Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 22. ÁGÍJST 1992. 25 Sviðsljós Hjónakornin Loni og Burt með soninn Quinton. Ást Quintons og Loni bjargaði mér - segir Burt Reynolds um gjaldþrot sitt Burt með syninum Quinton. Leikarinn Burt Reynolds, sem nú er 56 ára, gekk í gegnum erfiða reynslu fyrir nokkrum árum þegar hann varð skyndilega gjaldþrota. í dag hefur hann unnið tapið upp og vel það. Hann þakkar eiginkonu sinni, leikkonunni Loni Anderson, og syninum Quinton að honum tókst að komast í gegnum aila erfið- leikana. Árið 1984 lenti Burt í slysi við tökur á kvikmyndinni City Heat. Samstarfsmaður Burts sló óvart stálstól í höfuð hans svo harkalega að lá við kjálkabroti. Afleiðingam- ar voru miklar kvalir og stöðugur verkur. Hann missti aila matarlyst og var mjög óstyrkur í allri fram- göngu. Vegna þessa horaðist hann úr 90 kílóum niður í 60 kíló á skömmum tíma. Þá kom upp sá kvittur að Bml væri haldinn eyðni og væri mjög iUa haldinn. Reyndar gekk það svo langt að leigðir voru menn sem líktust Burt til þess að ganga milli sjúkrahúsa í hans nafni og segja frá sjúkdómnum. Burt segir frá því sjálfur að þar hafi nokkrir vel stæðir kaupsýslumenn verið að verki. Þegar framleiðandi myndarinnar City Heat fór fram á að tekin yrði blóðprufa úr Burt uröu allir ras- andi þegar átta blóðprufur reynd- ust neikvæðar. Burt segjr að við þessar þrengingar hafi hann virki- lega komist að því hver var vinur í raun og nefnir Clint Eastwood og Bill Cosby meðal þeirra. Gekkfyrir svefnlyfjum Vegna kvala gekk Burt fyrir verkjalyflum og bruddi svefnlyfið halcion í massavís. Reyndar svaf hann ekki af halcion en það hélt verkjúnum í skefjum. Hann var orðinn útúrruglaður af lyfjaáti en vinir hans sáu um fiármálin. Að undirlagi þeirra fiárfesti hann í veitingahúsakeðju sem fór snar- lega á hausinn með miklu brauki og bramli. Burt átti milljónir í banka og annað eins í verðbréfum. Allt hans fé eyddist á örskömmum tíma. Einn góðan veðurdag árið 1986 komu uppboðshaldaramir heim til hans tíl þess að skrá niður það síð- asta sem hann átti. Hann elti þá á milli herbergja til þess að tala þá til. Loks sneri einn þeirra sér að honum og sagði: „Burt, þú ert gjaldþrota." Nú vissi hann að staðan var töp- uð og hann gat ekki einu sinni grát- ið. í stað þess hallaði hann sér í sófann og baðst fyrir. í því kom Loni heim og spurði hvað væri eig- inlega að. Henni brá ekki við tíð- indin heldur bauðst til að lána hon- um það sem til þyrfti. Þegar hann spurði hvort hún gæti kannski séð af 200 milljónum hló hún ofboðs- lega og hann líka. Svo féllust þau í faðma og ákváðu að byrja upp á nýtt. Um þetta leyti höfðu þau verið saman í sjö ár. „Þegar ég vissi að ég átti stuðning hennar vísan í gegnum súrt og sætt ákvað ég að giftast henni strax," segir Burt. Þau höfðu verið saman í sjö ár án þess að láta pússa sig saman þrátt fyrir mörg tækifæri. Burt hafði ekki einu sinni efni á brúðkaupsferð en þau fengu lánaðan bát hjá vini sín- um. Eftir langvarandi þrautir í kjálk- anum tókst honum að hafa upp á lækni sem gat læknað hann. Árið 1988 var Burt kominn í sama gamla formið, verkjalaus og pillulaus. Nú tók hann til viö að losa sig úr skuld- unum með því að selja eigur sínar sem ekki voru veðsettar. Veitinga- staðurinn var seldur, þyrlan var seld, 136 hestar og nærri 50 bílar. Fjölskyldan skiptir mestu máli Um líkt leyti bauðst honum hlut- verkið í Evening Shade eða á ís- lensku Fólkið í forsælu. Mynda- flokkurinn hlaut strax góðar við- tökur. Burt var sérlega lofaður fyr- ir sína túlkun og hefur hlotið Emmy-verðlaunin. Hlutverkið hef- ur fært honum mikla peninga og er hann því kominn í fiárhagslegan plús. Sonurinn Quinton tekur utan um háls foður síns og segir: „Þetta lagast allt saman, pabbi.“ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsverkfræðingur/ Rafmagnstæknifræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða rafmagnstækni- fræðing eða rafmagnsverkfræðing til starfa í mæla- deild. Starfið felst í vinnu vegna væntanlegrar fag- gildingar mælaprófunar. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á gæðastjórnun, en þó ekki skilyrði. Reyklaus vinnustaður. Starfið er laust nú þegar. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri mæladeild- ar og/eða starfsmannastjóri í síma 60 46 00. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Starfsmannastjóri TÍVOLÍ SKEMMTIGARÐUR OPIÐ DAGLEGA Hveraportið, markaðstorg, opið alla sunnudaga. Ný og spennandi vélknúin leiktæki. Besta fjölskylduskemmtunin Til okkar er styttra en þú heldur. | í Tívolí er alltaf gott veður. 1 ríVOLÍ, Hveragerði TAEKW0N - D0 Kwon-do deild Sjálfsvarnaribrott ★ 1. Eykur sjálfstraust ★ 2. Eykur sjálfsaga ★ 3. Sjálfsvörn ★ 4. Líkamlegursveigjanleiki ★ 5. Fyrir bæði kynin ★ 6. Sálfræðilegt jafnvægi Ný námskeið að hefjast í íþróttahúsi ÍR, Túngötu v/Landakot. Börn 8-12 ára: 24. ágúst kl. 18.00-19.00. Byrjendur: 24. ágúst kl. 19.00-20.00. Foreldrar athugið! Sérstök námskeið fyrir börn 8-12 ára. Þjálfari Michael Jergensen 4. dan. Upplýsingar í símum 38671, Michael, og 673758, Kolbeinn. Skráning á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.