Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Page 4
FIMMTUDAGUR .3. SEPTEMBER 1992. 4 = / Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi Qármálaráöherra, um skýrslu Ríkisendurskoðunar: Halli ríkissjóðs ekki 9 milljarðar heldur 12 - Ríkisendurskoðun breytti um reikningsaðferð frá í fyrra „Þegar skýrsla Ríkisendurskoðun- ar um stöðu ríkissjóðs í ár er skoðuö kemur í Ijós að Ríkisendurskoðun hefur breytt um reikningsaðferð frá því í fyrra þegar hún mat afkomu- horfur ríkissjóðs fyrir árið 1991 að beiðni nýrrar ríkisstjómar. Þess vegna er hallinn á ríkissjóði í ár ekki 9,0 til 9,5 milljaröar króna heldur rúmir 12 milljarðar króaa sé sömu reikningsaöferð beitt nú og í fyrra,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi fjármálaráðherra, í viðtali við DV í gær. Ólafur segir að í fyrra, þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra óskaði eft- ir aö Ríkisendurskoðun mæti horfur um afkomu ríkissjóðs viö stjómar- skiptin, hefði Ríkisendurskoðun metið þær svo aö hallinn á ríkissjóði árið 1991 yrði 12,2 milljarðar króna. Þá hafi fjárskuldbindingar vegna búvörasamnings, sem íéllu á þessu ári aö upphæð 2 milljarðar króna, verið taldar með. „Við lestur skýrslu Ríkisendur- skoðunar nú fyrir árið 1992 kemur í ljós að hún sleppir að taka inn yfir- töku fiárskuldbindinga en það var gert í fyrra. í ár yfirtók ríkissjóður lán Framkvæmdasjóðs upp á 1,7 mfiljarða. Því er sleppt í skýrslunni nú. Þá er einnig sleppt að taka inn 942 milljónir króna vegna búvöm- samnings ríkis og bænda. Þegar þessum tveimur tölum er bætt við 9,0 til 9,5 milljarða króna hallaspá Ríkisendurskoðunar, eins og gert var í fyrra, verður hallaspá Ríkisendur- skoðunar fyrir árið 1992 11,6 til 12,1 milljarður,“ sagöi Ólafur Ragnar. Ólafur segir að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hafi viðurkennt í samtali við sig að þessi skilningur á nýrri skýrslu væri réttur. Hann viðurkenni einnig að réttara hefði verið að taka þessa 2,6 milljarða með í hallaspána. Ekki náðist í Siguröur Þórðarson ríkisendurskoðanda í gær þar sem hann er í fríi fram á mánudag. -S.dór Jóhann Pétur Sveinsson lögmaður, sem er fatlaður, lenti í talsverðum vand- ræðum f gær er hann mætti í dómsal í Héraðsdómf Reykjavíkur i dómhús- inu við Lækjartorg. Húsið, sem nýlega var endurbætt, hentar fötluðum ekki sérlega vel en til stendur að kippa þvf i lag. Á myndinni er Jóhann Pétur „kominn á pláss" og honum á hægri hönd stendur Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari. DV-mynd GVA Kröfur Akureyrar í þrotabú Striksins: Látum reyna á lög- mæti veðkröf unnar - segirforsetibæjarstjómar Gyifi Kristjánsaon, DV, Akureyri: „Ég vil taka skýrt fram að við höf- um ekki fengið tilkynningu um þetta mál frá skiptasfióranum. Hann hefur látið vita um þetta óformlega en það em ekki allir sammála um að þetta sé réttur úrskurður af hans hálfu og á það verður auðvitað látið reyna,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarsfiómar Akureyrar, um þaö mál sem komið er upp vegna veðs bæjarins í þrotabúi Skóverksmiðj- unnar Striksins. Eins og fram kom í DV í gær hefur komið í ljós að veði bæjarins var ekki þinglýst og tilgreiningarskyldu, sem kveður nákvæmlega á um það í hvaða hlutum verksmiðjunnar veðið er, var ekki fullnægt. Skiptasfióri þrotabúsins hefur sagt að veðin séu ófullnægjandi og hann sjái ekki að þau verði tekin til greina. Sigríður Stefánsdóttir segir að spumingunni um hvað valdið hafi þessum mistökum sé ekki gott að svara en veðkrafa bæjarins er frá árinu 1988. „Við erum búin að biðja um skýrslu um gang málsins. Það er ljóst að á sínum tíma var veitt ein- fóld ábyrgð fyrir láni gegn veðum sem talin voru fullnægjandi og emb- ættismenn gengu frá því máli. Því miður hefur þar orðið misbrestur á,“ sagði Sigríður. Varðandi þrotabú Striksins segir Sigríður að önnur bréf komi á síðari veðrétti á eftir veði bæjarins, sé tekið fram að þau lán séu með veðrétti sem era á eftír veðrétti bæjarins. „Þama kemur auðvitað til lögfræðileg túlk- un og ég vil taka skýrt fram að þetta mál er ekki búið,“ segir Sigríður. Ferðaþjónustan hf. í Reykjavík hefur verið gerð upp en fyrirtæk- ið var tekið til gjaldþrotaskipta í júli 1990. Skiptameðferð er nýlok- ið. Kröfur í búið vora rétt um 95 milljónir. Eignimar vora rétt um fiórar milljónir. Helstu eigendur Feröaþjón- ustunnar voru Sigurður Öm Sig- urðarson og Sigurður Garðars- son - en þeir hafa löngum verið kenndir við annað fyrirtæki sem þeir eiga, Hagskipti hf. Ferða- þjónustan rak ferðaskrifstofu en þeir félagar seldu Svavari Egils- syni rekstur hennar - það er ferðaskrifstöfúná Veröld. : Forgangskröfur í Ferðaþjónst- una vora 4.870 þúsund krónur. Af þeim greiddust rámar fiórar milljónir. Almennar kröfur voru tæpar 89 milljónir. Ekkert greídd- istuppíþær. -sme PyrirkÖll í Héraðsdóm: Með nýjum lögum um meöferð opinberra mála, sem tóku gildi 1. júlí í sumar, ber lögreglustjóra, fyrir hönd héraðsdómara, að birta ákærðu fyrírkall þar sem þeir era kvaddir til að koma fyrir héraðsdóm og hlýða á ákæru, halda uþpi vörnum og sæta dómi. Efákærði er staddur erlendis, eða finnst ekki, er fyrirkallið birt í Lögbirtingablaðinu en í blaðinu frá 28. ágúst síðastliðnum má sjá tvö slík fyrirköll. Þar hafa ákærðu tveggja mánaöa fyrir- vara til að mæta fyrir dómara. Lögbirtingablaðið er því þrauta- lendingin fyrir héraösdómara. Fyrir 1. júlí sá sakadómur um að birta ákærur, án þess að ákærðu væru kvaddir fyrir dóm, en núna er það í verkahring lög- reglustjóra á hverjura stað að kalla menn til. Hjörtur 0. Aðalsteinsson, hér- aösdómari í Reykjavík, sagði í samtali við DV að tiltölulega góð reynsla væri af nýju fyrirkomu- lagi á birtingu ákæra. -bjb IdagmælirDagfari Hver hef ur vit á hverju? Dagfara finnst óþjákvæmilegt að víkja enn einu sinni að umræðu- efni dagsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Það sem Dagfara finnst merkilegast við þá umræðu er sú staðreynd að almenningur í landinu hefur tekið þá afstöðu að taka ekki afstöðu til þessa evrópska efnahagssvæðis fyrr en hann veit, eitthvað um þetta evrópska efna- hagssvæði. Almenningur er að því leyti skynsamari heldur en alþing- ismenn sem virðast flestir hveijir vera búnir að taka þá afstöðu að taka afstöðu með eða móti án þess þó að vita mikið meira um samn- inginn en almenningur. Að minnsta kosti er ekki að merkja af umræðunni á þingi að menn viti hvað þeir era að tala um. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun á vegum Gallups kemur í ]jós að einungis 1,2% íslendinga hafa kynnt sér samninginn ræki- lega. Nær 80% hafa kynnt sér hann mjög illa eða alls ekki neitt. Nær helmingur þjóðarinnar treystir sér ekki til að taka afstööu til EES enda hefur utanríkisráðherra látiö þá skoðun í fiós að þjóðinni sé ekki treystandi til að greiöa atkvæði um þennan EES- samning, af því hún hafi enga þekkingu á honum. Raunar mætti utanríkisráðherra velta því fyrir sér hvort þinginu sé treystandi til að greiöa atkvæði um samninginn. Fram hefur komið í skoðana- könnunum að þjóðin virðist lítinn greinarmun gera á EES, EB eða EFTA og er engan veginn öragg um það hvar við erum aöilar eða um hvar við eram að sækja um aðild. Þetta er fimdið þjóðinni til lasts en Dagfari segir að þetta sé þroskamerki, vegna þess að því er haldið fram að EB, EES og EFTA sé nánast eitt og hiö sama og sfióm- málamenn halda því jafnvel fram að með því að ganga í EES jafngildi þaö inngöngu í EB. Þannig að þjóð- in hefur rétt fyrir sér í því að gera engan greinarmun á því sem er sami grautur í sömu skál. Og hvað er svo verið að vandlæt- ast yfir fákunnáttu almennings? Lítum á umræðuna í þinginu. Þar eru þingmenn að rífast um það hvaða áhrif EES-samningurinn hafi. Hver skoðunin rekur sig á aðra. Sumir segja að við græðum á honum, aðrir að við töpum. Sumir segja að við séum að afsala okkur fullveldinu, aðrir segja að samn- ingurinn tryggi framtíð okkar. Sumir segja aö útlendingar geti keypt hér eignir og fyrirtæki, aðrir ftdlyrða að svo verði ekki. Hverjum á trúa, hver hefur vit á því sem hann er fialla um, hvaö er rétt og hvað er rangt? Menn vita ekki einu sinni hvort samningurinn sé lögmætur eða ekki. Vepjulega verður ekki deilt um það aö þegar Alþingi samþykk- ir frumvörp eða alþjóðasamninga þá tekur þaö gildi og lög era lög. En að þvi er samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðiö varðar rek- ur sig hvað á annars hom. Lög- fræðingar era ekki á eitt sáttir. Fjórir lögfræðingar á vegum utan- ríkisráðuneytisins hafa lýst því álití sínu að samningurinn brjótí ekki í bága viö sfiórnarskrána. Aðrir tveir eða þrír lögfræðingar segja að hann sé sfiórnarskrárbrot. Ríkissfiómin segir að samningur- inn standist sfiómarskrá, sfiómar- andstæðingar era því algjörlega andvígir. Vinnuveitendiu- segjast styðja samninginn af því hann sé góður fyrir atvinnureksturinn. Bændur era á mótí EES-samningnum af því að hann sé slæmur fyrir atvinnu- reksturinn. Ungir framsóknar- menn vita ekki hvort hann er slæmur eða góður, ekki frekar en þjóöin og felldu þess vegna að vera á móti samningnum án þess aö vera með honum. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er þessi EES-samningur al- gjörlega óþekkt stærð sem enginn getur sagt til um hvað áhrif hafi ef og þegar hann verður samþykkt- ur. Sannleikurinn er líka sá að rík- issfiómin treystir þjóðinni ekki til að greiða atkvæði mn samninginn í þjóðaratkvæðagreiöslu og þjóðin treystir ekki þinginu til að greiða atkvæði um EES og er þá ekki rétt aö láta þetta eina prósent lands- manna, sem hafa kynnt sér samn- inginn, greiða atkvæði um þennan samning sem aðrir hafa ekki vit á? Dagfari kemur með þá tillögu að fram fari þjóöaratkvæðagreiðsla um það hveijir megi taka þátt í atkvæðagreiðslu um það hveijir megi taka þátt í atkvæðagreiðslu um þetta mál sem enginn hefur vit á. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.