Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. 21 „Þaö kom mér mjög á óvart aö mér skyldi hafnaö sem formanni utanrík- ismálanefndar með þessum hætti. Það eru ekki nema 10 dagar eða svo síðan ég varð var við að eitthvað væri verið að bollaleggja mn breyt- ingar í utanríksimálanefnd en það orðaði enginn maður neitt um það við mig. Fyrst ekkert var við mig talað sá ég ekki ástæðu til að ætla að mér yrði skipt út. Þetta hefur hins vegar allt gerst á bak við tjöldin. Ég hygg að þessi aðíor gegn mér sé runnin undan rifjum Jóns Baldvins og að Davíð hafi þó axlað þá byrði fullkomlega. Evrópska efnahags- svæðið er trúaratriði hjá Jóni Bald- vin og honum hefur greinilega fund- ist að ég þvældist fyrir sér. Ég fékk þá skýringu hjá Davíð að ég væri ekki nógu sannfærður í Evrópumál- unum,“ segir Eyjólfur Konráð Jóns- son, alþingismaður og fyrrum for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis. Á þingflokksfundi sjálfstæðis- manna á miðvikudag var Björn Bjarnason kosinn formannsefni flokksins í utanríkismálanefnd í stað Eyjólfs Konráðs, með 18 atkvæðum gegn 7. Margir höfðu búist við þess- ari hrókeringu, ekki síst þar sem Evrópska efnahagssvæðið yrði nú í brennidepli í þinginu og þau viðhorf voru áberandi meðal stuðnings- manna EES í stjómarliðinu að Eyj- ólfur Konráð tefði framgang málsins í nefndinni, hann færi sínar eigin leiðir í málinu. „Þeir segja að ég hafi verið hindrun í EES-málinu. Ég hef hins vegar unn- ið baki brotnu í þessu máli og haldið um það fjölda funda í utanríkismála- nefnd. Það er kannski stigsmunur á mínum skoöunum og annarra um þetta mál en það var ekki neitt tilefni tíi þess að skipta mér út fyrir Bjöm. Við höfum alls ekki tafið fyrir fram- gangi málsins en haft okkar fyrir- vara, kannski ekki nægilega mikla, þar sem nú er um allt annað handa- lag að ræða en áður. Þá var fyrst og fremst um viðskiptabandalag að ræða en ekki pólitískt eins og nú. Ég óska Bimi Bjarnasyni alls hins besta í starfi formanns nefndarinnar en ég á ekki von á að honum gangi neitt betur en mér. Ég hef reynt að reka menn áfram og upp á síðkastið hefur verið unnið meira í utanríkis- málanefnd en nokkm sinni. Sam- kvæmt þingskaparlögum skal ríkis- stjómin ráðgast við utanríkismála- nefnd í utanríkismálum en það hefur Jón Baldvin algerlega vanrækt. Ut- anríkisráðherra mætir yfirleitt ekki á fundi í nefndinni en ég tel það hins vegar embættisskyldu hans að mæta á þá.“ Getur orðið minn styrkleiki - En er það ekki pólitísk aftaka að vera settur út úr utanríkismálanefnd á þennan hátt? „Nei, alls ekki, en ég var vissulega sleginn fyrst á eftír. Það hefur oftar en einu sinni verið sagt að ég væri búinn í pólitík en sem pólitíkus hef ég mörg líf. Ég fann þó að það var róið ansi fast að því að koma mér út úr nefndinni. Þar tóku margir hraustlega á. Ég vil þó taka fram að ég ætla áfram að vinna vel fyrir flokkinn." Eykon játar að með honum sé síð- astí Geirsmaðurinn í áhrifastöðu kominn út á hliðarlínuna í pólitík. Eykon var einkavinur Geirs heitins HaUgrímssonar og mikill stuðnings- maður hans, eins og reyndar Matt- hías Bjamason. - Ertu ekki orðinn afskaplega áhrifalítill í póltík eftir atburði mið- vikudagsins? „Ég held ég geti áfram orðið jafn telur aðförina að sér runna undan rifjum Jóns Baldvins Eyjólfur Konráð Jónsson segist munu berjast áfram af sömu sannfæringu í EES-málinu og fær nú meiri tíma til að sinna öðrum utanríkismálum, eins og hafréttarmálum „Það getur alveg eins orðið minn styrkleiki eins og veikleiki að hafa verið settur út úr utanríkismálanefnd." DV-mynd GVA áhrifamikill í utanríkismálum og hingað til. Ég á mikið verk eftir óklárað í hafréttarmálum en Jón Baldvin hefur vanrækt þau mál gjör- samlega. Það þarf að ganga frá samn- ingum við Breta um Hutton-Rockall svæðiö og framfylgja okkar réttí á Reykjaneshrygg úr 200 í 350 mílur. Mér finnst líka hafa verið vanrækt að tryggja viðskiptahagsmuni okkar annars staðar en í Evrópubandalag- inu. Það hefur alltaf verið gónt á þetta Evrópubandalag sem einhveija aUsheriarlausn. Það tel ég rangt og hef margsinnis gagnrýnt ráðherrana fyrir það, sérstaklega utanríkisráð- herra. Það getur alveg eins orðið minn styrkleiki eins og veikleiki að hafa verið settur út úr nefndinni." Frumherji Eyjólfur Konráð Jónsson, eða Ey- kon, er ekki alls óvanur því að standa í eldlínunni, það hefur hann oftsinn- is gert og oftar en ekki hefur mikið gengið á. Hans eigin orð skýra það kannski best: „Ég er óforbetranlegur prinsippmaður að eðlisfari. Ég er íhaldsmaður og gef mig ekki millí- metra þegar ég veit að ég hef rétt fyrir mér.“ Eykon er mjög drífandi maður, frumherji, og ekki laust við ævin- týrablæ yfir þeim hlutum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann er giftur Guðbjörgu Bene- diktsdóttur og eiga þau þrjú uppkom- in böm: Benedikt, Sesselju Áuði og Jón Einar. Benedikt er löngu lands- þekktur sém Benni í Bílabúð Benna en Jón bróðir hans er með honum í þeim bransa. Sesselja er hins vegar nýkomin heim frá Berlín eftir nám í sérkennslu. Eykon er fæddur í Stykkishólmi 13. júní 1928, sonur hjónanna Jóns Ólafs Guðsteins Eyjólfssonar, kaupmanns í Stykkishólmi og Reykjavík, og Sess- elju Konráðsdóttur skólastjóra. Á unglingsámm var Eyjólfur hjá fóð- urbróður sínum, Þormóði Eyjólfs- syni á Siglufirði. Þar gekk hann í gagnfræðaskóla, vann í síld og við önnur verk er til féllu. StofnarNaustið og stýrirMogga Síðar gekk hann í Verslunarskól- ann og útskrifaðist þaðan 1949. Þá fór hann í lögfræðina þar sem hann út- skrifaðist 1955. Á þeim ámm var Eykon þegar kominn í „bisness". Ásamt fimm félögum sínum stofnaði hann veitingahúsið Naustið. „Það vantaði svona stað í bænum og við endurnýjuðum húsið. Það var ekkert nema Hótel Borg á þessum tíma eða þar til Naustið fór af stað. Samhliöa námi vann ég einnig að því að byggja upp Almenna bókafélagið sem hóf sína starfsemi 1955. Þaö var keypt hús undir það við Tjamargötu og þar starfaði hörkugott bókaforlag sem var mjög ólíkt þeim sem fyrir vom. Hjá okkur vom allir helstu höfundar sem andstæðir voru kommúnistum sem þá óðu uppi í menningarmálum. Formaður var Bjami heitinn Benediktsson. Síðar keyptum við Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og byggðum stórhýsi í Austurstræti." Samhliða framkvæmdastjórn hjá AB rak Eykon málflutningsskrif- stofu með öörum, fyrst með Geir Hallgrímssyni, sem var formaður Stuðla, styrktarfélags AB. 1960 tók Eykon við starfi ritstjóra Morgunblaðsins, af Bjama Bene- diktssyni, og sat í ritstjórastóli til áramótanna 1974-1975. „Það var mikið að gera en ég varð að hætta þegar ég var kosinn á þing 1974. Mín kenning var sú að blöðin ættu að vera fijáls og óháð flokkun- um og ég skrifaði um það grein í Morgunblaðið. Ég stóð auðvitað við þessar skoðanir mínar. Reyndar var ég varaþingmaður í nokkur ár á und- an og var því nokkuð á þingi en ég lít á það sem millibilsástand." Vantaði mann á listann Eykon fór fyrst í framhoð í alþing- iskosningum í Reykjavík 1963, þá í 11. sæti. í kosningunum þar á eftir fluttist hann í Norðurlandskjördæmi vestra og var þar í 3. sæti listans 1967 og 1971, á eftir séra Gunnari Gíslasyni og Pálma Jónssyni. „Það vantaði mann á listann fyrir norðan. Ég hafði jú verið á Sigluflrði og þekkti því nokkuð vel til í kjör- dæminu.“ i Árið 1974 fluttist Eykon í 2. sæti hstans fyrir norðan og komst á þing í öllum kosningum eftir þaö. 1987 bauð Eykon sig aftur fram í Reykja- vík, var í 4. sæti listans. Fyrir próf- kjör vegna síðustu kosninga var Ey- koni ekki spáð góðu gengi en hann virðist eiga trausta fylgismenn og lenti í 4. sætinu. Fyrir nokkrum árum skrifaði Ey- kon bók, Alþýðu og athafnalíf, þar sem hann hélt því fram að íslending- ar ættu að stofna almenningshlutafé- lög, að auðurinn ætti að dreifast. Eykon lagði meðal annars til að ríkið afhenti fólkinu atvinnufyrirtækin án greiðslu. „Það eru stjórnendur í fyrr- um Sovétríkjum einmitt að gera núna,“ segir Eykon. Seinna stóð hann að stofnun Fjárfestingarfélags- ins. Má því segja að Eykon hafi verið á undan sinni samtíð. Leitin að gullskipinu Sú lýsing á einnig við um flskeldis- manninn Eykon. Hann var með fyrstu mönnum til að fara út í fisk- eldi hér á landi, fyrst með fyrirtækj- unum Fiskirækt og Tungulaxi en síð- an í samvinnu við Norðmenn í fyrir- tækinu ísnó sem varð eitt stærsta fiskeldisfyrirtækið á landinu. Það varð hins vegar gjaldþrota fyrr á þessu ári en skuldir þess námu um 700 milljónum króna. Fyrir nokkrum árum stofnaði Ey- kon ásamt fleirum, þar á meðal Kristni Guðbrandssyni í Björgun, hlutafélagið Gullskipið. Þá höfðu leitarmenn, sem í 9 ár voru búnir að leita að hollensku kaupfari, hlöðnu gulli og gimsteinum, fundið flak í sandinum. „Það eru til fjölmargar heimildir um strand hoUenska gullskipsins og menn þóttust nú vissir um að það væri fundið. Öll'mál flaksins pössuöu við teikningar af skipinu og uppi varð fótur og fit. Við stofnuðum hlutafélag og á þingi var lögð fram tiUaga um ríkisábyrgð á lánum til uppgraftarins. Nú, það var grafið en niðurstaðan varð hins vegar heldur dapurleg. Þama lá ekkert guUskip heldur gam- all togari." Á síðasta ári lagði Ríkisendurskoð- un tjl að ríkisábyrgðasjóður afskrif- aði lán til GuUskipsins hf. upp á 95 miUjónir króna. Menn hafa sagt, bæði í gamni og alvöru, að ævintýramennska Eykons væri nú búin að kosta þjóðina skUd- inginn. Eykon brosir að þessu. „Ég hef aldrei verið auðmaður og ekki sóst eftir að verða það.“ Skauthrútinn Eykon varð landsfrægur fyrir aU- mörgum árum þegar hann átti í úti- stöðum vegna slátrunar á fé í Skaga- firði. Hafði hann hjálpað bændum þar að lagfæra sláturhúsið. Slátur- leyfi fékkst hins vegar ekki og spunn- ust um þetta harðar deUur. Eykon fór í hart og hótaði að slátra sjálfur. Menn vissu ekki að hann hafði fest kaup á einum hrúti og hafði auk þess hyssuleyfi. Birtist af honum mynd þar sem hann hélt hrútnum og hafði í hótunum um að skjóta. „Ég skaut hrútinn - eða gerði ég það?“ segir hann og glottir en í ótal vísum, sem ortar voru í kjölfarið, var efast um að hann hefði nú skotið hrútinn." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.