Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. LífsstHI DV kannar verð í matvöruverslunum: Pakki af kaffi ódýrari en 4 í pakkningu Hin vikulega verðkönnun DV fór fram í gær. Var farið í Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Kaupstaö í Hafnarfirði, Miklagarö við Sund, Hagkaup í Skeifunni og Bónus í Kópavogi. Var litið á verðið á sveppum, ban- önum, kínakáli, gulri papriku, bláum vínberjum, perum, hvítkáli, Kötlu flórsykri (1 kg), Colgate tannkremi (án flúors), Cheerios morgunverðar- komi (275 g), nautahakki og Ríó kaffi. Mestur verðmunur reyndist á gulri papriku eða 382 prósent. Lægsta verðið var í Bónusi þar sem hún kostar 145 krónur. í Kaupstað kost- aði hún 699 krónur. Næstódýrust var paprikan í Fjarðarkaupum en þar kostaði hún 149 krónur og í Hag- kaupi kostaði hún 369 krónur kílóiö. Verðmunur á kínakáli var 164 pró- sent. Ódýrast var kínakálið í Bónusi á 45 krónur kílóið. í Fjarðarkaupum var kílóið á 49 krónur, í Miklagarði á 80 krónur, 69 krónur í Kaupstað og 119 krónur í Hagkaupi. Sveppirnir voru dýrastir í Kaup- stað og Hagkaupi. Á báöum stöðum voru þeir seldir í lausu á 568 krónur kílóið. í Hagkaupi var einnig hægt aö fá þá í 250 g bökkum á 165 krónur. í Miklagarði voru sveppirnir einnig í öskjum (250 g) á 114 krónur eða 442 krónur kílóið með þriggja prósenta afslætti. Fjarðarkaup seldu sveppina á 276 krónur kílóið, 250 g á 69 krónur eöa 399 krónur í lausu. Og Bónus var með 250 g öskjur á 67 krónur eða 268 krónur kílóið. Um 82 prósent verðmunur var á banönum. í Bónusi var hægt að fá kilópoka á 67 krónur eða í lausu á 89 krónur. Mikligarður seldi banan- ana á 96 krónur og Fjaröarkaup á 98 krónur. Kaupstaður og Hagkaup seldu kílóið á 118 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta veröi er í þessu tilfelh um 82 prósent. Bláu vínberin voru ódýrust í Bón- usi. Þar kostuðu þau 139 krónur kíló- ið. í Miklagarði voru þau á 154 krón- ur, 169 krónur í Fjarðarkaupum og Um 82 prósenta verðmunur reyndist vera milli verslana á banönum. Þess ber þó að geta að bakkamir em merktir á 530 krónur kílóið með 10 prósenta afslætti við kassann en þessa dagana er hakkið á 300 krónur kílóið með 30 prósenta afslætti við kassann. í Hagkaupi var nautahakk- iö á 724 krónur. í Miklagarði kostaði kílóið 397 krónur, í Fjarðarkaupum 668 krónur og 699 krónur í Kaupstað. Minnsti verðmunurinn var á Kötlu flórsykri eða 17 prósent. Dýrastur var flórsykurinn í Hagkaupi þar sem hann kostaði 106 krónur kilóið. Hann var krónu ódýrari í Fjarðarkaupum, á 105 krónur, og í Miklagarði var flór- sykurinn á 98 krónur. Lægsta verðið var í Bónusi, 90 krónur. Um 35 prósenta verðmunur var á hæsta og lægsta verði á Cheerios. í Kaupstað var 275 g pakki seldur á 173 krónur en í Bónusi á 128 krónur. í Fjarðarkaupum var morgunverð- arkomið á 130 krónur, 135 krónur í Miklagarði og 147 krónur í Hag- kaupi. Eins ótrúlegt og það má virðast þá er mun ódýrara að kaupa Ríó kaffi- pakkana í lausu en fjóra saman. Fólk fær ekki þann magnafslátt sem það býst við að fá. í Hagkaupi var kaffið ekki til í einstaka pökkum og því var verðinu í því tilfelli deflt í fjóra. Kaff- ið var ódýrast í Bónusi, þar var pakk- inn á 74 krónur. f Fjarðarkaupum var kaffipakkinn á 99 krónur en kost- aði 421 krónu í kílópakkningu. í Hag- kaupi kostaði kaffið tæplega 100 krónur og 118 krónur í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði er 59 prósent. Colgate tannkrem án flúors var ódýrast í Bónusi. Tannkremstúpan kostaði þar 89 krónur. í Fjarðarkaup- um og Hagkaupi var tannkremið á 95 krónur og 92 krónur í Miklagarði. Langdýrast var það í Kaupstað þar sem Colgate án flúors kostaði 128 krónur. Hvítkáhð var ódýrast í Miklagarði og Bónusi þar sem það var selt á 80 krónur kílóið. Dýrast var það í Kaup- stað, á 159 krónur kílóið. í Fjarðar- kaupum var kílóið á 92 krónur og 158 krónur í Hagkaupi. -GHK Hagkaupi en 199 krónur í Kaupstað. Verðmunurinn er 43 prósent. Perumar vom dýrastar í Kaupstað en þar kostuðu þær 99 krónur kílóið. í Hagkaupi vom þær á 95 krónur, á 79 krónur í Fjarðarkaupum, 65 krón- ur í Miklagarði og 62 krónur í Bón- usi. Munurinn er rétt um 60 prósent á hæsta og lægsta verði. Gífurlegur verðmunur var á nauta- hakki eða 245 prósent. Ódýrast var það í Bónusi, á 210 krónur kílóið. Kínakálið lækkar í verði Kínakálið hefur mikið lækkað í verði á undanfómum vikum. Nú er meðalverðið aðeins 72 krónur var 150 krónur fyrir um það bil mánuði og 269 krónur um miðjan júh. Sveppir haldast nokkuð stöðugir í verði. I þessari viku er meðalverðið 424 krónur og var tveimur krónum hærra 12. ágúst. í lok júlí vom svepp- imir á 531 krónu. Bananamir em á ósköp svipuðu verði nú og í byrjun ágúst. Nú er meðalverð á banönum 99 krónur, þann 12. ágúst var það 102 krónur og 5. ágúst var meðalverö á banönum 96 krónur. Kílóverð á gulri papriku er nú um 341 króna og var 346 krónur um miðj- an júní. í fystu viku júhmánaöar var gula paprikan komin upp í 467 krón- ur og í lok maí var hún á 411 krónur. Meðalverð á bláum vínberjum er 166 krónur, sex krónum hærra en fyrir hálfum mánuði. í byrjun júh var kflóiö af bláum vínberjum komið upp í 216 krónur. Perumar eru einnig mjög ódýrar þessa dagana. í gær reyndist meðal- verðið aðeins 80 krónur. í byrjun ágúst var meðalverð fyrir perur 137 krónur og í byrjun júlí var það 121 króna, hafði þá lækkað um sex krón- urfráþvíummiöjanjúní. -GHK Hæsta og lægsta verð Ríó-kaffi Hæst lægst Nautahakk 900 Hagkaup 700 500 300 100 Hæst Lægst Cheerios Hæst Lægst Hvítkál 190 Hæst Lægst Flórsykur 120r Hæst Lægst Tannkrem 150 ...... ...! 130 Kaupstaður 110 90 70 Hæst Lægst Sértilboð og afsláttur: í þessari viku em ýmis sértilboð í gangi eins og venja er. f Bónusi er hægt að gera ágætis kaup á sæl- gæti, t.d. er 100 g mjólkursúkkulaði frá Síríus á 84 krónur og pakki af rískubbum frá Freyju er á 139 krónur. Einnig geta Prince Poio aðdáendur fengiö 20 stykki í kassa á 639 krónur. Bónus selur nú 1,5 htra kók á 129 krónur en hér em á ferðinni nýjar umbúöir. Kaupataðarverslanimar era með tilboö á brauðáleggi í þessari viku. Malakoff er selt á 907 krónur kflóið og dönsk skinka kostar 1221 krónu kílóiö. Átta sneiöar af maltbrauöi kosta 55 krónur, eph em á 98 krón- ur köóiö og Hy Top samlokupokar (80 stk) kosta 49 krónur. í Fiarðarkaupum fást nú há- skólabolir á aöeins 990 krónur. Þykkmjólkin þar er á 45 krónur og 10 kgafNordzucker strásykri kosta 398 krónur. Einnig er boðiö upp á fjórar bragðtegundir af Kolding marmelaði á 119 krónur. Em 800 g í krukkunni. Mikhgarður við Sund er meö epl- in á sértflboði, eins og Kaupstaður, þ.e.a.s. 98 krónur kflóið. Fyrir þá sem eiga ketti skal bent á Better Valu kattasand. Era 11,34 kg í pok- anum og kostar hann 199 krónur. Hy Top komflex er á 139 krónur (510 g) og 425 g dós af kínversku ananasmauki er á 38 krónur. í Hagkaupum er Wasa Frukost hrökkbrauðiö á 99 krónur og 500 g af Tilda hríspjónum á 79 krónur. Em hrísgrjónin í pokum. Gateway ýampó og hámæriflg em á aðeins 99 krónur saman i pakka o$ MS bmöur, ba>ði fínar og grófar, era á 99 krónur. Hagkaup er líka enn meö súpukjötstiiboðið, eitt kfló á 359 krónur. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.