Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 5
■ LAUGARDAGUR 22, ÁGÚST 1992. 5 Fréttir T». .1' :S!.*ÍÍ Verðmiðlun til Baulu Landbúnaðarráðherra hefur sett reglugerð sem veitir Baulu rétt á framlögum úr Verðmiðlunarsjóði í tengslum við Mjólkursamlag KÞ. Um 15 miiljóna tap var á rekstri Baulu á síðasta ári og mun fyrirtækið líklega fá það bætt úr sjóðinum en fram til þessa hefur það engar greiðslur feng- ið úr sjóðnum þrátt fyrir að hafa greitt í hann á annan tug milljóna. -kaa Slasaðist á reiðhjóli Hjólreiðamaður var fluttur slasað- ur á slysadeild Borgarspítalans í gærmorgun eftir að hafa misst vald á hjóli sínu á gatnamótum Höfða- bakka og Stekkjarbakka. Maðurinn kom hjólandi niður Höfðabakkann og ætlaði að beygja inn á Stekkjarbakka. Við það missti hann vald á hjólinu og lenti harka- lega á umferðarmerki á gatnamótun- um með fyrrgreindum afleiðingum. -bjb Vest-norræna ráðstefnan á Egilsstöðum: Atvinnumál og staða kvenna aðalef nið Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum; Um helgina er haldin kvennaráð- stefna á Egilsstöðum með þátttöku fulltrúa frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Ráðstefnan var sett á fimmtudagskvöld að Hótel Vala- skjálf. Aðalviðfangsefni ráðstefn- unnar er atvinnumál og staða kvenna í þessum þrem löndum. Hugmyndin að þessum fundi kviknaði á Nordisk Forum í Ósló fyrir nokkrum árum. Fulltrúar frá Færeyjum eru 63 og komu þeir með Norrænu til Seyðisfjarðar. Græn- lensku konurnar, sem eru 47, komu með flugi til Egilsstaða. íslensku full- trúarnir eru um 250. Fjölmargir þekktir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni og verða fyrir- lestrar í gangi í einu. Alls hafa um 100 konur á Austurlandi unnið að undirbúningi ráðstefnunnar. Mikið verður um að vera á Egils- stöðum þessa daga og bæjarlífið verður næsta fjölskrúðugt. Auk fyr- irlestra verða hstsýningar frá lönd- unum þremur. Kaffihús verður opið aha dagana. Tískusýningar verða frá löndunum þrem þar sem m.a. verður sýndur selskinnsfatnaður frá Græn- landi og flíkur úr hreindýraskinni, hannaðar og saumaðar af austfirsk- um konum. Sett var upp atvinnu- og minjagripasýning og er hún jafn- framt sölusýning. Sýningar Cirkus Arena á undanförn- um vikum vítt og breitt um landið munu lifa í endurminningum um sumarið sem brátt er á enda. Síð- asta sýning Cirkus Arena hér á landi að þessu sinni var hér á Seyðisfirði 18. ágúst. Síðan var pakkað í bílana og haldið af landi brott fimmtudag- inn 20. ágúst með Norrænu. DV-mynd Pétur Kristjánsson SUBARULEGACY SKUTBÍLL GL 2000 CC 16 VENTLA 5 GÍRA 4WD HÁTT OG LÁGT DRIF VÖKVA- OG VELTISTÝRI, RAFDRIFNAR RÚÐUR, SAMLÆSINGAR Á HURÐUM OG MARGT FLEIRA. Verð aðeins 1.590.000 ÁN RYÐVARNAR OG SKRÁNINGAR Kvennahlaup verður í dag og hlað- ið hefur verið minnismerki ráðstefn- unnar. Er það gríðarstór varða, hlað- in úr milli 300 og 400 steinum undir verkstjórn Sveins Einarssonar. Kon- ur frá Færeyjum og Grænlandi munu leggja þar steina frá sínu landi á sunnudag og er varðan þá fuhgerð. Við setningarathöfnina flutti Jó- hanna Sigurðardóttir ráðherra ávarp. Fuhtrúi Grænlands flutti sitt ávarp bæði á grænlensku og dönsku sem er aðalmál ráðstefnunnar. Heillaóskaskeyti barst frá Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Nokkrar grænlensku kvennanna á ráðstefnunni í svipmiklum þjóðbúningum sínum. DV-mynd Sigrún UM HELGINA FRÁ KL. 14-17 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 síma 91-674000 ARCITIC EDITION: NÝ ÚTFÆRSLA ÞAR SEM UM ER AÐ RÆÐA, ÁLFELGUR STÆRRI DEKK OG HÆÐ UNDIR LÆGSTA PUNKT VERULEGA AUKIN. ’AKTU EKKI ÚT [ ÓVISSUNA, AKTUÁSUBARU BESTUR ÞEGAR MEST Á REYNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.