Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 31
^gakdagují fönMmmi Bjartmar hafði fitnað, buxnastrengurinn var að springa og jakkinn sýndist vera tveimur númerum of lítill. Hann var sveittur, rauður i andliti og leið ekki vel. Við læknisskoðun mátti greina ýmsa kvilla sem rekja má til offitu. Læknirinn mælti með breyttu mataræði og reglulegri hreyfingu. Bjartmar fór að hlaupa og árangur- inn kom fljótt í Ijós. Reykja- víkur maraþon og offita Einn af skólafélögum Tjörva læknis hét Bjartmar. Á árum áöur hafði Bjartmar þessi veriö mikill leikfimimaöur sem stökk léttilega yfir hestinn og sveif upp kaðlana eins og lipur apaköttur. Tjörvi öf- undaði ávallt Bjartmar sakir hp- uröar og Uðlegs vaxtarlags. Svo Uðu árin og þeir misstu sj ón- ar hvor af öðrum. Þó fréttist af Bjartmari í gjaldeyrisviðskiptum, hann kvæntist glæsiiegum sjúkral- iða, skildi við hana en gekk í það heUaga aftur með glyðrulegri for- stjóradóttur. Sumir sögðu hann vera farinn að drekka of mikið. Eitt sinn birtist mynd af Bjartmari í fjölmiðlum. Hann var aö afhenda liknarfélagi myndarlega peninga- upphæð í hópi glaðlegra, grá- klæddra, feitlaginna Lionsmanna. Á myndinni var hann breyttur enda tekinn að fitna mjög verulega en skar sig þó ekki úr hópnum. Leiðir þeirra skólafélaga lágu saman í banka fyrir nokkru þar sem þeir voru að greiða tortryggi- lega reUminga. Þeir heUsuðust kumpánlega og virtu hvor annan fyrirsér. Tjörva brá í brún þegar hann skoðaði Bjartmar eftir öU þessi ár. Hann hafði fitnað, buxnastrengur- inn var að springa og jakkinn sýnd- ist vera tveimur númerum of lítUl. Bjartmar var sveittur í öngþveiti bankans, rauður í andUti og leið greinUega ekkert of vel. Eftir inni- haldslaust smáspjaU um löngu látna kennara og skólasystur sem flust höfðu tU Bandaríkjanna bað Tjörvi Bjartmar að koma við á stof- unni hjá sér við tækifæri. Móðurvið minnstu áreynslu Bjartmar mætti á stofuna tíl Tjörva nokkrum dögum síðar. Hann var klæddur í blábleikan glansgaUa og óburstaða blánkuskó eins og feitra manna er siður nú á tímum. Við skoðun mældist hann vera 180 sentímetrar á hæð og vó 105 kg. Læknar hafa ákveðna reglu þeg- ar þyngd manna er metin. Líkams- hæð mínus 105 er svoköUuö kjör- þyngd og stefnt skal að því aö fólk sé ekki nema 10 prósent yfir henni. Bjartmar átti því að vera 75-85 kg en var 20 kg of þungur. Við skoðun mátti greina ýmsa kvilla sem rekja má tíl offitu. Blóð- þrýstingurinn.var 160/102, fastandi blóðsykur var fullhár og hann var móður við minnstu áreynslu. Gulrótarsafi og kálsúpa? Þeir félagar komu sér saman um að helsta vandamál Bjartmars væri offita og ólifnaður. Hann yrði að ná sér niður í 85-90 kg í fyrstu lotu með einhverjum ráðum. „Ég er búinn að fara í ótal megr- unarkúra með gulrótarsafa eða Álaeknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir kálsúpu. Einu sinni lét ég meira að segja víra saman á mér skolt- ana,“ sagði Bjartmar dapurlega. Tjörvi sagðist hafa Utla trú á slík- um aðferðum. „Þú verður aö breyta mörgu í þínu lífi. Aðalatriðið er að geta lifað með þeim breytingum sem gera þarf. Það nennir enginn að éta kál- súpu eða gulrótasafa nema stuttan tíma í einu og skoltavírun dugir ekki nema meðan skoltarnir eru víraðir saman. Enginn kemst held- ur til áhrifa í karlaklúbbi með kjálkana samanvíraða." Bjartmar hló dátt enda gat hann ekld séð sjálfan sig í anda með vír- aðan munn til langframa eða ét- andi kálsúpu þegar allir aðrir hám- uðu í sig steik með bökuðum kart- öflum. Borða vel á morgnana Tjörvi lagði upp með áætlun fyrir Bjartmar. „Mataræðinu verður að breyta. Þú átt að borða meira á morgnana. Fyrir kiukkan 10 áttu að vera bú- inn að borða 'A aUs þess sem þú kemur til með að snæða yfir dagrnn og fyrir klukkan 2 áttu að vera búinn með %. Þeim mun meira sem þú borðar á morgnana, þeim mun minna þarftu að láta í þig á kvöld- in. Menn brenna sjaldnast þeim hitaeiningum sem þeir setja í sig eftir klukkan 6 á kvöldin svo að hætta veröur öllu kvöldáti. Varast skaltu allt sælgæti og sykur í kaff- ið. Forðastu fitu, smjör og rjómas- ósur. Passaðu þig vel um helgar þar sem þá er flestum hætt við að éta of mikið og safna á sig. Ef þú verð- ur svangur drekktu vatn og forð- astu áfengi. Hreyfa sig meira Svo verðurðu að hreyfa þig meira. Byrjaðu á daglegum göngu- ferðum en farðu síðan að hlaupa 2,5-5 kílómetra annan hvern dag. Reyndu að ganga og hlaupa til skiptis. Sund er ekki sérstaklega góð líkamsæfing þegar menn ætla að megra sig. Ef þú breytir matar- æðinu og borðar aldrei miili mála og gerir líkamsrækt að góðri venju þá efast ég ekki um það, Bjartmar minn, að þér tekst að léttast um sirka 15-20 kg á nokkrum vikurn." Nýttlíf Bjartmar fór og kom aftur eftir 2 vikur og hafði þá lést um 2 kg. Hann var ánægður með árangur- inn og fór að taka megrunina alvar- legar og hreyfa sig meira. Eftir 4 vikur mátti sjá hann hlaupa reglu- lega á götum borgarinnar í ht- skrúðugum stuttbuxum og bol. Hann fór að stunda hlaupaklúbb einn hér í bæ og kynntist þar nokkrum einkenniiegum hlaupur- um, tortryggilegum lækni og verð- bréfasala, hjartahlýjum kennur- um, hjátrúarfullum framkvæmda- stjóra, mjóslegnum bifvélavirkja og fleirum. Smátt og smátt hætti hann aö koma til Tjörva en um daginn hittust þeir í sundlaug einni hér í bæ. „Ég ætla að hlaupa skemmti- skokkið í Reykjavíkur maraþoninu í ár og sennilega hálft maraþon á næsta ári. Þetta er allt annað, mér líður betur, blóðþrýstingurinn er kominn í lag og konunni finnst ég hafa breyst ótrúlega mikið bæði í úthti og á öörum sviðum. Nú er ég aftur farinn að passa í jakkafot númer 54 og get séð á mér liminn án þess að nota spegil. Lífið og lim- urinn brosa við mér.“ Tiörvi glotti í kampinn og hlakk- aði hka til sunnudagsins enda ætl- aði hann sér út á brautina til að horfa á léttklæddar hlaupastelpur. „Það stundar hver sitt áhuga- mál,“ sagði hann og virti fyrir sér ungmeyjar í þröngum sundfótum dreyminn á svip. Verkstæðis-, lager- og skrifstofuhúsnæði Til leigu er húsnæði, hentugt fyrir alls kyns iðnað, verslunar- og/eða verkstæðisþjónustu. Upplagt t.d. fyrir minni bifreiðaumboð. Stærð: Skrifstofur ca 160 fm, lager 240 fm og verkstæði 320 fm. Ca 750 fm snyrtilegt og malbikað plan fyrir framan húsnæðið. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín inn á augld. DV, merkt „L-6576", fyrir 1. sept. nk. rmr-NÝTT ÓDÝR FRAMRÖLLUn 1 dags blö 1 klukkutima blð Verð 12myndirkr. 533,- VerA 12myndirkr. 723,- 24 myndir kr. 881.- 24 myndirkr. 1191,- 36 myndirkr. 1229,- 36myndirkr. 1659,- Ath.í Vlð höfum veriö i framköllunarþjónustu i 67 ár. fyrsta flokks vinna og myndgaeöi. amatör LJÓSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGl 82 P.O.BOX71 '121 REYKJAVÍK Fimleikadeild Ármanns Innritun er hafin, skráning alla virka daga klukkan 15-18 í síma 688470. Fimleikar - skemmtileg íþrótt. Fimleikadeild Ármanns, Sigtúni 10,105 Rvk INNANHÚSS- 96 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmcnntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamali og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,. vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INN ANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ............................ Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn # Danmark ÓNSKÓLI SIGURSVEINS O. KRISTINSSONAR REYKJAVlK Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Innritun hefst mánudaginn 24. ágúst Nemendur í hljóðfæra- og söngdeildum þurfa að staðfesta umsóknir sínar með greiðslu eða samningi um greiðslu námsgjalda. Nýjar umsóknir aðeins tekn- ar á biðlista. Athugið að forskólanemar, sem sótt hafa um nám, verða boðaðir sérstaklega. Skrifstofa skólans verður opin sem hér segir: í Hellusundi 7 mánudag 24. ágúst til miðvikudags 2. september kl. 13.00-17.00. í Hraunbergi 2 laugardag 29. ágúst kl. 10.00-14.00. í Árbæjarskóla mánudag 31. ágúst kl. 17-19. Skólastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.