Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. 13 dv Fréttir Bobby Fischer tefldi markvisst og vel í fyrstu skák þeirra Spasskíjs. Fischer lítur enn á sig sem heimsmeistara og tefldi sem heimsmeistara sæmir. Simamynd Reuter Spasskíj steinlá í fyrstu skákinni - Fischer sterkari en nokkru sinni fyrr? Bobby Fischer hefur engu gleymt þrátt fyrir tuttugu ára fjarveru frá skákborðinu. Því fékk Spasskíj að kynnast í gær er kapparnir hófu ein- vígi sitt á Sánkti Stefánsey í Svart- fjallalandi. Spasskíj var eins og bráð- ið smér í höndum meistarans, sem tefldi með tilþrifum svo að aðdáun vakti. Fischer kvaðst þakka sigurinn góðri stöðu eftir byrjunarleikina en bætti við af sinni alkunnu hógværð: „Þetta var góð skák.“ Spasskíj sagðist ekki hafa hitt á réttu leiðina og ekki ráðið við skýra áætlun Fischers. Sjálfsagt hefur það komið honum á óvart eins og skák- unnendum öllum hve Fischer tefldi markvisst og vel. Hann lítur enn á sig sem heimsmeistara og tefldi sem heimsmeistara sæmir. Færri stórmeistarar og blaðamenn gista Sveti Stefan en reiknað var með og fylgdust einungis um 50 manns með skákinni. Zita, hin ungverska vinkona Fischers, sat á fremsta bekk sem er í 15 metra fjarlægð frá sviðinu að kröfu Fischers. Á hinn bóginn var mikið fjölmenni hjá Skáksambandi fslands í Faxafeni 12, þar sem er opið hús og skákskýringar frá kl. 16 keppnisdagana. Stemningin í gær minnti helst á „einvígi aldarinnar" í Laugardalshölhnni hér um árið. Spasskíj hefur hvítt í 2. einvígis- skákinni, sem tefld verður í dag, og hefst hún kl. 13.30 að ísl. tíma. Hvitt: Bobby Fischer Svart: Borís Spasskíj Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RfB 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 Mörgum þótti þessi riddaraleikur upp í borð einkennilegur, þegar Spasskíj bryddaði upp á honum í 10. skákinni ’72. Þetta er upphafsleikur Breyer-afbrigðisins. Hugmyndin er að laga stöðu riddarans og búa í hag- inn fyrir framrás c-peðsins. 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl Bf8 14. Rg3 g6 15. Bg5!? Sjaldséður gamall leikur en að baki býr ný áætlun. 15. - h6 16. Bd2 Bg7 17. a4 c5 18. d5 c4 19. b4!? Hver veit nema tuttugu ára gömul hugdetta meistarans sé nú loks að koma fram í dagsljósið? Spasskíj hugsaði sig nú mjög lengi um en treysti sér síðan ekki til að taka áskoruninni. Sjálfsagt var að drepa Skák Jón L. Árnason í framhjáhlaupi með 19. - cxb3 20. Bxb3 Rc5 og láta reyna á hugmynd- ina. 19. - Rh7(?) 20. Be3 h5 21. Dd2 Hf8? 22. Ha3 RdfB Ætlunin með 21. leik Spasskíjs var e.t.v. að leika 22. - h4 23. Rfl f5 en þetta strandar á 24. Bg5! BfB (eða 24. - Rxg5 25. Dxg5 Dxg5 26. Rxg5 og ridd- arinn fer til e6) 25. Bh6 Bg7 26. Bxg7 Kxg7 27. exf5 gxf5 28. Re3 og svarta staðan „leysist upp“. 23. Heal Dd7 24. Hla2 Hfc8 25. Dcl Bf8 26. Dal Þrefóldun með drottninguna í öft- ustu víghnu, eins og fjórði heims- meistarinn, Alexander Aljekín, mælti með. 26. - De8 27. Rfl! Be7 28. Rld2 Kg7 29. Rbl! Riddarinn hugumstóri er kominn aftur á upphafsreitinn eftir sex leikja ferðalag! Nú hótar Fischer að opna a-línuna, stofna til uppskipta á a8 og síðan kæmi riddarinn til a3 og b5- peðið er í hættu. Ljóst er að Spasskíj hefur verið yfirsphaður eftir hstar- innar lögmálum. Hann grípur nú til þess ráðs að fóma manni fyrir tvö peð enda á hann varla aðra raun- hæfa kosti. En fómin ber keim af örvæntingu. 29. - Rxe4 30. Bxe4 f5 31. Bc2 Bxd5 32. axb5 axb5 33. Ha7 Kf6 34. Rbd2 Hxa7 35. Dxa7 Ha8 36. g4! Sama snerpan og fyrr. Svartur má ekki taka tvisvar á g4 því að eftir 38. Rh2 er peðastaðan í molum. 36. - hxg4 37. hxg4 Hxa7 38. Dxa7 f4 39. Bxf4! Frábærlega leikið! Með því að gefa manninn til baka kemst Fischer í tæri við svarta kónginn. 39. - exf4 40. Rh4! Bf7 41. Dd4+ 41. - Ke6 Eftir 41. - Kg5 gerir 42. Dg7!! út um taflið. T.d. 42. - Kxh4 43. Dh6+ Kxg4 44. f3+ Kg3 45. Dh2 mát; eða 42. - RfB 43. Rhf3+ (43. Bf5? Rxg4! og ég sé ekki mátið) Kxg4 44. Dh6 Rh5 45. Rh2 + Kh3 46. Dxh5+! gxh5 47. Bf5+ Kh4 48. Rf3 mát. 42. Rf5! Bf8 Ekki 42. - gxf5 43. Bxf5 mát! 43. Dxf4! Kd7 44. Rd4 Liðsafli jafn en yfirburðir hvíts em augljósir. Menn hans standa vel og peðið á b5 er dæmt tíl að falla. Hér hefði Spasskíj þó getað veitt meiri mótspymu með 44. - Bg7 45. Rxb5 Be5 - eftir næsta leik hans hrynur staðan. 44. - Del+? 45. Kg2 Bd5+ 46. Be4 Bxe4 47. Rxe4 Be7 48. Rxb5 Rf8 49. Rbxd6 Re6 50. De5 - Og Spasskfj gafst upp. -JLÁ StJPCK-JÖt wasa frukost tilda COOKTHK BAG 500 G GATEWAY ^iró + HÁBNÆWNG W 200ML “S- M.S- , HLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einni ferd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.