Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. GILDRAN SPILAR Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM í SEPTEMBER: Fimmtudag 3. Gaukur á Stöng Föstudag 4. Gaukur á Stöng Laugardag 5. Ftlégaröur, Mosfellsbæ Fimmtudag 10. Púlsinn, útgáfutónleikar Föstudag 11. Sjallinn, ísafiröi Laugardag 12. Sjallinn, ísafirði Föstudag 18. Gjáin, Selfossi Laugardag 19. Gjáin, Selfossi Föstudag 25. Skagarokk, Akranesi Föstudag 25. Hótel Akranes Laugardag 26. Vestmannaeyjar O DREIFING STEINAR HF. Utlönd Seinagangur við hjálparstarf í Sómalíu gagnrýndur: Ríki heimsins hafa brugðist Sómölum Starfsmenn við neyðaraðstoð í Afr- íkuríkinu Sómalíu hafa gagnrýnt Sameinuðu þjóðimar og þjóðir heims fyrir að hafa ekki skipulagt hjálpar- starfið almennilega og fyrir að hafa brugðist seint við viðvörunum um að rúmlega ein milljón manna ætti á hættu að svelta til bana. Hundruð deyja nú þegar á degi hveijum. „Á sama tíma og Sómalir svelta heilu hungri tekst umheiminum ekki að taka sig saman í andlitinu. Ríkjum heimsins hefur ekki tekist að bregð- ast við þörfum Sómala," sagði Mic- hael Aronson, starfsmaður góðgerð- arstofnunarinnar Bjargið bömun- um, við fréttamenn eftir fund þing- manna Evrópubandalagsins um neyðarástandið í Sómalíu. „Hver er að berja í borðið hjá SÞ til að kreíjast þess að hjálparstarfið verið skipulagt almennilega?" spurði Aronson. Andreas Lendorff, yfirmaður hjálpardeildar alþjóða Rauða kross- ins, sagði á fundinum að neyðin í Sómahu væri sambærileg hungurs- neyðinni í Eþíópíu á áranum 1984 og 1985, ef ekki verri. Þá lét allt að ein miltjón manna lífið. „Hundrað ef ekki þúsundir manna deyja í Sómalíu í viku hverri,“ sagði hann. Hópar vopnaðra unghnga stela oft matvælasendingunum og starfs- menn hjálparstofnana telja að allt að helmingur matarins komist aldrei í hendur bágstaddra. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, og tveir aðrir ráðherrar Evrópubandalagsins eru væntanleg- ir til Sómaíu á morgun þar sem þeir munu kynna sér ástandið. Reuter Ung sómölsk móðir situr með grátandi be.rn sitt tyrir utan hjálparmiðstöð þar sem sveltandi fá að borða. Símamynd Reuter Hár blóðþrýstingur veldur heilarýrnun Nýjar rannsóknir á mönnum sýna að hár blóöþrýstingur getur leitt til rýmunar heilans. Bandarískir vísindamenn notuðu segulómunartæki til að mæla stærð heilans í sjúklingum sem vorú með of háan blóðþrýsting. Niðurstöður rannsóknar þeirra birtast í tímariti bandaríska hjartavemdarfélagsins um of háan blóðþrýsting sem kemur út í dag. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að jafnvel með fullnægjandi meðferð við háum blóðþrýstingi kæmu fram breytingar á formgerð heilans hjá fólki með of háan blóðþrýsting," sögðu Declan Murphy og Judith Sal- emo 1 grein sem lýsir rannsókninni. „Uppgötvaiíir okkar benda til þess að langvarandi háþrýstingur hafi í för með sér formbreytingar í heilan- um,“ sagði ennfremur í greininni. Rannsóknin leiddi til þeirrar nið- urstöðu að langvarandi of hár blóð- þrýstingur yki magn heilamænu- vökva inni í hauskúpunni og minnk- aði hvíta efnið eða það sem kallað er taugasímar. Rannsóknin leiðir lík- ur að því að hvíta efnið eyöist við of háan blóðþrýsting. Að sögn vísindamannanna getur heilarýmunin haft áhrif á hegðun oggetumanna. Reuter Nikaragva: Harður jarðskjálfti varð eitft hundrað manns að bana hrökklast að heiman. Þá er 150 manna saknað. Jarðskjálftinn mældist sjö stig á Richterskvarða. Hamfarimar era hinar mestu sem hafa orðið í vestur- hluta Nikaragva í áratugi. Hálfur tugur eftirskjálfta skók svæðið síðar á þriðjudag og í gær og vora margir þeirra allsnarpir. Mest- ar skemmdir urðu við strandlengj- una og varð mikið tjón í rúmlega eitt hundrað bæjum og borgum. Violeta Chamorro forseti hefur lýst yfir neyðarástandi á mestallri strand- lengjunni. „Við höfum aldrei séð annað eins,“ sagði Carlos Morales, íbúi í ferða- mannabænum Pochomil sem er 55 kílómetra frá höfuðborginni Mana- gua. „Við fundum ekki neitt en svo kom allt í einu hræðilegur kippur og heimili mitt fór á kaf í vatn.“ Reuter Flóðbylgjur, sem skullu á Kyrra- eitt hundraö manns aö bana hið hafsströnd.Nikaragva eftir öflugan minnsta og sextán þúsund manns jarðskjálfta á þriðjudagskvöld, urðu ýmist misstu heimili sín eða urðu að Violeta Chamorro, forsetl Nikaragva, ræðir við konu sem missti heimili sitt f flóðbylgjum á þriðjudagskvöld. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.