runólfsson, hér á ég bara eitt eintak
af plötu með Fræbbblunum og hér
vantar plötuna Bísar í banastuði með
Kamarorghestum. Það vantar fyrst
og fremst í safnið 45 snúninga plöt-
ur, en talið er að um 600 plötur hafi
komið út áður af 78 snúninga plötum.
Ég hef skráð hér plötu með Karlakór
Reykjavíkur sem flytur lög eftir
Emil Thoroddsen og Björgvin Guð-
mundsson. Platan kom út árið 1975
en ég hef ekki enn komist yfir eintak
af plötunni.
Ef ég er í vafa get ég borið mína
skrá saman við skrár hjá Ríkisút-
varpinu eða skrár hjá söfnunum í
Kópavogi og Hafnarfirði; ennfremur
hið merka hijómplötusafn Skúla
heitins Hansens tannlæknis sem
varðveitt er í Háskólabókasafni. Ef
ég næ ekki í fnnnútgáfuna verð ég
að láta mér lynda að fá eftirtöku á
bandi. Þá get ég skoðað skrár hjá
Tónverkamiðstöðinni, tónlistarskól-
unum og svo safna ég tónlistarefni
úr blöðum og tímaritum til frekari
skráningar síðar meir. Jón Þórarins-
son er nú að vinna aö langþráðri tón-
listarsögu sem ég bíð spenntur eftir.“
Landsbókasafnið:
Er að koma upp góðu
safni hljóðritana
- og skrá yfir allt prentað tónlistarefni
Ragnar heldur hér á tveimur gömlum LP-plötum sem eru meðal allra fyrstu
LP-platnanna sem gefnar voru út með íslenskum listamönnum. Efri platan
frá Odeon geymir orgelleik Páls ísólfssonar og var tekin upp árið 1960. Á
hinni plötunni eru píanólög leikin af Gísla Magnússyni (His Master’s Voice).
Þessi plata kom út árið 1956 eða 1957.
Flestir sem komnir eru til vits og
ára vita að Landsbókasafni berst lög-
um samkvæmt allt sem prentað er í
landinu. Trúlega vita tiltölulega fáir
að síðan 1977 eru útgefnar tal- og tón-
upptökur gerðar skilaskyldar til
Landsbókasafnsins og jafnframt var
safninu gert að gefa út skrá um þær.
Hljóðritaskrá
* síðan 1980
Fyrsta hljóðritaskráin kom út árið
I 1980 yfir útgáfur ársins 1979. í þeirri
ská eru talin 47 verk 12 útgáfufyrir-
tækja en hún var engan veginn tæm-
andi og nú er verið að gera fyllri við-
bótarskrá. Síðan hefur hljóðritaskrá-
in fylgt hinni árlegu bókaskrá sem
er mikið rit og vel þekkt.
í fyrra fékk Landsbókasafnið hús-
næði á efstu hæð Alþýðuhússins
undir m.a. tónlistarsafnið. Við höfð-
um spumir af því að Ragnar Ágústs-
son hefði sinnt þessu safni af miklum
dugnaði og áhuga.
Ragnar, sem er kennari að mennt,
var fús að ræða um safnið enda kom
fljótt í ljós að honum leiðist ekki í
vinnunni, a.m.k. ekki fyrir hádegi
þegar hann sinnir tóniistargyðjunni,
en eftir hádegi vinnur hann mest við
að Ijósrita upp úr gömlum bókum og
tímaritum fyrir gesti safnsins.
I
Plötusafnið
miðað við árið 1956
Safnið er óðum að taka á sig heil-
lega mynd og bað ég Ragnar að segja
lesendum nánar frá starfi sínu við
það.
„Það eru skylduskil á þremur ein-
tökum af hveiju verki sem kemur
út. Tvö veröa hér í safninu en eitt fer
til Amtbókasafnsins á Akureyri.
Mestallur tími okkar hefur farið í að
safna hljóðritunum og skrá þær. Við
miðum plötusafnið einkum við árið
1956 en síðan þá hafa komið út á
þriðja þúsund titlar. Við söfnum að
sjálfsögðu hljóðritunum fyrir þenn-
an tíma en liklega getum við aldrei
komið upp fullkomnu safni hljóðrit-
ana frá fyrstu tíð.
Það fer alltaf talsverður tími í að
hringja og ýta á eftir skilum. Ég verð
að hrósa Steinum hf. sérstaklegafyr-
ir mikla reglusemi í skilum en það
auðveldar alla skráningu og frekari
vinnslu að fá góð og skjót skil. Fólk
og félagasamtök, sem eru að gefa út
á eigin vegum, vita ekki alltaí um
þessa skilaskyldu."
Safnið á um 95%
hljóðritana frá 1956
- Vantar þig margar hijóðritanir?
„Ég veit það ekki nákvæmlega enn-
þá en við erum langt komin með
skrá yfir allar útgáfur sem vitað er
um. Eg giska á að við eigum nú um
95% af öllum hljóðritunum sem
skráðar hafa verið frá 1956.
Hingað hafa komið nokkrir tónlist-
armenn til að forvitnast og gefa mér
upplýsingar, svo sem Megas, Gísli
Magnússon, Ragnar Bjamason, Jó-
hanna Linnet og ýmsir tónlistar-
kennarar.
Það hafa margir sýnt þessu safni
áhuga. Störfunum er þannig skipt í
tónlistardeildinni að Hildur Eyþórs-
dóttir er ritstjóri hljóðritaskrárinnar
en Rannveig Gísladóttir er hinn bók-
fræðilegi ráðunautur minn varðandi
aUa skráningu. Allt okkar starf fellur
undir Þjóðdeildina sem Nanna
Bjamadóttir veitir forstöðu. Þetta
starf hefur líka notið mikfilar vel-
vildar Finnboga Guðmundssonar
landsbókavarðar sem hefur sýnt
starfi okkar mikinn áhuga.“
Alltprentaðtón-
listarefni varðveitt
Inn af herbergjunum, sem Ragnar
hefur til umráða, er Rannveig Gísla-
dóttir að ganga frá röðun margs kon-
ar smælkis sem liggur fyrir utan(
hina venjulegu skráningu Lands-
bókasafnsins á prentgripum. Rann-
veig raðar smáprentinu í yfir 60 und-
irflokka og hún sendir yfir til Ragn-
ars allt sem viðkemur tónlist. Tón-
listardeildin varðveitir allt prentað
tónlistarefni Landsbókasafns, s.s.
nótur, skrár um hvers konar tón-
leikahald og söngskemmtanir, að-
göngmniða, kort, plaköt, dægurlaga-
texta og ýmsar bækur tengdar tón-
list.
Ragnar segist samhliða hljóðrita-
skráningunni reyna að viða að sér
sem mestu af því sem skrifað hefur
verið um hljómsveitir, tónlist og tón-
listarmenn.
„Ég er t.d. hér með skrá yfir alla
kóra á landinu, organista og svo
framvegis. Mér finnst mikil nauösyn
að hafa aðgengilegar upplýsingar um
allt okkar tónlistarlif þannig að tón-
listarkennarar og áhugafólk um tón-
list geti setið hér við rannsóknarstörf
í framtíöinni."
Fyrsta orgelið
kom árið 1840
Annars er tónlistarlíf á íslandi svo
ungt. Fyrsta orgelið kom til landsins
Kolaportið
rétti staðurinn!
- Hvar er hægt að ná í gamlar plöt-
ur?
„í safnarabúðum og í Kolaportinu.
Ég fer á hveijum laugardegi í Kola-
portið til aö fylgjast með hvað er á
boðstólum og kem yfirleitt með eitt-
hvað verðmætt til baka.
Ég er alls staðar að leita að plötum
fyrir safnið og minnist á þetta við
ila sem ég er málkunnugur. Einn
laugardaginn, þegar ég var að
gramSa í plötubunka í Kolaportinu,
kom til mín maður sem ég hafði ekki
kynnst áður og spurði eftir hveiju
ég væri að leita. Ég sagði honum frá
söfnuninni og hann bauð mér heim
og þaðan fór ég með góðan bunka af
fágætum plötum. Ég hef lagt það
hart að mér við þessa söfnun að ég
myndi aldrei leggja út í slíkt aftur!"
Hafði lengst af engan
áhuga á tónlist!
- Hvemig stendur á þessum tónlist-
aráhuga?
Ragnar skellir upp úr og svarar að
bragði: „Ætli hér hafi ekki gerst
kraftaverk því ég hafði engan áhuga
á tónlist fram á síðasta ár. Ég byijaði
að hlusta á klassíska tónlist fyrir ein-
um þremur árum og það laukst upp
fyrir mér undraheimur sem ég
þekkti ekki áður.“
- Og nú er þetta þitt líf og yndi?
„Já, ég hef nú alltaf haft þörf fyrir
hugsjónir og þessi söfnun gefur
mikla útrás og leysir jafnframt úr
brýnni þörf. Svo finnst mér tónlistar-
fólk svo almennilegt fólk og við-
mótsgott. Það virðist flest standa svo-
lítið utan við hið daglega þref.“
Sigurjón Jóhannsson