Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. Fréttir Upphaflegar niðurskurðartillögur 1 menntamálum: Öllum héraðsskólum lokað á næstu árum - hertar aðgangskröfur 1 framhaldsskóla og skólagjöld I þeim tillögum, sem starfshópur um íjárlagagerðina geröi varðandi niðurskurð í menntamálum, er að finna hugmyndir um aö leggja niður héraðsskóla. Meö því var hugmyndin aö spara 15 milljónir á árinu 1993 en , 100 milljónir á ári eftir það. Þá er gert ráð fyrir að hússtjómarskólar verði aflagðir. í tillögunum er einnig gert ráð fyr- ir að hertar aðgangskröfur veröi í framhaldsskólana, að skólagjöld - verði innheimt, að námsframboð milli einstakra skóla verði samræmt og að framhaldsskólar verði samein- aðir og einhverjum verði lokað. Með þessu eiga að sparast 200 milljónir króna á ári. Ekki er hægt aö sjá ann- að en stefnt sé aö fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Starfshópurinn lagði fleira til. Þar á meðal að leggja niður fræðsluskrif- stofur í núverandi mynd og færa ákveðin verkefni yfir til sk'ólanna og að þeir sinni þeim verkefnum ásamt sveitarfélögunum. í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að Þjóöleikhúsið fái jafnháa fjárveitingu á næsta ári og á þessu ári, sparnaðurinn á að vera 60 millj- ónir króna. Þá á aö endurskipuleggja starfsemi Námsgagnastofnunar, en það eitt á að skila 25 milljónum króna spam- aði. Alls á menntamálaráðuneytið að spara 770 milljónir. Bændaskólamir heyra undir land- búnaðarráðuneyti. í kafla starfs- hópsins um landbúnaðarráðuneytið má sjá eftirfarandi: „Bændaskólar. Öll almenn búfræðikennsla flytjist frá Hólum til Hvanneyrar. Hólar verði að sérskóla fyrir hesta- mennsku og miðstöð fiskeldis- kennslu. Innheimtar verði hærri sér- tekjur en í almennum framhalds- skólum. Árangur 15 milljónir króna áárinul993.“ -sme Upphaflegu möurskuröartillögurnar: Ríkið hætti að styrkja ferjur - gárframlög til Vegagerðarinnar stórskert Samgönguráðuneytinu er gert að spara 690 milljónir króna samkvæmt tfilögum starfshóps fjármálaráðu- neytisins um íjárlagagerðina, Stærsti einstaki Uðurinn, 330 mfilj- ónir króna, varðar ferjur og önnur feijumannvirki. í tillögunum er gert ráð fyrir að þessir liðir fjármagnist af mörkuöum tekjustofnum vegaá- ætlunar, eins og það er orðað í tfilög- um starfshópsins. Markaðir tekjustofnar vegáætlun- ar munu ekki vaxa heldur þvert á móti, samkvæmt tillögum starfs- hópsins. En í þeim er gert ráð fyrir að tekjustofnar vegaáætlunar og rekstur áhaldahúss Vegagerðarinn- ar dragist saman um 265 mifijónir króna. í þessum tveimur liðum er veriö að tala um samtals 595 mifijóna króna spamað. Starfshópurinn gerir ráð fyrir fleiru. Hann vill aö Ferðamálaráð verði lagt af en í stað þess verði stofn- aður sérstakur Landkynningarsjóö- ur þar sem aðilar í ferðaþjónustu geti sótt um styrki vegna einstakra verkefna. Með þessari tillögu ætlar hópurinn að ríkissjóður spari 30 milljónir króna. Þá segir annars staðar að núver- andi tekjustofnar flugmálaáætlunar verði að hluta tfi nýttir tfi fjármögn- unar á rekstri innanlandsflugvalla, spamaðurinn á að verða 40 milljónir króna. Þá sér hópurinn fyrir sér 25 milij- óna króna spamaö með sameiningu eða samstarfi Slökkviliðs Reykjavík- ur og Slökkvfiiðsins á Reykjavíkur- flugvelli. Sjávarútvegsþáttur EES-samningsins: Sjávarútvegsþáttur EES-samn- eins og máliö stendur nú viröist lausn ekki í sjónmáli. Á fundum um málið í sumar var allt jám í jám milli samningamanna íslands og Evrópubandalagsins. Ðeilan snýst um útferslu á því að skip EB-landanna fái aö veiða 3 þúsund lestir af karfa innan islenskrar landhelgi en á mótí fái íslendingar að veíöa loönu utan íslenskrar iandhelgi á svæði sem EB ræður yfir. Samningamenn Evrópubanda- lagsins vilja að samið veröi um veiðiheimfid gegn veiðiheimild. Þessu er hafnaö af íslendingum, Þeir vfija tonn á móti tonnl vegna þess hve litlir mögulelkar eru á að við getum veitt loðnu fyrr en hún er hvort sem er komin inni íslenska fiskveiðilögsögu. Þessu hafnar EB alfarið. Síðasta boðaði fundi um máliö var afiýst vegna þess að afstaöa ísiendinga var óbreytt Nú er boö- aður fundur um málið í þeasum mánuði. Að sögn Jóns Baldvins utanríki8ráðherra hefur dagsetn- ingin ekki verið ákveðin. ,J>að er rétt að samningar stranda á því að við vfijum láta meta veiðireynsluna. Við vfijum leita einhverra leiöa til að fá hana metna i samningnum. Það mætti hugsa sér það á ýmsa vegu. Þetta er okkar samningskrafa og við höf- ura ekki kvikaö frá þvi,“ sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. - Evrópubandalaginu er það nfiög fast í hendi aö það veröi aflaheim- ild á móti aflaheimild? „Jú, visstfiega en hitt er okkur líka mjög fast í hendi, þannig að þetta er gagnkvæmt," sagöi Þor- steinn. Hann var spuröur hvort hann teldi líkur á aö samningar tækjust. Hann sagöist ekki trúa öðru. „Ég trúi því ekki að Evrópu- bandalagið iáti EES samninginn steyta á þessu,“ sagði Þorsteinn Pálsson. -S.dor Þetta myndarlega hunangsflugubú kom í Ijós þegar veriö var að fjarlægja skúr af lóð f Kópavogi en hunangsflugur gera sér bú neóanjaróar. Þeim brá nokkuð i brún, mönnunum sem fjarlægóu skúrinn, þegar stór hópur hunangsflugna réðst upp undan skúmum, óhressi með ónæðið viö volgt bú sitt. Elgandi skúrsins, Ægir Geirdal Gislason, hefur nú sett lok yfir búið þvf til verndar. DV-mynd BG Þéssi mynd var tekin á Seyðis- firðl á þriðjudag þegar ferjan Norræna kom þangað i siöasta sinn í sumar. Við toHleit fannsf stærsti hassskammtur sem fund- ist hefur á Seyði’sfirðí í kilóum talíð. Hassið fannst í bíl sem Is- iendingur var að koma á til iandsins frá Danmörku. DV-mynd Pétur Kristjánsson Fíkniefhi í Norrænu: amfetamín tuttugu ára piltur tekinn Pótur Kiisíánsaoin, DV, SeyðóSrtt: Tollgæslumenn frá Seyðisfirði og ReyRjavik fundu á þriðjudag, með hjálp leitarhunds, tæp 6 kfió af hassi og rum 200 grömm af amfetamíni í bíl í eigu Isiendings sem kom meö síöustu ferð Norr- ænu í sumar tfi Seyöisfjarðar. Ffkniefiiin voru vandlega falin undir mottum i gólfi bílsins. Búiö var að þekja efhin með kitti til aö vfiia um fyrir hasshundum. Þetta er með stærstu hass- skömmtum sem hald hefur verið lagt á í einu lagi hérlendis til þessa. Billinn, sem er af nýlegri Ford tegund, er skráður á fslandi og kom í ferjuna í Ðanmörku. ís- iendingurinn, sem er liðlega tví- tugur karlmaður, var handtekinn og færður suður til Reykjavíkur á þriðjudagskvöld. Samkvæmt heimfidum blaðsins hefur hann ekki áöur komiö við sögu fikni- efhamisferlis. Sömu heimildír herma aö fikniefhin hail fundist við úrtökuleit. Fíkniefnalögregl- an hefhr tekið við rannsókn málsins. Björn Halldórsson hjá fíkni- ekki tiá sig um rarmsóknina. að tollgæslan skyidi senda frétta- tilkynningu í gær til fjölmiðla um hassftmdinn á Seyðisfirði „Svona vinnubrögð eru ekki boö- ieg. Menn veröa að fara haga sér eins og fufiorðnir menn. Toli- gæslan hefur ekki rannsóknar- forræðið og það gengur ékki aö hún sé að tjá sig um það. Þetta atvik veröur tfi þess aö það verð- ur tekið á því á hæni stöðum,“ sagöi Bjðm. -bjb Davíð Oddsson forsætisráðherra um Hagræðingarsjóðinn: Það bráðliggur ekki á að ganga frá málinu - deilur 1 stjómarflokkum tefja afgreiðsluna, segja stjómarandstæðingar Ríkisstjómin hefur enn ekki af- _ greitt hvemig úthlutað verður úr ‘ Hagræðingarsjóöi tfi þeirra sem veröa fyrir mestum þorskbresti á þessu kvótaári. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að ekki hefði unnist tími til að afgreiða máliö í ríkisstjórn vegna þess hve mikið hefði verið að gera hjá henni vegna fjárlagageröar- innar. Það yrði hins vegar afgreitt um leið og tími ynnist til. Það bráð- lægi ekki á að afgreiða máhð. Samkvæmt heimildum DV er ástæðan fyrir því að ekki gefur veriö lokið viö að afgreiöa Hagræðingar- sjóðsmálið sú að ekki er samkomulag innan ríkisstj ómarflokkanna né inn- an ríkisstjómarinnar um hvemig það verði leyst. Sem kunnugt er lögðu starfsmenn Byggöastofnunar tfi að Fiskveiða- sjóður, Atvinnutryggingasjóður og ríkissjóður legðu til 150 mfiljónir króna hver um sig. Þessu fé yrði síö- an defit út til þeirra útgerðarfyrir- tækja sem yrðu fyrir mestri þorsk- skerðingu. Davíð Oddsson sagði að hugmyndin væri að greiða úr Fiskveiðasjóði og Atvinnutryggingasjóði vaxtabætur til þeirra sem skuldugastir væm. Hinir, sem ekki væm skuldugir en yrðu fyr- ir þorskbresti, fengju sinn hlut og réðu ráöstöfun hans. Þessu hefði ekki veriö gengið frá. Samkvæmt heimild- um DV hefur Fiskveiðasjóður alfariö hafnaö þessari hugmynd. Hagræðingarsjóður hefur yfir að ráða 12 þúsund tonnum af þorskí- gildum. Margir hafa viljað að þessum afla yrði úthlutað endurgjaldslaust til þeirra útgerða sem verða fyrir mestri skerðingu. Friðrik Sophusson íjármálaráðherra hefur alfarið hafn- aö því. Hann vill aö farið verði að lögum um sjóðinn og þessar 12 þús- und lestir seldar. Peningamir komi í ríkissjóð en jafnhárri upphæð verði úthlutað eins og að framan greinir. Þeir stjómarandstæðingar sem DV ræddi við um máhð í gær sögðu að þetta yröi hið erfiöasta mál fyrir rík- issijómina aö leysa vegna þess hve mörg sjónarmiö em uppi um þaö í stjómarflokkunum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.