Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Blaðsíða 22
LAUGARPAGUR ;^GrtíS.T. ^92, 22. Sérstæð sakamál N aetur æyintýrin Atvinnuleysi er mikið á Englandi svo þegar Ian Warren, sem var þá tuttugu og fjögurra ára, fékk aö heyra aö hann gæti fengið starf á kránni „The Sheaf ‘ var hann mjög ánægður. Að vísu voru launin lág en hann vildi flest til vinna til að komast af skrá yfir atvinnulausa og öðlast meiri sjálfsvirðingu en þegar hann lifði á bótum. Ian bjó í Abbots Walk í Westbury og þaðan þurfti hann að hjóla sex kílómetra leiö til vinnu en kráin var við Stan- hope-stræti í Warminster. Og heim þurfti hann að hjóla aö loknu starfi á kvöldin. En hann fékk ókeypis máltíðir í vinnunni og þóttist því mun heppnari en margir kunn- ingja hans sem gengu um án þess að hafa nokkuð að gera. Eigendur krárinnar, Ronald Freeman, sem var sextíu og eins árs, og kona hans Gerty, sem var ellefu árum yngri en maður henn- ar, voru sömuleiðis ánægð. Þau höfðu lengi haft þörf fyrir aðstoð þær stundir þegar mest var að gera á daginn og um helgar. Og Ian var ólatur. Hann gerði allt sem hann var beðinn um og þvoði upp væri þess farið á leit viö hann. í nóvember 1985 varð breyting á. Ronald Freeman, sem hafði um margra ára skeið þjáðst af hjarta- bilun, var lagður á sjúkrahús því heilsu hans hrakaði skyndilega. í ljós kom að gera varð á honum svonefnda hjárásaraðgerð. Skyldi hún fara fram á St. Lúkasar-sjúkra- húsinu sem var um sextíu kíló- metra frá heimili hans. Gerty, kona Ronalds, sá nú fram á að hún hefði mikið að gera og því bauð hún Ian fullt starf í fjarveru eiginmannsins. Sömuleiðis sagði hún Ian að meðan maður hennar væri á sjúkrahúsinu gæti hann fengið herbergi til umráða yfir kránni en þannig kæmist hann hjá því að hjóla til og frá vinnu hvern- ig sem viðraði og jafnvel alllöngu eftir miðnætti. Ian tók feginsamlega báðum til- boðunum og flutti fóggur sínar í herbergi við hliðina á svefnher- bergi Freemans-hjónanna. Leistvelá unga manninn Ekki er ljóst hvað Gerty hafði í huga, umfram að njóta sem mestr- ar aðstoðar við rekstur krárinnar, þegar hún bauð Ian að flytjast á heimili þeirra hjóna. Ljóst er hins vegar að hún hafði átt við vanda að stríða allt síðan hún giftist. Hún hafði gengið í hjónaband með Ron- ald árið 1964, þá óspjölluð mey. Og hálfu ári síðar var hún það enn. Karlmennska Ronalds var lítil á sviði samlífisins og þörf hans fyrir að vera með konu sinni nánast engin. Gerty elskaði hins vegar mann sinn og ákvað því að láta þetta vandamál ekki verða til að eyði- leggja hjónabandið. En er frá leið tók hún að leita til annarra manna. Venjulega fann hún elskhuga sína meðal gestanna á kránni. Hún reyndi að leyna framhjáhaldi sínu sem mest fyrir manni sínum því henni var ljóst að þrátt fyrir nær fullkomið getuleysi hans var hann ákaflega afbrýðisamur. Ekki batnaði ástandið árið 1980 þegar Ronald fékk að vita að hann gengi með hjartasjúkdóm. Þá sagði læknirinn honum að hann mætti ekki komast í uppnám og eftir það tók með öllu fyrir samlifi þeirra hjóna. í hvert sinn sem Gerty gerði honum Ijóst aö hún vildi gjaman að hann gæfi sig að henni brást hann við með því aö hafa eftir það sem læknirinn hafði sagt honum. Gerty og Ronald Freeman. Nýfengið frelsi Það var því ekki að furða þótt Gerty liti svo á þegar maður henn- ar hafði veriö á sjúkrahúsinu um hríð að hún hefði öðlast áður óþekkt frelsi. Henni var þó ljóst að erfitt starf á kránni árum saman hafði sett sín merki á hana. Þá var hún fimmtug og ekki beinlínis grönn. En Ian var ungur, grannur og lítt reyndur á sviði ástalífsins. Þá var Gerty atvinnurekandi hans og hafði því nokkuð meira vald yfir honum en annars hefði verið. Gerty ákvaö að sóa ekki tíman um. Annað kvöldiö sem Ian var á heimilinu barði hún að dyrum hjá honum. Hún valdi þá stund þegar hún hélt að hann hefði afklæðst. Og í rauninni stóð hann á rauðum undirbuxum þegar hún opnaði dymar. „Jæja,“ sagði Gerty. „Rautt er lit- ur hættunnar." Ian reyndi aö hylja nær algera nekt sína en þá sagði Gerty: „Þú þarft ekki að gera þetta. Ég sé ekki neitt sem ég er ekki búin að sjá oft áður.“ Og áöur en Ian fékk tækifæri til að mótmæla hafði hin fáklædda Gerty leitt hann að rúminu. Þau urðu mörg skiptin sem Ian og Gerty vora saman næstu þrjár vikumar en svo tilkynntu lækn- amir henni að aðgerðin á manni hennar hefði gengið það vel að hann yrði útskrifaður þann 6. des- ember. Ekki vakti sú fregn mikla hrifningu Ians og Gerty. lan Warren. Hvíld Ronald Freeman fékk þau fyrir- mæli er hann fór heim að hann skyldi taka lífinu með ró. Og þar eð ljóst var að hann myndi ekki geta unnið neitt um hríð var ákveð- ið að Ian skyldi halda áfram að búa á heimilinu. En fyrsta kvöldið sem Freeman var heima kom hann þó niður til að sá hvort allt gengi eins og hann vildi. „Gerty hefur sagt mér hve vel þú hefur staðið þig meðan ég hef verið í burtu," sagði Freeman þá við Ian. „í rauninni veit ég ekki hvemig ég á að þakka þér. En ég er mjög þakk- látur.“ Ian óskaði þess helst á þessari stimdu að jörðin gleypti hann. Það var ekki auðvelt að taka við hrósi mannsins sem var kvæntur kon- unni sem hann hélt við. Næstu daga var Ronald aöeins á fótrnn nokkrar stundir á dag og aldrei fór hann að hátta síðar en klukkan hálftíu á kvöldin. Þegar kránni hafði verið lokað og öllum störfum var lokið gengu Ian og Gerty saman upp á efri hæð- ina. Gerty opnaði þá varlega dym- ar að svefnherberginu til þess að ganga úr skugga um að maður hennar svæfi. Síðan fóra skötuhjú- in inn til Ians. Þannig gekk þetta til um hríð en kvöld eitt sýndi Gerty þá óvarkámi að athuga ekki hvort maður hennar svæfi áður en hún fór með Ian inn til hans. Það vora afdrifarík mistök. Ronald skerst í leikinn Aðeins var tæp vika til jóla er þetta gerðist. Ronald lá í rúmi sínu og las meðan hann beið eftir konu sinni. Hann heyrði að gengið var upp stigann en ekki kom kona hans. Ronald beið enn um hríð en svo fór hann að heyra einkennileg hljóð úr herbeginu við hliðina. í fyrstu hélt hann að eitthvað væri að í baðherberginu og fór þangað fram en þar var þá enginn. Næsta hugsun sem sótti að hon- um var sú að Ian hefði fengið stúlku í heimsókn. En þar eð Ron- ald var siðsamur maður faimst honum nokkuð langt gengið af Ian aö bjóða stúlku heim um nótt til ástarleikja í herbergi við hliðina á svefnherbergi þeirra hjóna. Ronald ákvað því að skerast í leikinn. Hann opnaði dymar hægt og ró- lega og gægðist inn fyrir. Þá varð honum ljóst að granur hans var réttur. Stúlka var í rúminu hjá Ian. Ronald gekk að rúminu og þreif í parið en brá mikið þegar hann sá að „stúlkan" var engin önnur en kona hans, Gerty. Ronald kastaði sér nú á Ian og reif hann fram úr rúminu. Er hann hafði komið honum fram á gólfið skellti hann honum og lagðist síðan á hnén ofan á handleggi hans svo að hann gat sig hvergi hreyft. Ekki morð Rannsóknarlögreglumenn sem fengu málið til meðferðar síðar um kvöldið komust á þá skoðun að reiöi Ronalds hefði verið slík að líf Ians hefði verið í mikilli hættu þar sem hann lá á gólfinu án þess að geta borið hendur fyrir höfuð sér. Töldu þeir líklegt að Ronald hefði gengið að honum dauðum hefðu örlögin ekki tekið í taumana. Allt í einu var sem Ronald missti takiö á Ian. Svo valt hann um koll og datt á gólfið. Þar lá hann síðan hreyfingarlaus og var bæði Ian og Gerty ljóst að hann var meðvitund- arlaus. Gerty æpti og skipaði Ian að hringja þegar í stað á sjúkrabfl. Hann gerði það og nokkram mínút- um síðar komu sjúkraliðamir. Þeir gáfu Ronald Freeman hjartanudd en það bar engan árangur. Hann var allur. Sama kvöldiö og þetta gerðist gerðu Gerty og Ian játningu sína enda var þeim báðum ofarlega í huga aö sýna fram á hvað gerst hefði svo þau yrðu ekki ákærð fyr- ir morð eða manndráp. Krufning leiddi í ljós að Ronald lést af hjartabflun, það er af eðlileg- um orsökum. Er sú niðurstaða lá fyrir var ljóst að Gerty og Ian yrðu ekki sótt tíl saka fyrir að hafa vald- ið dauða Ronalds. En sekt þeirra var mikil, að eigin matí, og báðum var ljóst að ástarsamband þeirra var orsök þess að hann dó. En hún var óbein og engin lög ná yfir at- burði sem þessa. Ian hættí störfum í kránni og fór aftur á atvinnuleysisbætur. Hann var reynslunni ríkari og haldinn mikilli sektartilfinningu. Gerty Freeman ákvað að reka krána sem fyrr. Atburðurinn í íbúðinni fyrir ofan hana þótti hins vegar mikið hneyksli í hverfinu og margir fastagestanna ákváðu að leita sér að annarri krá. Aðrir gest- ir komu hins vegar fljótlega í stað þeirra og margir þeirra, segir sag- an, af því að þá langaði til að „sjá konuna sem var flækt í þetta allt saman.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.