Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 15
FIMMTÚDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. 15 Aðlögun að EB óhjákvæmlleg: Hversu langt á að ganga? Afstaða til EES-samningsins er ekki einfalt mál en þingmenn verða fyrr eða siðar að gera upp hug sinn, segir Ingibjörg m.a. í grein sinni. Það er ekki einfalt mál að taka afstöðu til EES-samningsins. Flest- ir geta líka leitt það hjá sér ef ekki fæst þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Þingmenn eru hins vegar ekki í þeim hópi og fyrr eða síðar verða þeir að gera upp hug sinn. Þeir verða að vega og meta hvort hagsmunum íslendinga sé betur borgið innan ramma þjóðríkisins frá 1918 eða með því að flytja hluta af valdi þess tfl íjölþjóðlegra stofn- ana í Evrópu. Kostir þjóðríkisins Þeir sem öruggastir eru í afstöðu sinni segja að svarið hggi í augum uppi. Til eru þeir sem segja að ís- lensk þjóð megi aldrei selja nokk- urt vald úr landi þvi þá sé þess skammt að bíða að hún glati frelsi sínu og ráði ekki lengur örlögum sínum. Óskert fullveldi sé forsenda sjálfstæðis og velsældar. Svo eru hinir sem halda því fram að fullveldishugtakiö hafi glatað merkingu sinni og hagsmunir þjóða séu svo samofnir að þeirra verði ekki lengur gætt nema með því að framselja vald til sameigin- legra stofnana. - Forsenda friðar og velsældar sé aukinn samruni þjóðríkja. Ef við lítum í kringum okkur í heiminum í dag þá blasir það við okkur að þau ríki sem búa við mesta hagsæld, jöfnuð og jafnrétti eiga það öll sameiginlegt að þar stendur lýðræðið föstum fótum, þar hefur verið blandað hagkerfi og þar er þjóðríkið tfltölulega sterkt. Norðurlöndin eru kannski KjaUaiinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvennalistans besta dæmið um þetta. Aftur á móti stendur heimurinn andspæn- is svo mörgum erfiðum úrlausnar- efnum að það þarf samstiflt átak margra tfl að leysa þau. - Til þess að sá ráði ekki fór sem hægast vill fara þarf að framselja vald, tak- marka neitunarvald þjóðríkja. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að þjóðríkið sé ekkert markmið í sjálfu sér, það sé sögulegt fyrirbæri og þ.a.l. ekki óumbreytanlegt stjórnkerfi. Það breytir ekki því að við verðum aö fara varlega í að skerða fullveldi þess. Ástæðan er einfaldlega sú að við höfum enn ekki dottið ofan á neitt annað stjómkerfi sem er þess umkomið að tryggja þeim sem undir það heyra sambæriíeg lífsgæði. Enn sem komið er virðist öryggi og velferð þegnanna best tryggt með þrískiptingu valdsins hjá ákveðnum og vel afmörkuðum yf- irvöldum. Evrópubandalagið, og jafnvel enn frekar Evrópska efna- hagssvæðið, riölar þessari skipt- ingu, flækir stjórnkerfið og dregur úr lýðræði. Hringrás valdsins Á það ber þó að hta að innan EB er nú reynt að taka á þessum mál- um með því að setja það sem reglu að ekkert mál skuh vera á verk- sviði æðra stjórnvalds sem hægt er að sinna af lægra stjómvaldi. Þetta er auðvitað ekki ný stjóm- viska því hún á sér langa hefð inn- an þjóðríkjanna, en þar hafa m.a. sveitarfélögunum verið fahn þau verkefhi sem þau ráða við með góðu móti. Það sérkennflega er að fyrst skuli vald flutt til yfirþjóð- legra samtaka til að þau geti síðan útdeilt hluta af því aftur þangað sem það á uppmna sinn. Segja má að þessi þróun hafi ver- ið staöfest með Maastricht-sam- komulaginu. Það miðar þó öðru fremur að því að gera EB að póh- tiskri einingu með því að afnema því sem næst neitunarvald ein- stakra ríkja og koma á skuldbind- andi samstarfi á fleiri sviðum en áður, s.s. í utanríkis- og varnarmál- um. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðhleg þróun. Þegar markaðurinn er orð- inn einn og efnahagssamvinnan mjög náin skapast þörf fyrir að koma upp póhtískri byggingu sem hentar henni. Eftir atvikum ætla menn svo að nota þessa byggingu tfl að tryggja að markaðsöflin hafi frítt spil eða til að koma ákveðnum böndum á þau. Stefnan mörkuð En hvað sem okkur finnst um EB og samrunaþróunina í Evrópu þá eru bæði fyrirbærin staðreynd og munu án efa verða mótandi í stjórnmálum álfunnar um langt árabil. Þau munu því hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag, hvort sem við verðum utan eða innan EES eða EB. Það er gömul saga og ný að til frambúðar er ekki hægt að byggja upp samfélag í einu landi sem víkur í veigamiklum atriðum frá því sem tiðkast í öhum nágrannalöndum. Aðlögun er þvi nauðsynleg. Mér vitanlega hefur ekki verið um það deilt. Það sem menn greinir á um er hversu langt eigi að ganga í aö- löguninni, hvort við eigum að stíga skref inn í samrunaferlið eða ekki. Aðildin að EES er tvímælalaust slíkt skref, og menn verða að gera sér grein fyrir því að með henni hefur verið mörkuð stefna í til- tekna átt. Þá aukast líkurnar á að leiðin verði gengin tfl enda inn í EB. - Að halda öðru fram eru ekki annað en sjálfsblekkingar eða póli- tískar sjónhverfingar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að þjóð- ríkið sé ekkert markmið í sjálfu sér, það sé sögulegt fyrirbæri og þ.a.l. ekki óumbreytanlegt stjórnkerfi.“ Þegar þetta er ritað er aðild EES til meðferðar á Alþingi og sitt sýn- ist hverjum um máhð. EES virðist ekki ætlað langlífi þar sem nær öh EFTA-ríkin stefna að inngöngu í EB við fyrsta tækifæri. Það er því ljóst að þótt við ger- umst aðflar aö EES megum við búast við því að þurfa innan tíðar að ákveða hvort við ætlum að fylgja fordæmi hinna EFTA-ríkjanna og sækja um inngöngu í EB eða leita eftir viöskiptasamningi við banda- lagið. Fólksflutningar Sumir vflja að við leitum nú þeg- ar eftir slíkum samningi en það er ekki tímabært fyrr en útséð er um inngöngu hinna EFTA-ríkjanna í EB. í milhtíðinni er aðild að EES eðlilegur valkostur fyrir ísland. Með aðild að EES fást miklar tohaívflnanir fyrir fisk og sjávaraf- urðir gagnvart EB samkvæmt bók- un 9. Hins vegar er gert ráð fyrir htfls háttar gagnkvæmum veiði- heimfldum íslands og EB en eftir er að ganga frá samkomulagi um þær í smáatriðum. Að öðru leyti hefir EB ekki heimfld til að stunda veiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu. Sumir hafa áhyggjur af flutningi fólks tfl landsins. I því sambandi er rétt að athuga að við höfum haft sameiginlegan vinnumarkað með hinum Norðurlöndunum um árabil án þess að aöstreymi fólks hafi valdið neinum vandræðum. í öðru eðlilegur valkostur KjaUarinn Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur Fjármagnsflutningar í samningnum er gert ráð fyrir því að fólk geti komið og dvahð hér í þrjá mánuði við að leita sér at- vinnu en verði síðan að hverfa á brott ef sú leit ber ekki árangur. Hér verkar tungumáhð sem hindr- un svo og gegn miklum brottflutn- ingi íslendinga sjálfra og hæpið er því að aöildin verði tfl aö leysa at- vinnuvandamál landsmanna enda er atvinmfleysi hér minna en í Vestur-Evrópu. í samningnum er gert ráð fyrir frjálsum fjármagnsflutningum sem opnar möguleika fyrir erlendar fjárfestingar í landinu. Það ætti að geta stuðlað að atvinnuppbyggingu hérlendis. Deilt er um það hvort samningur- inn sé í samræmi við stjómar- „í samningnum er gert ráð fyrir frjáls- um fjármagnsflutningum sem opnar möguleika fyrir erlendar fjárfestingar í landinu. Það ætti að geta stuðlað að atvinnuuppbyggingu hérlendis.“ lagi er öryggisákvæði í samningn- um sem hægt er að beita ef hið ólík- lega gerðist, að aðstreymi fólks yrði óhóflegt. skrána. Áht manna í því efni virð- ist gjaman velta á því hvort þeir em með eða móti samningnum. Ljóst er aö takmarkað framsal bæði á framkvæmda- og dómsvaldi Aðeins er gert ráð fyrir lítils háttar gagnkvæmum veiðiheimildum ís- lands og EB, segir greinarhöfundur. felst í samningnum. Það framsal er þó varla það stórvægflegt að það samræmist ekki stjómarskránni. Hér verða dómstólar að skera úr ef ágreiningsefni koma upp. Þjóðaratkvæða- greiðslur Máhð er hins vegar það mikfl- vægt að ekki virðist fráleitt að um það sé greitt þjóðaratkvæði. Þjóð- aratkvæðagreiðslum er yfirleitt ekki beitt hér á landi um löggjafar- málefni, þó skal samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar leggja laga- frumvarp undir þjóðaratkvæði ef forseti lýðveldisins synjar því stað- festingar. Segja má að EES miði að fijálsu markaðshagkerfi sem á að leiða tfl betri lífskjara fyrir íbúa aðildar- ríkjanna. Það er svo annað mál hvort ekki verður farsælla fyrir íslendinga að gera viðskiptasamn- ing við Efnahagsbandalagiö fremur en ganga í það þegar og ef að því kemur að þeir verði að velja á mflh. Ólafur Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.