Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. Afmæli Bjöm Th. Bjömsson Bjöm Th. Bjömsson listfræöingur, Karfavogi 22, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Bjöm fæddist í Reykjavík en ólst að mestu upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1943, stundaðí listsögunám við í Edinborgarháskóla og Lundúnahá- skóla 1943-46 og við Kaupmanna- hafnarháskóla 1946-49. Bjöm var kennari í Ustasögu við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1950-81, KHÍ frá 1951 og kennari í hstasögu við HÍ frá 1974. Bjöm sat í Útvarpsráði 1953-63 og 1966-71 og átti sæti í undirbúnings- nefnd íslenska sjónvarpsins 1963-66. Hann var formaður og varafor- maður Rithöfundasambands ís- lands 1960-68 og sat í Menntamála- ráði1971-77. Rit Bjöms era íslenska teiknibók- in í Ámasafni, útg. 1954; íslensk gullsmíði, útg. 1954; Brotasilfur, safn hst- og menningarsögulegra þátta, útg. 1955; Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson, útg. 1956; Virkisvetur, skáldsaga, útg. 1959; Guðmundur Thorsteinsson, ævi hans og Ust, útg. 1960; Á íslendinga- slóðum í Kaupmannahöfn, útg. 1961; íslensk myndUst á 19. og 20. öld, I- B, útg. 1964 og 1973; Reykjavík, útg. 1969; Aldateikn, útg. 1973; Haust- skip, heimildaskáldsaga, útg. 1975; Seld norðurljós, útg. 1982; Þorvaldur Skúlason, útg. 1983; Muggur, útg. 1984; ÞingvelUr, útg. 1984; Aldaslóð, útg 1987; Minningarmörk í Hóla- vaUagarði, útg. 1988; Sandgreifam- ir, útg. 1989; endurskoðuð bók: Á íslendingaslóðum í Kaupmanna- höfn, útg. 1991. Auk þess er nú að koma út bókin Dunganon - Dungan- onia, sem er leikrit Björns sem nú á að fara að sýna hj á LR auk ævi- þátta um Karl Einarsson Dunganon. Þýðingar: Vefarinn mikli I—II, 1957 og 1960: HeimsUst-HeimaUst, 1977: Thorv'aldsen við Kóngsins Nýjatorg, 1978 og Harmaminning Leónóm Kristinar í Blátumi, 1986. Björn var í ritstjóm Birtings 1958-1964. Fjölskylda Bjöm kvæntist 27.6.1947 Ásgerði Búadóttur, f. 4.12.1920, myndvefara. Foreldrar Ásgerðar voru Búi Ás- geirsson, verslunarmaður í Borgar- nesi, og kona hans, Ingibjörg Teits- dóttir. Böm Björns og Ásgerðar em Bald- vin, f. 20.12.1947, auglýsingateiknari á Akureyri, kvæntur Sigrúnu Gunnarsdóttur; Bjöm Þrándur, f. 1.8.1952, dr. í líffræði, kennari við Gautaborgarháskóla; Þómnn, f. 20.8.1968, nemi við háskóla í Lon- don. Bræður Bjöms vora, Siegfried Haukur, f. 27.7.1906, d. 20.10.1983, stórkaupmaður í Reykjavík, kvænt- ur Marsibil Guðjónsdóttur, d. 22.1. 1985, hárgreiðslumeistara, og Har- ald Steinn, f. 5.6.1910, d. 23.5.1983, stórkaupmaður í Reykjavík, var kvæntur Fjólu Þorsteinsdóttur. Foreldrar Bjöms voru Baldvin Björnsson, f. 1879, d. 1945, guUsmið- ur í Reykjavík, og kona hans, Mart- ha Clara, f. 1886, d. 1957, húsmóðir, dóttir Theódórs Bemme, trésmíða- meistara í Leipzig, og konu hans, PauUne Ernstine Hanau. Ætt Baldvin var sonur Bjöms, gull- smiðs á ísafiröi, Ámasonar, b. á Heiðarbæ í ÞingvaUasveit, Bjöms- sonar, prests á ÞingvöUum, bróður Einars, langafa HaUdóm, móður Örlygs Sigurðssonar Ustmálara. Björn var sonur Páls prests á Þing- völlum, Þorlákssonar, bróður Jóns prests og skálds á Bægisá. Móðir Bjöms var Sigríður Stefánsdóttir, prests á Breiðabólstað í FljótshUð, Högnasonar „prestafóður", prests á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Áma var Þórunn Björnsdóttir, syst- ir Snæbjamar, langafa Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Annar bróðir Þórannar var Benedikt, faöir Bjama, langafa Sturlu Friðriksson- ar erfðafræðings og Gunnars Bjamasonar ráðunautar. Móðir Bjöms Ámasonar var Sal- vör Kristjánsdóttir, b. í Skógarkoti í Þingvallasveit, Magnússonar og konu hans, Guðrúnar Þorkelsdótt- ur. Móðir Guðrúnar var Salvör Ög- mundsdóttir, b. á Hrafnkelsstöðum, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Þórarinsdóttur. Móðir Guðrúnar varElínEinarsdóttir.b.íVarma- . dal, Sveinssonar, og konu hans, Guðrúnar Bergsteinsdóttur, b. á Árgilsstöðum, Guttormssonar, ætt- föður Árgilsstaðaættarinnar, fóður Þuríðar, langömmu Jóhönnu, ömmu Gunnars Amar Gunnarsson- arUstmálara. Móðir Baldvins var Sigriður Þor- láksdóttir, b. í Fagranesi, bróður HaUgríms, langafa Guðjóns B. Ól- afssonar, forstjóra SÍS. Þorlákur var sonur HaUgríms, b. á Stóru- Hámundarstöðum, Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu, Hallgrímssonar, málara á Kjarna í Eyjafirði, Jóns- sonar, foður Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Haf- stein. Annar sonur Hallgríms var Björn Th. Björnsson. Jón, málari á Lóni, langafi Pálínu, móður Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Þor- láks á Skriðu var HaUdóra Þorláks- dóttir, b. á Ásgeirsbrekku, Jónsson- ar, ættföður Ásgeirsbrekkuættar- innar, föður Ásgríms, langafa Ás- laugar, langömmu Friðriks Sophus- sonar. Móðir Þorláks í Fagranesi var Gunnhildur, systir Þorláks, afa Þor- láks Ó. Johnson, kaupmanns í Rvík. Gunnhildur var dóttir Lopts lög- réttumanns í Móum, Þorkelssonar. Móðir Lopts var Margrét Bjarna- dóttir, systir HaUdórs, langafa Ólaf- ar, langömmu Jóhannesar Nordal. Móðir Sigríðar var Hólmfríður, systir Snjálaugar, ömmu Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Hólmfríður var dóttir Baldvins, prests á Upsum, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Pétur Ólafur Ólafsson. Pétur Ólafur Ólafsson Pétur Ólafur Ólafsson, jámsmiður og starfsmaður hjá Olíufélaginu Essó, til heimihs að Heiðarlundi 18, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Fjölskylda Pétur fæddist í Þýskalandi en flutti tíl íslands 1954. Hann giftist 31.12.1970 Sigrúnu Þórönnu Frið- geirsdóttur, f. 17.5.1948. Hún er dótt- ir Friðgeirs Guðmundssonar og El- ínborgar Dagmar Sigurðardóttur sem erlátin. Böm Péturs og Sigrúnar em Pétur Ólafur, f. 24.2.1971; Rúnar Þór, f. 8.8.1976; Karen, f. 11.11.1979; Birgir Michael, f. 24.9.1983. Fósturböm Péturs em Guðrún Ólöf, f. 30.7.1965; Friðgeir, f. 10.8. 1966; Hrólfur Amar, f. 30.12.1968. Systkini Péturs em Karen Ólafs- dóttir og Ólafur Sigurbjörn Ólafs- son. Foreldrar Péturs: Ólafur Sigur- bjöm Ingólfsson, sem er látinn, og Katrín Vilhelmsdóttir. Pétur er að heiman á afmæhsdag- inn. Guðílnna Guðmundsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir, hús- freyja að Vorsabæ í Gaulverjabæj- arhreppi, er áttræð í dag. Starfsferill Guðfinna fæddist í Túni í Hraun- gerðishreppi og ólst þar upp. Hún stundaði bamaskólanám við far- skóla í þijá vetur. Guðfinna sá um húsmóðurstörf í föðurhúsum eftir að móðir hennar lést en flutti að Vorsabæ er hún gifti sig og hefur verið þar húsfreyja síðan. Guðfinna var ritari Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps í átján ár. Hún hefur tekið þátt í ýmsum nám- skeiðum og sungið með kórum. Fjölskylda Guðfinna giftist 29.5.1943 Stefáni Jasonarsyni, f. 19.9.1914, b. í Vorsabæ 1943-88. Hann er sonur Jasonar Steinþórssonar frá Amar- hóh og Helgu Ivarsdóttur frá Vorsa- bæjarhjáleigu. Böm Guðfinnu og Stefáns eru Helgi, f. 26.4.1945, bifreiðarstjóri og b. í Vorsabæ n, kvæntur Ólafiu Ing- ólfsdóttur, f. 30.5.1952, b. og hús- freyju í Vorsabæ II, og eiga þau fjög- urböm; Ragnheiður.f. 1.7.1946, íþróttakennari og húsmóðir á Akur- eyri, gift Tómasi Búa Böðvarssyni, tæknifræðingi og slökkvihðsstjóra og eiga þau tvo syni; Kristín, f. 18.9. 1948, handavinnukennari og hús- freyja að Hurðarbaki í Villinga- holtshreppi, gift Ólafi Einarssyni, b. þar, og eiga þau fjögur böm; Unn- ur, f. 18.1.1951, fóstra og húsmóðir í Kópavogi, gift Hákoni Sigurgríms- syni, framkvæmdastjóra Stéttar- sambands bænda, og eiga þau tvo syni; Sveinbjörg, f. 17.8.1956, skrif- stofumaður og húsmóðir í Borgar- nesi, gift M. Hans Lind Egilssyni vélstjóra-og eiga þau tvö böm. Systkini Guðfinnu eru Bjarni, f. 26.1.1908, sérleyfishafi í Reykjavík; Guðrún, f. 28.12.1910, húsfreyjaí Hraungerðishreppi, gift Sigmundi Ámundssyni; Jón, f. 7.3.1914, bif- reiðarstjóri og síðar húsvörður á Selfossi, kvæntur Rut Margréti Jensen og eiga þau þrjú bom; Ein- ar, f. 17.9.1915, húsasmíðameistari í Reykjavík; Stefán, f. 14.6.1919, b. í Túni frá 1946, kvæntur Jórunni Jó- hannsdóttur og eiga þau sjö börn; Unnur, f. 30.7.1921, gift Herði Þor- geirssyni. Foreldrar Guðfinnu voru Guð- mundur Bjamason, f. 26.3.1875, d. 8.6.1953, b. í Túni 1906-46, og Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 12.5.1878, d. 4.3. 1931, húsfreyja í Túni. Til hamingju meðafmælið3.! Magnús Jóhannssoo, Skoiðarvogi 91, Reykjavík. Magnús er að heiman á afmæiísdagínn. KriHtjana Einarsdóttir, Miðgaröi 3 B, Egilsstöðum. 70 ára Gisaur Brciðdai, Þórólfsgötu 3, Borgamesi. Sveinn Sumarliéason, Egílsbraut ð, Þorlákshöfn. 50 ára ViggóH. MaronBBOm^ Elnar Jóelsson, Þverholti 26, Reykjavík. Einar er að heiman. Ema HaligrímBdóttir, Ofanleíti 23, Reykjavik. Þór Geirsson,;■: Grundargötu 68, Grundarfirði. Pálína Geirharðsdóttir, Bakkaseli 34, Reykjavík. Magnús fvar Þorvaldsson, Engihjalla 15, Kópavogi. Slgutjón Sigurðsson, Ásbúðartröð 11. Hafnarfiröi. Ingibjörg Sigríður Karl.sdóttir, Kolbeiusá I, Bæjarhreppi. Regina M. Erlendsdóttír, Kastala, Mjóafiarðarhreppi.:; Helga Sigríður Siguröardóttir, Ausfurbyggð 12, Akureyri. ólafttr Vigfússon, Vesturvegi 15, Seyðisflrði. Guðný Krístjánsdóttir, Póigötu 8, ísaflröi. Axel Gunnar Einarsson, Fannafold 81. Reykjavík. Guðriður B. Guðmundsdóttir, Stekkjarbrekku 18, Reyðarfirði. Ætt Guðmundur var sonur Bjama, b. í Túni, Eiríkssonar. Móöir Bjarna var Hólmfríður Gestsdóttir, systir Guðmundar í Vorsabæjarhjáleigu, langafa Stefáns, eiginmanns Guð- finnu. Hólmfríður var dóttir Gests, b. í Vorsabæ, Guðnasonar, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Amþórs- sonar bankastjóra. Móðir Hólmfríð- ar var Sigríður Siguröardóttir, syst- ir Bjarna Sívertsen riddara. Móðir Guðfinnu var Ragnheiður, amma Svavars Sigmundssonar ís- lenskufræðings, Jónsdóttir, b. á Skeggjastöðum í Flóa, Guðmunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Bjöms, langafa Agústs Þorvalds- sonar, alþingismanns á Brúnastöð- um. Guðmundur var sonur Þor- valds, b. i Auðsholti, Bjömssonar, bróöur Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavaröar, Þorsteins hag- stofustjóra og Jóhönnu, ömmu Æv- ars Kvarans og Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra. Annar bróðir Þorvalds var Jón í Galtafelh, faðir Höllu, lángömmu handknattleiks- mannanna Geirs, Arnar og Silvíu Hallsteinsbama í Hafnarfiröi. Móö- ir Ragnheiðar var Guðrún Bjarn- héðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holt- T'Tff- Guðfinna Guðmundsdóttir. um, Einarssonar, og konu hans, Guörúnar Helgadóttur, b. á Marka- skarði, Þórðarsonar, bróður Tómas- ar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guð- rúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðsauka, Egilssonar, prests í Útskálum, Eldjámssonar, bróður Hallgríms, langafa Jónasar Hall- grímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristjáns Eldjáms. Guðfinna verður að heiman á af- mælisdaginn. Sviðsljós Próflaus milljónamæringur Mortimér Levitt hætti í mennta- skóla og var þrisvar sparkað úr vinnu. En hann fékk ári góða hug- mynd sem færði honum milljónir og aftur mfiljónir dollara. Morti- mer fór nefiiilega að fiöldafram- leiða skyrtur. „Þú þarft ekki há- skólagráðu til að ná langt í Amer- íku. Eg er lifandi dæmi um það,“ sagði Mortimer sem er 85 ára. En Mortimer hefur ekki alltaf- vaðið í peningum. Hann ólst upp í fátækrahverfi í New York, sonur innflytjenda. Þrítugur stóð hann uppi atvinnulaus en fór þá að búa til skyrtur. Þetta var árið 1937 og fjórum ámm síðar var hann Morti- mer okkar orðinn milli. í dag hefur hann 700 manns í vinnu og á 81 verslun. „Árangur krefst vinnu og sem vinnur alla virka daga í höfuð- einbeitni,“ segir gamli maðurinn stöðvum fyrirtækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.